Þegar ég stend frammi fyrir hásæti guðs mun ég verða sýknaður.
Hvaða samhengi þykir þér við hæfi að nefna?
Svo það komi fram þá voru þessi orð Stalíns svar við orðum Churchill sem sagði að Guð væri með Bandamönnum í liði.
Mér finnst þessi orð ekkert sérlega fleyg. Þar fyrir utan anga þau af reductio ad hitlerum. Ég sé ekki pointið.
Kaþólska kirkjan í Frakklandi, líkt og víðar, t.d. í spænskumælandi löndum, taldi það vera skyldu sína að berjast fyrir afturhaldssömum hægri viðhorfum. Einnig þegar þau augljóslega stríddu gegn allri sanngirni. Í Dreyfusmálinu í Frakkland (u.þ.b. 1890-1905) kom þetta skýrt fram. Augljóslega saklaus herforingi, Dreyfus, var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir "njósnir". En frönsk hægri öfl, með kaþólsku kirkjuna í forystu, að öllum prelátum hennar meðtöldum, beittu sér af hörku gegn endurskoðun málsins því að Dreyfus var gyðingur.
Það var því kaþólsk hefð í Frakklandi að berjast gegn gyðingum. Eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk 1944/1945, var farið að elta uppi samstarfsmenn nasista í landinu. Klaustur urðu nú skipulagðir felustaðir þessra glæpamanna undan réttvísinni.
Klaus Barbie var þannig sannur franskur kaþólikki allt fram í andlátið.
Svona er nú kristinlegur kærleikur góður með eindæum enda grunnurinn byggður uppá heilaspuna sem hefur þróast i það að verða andleg hækja mannsins öldum saman.
Held reyndar að herr Barbie hafi ekki verið vondur vegna þess að hann var nasisti og kristinn. Hann var vondur því hann var siðlaus skepna, eða það er mín trú.
Til dæmis hallaði Hermann Göring sér fremur að heiðinni trú sem og stjörnuspeki og fleira álíka gáfulegu.
Annars er gaman að þessari setningu Barbie. Sérstaklega því menn eru ekkert að spauga.
Barbie var reyndar Þýskur, að ég held í báðar ættir. "Illska" hanns hefur samt án efa verið vegna samblöndu af lélegu uppeldi (faðir alki og ofbeldismaður)og nasískum heilaþvotti. Hann ætlaði sér reyndar að læra Guðfræði en þau plön hans urðu að engu þegar faðir (og bróðir) hans dó.
http://en.wikipedia.org/wiki/KlausBarbie#Furtherreading
Ég ber ábyrgð á tilvitnuninni. Í mínum huga er aðalatriðið við hana að hún sýnir hve fráleitt það er að halda að ótti við dóm guðs sé ávísun á gott siðferði. Hún er líka ágæt fyrir það að við trúleysingjar þurfum að búa við þann lygaáróður að Hitler og nasistar almennt hafi verið trúlausir, það er gott að minna reglulega á hve trúaðir flestir þeirra voru í raun til að vega upp á móti því.
Ég biðst afsökunar á því að rugla nokkuð um uppruna Klaus Barbie. Hann var af af þýskum en mjög traustum rómversk-kaþólskum ættum. En þjóðernið skiptir efnislega litlu máli. Allir stríðsglæpir hans voru framdir í Frakkland, það voru franskir og króatískir rómversk-kaþólskir nasistar/fasistar, svo og stofnanir kirkjunnar í Frakklandi, sem hjálpuðu honum að flýja til Suður-Ameríku. Hlutverk bandarísku leyniþjónustannar í máli þessu er einnig mjög undarlegt. Það voru frönsk yfirvöld sem fengu hann framseldan og þar í landi var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem hann dvaldi til dauðadags. Á banabeðinu voru honum veitt náðarmeðöl kirkjunnar að eigin ósk.
Kristin trú manna er engin ávísun á gott siðgæði. Við þurfum ekki að sækja vatnið yfir lækinn. Maðurinn sem kastaði hnífum í son sinn hér á landi er sagður "sannkristinn". Guðbrundur í Byrginu fór ekki leynt með aðdáun sína og bein tengsl við almættið, Selfossprestur svarar nú til saka fyrir kynferðislega áreitni fyrir dómi o.s.frv.
Guðleysi er heldur ekki ávísun á siðleysi, eins og biskup heldur sífellt fram.
Mér finnst umhugsunarverðast að samkvæmt kristinni trú hafði Barbie rétt fyrir sér og hann hefur það huggulegt í himnaríki á meðan góðir og gegnir menn brenna í helvíti því þeir trúðu ekki í blindi.
Fyrir sanngyrnissakir verð ég að mótmeæla einu hjá þér Reynir, ég held að mjög fáir Kristnir menn telji að Barbie sé í himnaríki, og það er engin bein réttlæting á gjörðum hans að finna í Kristninni
Haukur, ég sagði Barbie hólpinn samkvæmt kristinni trú, guðfræðinni, ekki að meirihluti kirstinna teldi hann í himnaríki. Svo hélt ég ekki fram að réttlæting finndist fyrir gjörðum hans í kristni.
Samkvæmt guðfræðinni eru menn hólpnir fyrir trú sína, ekki gjörðir, það er kristin trú. Kristnir menn eru hins vegar oftar en ekki afar illa að sér í kristinni trú.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Guðmundur Bj. - 18/09/08 19:33 #
"Djöfullinn er með okkur, og saman munum við sigra!" - Jósef Stalín.
Svona bara af því samhengisleysi er í tísku núna.