Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hin dauða hönd ríkisvaldsins

Þegar aðskilnað ríkis og kirkju ber á góma í samfélaginu skiptast Íslendingar í nokkra hópa. En það er ekki bara í með og á móti heldur skiptir ástæðan máli líka. Einn af hópunum í þeirri umræðu eru trúlausir/trúlitlir sem vilja halda í ríkiskirkju-fyrirkomulagið vegna þess að þeir telja að með því að halda uppi slíkri stofnun sé einhvernveginn verið að draga úr öfgum og stuðla að hófsemi í trúmálum. Þeir telja að ríkiskirkjan sé einhvernskonar ónæmissprauta, það er að ef fólk elst upp með öfgalítilli og umburðalyndri trú þá sé það bólusett gegn öfgatrú.

Ef þetta væri satt þá væru milljarðarnir sem við erum að eyða í þetta batterí og augljósa mismununin sem þetta fyrirkomulag felur í sér því bara nauðsynlegur fórnarkostnaður fyrir farsælt trúarlíf í landinu, ekki satt?

En er þetta raunverulega svona? Höfum við einhverja ástæðu til að halda að ríkistrú stuðli að farsælu og öfgalitlu trúarlífi? “Jú,” segja þeir “líttu bara á Bandaríkin!” Og við fyrstu sýn kann að virðast sem þetta sé rétt hjá þeim. Öfgatrú er vissulega stórt vandamál í Bandaríkjunum og þar er aðskilnaður ríkis og kirkju bundinn í stjórnarskrá.

En ef við skoðum þetta aðeins betur, og við ættum ekki alltaf að gera það, þá virðist vera að þetta sé langt í frá algilt. Evrópa er óneitanlega mun betur stödd í trúmálum en Bandaríkin, og hvernig standa mál þar með tilliti til aðskilnaðar ríkis og trúar? Rúmlega 3 af hverjum 4 Evrópuríkjum hafa aðskilnað ríkis og kirkju. Utan Evrópu eru Ástralía, Japan, Nýja-Sjáland og Kanada líka með aðskilnað. Bendir þetta til þess að aðskilnaður leiði til trúarofstækis?

Lítum næst á þau lönd í heiminum þar sem ríkistrú er viðhöfð. Þau er helst að finna í N-Afríku og Mið-austurlöndum. Ríki eins og Afganistan, Írak, Sádí Arabía, Pakistan, Íran og Lýbía. Fá af þeim ríkjum eiga farsæld í trúmálum að fagna. Viljum við virklilega stefna að trúarlífi líkt og því sem er til staðar í þessum löndum?

Það er einfaldlega ekkert sem bendir til þess að ríkistrú bæti trúarlíf landa á nokkurn hátt.

Haukur Ísleifsson 01.09.2008
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Svanur Sigurbjörnsson - 01/09/08 21:44 #

Fín grein hjá þér Haukur. Með því að benda á þessi lönd í Evrópu er ljóst að það er eitthvað annað sem þarf að athuga í þessu samhengi en að ríkiskirkja sé einhver nauðsyn til að koma í veg fyrir slæma bókstafstrú.
Slíkt viðhorf finnst mér einnig ótrúlega metnaðarlítið og uppgjöf gagnvart trúarbákninu. Efling raunsæis, skynsemi, rökhyggju og húmanisma er besta forvörnin gegn barnalegri og einfeldningslegri bókstafstrú. Til þess ætti fólk að horfa frekar en að standa í stað. Takk.


Valtýr Kári - 02/09/08 03:39 #

Hmm, já það er efalaust eitthvað til í þessu.

En samt þá hugsar maður einhvern veginn svo að ef að flestir sauðirnir eru í sama beitarhólfinu þá eru minni líkur á að feir fari að ráfa framaf björgum eðs sökkva í keldu.

Ég man ekki hvaða breti það var sem að sagði við kanana að þeir vissu ekki hve ótrúlega leiðinleg breska kirkjan væri. Það væri lítil hætta á að þeir færu að heimta að menn væri drepnir fyrir skoðarnir sínar.

Ég veit ekki hvort að það er raunveruleg hætta á að einhverjir vitleysingjar væru gabbaðir inní einhverja sértrúarsöfnuði ef að þeir væru ekki fæddir inní hina íslansku ríkiskirkju.

Helst vildi ég að þetta væri allt bannað.


Haukur Ísleifsson - 02/09/08 09:14 #

Það er allveg óþarfi að banna, það hefur sýnt sig að bann á hlutum sem mikil eftirspurn er eftir, t.d. áfengi, leiðir ekki til góðs.

If you criminalise things that ain't real crime, you still create real criminals.

En í eina tíð voru hér á landi nánast allir í "hinu umburðarlyndu og öfgalausu þjóðkirkju" en nú eru hér margir sértrúarsöfnuðir og trúarreglur. Hvaðan helduru að þetta fólk hafi komið? Nú flest allt úr ríkiskirkjunni.


Davíð Tómas - 02/09/08 15:15 #

Er samt ekki málið það að á meðan ríkiskirkjan þarf ekki að selja boðskap sinn til að vinna sér inn peninginn sinn þá sættir hún sig við þau frekar litlu ítök sem hún hefur hefur í þjóðfélaginu í dag.

Ef hún þyrfti að aftur á móti að reiða sig á að fólk mætti í messur til að fá pening þá myndi hún sjá sig tilneydda til að hafa háværari rödd en hún hefur í dag til að keppast við að fá fólk inní kirkjurnar.


Hannes - 02/09/08 16:31 #

Hvernig er það eru ekki flest af þessum löndum sem hafa aðskilnað ríkis og kirkju í Evrópu Kaþólsk lönd einsog Spánn, Portugal og Ítalía sem dæmi. Einnig í Frakklandi þar sem trú virðist vera sterkari en í þeim löndum sem eru með ríksibáknskirkju.

England, Ísland og Danmörk eru með ríkskirkju og þar er að finna frekar lítin trúarhita meðal kristina. Svo það má kannski segja að það séu 2 hliðar á þessu.

En það breyttir því ekki að ég vill sjá aðskilnað, sýnist að Fríkirkjunar séu að gera góða hluti hérna, eru mjög svippaðar og ríkiskirkjan en sjálfstæðar.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 02/09/08 23:15 #

Hérna er kort sem sýnir hvaða lönd hafa aðskilnað og hver ekki. Evrópulöndin þar sem er aðskilnaður eru auk þeirra sem þú nefndir t.d. Beneluxlöndin, Þýskaland, Finnland, Svíðþjóð og öll A-Evrópa, þessi lönd eru nú engu fremur þekt fyrir trúarhita en Danmörk, England, Noregur, Sviss og Ísland. (Þau helstu sem hafa ríkiskirkju)

"Er samt ekki málið það að á meðan ríkiskirkjan þarf ekki að selja boðskap sinn til að vinna sér inn peninginn sinn þá sættir hún sig við þau frekar litlu ítök sem hefur hefur í þjóðfélaginu í dag."

Teluru að ríkiskirkjan hafi lítil ítök í Íslensku þjóðlífi? Við höfum nú mörg staðfest dæmi um að Kirkjan stígi langt utan ætlaðs valdasviðs síns og oft með "góðum" árangri. Þó að vissulega þurfi sjálfstæðu trúfélögin oft að hafa meira fyrir seðlunum sínum þá reiðir ríkiskirkjan sig samt sem áður mest á meðlimafjölda.

Annað sem oft gleymist er að öfgarnar eru ekki endilega það sem "selur" best. Þ.e. trúfélög þurfa ekki að verða ofstækistfyllri til að standa sig á samkeppnismarkaði. Hvort haldiðið að standi betur Fríkirkjurnar eða Hvítasunnusöfnuðurnir?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 03/09/08 00:23 #

Einnig í Frakklandi þar sem trú virðist vera sterkari en í þeim löndum sem eru með ríksibáknskirkju.

Trúarhiti í Frakklandi?

Annars er S-Ameríka mjög góð til þess að hrekja þessa tilgátu, þar er trúlausasta landið (Úrúgvæ) búið að vera með aðskilnað mjög lengi.


Davíð Tómas - 03/09/08 12:59 #

"Teluru að ríkiskirkjan hafi lítil ítök í Íslensku þjóðlífi?"

Ég held allavegna að ef gerður yrði listi yfir áhrifamestu þjóðfélags öflin á Íslandi (stofnanir, fyrirtæki, pólitísk ofl.) þá myndi kirkjan lenda töluvert aftarlega, nema kannski ef ársveltan væri talin sem veigamikill þáttur.

Geta kirkjunar til að hafa áhrif á skoðanir og þjóðfélagsumræðu meðal Íslendinga er mjög takmörkuð. Mér dettur í það minnsta ekkert í hug þar sem kirkjan hefur verið að móta skoðanir eða stýra umræðu um eitthvað sem skiptir miklu máli.

Ég er alveg sammála um að kirkjan yrði líklega ekkert öfgafyllri í skoðunum sínum ef aðskilnaður yrði. Kirkja myndi aftur á móti þurfa að auka meðvitund fólksins á um starfsemi sínni og þess vegna vilja vera stærri hluti af daglegri umræðu og myndi nota hvert tækifærið sem gæfist til að auglýsa boðskap sinn.

Ef frétt dagsins væri t.d unglingjadrykkja eða mannskaði þá yrði kirkjan ekki lengi að minna á hvert væri gott að leita.


Björn Ómarsson - 03/09/08 16:19 #

Davíð Tómas segir:

"Mér dettur í það minnsta ekkert í hug þar sem kirkjan hefur verið að móta skoðanir eða stýra umræðu um eitthvað sem skiptir miklu máli."

Mér þykir umræðan um skólatrúboðið og mannréttindabarátta samkynhneigðra para ágæt dæmi um umræðu sem skiptir máli.

Annars er ég sammála því að aðskilnaður myndi að öllum líkindum ekki hafa teljandi áhrif á öfgar í trúmálum. Það eitt að klippa á naflastrenginn myndi ekki eyða öllu því bákni sem kirkjan er, hún ætti erfitt með að verða öfgafyllri því söfnuður hennar er það ekki.

Þar að auki hafa tengsl kirkjunnar við ríkið ekki stoppað hana í að ota sínum tota hingað til. Muniði eftir auglýsingunum sem voru spilaðar á rás 1 og 2 fyrir seinustu jól?

"[löng þögn] Þessi kyrrðarstund var í boði kirkjunnar þinnar" (eða eitthvað í þá áttina).

Ef menn eru hræddir um að sjálftæð kirkja yrði háværari ættu þeir að líta til þróunar seinustu ára: kirkjan mun verða háværari, hvort sem hún er sjálfstæð eður ei.


Davíð Tómas - 03/09/08 17:20 #

Fyrirgefðu ég hefði mátt vera skýrari.

Auðvitað er mannréttinda barátta samkynhneigðra og trúboð í skólum háalvarleg mál en ég hugsaði einmitt til þeirra.

Kirkjan er ekki beint að sannfæra neinn um réttmæti sinnar afstöðu í þessum málum.

Fólk finnst í mesta falli að kirkjan hafi einhvern heilagleika sem eigi að virða og þessvegna eru ódulin gagnrýni á hana óviðeigandi.

Ef kirkjan hefði einhver ítök þá væru einhverjir málmetandi einstaklingar utan kirkjunnar opinbert að styðja kirkjuna í þessum málum. En svo virðist sem engin hafi áhuga á því.

Af þeim fréttaflutningi sem ég hef séð af þessum málum þá er kirkjan miklu meira látin réttlæta sína afstöðu til samkynhneigðra eða til skólatrúboðs á meðan lítið er sett út á málstað gagnrýnenda (enda litið til að setja út á).

Þessi mál styðja þessvegna ennþá meira það sem ég sagði um máttleysi kirkjunnar.

Hvernig myndi þetta verða aftur á móti ef kirkjan væri komin með stuðningsmenn sem völdu að tilheyra henni frekar heldur en að tilheyra öðrum söfnuði eða engu trúfélagi. Þá hljóta a.m.k. einhverjir af þeim sem eru skráði í kirkjuna taka alla gagnrýni á hana nær sér og jafnvel sýna stuðning í verki.

Hvað varðar það að kirkjan sé að ota sínum tota þá er það alveg rétt þá þeir að hún gerir alveg nógu mikið af því nú þegar.

Kannski er ég að vera full bjartsýnn en með þessu brölti sínu þá er hún búinn að vera að reyna að auka mikilvægi sitt í þjóðfélaginu og það virðist alltaf hafa mistekið. Hún hlýtur að fara að minnka þetta áður en hún fer að fá fólk sem annars pælir lítið í kirkjunni á móti sér. Enda hefur hún kannski litlu að tapa ef hún gefst upp öfugt við það sem gildir um aðskilda kirkju.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 03/09/08 19:02 #

Við höfum nú séð krikjuna hafa bein áhrif á lagasetningu alþingis, það geta ekki margar stofnanir á Íslandi.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.