Kristnir vísa gjarnan í Fjallræðuna þegar spurt er hvað það er sem skiptir máli í Biblíunni. Í nýlegum pistli á trú.is bendir séra Sólveig Lára fólki á að leita til Fjallræðunnar ef það hefur áhyggjur: "Stendurðu frammi fyrir vandræðum eða erfiðri ákvörðun skaltu lesa fjallræðuna. Hún er ekki mjög löng en afar innihaldsrík".
Hefur þetta fólk lesið Fjallræðuna?
Fjallræðan inniheldur nokkra fræga texta, t.d. útgáfu Krists af gullnu reglunni, tvöfalda kærleiksboðorðið, setninguna um hinn vangann og hús byggt á sandi - en hún inniheldur einnig ýmislegt annað.
17Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla.18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram. 19Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í himnaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki
Þar er einnig þessi perla:
27Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór. 28En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. 29Ef hægra auga þitt tælir þig til falls þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér að einn lima þinna glatist en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti. 30Ef hægri hönd þín tælir þig til falls þá sníð hana af og kasta frá þér. Betra er þér að einn lima þinna glatist en allur líkami þinn fari til helvítis. 31Þá var og sagt: Sá sem skilur við konu sína skal gefa henni skilnaðarbréf. 31En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór.
Glæsilegt, ekki satt?
Vonandi vita flestir að Faðirvorið er í Fjallræðunni, en rétt á undan kemur gullmoli sem flestir trúmenn taka ekkert mark á:
5Og þegar þér biðjist fyrir þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. 6En þegar þú biðst fyrir skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
Hafið þið séð einhver merki þess að margir ríkiskirkjukristnir fari eftir þessu? Ekki ég.
Næst þegar prelátar kirkjunnar mæra Fjallræðuna skulið þið spyrja þá hvaða hluta hennar þau eiga við því það er alveg ljóst að Fjallræðuna þarf að lesa með sömu grænsápu og restina af Biblíunni.
(Biblíutilvitanir úr nýju þýðingunni teknar af biblian.is, ég myndi vísa beint á textana en það er ekki hægt)
Í Matt 6:5 er ekki verið að láta Jesú banna fólki að biðja í sumkunduhúsum og gatnamótum. Öllu heldur á Jesús að vera að gagnrýna hærsni (sem sést vel á samhenginu í kaflanum í heild). Hann vill ekki að fólk sé að biðja á þessum stöðum TIL ÞESS AÐ AÐRIRI SJÁI. Það á ekki að vera markmiðið með bænahaldinu. Jesús er látinn gagnrýna þá sem biðja til að virðast vera eitthvað heilagir í augum annarra.
Hmm, það mættu prestarnir þá taka til sín. Þeir fökkíng vinna við þetta!
„19Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í himnaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki“.
Athyglisvert, því hér ber að líta á nokkuð sérstakt um boð. Hér segir að sá sem brýtur eitt af þessum minnstu boðum o.s.frv, ekki er það þetta sem prestar né hinn svokallaði „kristni“ heimur stendur sig í. Vissulega eru menn ófullkomnir, en þetta gildir bara einfaldlega í þessu tilfelli. Prestarnir láta sér ekkert um boðin varða, og gera jafnvel grín af sumum.
Hins vegar verður að taka eftirfarandi orð Jesú með varkærni:
„27Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór. 28En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. 29Ef hægra auga þitt tælir þig til falls þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér að einn lima þinna glatist en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti“.
Hér er eins og þú veist Matthías, átt við helju í þeirri merkingu að vera sameiginleg gröf mannkyns, ekki einhver staður þar sem menn kveljast o.s.frv. Þegar skoðað er Jes 66:24 geta menn dregið ýmsar ályktanir, en eins og þú veist, þá er hér talað um Gehenna, sem er ekki það sama og Helja. Gehenna er sá staður sem var fyrir utan jerúsalem og var ruslahaugur, og þangað var kastað líkum glæpamanna, en þaðan er þessi helvítis kenning útgengin, annars er Gehenna hinn annar dauði og eiga menn ekki afturkvæmt þaðan, en vil jeg vitna í íslensku biblíuna frá 1912 matt5:29. Varðandi Helju, þá veist þú að talað er um að jesús hafi risið upp á þriðja degi, en á meðan var hann í helju. Hebreska orðið „séol“ og gríska orðið „hades“ eru þeir staðir sem eiga við um helju, og má því draga þá ályktun að Gehenna sé eitthvað annað. Aftur á móti er sagt að ekkert sé um að vera í dánarheimum „séol“ í pré 9:10, sem gefur til kynna að þar sofi menn, rétt eins og Jesús sagði við fólkið þegar Lasarus var dáin Jóh 11:11. Einnig var Lasarus búin að vera í gröfini í 4 daga og afsannar það kenningu ýmissa gyðinga á þeim tíma sem voru farnir að segja að sálin myndi svífa yfir dána einstaklingnum í 3 daga og svo loks yfirgefa, en það er annar hængur.
Einnig, afhverju er talað um það í biblíuni að bæði réttlátir og ranglátir munu fá upprisu, post 24:15, sérstaklega þar sem job fór í „séol“ job 14:13-15.
Næsta mál er það hvernig jesús leit á hlutina, þar sem hann er ekki að beina athygli sinni að afleiðingum hlutana, heldur orsök þeirra. Hitt setur hann fram sem myndmál til þess að vara hlustanda ( lesanda í okkar tilfelli) við því að láta hlutina fara á stað í huga sér o.s.frv. Aftur á móti er hverjum manni frjálst að taka sínar ákvarðanir.
Aftur að boðum, Hvað eru prestarnir að gera þegar þeir eru að gifta sama einstakling aftur og aftur, jafnvel hvetja fólk til að skilja (en vil jeg taka fram að mín persónulega skoðun er ekki hér á ferð) eru þeir þá ekki að brjóta boð lögmálsins. Já prestar eru við það að kallast morðingjar, sökum þess að þeir brjóta og bramla saklæaust fólk.
Kv. Edvard.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Valtýr Kári - 01/08/08 19:44 #
Hmm, athyglisvert. Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki lesið fjallræðuna nýlega, ef þá nokkurn tíma. En mig minnir að ég hafi lesið einhvernstaðar að kafólska kirkjan hafi gert lítið úr þessum hluta sem að segir að maður þurfi ekki að vera á samkomu til að biðjast fyrir, vegna þess að annars væri nokkuð erfit að fá fólk til að byggja allar þessar kirkjur.
Svo að þetta er bara pólitík.