Það er merkilegt viðhorf sem Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum, viðhefur í pistli sínum gagnvart athöfnum á borð við jarðafarir:
Ég hef mætt aðstandendum sem hafa talið það heilaga skyldu sínu við hinn látna að velja sálma fyrir útfararathöfn sem honum gætu verið þóknanlegir, þó þeir hefðu ekkert vit né nokkra reynslu af skipulagi helgihalds í kirkjunni. Hvernig á maður sem aldrei kemur í kirkju að skipuleggja guðsþjónustu og segja presti fyrir verkum? Það er mikill munur á því að undirbúa útför og árshátíð.
Presturinn - og máske er hann ekki einn um þessa skoðun innan sinnar starfsstéttar - lítur svo á að þarna sé um guðsþjónustu að ræða, með líki til skrauts, en ekki kveðjustund aðstandenda hins látna.
Er þetta boðlegt?
Gunnar í Heydölum veit að aðalatriðið í útför er boðun orðsins. Vilji aðstandenda og hins látna er þar aukaatriði því fái hann ráðið...
Slíkar kveðjustundir eiga ekki að fara fram í kirkju með presti til skrauts heldur í samkomuhúsum eða á skemmtistöðum.
Þvílík mannfyrirlitning. Látið þá dauðu jarða þá dauðu, sagði einhver, sem prestar taka auðvitað ekkert mark á.
E.t.v. er hann að gagnrýna þá meintu "smekkleysu" hjá mörgum sem vilja endilega spila My Way o.þ.h. í jarðarförum aðstandenda sinna, þar sem hefðin fyrir trúarlegri tónlist er orðin svo sterk í útförum. Þó er það náttúrulega hið sjálfsagðasta mál að þeir ráði útförinni algerlega (ef hinn látni hefur þá ekki komið með einhverjar sérstakar óskir).
(Reyndar væri nokkuð sterkur leikur að spila Highway to hell með ACDC í útförinni sinni, en það er kannski annað mál.)
Möguleikinn á borgaralegri útför er til staðar, amk. ef þar er átt við prestlausa útför.
Já, það kemur prestinum bara andskotan ekkert við hvaða tónlist er í útförinni eða hvernig hún er uppsett.
Ég er búin að taka loforð af víni mínum um að spila "knockin on heavens door" með Guns and Roses í jarðarförinni hans.
Éf ég lifi þennan vin minn þá mun ég efna þetta loforð hvað sem tautar og raular.
Sometimes I feel like screaming með Deep Purple verður leikið þegar ég varð jarðsunginn sem og lagið Longest Day með Iron Maiden.
Eins og kemur fram í tilvitnuninni þá er Guðlaugi illa við það að fólk sé að velja sjálft sálma því að það hafi hvorki "vit né reynslu af helgihaldi í kirkju".
Í greininni gefur hann líka í skyn að hann telji fólk ekkert eiga erindi með það að velja ritningarorð úr biblíunni eða semja sjálft bænir fyrir athöfnina. Þannig að vandamálið virðist alls ekki vera það að hann hafi áhyggjur af því að útförin sé ekki nógu kristileg.
En hvernig á að skilja þetta þá, það veit ég ekki, hvort að hinn látni fari kannski til helvítis því að ekki var staðið rétt að öllum serímóníunum í kringum hana? Því ótýndir mannlegir einstaklingar fengu að menga hana í stað þess að sjálf-útvalinn heilagur guðsmaður passaði upp á að himnaprófið yrði rétt framkvæmt.
Ég mun skilja þetta apparat sem kirkjan er mjög seint ef þá nokkurn tímann.
Mér finnst ástæða til að fagna þessari grein Gunnlaugs. Stundum eru svartstakkarnir bestu bandamenn okkar utankirkjumanna, þeir vilja nefnilega skilja hafrana frá sauðunum og þola ekki málamyndakristni hvort sem er í brúðkaupum eða jarðarförum. Það er alveg rétt hjá Gunnlaugi að margar jarðarfarir ættu frekar að fara fram í samkomusölum en kirkjum og það er hvimleiður ósiður að nota prest til skrauts í útförum heiðarlegra trúleysingja. Ef fleiri prestar væru jafn íhaldssamir og ferkantaðir og Gunnlaugur myndi borgaralegum útförum alveg örugglega fjölga. Nú þarf hann bara að benda fólki á að það sama gildir um nafngjafir, þær þarf ekki heldur að skreyta með presti ef fólk trúir ekki á það sem hann segir.
Ef maður tekur skref aftur á við frá hrokanum, sem liggur þykkt yfir greininni hans séra Gunnlaugs, þá finnst mér ég sjá að í raun er hann segja nokkuð sem í það minnsta ég er sammála í grundvallaratriðum.
Þeir sem eru kristnir ættu að láta prestana sjá um athöfnina og láta hana fara fram í kirkju, þeir sem ekki eru það ættu að gera það annars staðar.
My way, vinsælasta jarðarfaralagið, Show must go on er það sérstakasta (hvað sem það þíðir.)
Þeir sem eru kristnir ættu að láta prestana sjá um athöfnina og láta hana fara fram í kirkju, þeir sem ekki eru það ættu að gera það annars staðar.
Ég tek undir þetta. Því miður er hefðin í kringum kirkjulegar athafnir afar sterk hér á landi. Vekja þarf fólk til vitundar um aðra valkosti, fyrst og fremst borgaralega. Mér þykir t.d. skelfilegt hve algengt er að trúlaust eða trúlítið fólk lætur skíra börn sín í kirkju og veitir kirkjunni þannig skotleyfi á börnin (skv. túlkun prestanna).
Þessi grein séra Gunnlaugs verður vonandi til að opna augu einhverra. Það er ástæða þess að við vísum á hana.
Það er í rauninni ekkert sem bannar trúleysingjum að láta husla sig á víðavangi, fjarri mannabyggðum. Ég myndi gjarnan vilja sjá slíka mótmælaaðgerð, helst með Svarthöfða sem útfararstjóra, og skora á ykkur að undirbúa slíka útför, t.d. með ákvæði í erfðaskrá. Einhver verður að fórna sér fyrir þennan málstað!
Rithöfundurinn kunni Hunter S. Thompson lét skjóta skrokknum úr fallbyssu. Það þótti mér flott jarðarför.
Vil benda caramba og IMM á að það eru lögum samkvæmt bannað að husla lík á víðavangi, það má einungis husla hræ okkar innan skilgreinds grafreitasvæðis. Kjósi maður hins vegar að láta brenna af sér hræið, þá stendur manni sá kostur til boða að láta dreifa öskunni í óbyggðum eða á sjó. Bannað er að dreifa ösku innan marka bæjarfélaga, þar má einungis grafa hana á skilgreindu grafreitasvæði.
Presturinn er augljóslega að tala um sína reynslu og kristilegar útfarir. Það er kjánalegt að segja að hann fjalli um annað. Það má t.d. brenna lík og dreifa öskunni á Íslandi og vel hægt að gera þetta án samráðs við prest og án þess að koma í guðshús og hafa þá það form á þessu sem aðstandendum dettur í hug. Það kemur hvergi fram að hann mótmæli því. Hvers vegna eruð þið svona æst og pirruð yfir því sem fram fer í kirkjulegri guðsþjónustu?
Það er kjánalegt að segja að hann fjalli um annað.
Hvað ertu að tala um Heiðrún?
Hvers vegna eruð þið svona æst og pirruð yfir því sem fram fer í kirkjulegri guðsþjónustu?
Við erum ekkert æst og pirruð yfir því. Við erum að benda fólki á þetta viðhorf presta. Ég tel að margir haldi að útför snúist um hinn látna og aðstandendur - en ekki bara prestinn og hans trú.
Ég vona svo sannarlega að sem flestir frétti af þessu viðhorfi sumra presta.
Að skipuleggja jarðaför aðstandenda, getur verið meira en að segja það. Ég þurfti að gera það í vetur þegar pabbi dó og það var ekki auðvelt. Pabbi var einn þeirra 50 % íslendinga sem töldu sig kristna, en trúðu ekki öllu sem stendur í biblíunni. Við systkynin 3 erum eins ólík og hægt er að hugsa sér. Systir mín mjög trúuð, bróðir minn hefðartúaður og ég algjörlega trúlaus. Það var alveg nóg að taka tillit til þessara aðila, þó svo við þyrftum ekki að taka tillit til þarfa prestsins líka. Við reyndum að skipuleggja athöfnina þannig að pabbi hefði getað verið stoltur af síðasta boðinu sem hann hélt fyrir vini og vandamenn. Sem betur fer áttaði presturinn sig á að hann var bara verkfæri í okkar höndum og var ekki vandamál. Þetta var athöfn tileinkuð pabba og engum öðrum. Ég er því fegin að til eru öðruvísi prestar en Gunnlaugur. Við hefðum ekki getað haldið útföina með honum en heldur ekki borgaralega.
Ég hef alla tíð furðað mig á viðbrögðum kristinna, þegar við hjónin ákváðum að standa ekki upp í kirkju og lofa að ala barnið okkar upp í trú sem við höfðum ekki. Mér finnst það mikið virðingarleysi við kirkjuna og kristna trú að skíra börnin sín í þennan söfnuð og gefa loforð sem maður veit að maður kemur ekki til með að halda. Ég hélt að óreyndu að kristnir yrðu þakklátir fyrir þá virðingu sem við sýndum þeim með því að taka trú þeirra alvarlega.
,,Fyrir um 10 árum síðan uppgötvaði séra Björn nánast fyrir tilviljun að hann byggi yfir lækningarmætti og upp frá því hefur hann hjálpað fjölda fólks í gegnum veikindi og áföll. Þennan hæfileika hefur hann aldrei auglýst heldur hefur þetta spurst út frá einni manneskju til annarar. fé og græðgi samtímans varðar Björn ekkert um og hefur aldrei þegið greiðslu fyrir þessa þjónustu enda telur hann hæfileikann gjöf frá Guði sem beri að umgangast með auðmýkt og virðingu''
Æji, látið þennan mann bara í friði með geðbilun sína.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/07/08 20:22 #
Þetta sannar enn frekar nauðsyn möguleikans á borgaralegri útför.