Hin skemmtilega framhaldssaga um Jesú og Múðhaðmeð og rökræður þeirra við barstúlkuna knáu nær nýjum hæðum í vikulega laugardagsgríninu.
Jesús og Múhameð standa þarna sem fulltrúar þeirra trúarbragða sem við þá eru kennd og endurspegla viðhor þeirra. Það er satt að í þessari sögu hefur Mo ekkert vægi, en viðveru hans þarf að skoða í samengi við eðli seríunnar.
Það þarf semsagt að taka bókmenntavinkilinn á þessa seríu til að ná djókinu, ekki bókstafsskilninginn, sjáðu til. ;)
"Guð er handan mannlegs skilnig vegna þess að hann tilheyrir þeim hluta veruleikans sem við höfum enga beina reynslu af og vitum því mjög takmarkað um, auk þess sem að Guð er vera sem er á allt öðru stig en við"
Saell Guðjón. Hvernig veistu þetta?
Ef við höfum enga reynslu af guði hvernig getum við þá vitað einhvað um guð yfirleitt.
Við höfum heldur ekki neina beina reynslu af tímarúminu sem Einstein talar um og útskýrir aðdráttaflið með - og ég verð að viðurkenna að skil eiginlega ekki hvað hann er að tala um - samt held ég að það sé engin vitleysa og vandamálið sé fáfræði mín - trúarrit eins og biblian tala um Guð auk þess er hægt að túlka tilvist heimsins sem vísbendingu um tilvist Guðs. Þó að slíkar hugmyndir teljist ekki til vísinda þá er ekki þar með sagt að þær séu rangar.
Vísindi ganga útfrá vinnureglum sem útiloka allar skýringar aðrar en veraldegar skýringar og þegar bestu tekst til fela þau í sér bestu hugsanlegu skýringarna á fyrirliggjandi vitneskju, en vísindin eru engin endanlegur sannleikur. Ég held að heimurinn sé í raun svo fólkin að menn geti aldrei skilið hann til fullnustu og þrátt fyrir allt eru vísindi alltaf háð mannlegum takmörkunum. Þetta sérst vel ef menn kynna sér nútíma eðlisfræði kemur þetta vel í ljós. Hún byggir á þeirri forsendu að til þess að skilja heimin verðum við að segja skilið við takmarkanir almennrar skynsemi. Tilraunir manna til þess að skilja heiminn hafa leitt af sér strengjakenningu sem gera ráð fyrir að byggingarefni atóma séu örstuttir orkustrengir sem hafi mismuandi eiginleika vegna þess að þeir sveiflist með mismuandi tíðni- til þess að þessi mynd gangi upp þarf að gera ráð fyir ellefu víddum. Af þessu dreg ég þá ályktun að heimurinn sé í raun svo flólkin að við höfum takmarkað möguleika á að skilja hann til fullnustu og að við höfum flest tilheiginu til að ofmeta mátt mannlegra skynsemi. Trúarleg nálgun er tilraun til að nálgast þá þætt tilverunar sem skynsemin getur einungist nálast að takmörkuð leyti.
Guðjón segir að kristur hafi ekki talað um hjónaband samkynhneigðra. Hann vísaði hins vegar oft í Gamlatestamenntið, t.d. í söguna um Nóa, Jónas í hvalnum, Adam og Evu, Davíðssálmana, ýmisboð í Mósebókunum o.s.frv. Þegar hann átti í "rökræðum" við djöfulinn í eyðimörkinni vísaði hann í orð Gamlatestamenntisins sér til stuðnings, sem óskeikul væru. Hann sagðist ekki kominn til að afnema lögmálið og spámennina, og sagði að menn ættu að breyta eftir boðum G.T. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir því að hann hefði verið andvígur hjónaböndum samkynhneigðra, þar sem slíkt er bannað í Gamlatestamenntinu.
Í öðru lagi talar Páll, postuli Jesús Krists, (þýðir bókstaflega sá sem er sendur til að tala fyrir hönd Jesú Krists) skýrlega gegn samkynhneigð.
Það skiptir ekki einu sinni máli, jafnvel þó að væri rétt hjá Guðjóni, þá er það engu að síður óumdeilanleg staðreynd að margir kristnir menn tala gegn samkynhneigð í nafni Krists og það var það sem myndasagan var að gera grín að.
Þegar vantrú fjallar um krisni er gjarnan litið framhjá því að kenningar einstakra kirkjudeilda eru ólikar í grundvallar atriðum - gagnrýnin vantrúar beinist oft eins og þessu tilviki að málum sem skírskota fremur til bandarísks veruleika en íslensks. Pælingar Birtu um Krist skipta mjög liltum máli vegna þess að guðfærði er fyrir sérfræðinga, en flestir venjulegir trúmenn eru ekki mikið uppteknir af slíkum hlutum og blanda óhikað saman hugmyndum sem eiga ekki saman. Það hvað Kristur sagði í raun skiptir engu máli - það sem skiptir máli er hvernig þú túlkar það sem hann sagði.
Þetta er ekki skoðun mín á orðum Krists heldur lýsinga á því hvaða áhrif hann hefur á fólk- þetta sama prinsip gildir um skilning okkar á því sem sagt er við okkur- það sem við bregðust við er túlkun okkar á því sem sagt er fremur en það sem viðkomandi er að hugsa sem skiptir máli ekki hvað sagt er í raun.
Stór hluti fólks blandar hlutum eins og spíritisma og nýjaldarhugmyndum saman við krisni. Og fólk ræður því algjörlega sjálft hvað það gerir. Þetta er eins á á markaðinum þú kaupir þær vörur sem þig langar í og séu vörur á markaði getur þú keypt það sem þér listir innan marka laganna.
Það er vissulega rétt að hefðbundnar krisnar hugmyndir fordæma samkynheigð- en það eru hins vegar til krisnir menn sem samþykkja hana. Annnars er umræðan um samkynheigð áhugvert viðfangsefni sem ég hef mjög ákveðnar skoðanir á sem tengjast ekki endilega kristni - en meira um það seinna ef tilefni gefst til.
Guðjón, þú ert að gera athugasemdir við skopmynd. Vissulega fylgir flestu skopi nokkur alvara, en fjandakornið maður - þú ert að missa það.
Þetta er eflaust rétt hjá þér að ég er alltof langorður og flæki málið um of en - en hér finnst mér verið að ala á ranghugmyndum
Það finnst mér ekki. Hvaða ranghugmyndir er um að ræða eiginlega? Hinar og þessar kirkjudeildir nota biblíuna til þess að réttlæta hér um bil hvað sem er. Margar stærstu kirkjudeildirnar í Bandaríkjunum eru á móti þeim hlutum sem þarna eru nefndir sem er náttúrulega stórfyndið í ljósi þess að vegir stóra bróður á himnum eiga fjandakornið að vera órannsakanlegir samkvæmt bókinni. En sumir þykjast náttúrulega skilja nákvæmlega hvað guðinn vill. Allt er þetta spurning um hvað þeir sjálfir vilja býst ég við og þá er hentugt að gleyma óskiljanleika guðsins.
Þetta eru lokaorð um þetta mál. Hér er verið að nota grín til þess að koma ákveðnum skilaboðum til skila. En það er engin von til þess að meðlimir í vantrú geti skilið hvað ég er að tala um - ef þeir gerðu það væru þeir ekki í vantrú stundin lengur
En það er engin von til þess að meðlimir í vantrú geti skilið hvað ég er að tala um
Ég held það einskorðist ekki við meðlimi Vantrúar.
Ég er til dæmis algjörlega ruglaður.
...Já, fyndin skopmynd, hahaha...
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Guðjón - 07/06/08 11:16 #
Kristur talar ekkert um stofnfrumurannsóknir og ekki heldur um hjónaband samkynheigðra. Kristnir menn hafa hins vegar talað um þessa hluti og eru ekkert endilega sammála um þá. Hér er verið að rugla samana tveim ólíkum hlutum - annars vegar því að Guð er handan mannlegs skilnig vegna þess að hann tilheyrir þeim hluta veruleikans sem við höfum enga beina reynslu af og vitum því mjög takmarkað um, auk þess sem að Guð er vera sem er á allt öðru stig en við- getið þið kennt ánamaðki afstæðiskenninguna. Nei auðvita ekki - getum við skilið Guð- nei auðvita ekki- En merkir það að kristur hafi ekkert erindi við okkur- það er allt önnur spurning og spurning sem fólk svara á ólíkan hátt.
En hvað hefur þetta með Muhammed að gera?