Sú kristna sannfæring að heimurinn sé ljótur og illur hefur gert heiminn ljótan og illan.
"Að heimurinn sé ljótur og illur" er orðatiltæki og þó það hafi verið fleygt, þá verður það ekki "kristin sannfæring" fyrir það... Heimurinn er góður en það eru ill öfl í honum og þar á maðurinn stærstan hlut að máli.
Ó, ætli okkur sé nú ekki samt óhætt að fullyrða að þetta sé sannfæring margra kristinna í mörgum skilningi, bæði leikmanna og fræðinga. Að tala t.d. alltaf um að maðurinn sé í eðli sínu syndugur og illur getur í sjálfu sér verið viðhorf sem mótar hlutina til hins verra.
Þá er hið náttúrulega viðhorf mun eðlilegra: að heimurinn sé viljalaus, en við getum gert úr honum eins góða hluti og við viljum eða getum sammælst um.
Það geta þó að sjálfsögðu margir kristnir túlkað þetta eins og þú gerir, en það eitt dregur ekki úr því að þetta sé kristin sannfæring ef nógu margir aðrir eru engu að síður á umræddu máli.
Erfðasyndin er kristin kenning, samkvæmt henni fæðumst við öll syndug. Sérstaklega lúterskir hafa túlkað þetta þannig að börn fæðist sem nokkurs konar smá-djöflar sem fari beint til helvítis ef þeir verða ekki skírðir (sbr. skemmri skírn sem líkast til enn er kennd í fermingarfræðslu?) og síðan tugtaðir til góðra verka.
Með upplýsingarhugsun 18. aldar og nýrri hugsun í uppeldi hurfu hugsandi menn mikið til frá þessari afstöðu og fóru að líta á börn sem "sakleysingja", hreinskrifuð blöð sem enn höfðu ekki verið svert af heimsins böli.
Að heimurinn sé illur/vondur er í sjálfu sér einkenni á gnostískri hugsun, nokkuð sem alltaf er skammt undan í kristni. En það er einnig rökrétt afleiðing af þeirri kennisetningu kristinnar kirkju gegnum aldirnar að heimurinn hérna megin sé táradalur, þar sem óréttlæti, misskifting, þjáning og dauði sé eitthvað sem maður verður bara að þola, því hinum megin sé paradís.
Kirkjan hefur því sjaldnast stutt umbætur eða breytingar á veraldlegum kringumstæðum, eitt besta dæmið er afstaða Lúters til bændauppreisnanna. Rökrétt afstaða í ljósi kennisetninga bæði hans og kaþólsku kirkjunnar.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Bryndis Svavarsdottir - 22/02/10 10:09 #
"Að heimurinn sé ljótur og illur" er orðatiltæki og þó það hafi verið fleygt, þá verður það ekki "kristin sannfæring" fyrir það... Heimurinn er góður en það eru ill öfl í honum og þar á maðurinn stærstan hlut að máli.