Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Óljós breytingatillaga

Vantrú sendi alþingismönnum eftirfarandi skilaboð í gær.


Í breytingatillögu menntamálanefndar við frumvarp Menntamálaráðherra til leik- og grunnskólalaga er talað um að starfshættir skóla skuli meðal annars mótast af "kristinni arfleifð íslenskrar menningar". Tilgangur breytingatillögunnar er vafalaust sá að koma til móts við þá sem óttuðust um afdrif kristinfræðikennslu þegar felld var út klausa um "kristilegt siðgæði".

Vandamálið er að tal um kristna menningararfleið er alltof vítt og mætti skilja sem heimild til kristniboðs eða trúariðkunar í skólum. Menntamálaráðherra hefur þegar bent á að slíkt myndi brjóta gegn sáttmálum sem Ísland á aðild að.

Við leggjum til að þessi breytingatillaga verði lögð til hliðar og þess í stað verði kveðið á um það í aðalnámskrá að í trúarbragðafræðslu skuli leggja sérstaka áherslu á kristni og þátt hennar í menningu Íslendinga frá upphafi. Miðað við rökstuðning nefndarinnar á breytingunni væri þetta líka mun rökréttari leið.

Við fögnum hins vegar að nefndarmenn hafa farið eftir ábendingu séra Karls V. Matthíassonar um að bæta við kærleika í upptalningu á þeim gildum sem starfshættir skóla eigi að mótast af.


Álit menntamálanefndar

Ritstjórn 18.05.2008
Flokkað undir: ( Skólinn )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.