Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heimsmynd

Hver og einn á sína heimsmynd, sína mynd af heiminum. Hún er kannski ekki kórrétt, en hún er staðreynd. Fyrr á öldum meðan heimurinn var einfaldur og jörðin flöt og kirkjan eini fjölmiðillinn hefur ein og sama myndin hugsanlega búið í flestum kollum. Bara einhverjir Keplerar og Kópernikusar og Galíleóar sem hugsuðu sitt. Síðan fór sem fór og hin rétttrúaða heimsmynd sem eitt sinn breiddi sig stoltaraleg yfir gervallan heiminn - Í dag er ekkert eftir af henni nema tætlurnar af sprunginni blöðru.

-Pétur Gunnarson Myndin af heiminum. Mál og Menning 2003, bls 51

Ritstjórn 08.05.2008
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


FellowRanger - 08/05/08 23:20 #

Fallegt og rétt.


Ólafur Eiríkur Þórðarson - 14/11/08 17:03 #

Kirkjan hefur reyndar aldrei haldið því fram að jörðin væri flöt. Það var orðin almennur sannleikur að hún væri hnöttótt umm 600 árum áður enn hún kom til sögunar


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 15/11/08 11:10 #

Það er rétt. Menntafólk á miðöldum trúði nánast undantekningarlaust á kúlulaga jörð en ekki flata. En kirkjan stóð nú ekki í því að leiðrétta almúgan.


Eirikur - 09/12/08 15:44 #

Og bara svona til þess að vera að benda á það þá var það kaþólskur prestur sem fyrstur setti fram mikla hvells kenninguna sem viðurkend er sem vísindaleg staðreynd nú til dags


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/12/08 16:07 #

þá var það kaþólskur prestur sem fyrstur setti fram mikla hvells kenninguna

Eiríkur er hér að vísa til prestins og eðlisfræðingsins Georges Lemaître. Presturinn fékk semsagt ekki vitrun frá Gvuði :-)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.