Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þróunarkenningin útskýrð á einfaldan hátt

Í þessu myndbandi er þróunarkenningin útskýrð á auðskiljanlegan og einfaldan hátt. Til eru fleiri myndbönd í þessum dúr sem vert er að vísa á. Arnaldur gerði góðan lista yfir þessum "Made Easy"-myndböndum sem nálgast má á spjallinu.

Ritstjórn 15.04.2008
Flokkað undir: ( Myndbönd , Vísun )

Viðbrögð


Siggi - 16/04/08 10:19 #

Leiðrétting: "kenningin" breyta í Þróunnar"Staðreyndin".

Þeas, svoleiðis er það allaveganna kennt í íslenskum skólum í dag. Það er talið vera nóg sönnunnargögn til að kenna efnið sem staðreynd.

Uppruni lífs er kenningin, þróun er staðreynd.


Haukur Ísleifsson - 16/04/08 13:36 #

Þar sem staðreyndir eru ekki til í náttúruvísindum þá er ekki hægt að kalla þetta staðreynd en kenning er það vísindahugtak sem kemst næst fullri vissu.


Siggi - 16/04/08 14:41 #

Nú, í alvöru? Afhverju ætti það ekki að vera til? Eru Lögmál newtons ekki staðreyndir?


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 16/04/08 16:56 #

Það er ekki hægt að sanna þau. Það er litið á þær sem staðreyndir en jafnvel þyngdarlögmálið er bara kenning.


Viddi - 16/04/08 17:23 #

Eg helt ad thad eina sem vaeri aedra en kenning vaeri Logmal. Forum bara ad kalla thetta throunarlogmalid.


Siggi - 16/04/08 17:41 #

Allt í lagi, sammála því, allir rétta upp hönd sem vilja þróunnarlögmálið!

rétti upp hendi

:P


Arnaldur - 16/04/08 17:58 #

Ég útskýrði ágætlega muninn á tilgátu, kenningu og staðreynd í póstinum fyrir ofan myndböndin í tenglinum að ofan. "Þróunarfræðin sem staðreynd og kenning".

Menn nota ekki lengur "lögmál" vegna þess að stöðugt er verið að afla nýrrar vitneskju og betrum bæta þær kenningar sem við höfum. Kenning er því æðsta stig innan vísinda.

En ég myndi samt rétta upp hönd :)

Eftir farandi texti er afrit af nokkrum punktum sem ég hafði skrifað áður (tengillinn fyrir ofan):

Innan vísinda er orðið tilgáta notað um ágiskun eða staðhæfingu um eitthvað sem hugsanlega gæti verið rétt. Tilgáta getur verið illa rökstutt, sérstaklega í fyrstu, en síðar meir aflað sér rökstuðnings þar til að því kemur að litið er á hana sem staðreynd.

Flestir vísindamenn og heimspekingar telja að vitum ekkert með hundrað prósent vissu og það sem við köllum staðreyndir eru tilgátur sem hafa aflað sér svo mikils rökstuðnings að við látum sem svo að þær séu sannar.

Í almanna tali er orðið “kenning” oft notað yfir staðhæfulausar fullyrðingar, en innan vísindageirans hefur orðið allt aðra merkingu. Vísindakenning er samansafn vel rökstuddra og samtengdra staðhæfinga, sem út frá rökhugsun og sönnunum útskýra margvísleg fyrirbæri.

Eins og segir í Oxford English Dictonary, a theory is “a scheme or system of ideas and statements held as an explanation or account of a group of facts or phenomena; a hypothesis that has been confirmed or established by observation or experiment, and is propounded or accepted as accounting for the known facts; a statement of what are known to be the general laws, principles, or causes of something known or observed.”

Þannig eru t.d. atómkenningin, skammtakenningin og flekakenningin mótaðar skýringarmyndir sem fengnar eru út frá samtengdum mismunandi hugmyndum sem hver um sig er studd fjölda staðreynda af ýmsum sviðum. Út frá þessum staðhæfingum er þróun staðreynd, en staðreyndir þróunar eru útskýrðar í þróunarkenningunni.


Svali - 19/04/08 10:59 #

Lögmál newtons er ekki staðreind, hún fellur þegar talað er um massamikil fyrirbrigði og þegar hlutir fara nálgast ljóshraðan. Afstæðiskenninginn tekur þá við. Við notumst samt við lögmál newtons þar sem nálguninn er mikil og hún er tiltörulega einfaldari.

En það er samt spurning hvort að þróunarkennin ætti ætti að verða að lögmáli? Hún er furðulega vel leidd. Samt skiljanlegt að vísindamenn séu hræddir við að gera hana að lögmáli þar sem saga vísindamanna eru nær endalausar leiðréttingar.


Svali - 19/04/08 11:07 #

Samt asnalegt að þessu myndbandi að gera þróunarkenninguna að staðreind í endanum þegar það hefur ekki verið samtþiggt af vísindamönnum. Koma vísindamenn ekki sér saman um þegar á að fara kalla hluti lögmál og staðreindir en ekki kenningu?

Eins og þegar þeir komu sér saman um að greii plútó væri ekki lengur reikistjarna og svo nú þegar þeir ætla sér að endurskilgreina eininguna kíló frá platínustönginni í parís yfir í sílikonkúlu?

Annars mér fannst myndbandið vel gert, en verð soldið pirraður þegar menn fara að notast við aðferðir trúarmanna og taka að sér alvald að visku sem þeir búa í raun ekki yfir!


Svali - 19/04/08 11:08 #

Afsaka allar stafsetningarvillur!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.