Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Góð spurning

Trúarbrögðin eru aukaafurð hræðslunnar. Hugsanlega hafa þau verið ill nauðsyn í gegnum söguna, en hvers vegna voru þau illri en þörf krefur? Er ekki það að myrða fólk í nafni Guðs þokkalega góð skilgreining á geðveiki?

-Arthur C. Clarke

Ritstjórn 03.04.2008
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Siggi - 03/04/08 12:05 #

Geðveiki er nokkuð ofnotað orð í dag, í hvert einasta skipti sem eitthver drepur af óskiljanlegum ástæðum er það bara stimplað geðveiki.

Ég myndi ekki nota það orð nema erfðagalli eða eitthver heilaskaði hafi valdið þessu og ég þykir ólíklegt að önnur hver manneskja á miðöldum hafi verið biluð á þann hátt.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 03/04/08 12:51 #

Sem sálfræðingur er ég hjartanlega sammála Sigga. Það er ekki vænlegt að stimpla þá sem fremja óhæfuverk í nafni trúarbragðana sjálfkrafa geðveika.

Hitt er staðreynd að menn vitna enn óspart í trú sína til að réttlæta óhæfuverk, rétt eins og á miðöldum.

Þetta er mein í samfélagi manna, stórhættulegt mein og það nægir að kalla það sínu rétta nafni "trú".

Menn gerðu og gera marga óhæfuna í "góðri trú" en óhæfan verður engu minni fyrir það.

Trúin á sér margar hliðar, margar fagrar, en ein þeirra er því miður þetta mein. Öruggasta leiðin til að losna við meinið er að benda mönnum á villuna sem felst í trú þeirra. En enginn er jafnblindur og sá sem vill ekki sjá, og þeir eru margir mitt á meðal okkar.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 03/04/08 12:57 #

En er ekki almennt talið að félagslegir þættir geti einnig valdið geðveiki. Svo veit ég ekki hvort persónuleikaraskanir geti fallið í þann flokk.


Andri Snæbjörnsson - 03/04/08 13:41 #

Ég hef alltaf litið á trúarbrögð sem samkrull trúar og pólitíkur. Eldfim og eitruð blanda í senn þar sem ofurtrú á eigin réttlætingum og valdagræðgi blandast saman og útkoman er siðblinda.

Kannski mætti notast við hugtakið trúarlega skilyrta siðblindu frekar en geðveiki?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 03/04/08 16:08 #

Trúarlega skilyrt siðblinda lætur þokkalega í eyrum þar til maður gerir sér grein fyrir að það er einmitt ofurtrú á "siðinn" sem vandanum veldur.

Sinn er siður í landi hverju. Þegar ég var í skóla var það kallað "siðbót" þegar kaþólskur biskup var hálshöggvinn í Skálholti ásamt sonum sínum til að koma á lúterskum sið.

Lúter þessi var siðblindur fjandi þegar kom að gyðingum og fleiru, þótt hann gagnrýndi páfadóm með réttu.

Þessi lúterska og boðandi þjóðkirkja okkar er líka siðblind - en blinda hennar stafar af því að einblína einmitt á "siðinn".


Andri Snæbjörnsson - 03/04/08 16:27 #

"Siður" er náttúrulega hugtak sem er teygjanlegt og loðið og mjög viðkvæmt fyrir áhrifum hvers lags afstæðishyggju.

Fyrir mér hlýtur "réttur" siður að vera það sem stendur eftir beitingu gagnrýninnar hugsunar og eftir að hafa horft á viðkomandi "siðferðismál" frá öllum sjónarhornum sem að gagni gætu komið.

Það breytir samt ekki því að orðið "siður" þýðir ekki það sama í huga allra. Það sem einum þykir siður þykir öðrum siðblinda.

Þetta er eitt af þessum hugtökum þar sem þú verður einfaldlega að vita sitthvað um viðmælandann til þess að meta hvað hann á við með orðinu "siður".

Siður er órjúfanlega persónubundið hugtak býst ég við. Æ, ég er búinn að skrifa mig í hring hérna eins og einhver alræmdur póstmódernisti.


Siggi - 03/04/08 16:44 #

Hann dolli sagði eitt sinn; "Það eina ójarðneska sem skilur rétt frá röngu er árangurinn".

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.