Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sölumaður ljótleikans

Eftir að hafa séð brot úr páskapredikun biskups í sjónvarpsfréttum ákvað ég að lesa hana sjálfur. Það kom í ljós að brotin gáfu alveg rétta mynd af ræðunni. Svartagallsraus frá upphafi til enda.

"Allt mannlegt eðli hneigist til sjálfshyggju og eigingirni."

Það er hægt að kæra fólk fyrir að tala á meiðandi hátt um kynþætti. Ef hægt væri að kæra fyrir að tala illa um tegundir þá ætti mannkynið að höfða mál gegn biskup. Þetta er náttúrulega ekkert nema innantóma retórík. Þetta er auglýsingamennska manns sem er að markaðssetja vöru.

Það væri kannski við hæfi að biskup myndi koma sér á framfæri á Vörutorginu á Skjáeinum. Þar gæti hann þulið vísuna: Heimurinn er ömurlegur. Manneskjan er ömurleg. Eina lausnin er í vörunni sem ég hef að bjóða og það er hinn krossfesti, upprisni. Jesús á dag kemur skapinu svo sannarlega í lag.

Það er biskup í hag að sjá, benda á og leggja áherslu á ljótleika í tilverunni. Hatrið og ömurleikann. Það væri nú sorglegt ef heimurinn væri jafn slæmur og biskupinn boðar. Hann er það sem betur fer ekki þó margt mætti betur fara. Ef við fókusum hins vegar á ljótleikann þá er hættan á að við sjáum ekki fegurðina sem er allt í kringum okkur. Hún er ekki falin í leyndardómi trúarinnar heldur er hún ljós hverjum sem opnar augun fyrir henni. Það getur stundum verið erfitt en treystið mér, hún er þarna. Í smáu og stóru, fólkinu í kringum okkur, menningu og listum, himingeimnum og náttúrunni.

Óli Gneisti Sóleyjarson 25.03.2008
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 25/03/08 13:11 #

Biskup:

Við biðjum: „Faðir vor, Til komi þitt ríki! Verði þinn vilji!“ Og ríkið kemur, vilji Guðs verður, hvern dag, alls staðar eru kraftar Guðs að verki. Leiðbeining lögmálsins sem ritað er í hjörtu manna.

Jesús:

Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska.

Hvað er biskup að fárast? Þetta eru bara kraftar guðs hans að verki.


Árni Árnason - 25/03/08 14:21 #

Svartagallsraus hefur fylgt prestastéttinni, og þarmeð ætt biskoppsins frá ómunatíð. Það hefur alla tíð allt verið að fara helvítis til, nema menn bregðist við og gefi kirkjunni pening.

Verst fer þó Kalla þegar hann er að reyna að vera fyndinn og ég held að hann sé enn að reyna að bíta úr nálinni með hjónabandið og sorphaugana, sælla minninga.

Í predikuninni vitnar hann í Gerði Kristnýu:

„ Fyrir ofan myndina ekki kyrrlátur kross, heldur rós eins og hann hafi trúað því að eilíft líf biði hans í blómabúð.“

og heldur svo áfram: Rósin er yndisleg jurt og hugnæmt tákn, en krossinn signir einatt gröf og mynd hins látna, af því að hann er tákn lífs og framtíðar, vonar og kærleika. ( tilvitnun lýkur )

Þeim Gerði og biskoppnum hefur eflaust fundist þau voða fyndin: he he einn voða vitlaus, heldur að eilíft líf bíði hans úti í blómabúð. Þau klikka þó bæði á því að trúleysinginn trúir ekki á eilíft líf, hvorki í blómabúðum eða annars staðar og gera sig þaðmeð að fíflum.

Það er væntanlega sá eða sú sem gefur sér að krossinn sé tákn lífs og framtíðar, vonar og kærleika og að með því að prenta mynd af þessu drápstóli á dánartilkynningar megi færa hinum látna eilíft líf. Ég spyr, hver er sá heimski ?


Steindór J. Erlingsson - 25/03/08 16:02 #

Við megum ekki gleyma því jákvæða í prédikuninni, sem er að hörmungar þessa heims eru ekki lengur alfarið trúleysinu að kenna. Ætli hann sé loksins farinn að hluta á gagnrýni okkar?


Þorsteinn Ásgrímsson - 25/03/08 19:21 #

Ég verð reyndar að vera ósammála um að þetta sé endilega svo hræðileg setningu hjá biskup svona ein og sér. Meina vilja ekki sumir heimspekingar einmitt meina að maðurinn sé sjálfselskur og eigingjarn og með því nái hann einmitt að sjá að eiginhagsmunum sínum sé best þjónað í samfélagi með öðrum. Er einhver einn sannleikur annars yfir það hvort maðurinn sé sjálfselskur og eigingjarn eða gjafmildur og ósérhlífinn. Að vera að tala um að mannkynið ætti að kæra biskup fyrir skoðanir hans af þessum toga er hálf kjánalegt finnst mér. Frekar að halda áfram að benda á rökvillur sem kirkjunar menn koma með mótrök á þá, ekki hugmyndir um vissa ritskoðun sem fellst í tali um kærur.* Öðru í greininni er ég nokk sammála.

*tek það þó fram að ég geri mér grein fyrir að hér er ekki verið að henda fram hótun um kæru.


Óli Gneisti - 25/03/08 20:00 #

Orð mín um kæru voru náttúrulega bara sett fram sem grín. En ég bendi á að lesa dýrðina hjá biskup í heild sinni, ég tók bara eina línu en margt fleira er þar. Punkturinn er náttúrulega að hann er að gera þetta til þess að selja vöruna sína, þetta eru ekki djúpar heimspekilegar pælingar hjá honum þó hann haldi það kannski.


Þorsteinn Ásgrímsson - 25/03/08 20:04 #

Já, vissi svo sem af því, fannst bara ekki alveg rétt að taka einmitt þessa setning sem dæmi og gagnrýna hana eins og þú gerðir. Skil samt og samþykki auglýsingapunktinn hjá þér, enda "skemmtileg" hræsni alltaf í gangi í þeim málum hjá kirkjunni.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 25/03/08 20:13 #

Flottur pistill og ég tek undir hvert orð.

Mér finnst alveg afskaplega leiðinlegt við biskupinn hvað hann er alltaf neikvæður! Alltaf talandi um hvað allt sé slæmt og hann elur á vondum hlutum og sér djöfulinn í hverju horni.

Hann þyrfti að temja sér jákvæðara viðmót þótt ekki væri annað. Hann talar niður til fólks og mikil vandlæting í orðum hans. Hann hefur alls enga trú á því góða á nokkurn hátt að því er virðist. Hann gagnrýnir fólk endalaust og ég verð bara að segja það að honum er vorkunn að þurfa að takast á við sinn hugarheim.

Það vantar allt fjör í manninn!!!

Fyrir utan þetta, þá er aðskilnaður ríkis og kirkju ekkert annað en mannréttindi. Það er hrikalegt að þurfa að styrkja þetta bákn og vera þröngvaður til þess þótt maður sé ekki í þjóðkirkjunni. Þetta er bara ofbeldi og mannréttindabrot.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.