Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

83% trúleysingja eru skráðir í Þjóðkirkjuna

Árið 2004 gerði Gallup skoðanakönnun fyrir Biskupsstofu og Prestsskólann[1]. Að þessu sinni rýni ég í 13. spurningu könnunarinnar á bls. 28. En hún hljóðar svo;

Mismunandi er hvort fólk trúir á eitthvað, á hvað og hversu heitt. Telur þú þig vera trúaða(n) eða ekki trúaða(n)?

Þrír svarmöguleikar voru í boði:

  • Trúaða(n)
  • ekki trúaða(n)
  • ég get ekki sagt um það hvort ég er trúaður/trúuð eða ekki.

Svona skiptust þeir sem tóku afstöðu:

Spurning 13

Mannfjöldi 2004 var skv. hagstofunni 293.291.Fjöldi einstaklinga í hverjum hópHér til hægri er hægt að sjá fjölda manns í hverjum hópi í grófum dráttum. Taka skal mið að vikimörkum sem gefin voru í könnuninni.

En með sp. 13 fylgir einnig greining, þ.e.a.s spurningin er pöruð saman við aðrar greiningarbreytur í könnunninni. Þar á meðal aldur, kyn og búsetu ásamt öðrum spurningum úr sömu könnun. Og þá meðal annars spurninguna:

Ert þú í Þjóðkirkjunni

Efst á bls. 26 En með því að draga saman þetta tvennt. Upplýsingum sem birtast í greiningarspurningunni og þeim upplýsingum sem birtast í töflunni efst á blaðsíðu 26, sem sjá má hér til hliðar, er hægt að fá út þær grunnupplýsingar sem að baki liggja. Sem gerir manni síðan kleift að stilla upplýsingunum upp á skýrari máta en gert er í könnuninni sjálfri (alla veganna þeirri sem ætluð var til birtingar á netinu). Reikningurinn var settur í töflu til að auðvelda utanumhald:

Sp. 13 útreikningar
10 svarendur færri taka afstöðu (vantar) við spurningunni „Ert þú í Þjóðkirkjunni?“. Við sp.13 eru 850 sem taka afstöðu en aðeins 840 af þeim taka síðan afstöðu til spurningarinnar „Ert þú í þjóðkirkjunni“.

En nú þegar innsýn hefur verið gefin um hvernig upplýsingarnar voru fengnar er tími til komin stilla þeim upp á skiljanlegri máta. En af ofangreindri útpungun og afrakstri má setja upp og sjá með skýrum hætti skiptingu þessara þriggja hópa eftir því hvort þeir séu í Þjóðkirkjunni eða ekki:

Samsetning þjóðkirkjumeðlimaHér sést að 18% þjóðkirkjumeðlima eru ekki trúaðir. Jafnframt jafngildir þetta 16% trúleysingja af þeim 19% sem til eru. Ljóst er að þetta er um 47.000 manns ef miðar er við mannfjölda 2004. Flestir svarenda könnunarinnar voru yfir 16 aldri, og því sóknargjaldagreiðendur. Sem þýðir að um 18% sóknargjaldafé Þjóðkirkjunnar er af trúleysingjum komið.

Árið 2005 (sem miðar við mannfjölda í trúfélögum 2004) fékk Þjóðkirkjan með sínu ofanábætta sóknargjaldi 10.325 krónur og 59 aura fyrir hvern sóknargjaldenda. 47.000 sinnum 10.325,59 kr. er 485.302.730 kr. Þetta gera þá hart nær 500 milljónir sem trúleysingjar borguðu undir trúarstarfsemi fyrir árið 2005.

Skipting trúaðra, óvissra og trúlausra

Hér sést skipting trúaðra, óvissra og trúlausra þar sem dekkri hlutinn eru meðlimir Þjóðkirkjunnar á meðan hinn ljósari er það ekki. Það sem kemur mest á óvart er að 83% trúlausra eru meðlimir. Þótt það sé aðeins minna en hjá hinum hópunum tveimur. Að sjálfsögðu ættu fáir sem engir trúleysingjar að leynast í dekkri hópnum.


[1] Trúarlíf Íslendinga 2004 (*.pdf) bls. 28

Kári Svan Rafnsson 29.02.2008
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Lárus - 29/02/08 12:05 #

[Fært hingað. Viðkomandi er bent á Spjallið þegar kemur að umræðum sem ekki tengist greininni - Þórður]


Óskar - 29/02/08 23:34 #

Bara eitt sem mér hefur oft velt fyrir mér. Er eitthvað að marka þessar kannanir sem er svo oft talað um í fjölmiðlum?

Ég hef ekki kynnt mér það nógu vel en eru þessar kannanir framkvæmdar á réttan hátt og skila markverðum niðurstöðum? Einhver sem veit meira en ég sem getur svarað?


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 29/02/08 23:44 #

Ég er á því að þetta sé mjög áreiðanleg könnun. Þó það mætti hafa stærra úrtak.


Óskar - 29/02/08 23:48 #

Já einmitt, það var það fyrsta sem mér datt í hug.


Kári Svan (meðlimur í Vantrú) - 01/03/08 11:39 #

Úrtakið er hvorki lítið né stórt og ekkert ósvipað því sem gegnur og gerist. 1500 manna slembiúrtak úr Þjóðskrá þar af 862 endanlegir svarendur, sem gerir 60,4% svarhlutfall. Slíkt hef ég heyrt að teljist ásættanlegt, enda meir en helmingur. Maður getur út frá þessu strangt til tekið aðeins spáð fyrir um skoðanir 60% þjóðarinnar. En þessu er samt heimfært yfir á þjóðina. Því nær 100% því betra. Einu sinni vara algengara að svarhlutfallið væri upp í 80% - 90% prósent. En núna þegar verið er að gera endalausar markaðsrannsóknir og þjónustukannanir er algengara að fólk nenni þessu ekki. Svarhlutfall er nú almennt í 60% prósentunum. En í þessari könnun þá eru s.s 60% sem svara, 30% sem neita að svara og 10% sem næst ekki í (sjá bls.5 könnunarinnar).

Slembiúrtakið, 1500, er bara snefill af þjóðinni eða um 0,005% og endanlegir svarendur aðeins um 0,003%. En þetta er með því betra sem við höfum og áræðanlegasti vísirinn um raunveruleg hlutföll manna eftir skoðunum - langt um nákvæmari og áræðanlegri en óstuddar getgátur eða persónuleg reynsla einstakra manna hístin og pístin. Fólk getur verið litað af sínu nánasta umhverfi (eða skúmaskoti), staðfestingartilhneigð, óskhyggju og ótal öðrum skekkjuhættum sem skoðanakannanir byggðar á stóru slembiúrtaki sneiða framhjá.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 01/03/08 13:13 #

Til að skerpa aðeins á því sem Kári sagði, þá er það svo að svona lítið úrtak er almennt talið nóg til að gefa furðugóða mynd af skoðunum heillar þjóðar, svo lengi sem úrtakið er nógu gott en ekki einsleitt, t.d. ekki bara þeir sem eiga tölvu eða eru á ákveðnu aldursbili eða hlusta á ákveðna útvarpsstöð eða eru áskrifendur að ákveðnu blaði osfrv.

Sé úrtakið lélegt skiptir fjöldinn litlu sem engu máli.


Árni Árnason - 03/03/08 12:49 #

Með stærð eða öllu heldur smæð úrtaksins má e.t.v. gera ráð fyrir rýmri skekkjumörkum, en annars er þetta þokkalega grundvölluð skoðanakönnun, og kannanir sem unnar eru upp úr svipuðum úrtökum hafa oft sýnt sig að spegla viðhorfin bærilega.

Kjarninn er auðvitað sá að 83% trúlausra eru í þjóðkirkjunni, og þó að menn setji svera öryggisfakora á þá tölu breytir það engu um það að langflestir trúlausra eru í þjóðkirkjunni.

En kemur það á óvart ? Er þetta einhver opinberun? Varla. Við vitum að þjóðin er meira og minna orðin trúlaus og við vitum líka að 80-90% eru í þjóðkirkjunni. Það er með öðrum orðum ekkert samhengi á milli trúar, og veru í þjóðkirkjunni.

Langflestir eru í þjóðkirkjunni af einni augljósri ástæðu. Langa-langa-langa-langa afi og langa-langa-langa-langa amma viðkomandi trúðu því í alvörunni að þau færi beinustu leið til helvítis ef þau jánkuðust ekki himnafeðgunum og púkkuðu ekki vel undir rassgatið á prestinum. Svo er heila tasían til dagsins í dag skírð og fermd kynslóð fram af kynslóð til þess að styggja ekki guðhræddar ömmur og afa. Ekki skaðar svo að fá vélsleða eða hest í mútufé. Daginn eftir ferminguna er Krissi gleymdur og grafinn, og svo fjarri huga flestra að þeir nenna ekki einu sinni að elta ólar við trúfélagaskráningu sína. Það er svo heldur ekkert upp úr því að hafa nema fyrirhöfnina að segja sig úr þjóðkirkjunni, því þá borgar maður bara til Háskólans í staðinn. Þetta er víst kallað barnatrú. Ætli það meigi ekki komast að því með skoðanakönnun að flestir íslendinga séu Barnatrúar ? Barnatrú er orð sem fólk bregður fyrir sig ef nennir ekki að að ræða málið frekar, enn vill vera í friði að tæja hrosshárið sitt óáreitt. Þetta er fólkið sem ber uppi kirkjuna. Gæfulegt ? Ééééég veeeiiit ekki.


Þorsteinn Ásgrímsson - 03/03/08 13:50 #

Smá leiðrétting varðandi svar Kára Svans. 1500 manna úrtak af rúmlega 310.000 manna íbúafjölda eru um 0,5% þjóðarinnar en ekki 0,005. Sama á við um svarendur, um 860 af rúmlega 310.000 eru 0,3% en ekki 0,003.


Kári Svan (meðlimur í Vantrú) - 03/03/08 16:11 #

Það er rétt. Mér yfirsást. Ég þakka leiðréttinguna.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.