Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Rottweilerhundur biskups

Staðreyndin er sú að ekki er hægt að skjóta stoðum undir siðgæðisviðmið líkt og kærleika og umburðarlyndi á forsendum guðleysis.

Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli

Ritstjórn 28.02.2008
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


Hjörtur Brynjarsson (meðlimur í Vantrú) - 28/02/08 09:09 #

Jæja, þá er það opinbert.

Best að drífa sig að finna sér einhvern guð að hylla svo maður geti nú tileinkað sér kærleika og umburðarlyndi sem ég greinilega hef ekki yfir að búa núna. Það er auðvitað augljóst að þetta er hárrétt hjá manninum. Við gætum þessvegna valið dæmi bara af handahófi og séð hvernig við guðleysingjarnir eigum ekki roð í hina kristnu í umburðarlyndi og kærleika. T.d. hvernig þessir tveir hópar standa að umræðu og aðkomu að hommum og lesbíum. Það liggur vita ljóst fyrir kristnir menn menn bera þar höfuð og herðar yfir okkur og standa í forrsvari fyrir réttindum þeirra í nafni hins kristilega kærleiks og umburðarlyndis.

Nei svona í alvöru. Segja þessi orð ekki meira um kærleika og umburðarlyndi þessa Gunnars og hans líka (minni á orð biskups sem eru af nákæmlega sama meiði) en nokkurn tímann um okkur trúlausu skrímslin?


Davíð Már - 28/02/08 10:53 #

vá hvað þetta er fáránleg setning


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 28/02/08 11:58 #

Það er orðið helvíti oft sem heilaga liðið missir einhvað svona heimskulegt útúr sér.


Daníel Páll Jónasson - 28/02/08 12:50 #

Staðreyndin er sú að ekki er hægt að skjóta stoðum undir siðgæðisviðmið líkt og kærleika og umburðarlyndi á forsendum guðleysis.

Hvað er maðurinn að meina? "Staðreyndin er sú..."?! Getur hann fullyrt svona lagað?!

Það liggur við að mér finnist að trúleysingjar ættu að taka sig saman og kæra þennan prest fyrir meiðyrði. Þetta eru álíka sterk orð og biskup viðhafði fyrir um 4 árum.

Ótrúlegt að manneskja í opinberri stöðu skuli leyfa sér að segja svona lagað! Ég lít á mig sem mjög góðan mann, elska fjölskyldu mína og vini, hef aldrei gert flugu mein og trúi ekki á einhverja ímyndaða himnaveru. Er ég þá andfélagslegur, fordómafullur og kærleikslaus siðleysingi? Er hann að meina það?

Hvernig ætli þjóðfélagið hefði brugðist við ef hann hefði sagt;

Staðreyndin er sú að ekki er hægt að skjóta stoðum undir siðgæðisviðmið líkt og kærleika og umburðarlyndi á forsendum Íslam.

Hmmm... var ekki dómur að falla í Héraðsdómi um meiðyrði á bloggsíðu? Af hverju ekki að fara með svona ummæli alla leið svo þau falli dauð og ómerk niður?


Valtýr Kári - 29/02/08 01:38 #

"Það liggur við að mér finnist að trúleysingjar ættu að taka sig saman og kæra þennan prest fyrir meiðyrði. Þetta eru álíka sterk orð og biskup viðhafði fyrir um 4 árum."

Nei Daníel, því að það mundi aldrei fara fyrir rétt. Því að eitt leiðir af öðru og fyrren varir mundu kirkjunar menn þurfa að sýna frammá, og sanna, tilvist guðs. Og við vitum vel að það geta þeir einfaldlega ekki gert.


Daníel Páll Jónasson - 29/02/08 10:33 #

Valtýr: Það væri samt gaman að sjá þá reyna ;)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.