Það er stundum talað með háði – réttilega – um það hvernig ríki á borð við Alþýðulýðveldið Kína, Íslamska lýðveldið Afghanistan, Hið lýðræðislega lýðveldi Kórea, Ráðstjórnarríkin eða Þriðja ríkið hafa hampað „opinberri hugmyndafræði“. Já, réttilega. Í þessum löndum hafa hreyfingar alþýðunnar brotist undan kúgun, til þess að vera sviknar aftur af leiðtogum sínum, sem hafa haldið áfram að skreyta sig með orðskrúði hugmyndanna sem fólkið barðist og dó fyrir.
Það þarf ekki að vera að opinbera hugmyndafræðin sem slík sé asnaleg. Það asnalega er fyrst og fremst það, að hún sé opinber. Það hljómar asnalega vegna þess að það er asnalegt. Ef menn þurfa að binda hugmyndafræði sína í lög, er það þá ekki merki um að það sé eitthvað að? Ég meina, ef menn fylgja hugmyndafræði í verki, þá hlýtur hún að tala fyrir sjálfa sig og ekki þurfa nein lög til að fólk verði hennar vart.
En áður en við bendum á Kínverja og Kóreumenn og hlæjum að því hvað þeir eru vitlausir, þá er kannski við hæfi að líta í eigin barm. Íslenska ríkið er nefnilega með opinbera hugmyndafræði, sem orðast svo í 62. grein stjórnarskrár lýðveldisins: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“
Kirkjan, sem kennir sjálfa sig við evangelíum, Lúther og þjóðina, hefur verið opinber hugmyndafræði Íslands síðan á sextándu öld. Hennar sér stað í útvarpsdagskránni, á leikskólunum og í námsskrá grunnskólanna – og maður getur ekki sofið frameftir fyrir henni á sunnudögum. Hún lætur ríkið innheimta félagsgjöldin fyrir sig, lætur það mennta embættismennina sína og borga launin þeirra og borgar hvorki fasteigna- né holræsagjöld af félagsheimilunum sínum.
Hvaða rugl er þetta eiginlega? Hvers vegna er ekki hægt að setja Alþingi án þess að karl í bjánalegum fötum byrji á hjátrúarfullu ritúali og gangi síðan til Alþingishússins með þingheim í halarófu á eftir sér? Hvers vegna mega samkynhneigðir ekki giftast þeim sem þeir vilja af því það stendur í þjóðsagnasafni gyðinga?
Opinber hugmyndafræði er asnaleg og hlægileg og ekkert ríki ætti að hafa hans. En við ættum kannski að byrja á flísinni í eigin auga. Aðskiljum ríki og kirkju tafarlaust!
Bíddu... hmmm, já. Ha? Hvað ertu að reyna segja Guðjón?
Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ,Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga sjálfs þín.
Matteusarguðspjall 7:4
Ég er fyrst og fremst að benda á að það er vitlaust vitnað í Bibluna- svo er ég í framhjálaupi að benda á að trúfjandsamleg stefna vantrúrar getur aldrei orðið meginreglu í samfélaginu. Einasta leiðin er leið umburðalyndis og skoðannafrelsis.
Guðjón: Það mætti nú samt segja að við byggjum í fjölmenningarþjóðfélagi sem er byggt á vísindahyggju. Sem er umburðalynt og byggir á skoðanafrelsi. Eða hvað?
Guðjón,
Eiga umburðarlynd fjölmenningarsamfélög semsagt að vera með ríkistrú? Eða er ég eitthvað að misskilja hvert þú ert að fara með þetta?
Við virðum rétt hvers manns til að trúa hvaða vitleysu sem hann vill. Við virðum bara ekki rétt hans til að troða vitleysunni uppá aðra eða afsaka yfirgang og frekju með vitleysunni. En aðalega þá virðum við ekki vitleysuna sjálfa.
Opinber hugmyndafræði er fáránleg. Hún setur hömlur á mannshugann og virkar eins og kvótakverfi á víðsýni og þekkingarþrá.
Vitlaust vitnað í biblíuna segirðu Guðjón. Er ekki biblí búin að móta vissa málshætti sem okkur er tamt? Ég meina, ber er hver að baki nema bróðir eigi (mímímí siggi dóp, 666: fokkjú 23,2).
Já, hvaða bjálka hefur verið stungið í augasteinn þinn (ég er á jaðrinum að kalla þig illum nöfnum, en ég er að vonast eftir því að trúaðir og trúlausir geta spjallað saman og komist að einhverskonar niðurstöðu sem báðir aðiljar geta samþykkt að einhverju leyti og lifað í sátt og samlyndi, svona svipað og hinn vinalegi prestur sem ég get spjallað við hér útá landi)?
Ertu að meina það að þessi grein sé mannfjandsmamleg? Pínkuponsu kröfur um almenn mannréttindi.
Það er eingöngu verið að segja að opinber hugmyndafræði, t.a.m. einhverskonar ríkisverndað trúfélag, sé bull og áttin að umburðalyndi og skoðanafrelsis er að aðskilja þetta tvennt í stað þess að þóknast einhverjum vissum hópum. Gott skref í þá átt er að ríki og trú séu algjörlega aðsklin, svo að hér megi ríkja alminilegt skoðanafrelsi. Að fólk geti unnið sína vinnu, t.a.m. smiður, án þess að lífsviðhorf viðkomandi aðila hafi áhrif á starfið sem hann sækir um.
Ef ég mundi, svo ég taki eitthvað handahófskennt dæmi úr rassgatinu á mér líkt og þú hefur gert, vilja vinna með þér, mundir þú reyna vinna á móti því? Mundir þú reyna hindra það að ég gæti unnið með þér, ég sem íslenskur ríkisborgari, harðdugleur, eljusamur og samstarfsfús, með íslenskan bankareikning, sparandi penining o.s.fr.v?
Þú virðist vilja, að því virðist, draga fram allt það versta í eðlilegu fólki einsog mér. Eini munurinn er sá að ég trúi ekki á yfirnáttúrulega veru sem hefur einhverskonar áhrif á líf og limi einstaklinga (og sleppum þessu smáatriði um syndaflausn og borða epli). Fokk, Guðjón, ég get dregið þá ályktun að þú sért drykkfelldur skápahommi sem myrti son þinn. En, þú ert það ekkert. Er það nokkuð? Ertu hættur að berja konuna þína?
En, ó vei, þú munt ásaka mig um að gera þér upp skoðanir. Ó, vei, hvað er nýtt, kristinn maður sem fórnarlamb?
Þetta er bara svo með afbriðgum kjánalegt að það skiptir ekki máli hvað sagt er, það er alltaf móðgun gagnvart hinum trúaða.
En sjensinn að þetta komment hafi áhrif á fólk einsog þig, fordómafulla ógeð og viðbjóður. Ef þú svarar, þá verður það hið dæmigerða, kristilega fórnarlambavæl:
"Hvað þurfum við að þola, ó vei! Höfum brennt kjeddlingar, trúvillinga, ofsótt gyðinga, trúleysingja og gvuð má vita hvað, en samt er fólk á móti okkur?! Ó vei!"
Farðu í rassgat Guðjón.
Ómægad, kallaði ég þig illum nöfnum, ó vei sé kaldhæðninni.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Guðjón - 01/02/08 11:50 #
Fjölmenningaþjóðfélag sem kemur ekki til með að byggja á vísindahyggju í anda vantrúar - slíkt getur aldrei til lengda. Vantrúarmenn geta með sanni sagt að þeir hafi enga flís í auga sínu og það er alveg rétt- en þar er stór bjálki.