Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Um mátt og mildi Drottins

vestmannaeyjar.jpg Hvort er nú meiri gæfa yfir Egilsstöðum eða Vestmannaeyjum? Á Egilsstöðum hafa ekki orðið neinar náttúruhamfarir, engin snjóflóð eða jarðskjálftar, engir skipskaðar eða Tyrkjarán o.s.frv. Í Vestmannaeyjum rifnaði jörðin og 400 hús fóru undir hraun fyrir 35 árum.

Ári síðar flutti Sigurbjörn Einarsson biskup "ösku-" eða þakkarræðu í Vestmannaeyjum og sagði:

Vestmannaeyjar hafa orðið sterkasta vitnið í nútímasögu Íslands um mátt og miskunn Drottins…

-Máttur og miskunn Drottins fólst í því að enginn dó 23. janúar 1973 og Vestmannaeyingar voru að basla við að grafa leifar bæjarins upp úr vikri.

Þessi öskuræða er rifjuð upp í tilefni 35 ára gosafmælis í nýlegri prédikun


Mynd af Vestmannaeyjum frá Mark Chapman

Reynir Harðarson 30.01.2008
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Árni Árnason - 30/01/08 08:54 #

Það er auðvitað bara drepfyndið að lesa þessa þvælu, þó að hið 35 ára gamla tilefni hafi langt í frá verið neitt skemmtiefni.

Halda þessir menn að fólk sé algerir hálfvitar.

Tökum þessa setningu: "Og þegar dagur rann, þá blasti það við, að hér hafði gerzt það almættisverk, að allir voru heilir, þessi fyrirvaralausa ógn hafði engum manni grandað. Önnur eins björgun hefur aldrei gerzt í sögu landsins, og fá munu dæmin annars staðar, sem gætu talizt hliðstæð."

"Almættisverk" - "björgun" Hvaða dauðans bull er þetta. Það sem varð Vestmannaeyingum til lífs þessa nótt var að gossprungan opnaðist ekki inni í miðjum bæ. Hrein og klár jarðfræði en hvorki almættisverk né björgun. Af hverju kom þetta almætti ekki í veg fyrir snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík þar sem fjöldi manns lét lífið ? Er jarðfræði Vestmannaeyja undir stjórn almættisins, en ekki veðurfræði Vestfjarða ?

Hið rétta er auðvitað að ef þetta svokallaða almætti er ekki upptekið við að horfa upp í boruna á sjálfu sér eða að stýra vítaspyrnum trúaðra knattspyrnumanna í mark, þá er það einfaldlega ekki til.

Hvað skyldi Flateyringum og Súðvíkingum annars finnast um þessa miklu "björgun almættisins" í Vestmannaeyjum ?

Vinsamlegast hlífið okkur viti bornu fólki við þessari þvælu.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 30/01/08 09:03 #

Flestum er nú í fersku minni "almættisverkið" á annan dag jóla árið 2004 en þá fórust 283.100 manneskjur.

Mér er ennþá minnisstæð viðbrögð prestastéttarinnar við þeim hörmungum. Hvað var guðinn þeirra eiginlega að spá?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/01/08 09:11 #

Það var þó gvuði að þakka að það fórust ekki milljón manns geisp á þeim degi (eða hvað? hungursneyð, barnamorð, vöggudauði, sjúkdómar...)

Var gvuð ekki veitt syndaaflausn útaf einhverju rausi um að gvuð ræður ekki við (sum?) náttúruöflin, eða álíka?


Árni Árnason - 30/01/08 09:15 #

Eftir síðustu skrif mín hefur mér snúist hugur. Í fyrstu gat ég ekki annað en flissað eins og smástelpa yfir þessari vitleysu. En svo seig í mig.

Í lok predikunar segir:

Um það segir biskup Sigurbjörn: „Vestmannaeyjar hafa orðið sterkasta vitnið í nútímasögu Íslands um mátt og miskunn Drottins…“

Ég veit ekki hvort er sorglegra, að menn komist upp með að vinna við að bera svona rungandi kjaftæði á borð fyrir fólk, eða hitt að stærstur hluti þjóðarinnar lætur það yfir sig ganga að borga þeim laun fyrir það.


Guðmundur D. Haraldsson - 30/01/08 11:47 #

Vestmannaeyjar hafa orðið sterkasta vitnið í nútímasögu Íslands um mátt og miskunn Drottins…

Miskunn? Af hverju gaus þá? Það er ekki miskunnsamur guð sem gerir svona, ef einhver guð.


Siggi Óla (meðlimur í Vantrú) - 30/01/08 15:08 #

Ég er enn með óbragð í munninum eftir að hafa hlustað á predikun eftir asíuflóðin annnan dag jóla 2004. Þar þakkaði sérann í andakt og með lotningu guði fyrir alla þá sem hann bjargaði þann dag og næstu á eftir.

Það er greinilegt að það eru allir jafnir fyrir guði, en sumir bara örlítið jafnari en aðrir og Vestmannaeyingar greinilega þar á meðal.

Minnir að einu sinni fyrir nokkuð löngu hafi á tuttugu ára tímabili farist yfir hundrað sjómenn frá Vestmannaeyjum (þarf að fletta því upp). Eitthvað hefur misfarist mátturinn og miskunin þá.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 30/01/08 19:42 #

Ég hugsa að því fólki sem missti ástvina sína og heimili í snjóflóðunum fyrir vestan líði mjög vel að heyra svona ræður.

Þetta er þverskurður hugsunar hinnar kristnu kirkju, sumir þóknanlegir en aðrir ekki.

Þetta er bara helgislepjuviðbjóður.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 30/01/08 20:27 #

Ég skrifaði pistil um þetta á moggablogginu og setti tengil á þennan pistil. Væri gaman að fá umræður um þetta.


Andri Már - 30/01/08 20:53 #

hvaða fokking bullshit er þetta. heldur (sumt) fólk virkilega að þetta sé eitthvað almættisverk "drottins". sprungan bara opnaðist þarna og gat eins opnast langt út í hafi. þetta var bara heppni en ekkert helvítis almættisverk. sjálfur er ég Vestmannaeyjingur og þoli ég ekki svona heimskulegar útskýringar sem engin rök styðja.


Eiríkur - 30/01/08 22:12 #

ég er nú bara velt því fyrir mér hvernig Egilsstaðir komust inní þessa grein ;D


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/01/08 22:52 #

Egilsstaðir er merki um mátt og miskunn drottins, það gerist ekkert þar ;)


Örninn - 30/01/08 23:44 #

Ég man eftir því er krossinn.is hafði virkt spjallborð þá ritaði einn sérfræðingurinn eftirfarandi setningu: "Takk fyrir að útskýra þetta svona vel á samkomunni í gær, að snjóflóðin í Súðavík og árásin á World Trade Center sé hommum og trúleysingjum að kenna". Þetta er árið 2001 eða 2002 um það bil. Ég sá mig á þessum tíma tilneyddan að tjá mig og reyna hafa vit fyrir fólki. Það tókst mér ekki!


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/01/08 23:56 #

Örninn, ertu viss um að það hafi ekki bara verið kaldhæðni?


mofi - 31/01/08 09:32 #

Kristnir falla stundum ( merkilega oft ) í þá gryfju að Guð er einhver góður andi eins og í Aladín sem er að hjálpa þeim og gera þá glaða. Jesús lofaði sínum fylgjendum raunum og erfiðleikum og þeir fyrstu sannarlega fengu að upplifa það enda flestir drepnir fyrir trú sína. Í augum kristins einstaklings þá ætti hann að líta á þetta líf sem tækifæri til að verða til góðs en líklegast mun það vera þyrnum stráð.


Árni Árnason - 31/01/08 11:52 #

Á þetta að útskýra eitthvað Mofi ?

Það getur vel verið að kristnir falli oft í þá gryfju að halda að guð sé eins og andinn í lampanum, þrár óskir og allur sá pakki, en við vantrúuðu dettum alls ekki í hana. Þessi skrif hérna eru ekki kvörtunarbréf til guðs um að hann sé að mismuna Vestmannaeyingum og Vestfirðingum þó að það kunni að líta þannig út á stundum að við séum reiðir guði. Þetta kallast kaldhæðni, og er notuð til að undirstrika skrípaleikinn í þessu trúarrugli. Það er ekki hægt að vera reiður guði, af því hann er ekki til. Það er hinsvegar mjög auðvelt að verða reiður út í pakk sem hefur af því lifibrauð að bera pípandi kjaftæði á borð okkar, og það er líka auðvelt að verða reiður út af því að þetta skuli fá að viðgangast og NB! á okkar kostnað for helvede.


Kristján Hrannar Pálsson - 31/01/08 11:58 #

Í rauninni er lífssýn mofa miklu samkvæmari sjálfri sér, auk þeirra sem trúa að hið slæma sem gerist á jörðinni sé djöflinum að kenna. Vandamálið kom fyrst upp þegar hann var grænsápuþveginn og fjarlægður úr Biblíunni (ef hann hafnaði þá ekki í henni af tilviljun) og síðan þá hefur jahve verið algóður og alvitur jarðskjálfta-, sjúkdóma- og flóðbylgjusmiður.


óðinsmær - 31/01/08 12:21 #

sammála, svona lagað er bara bjánalegt.


Örninn - 31/01/08 14:02 #

Hjalti ertu að meina að sá er skrifaði þetta um hommana og trúleysingjana hafi verið kaldhæðinn?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 31/01/08 15:56 #

Já.


Örninn - 31/01/08 16:36 #

Skil hvað þú átt við. Þessi sami einstaklingur a.m.k. hélt þessu tali áfram og virtist viss í sinni sök. Því leyfði ég mér að efast að um hæðni hafi verið að ræða af hans hálfu. Stuttu seinna var spjallinu lokað.

Vel má vera að þetta hafi verið annar hæðinn maður líkt og ég sjálfur er, en mín túlkun var að svo hafi ekki verið.

Ég benti aðeins á þetta dæmi því að "gvuð" þarf greinilega að stöðva homma og trúleysingja, annars stefnir í óefni.


mofi - 31/01/08 18:25 #

Árni, þetta á að útskýra að þetta er röng afstaða þeirra sem tala svona, að minnsta kosti að mínu mati. Alveg síðan sammála að það er mikið að því að taka peninga frá fólki sem vill það ekki í svona apparat sem þjóðkirkjan er.


Magnús - 01/02/08 13:24 #

GÓÐSEMI sé lof .... ekki GUÐI sé lof. Minni á frábæra hugvekju Dan Dennett´s sem hann skrifaði eftir að hafa lent við dauðans dyr en var bjargað með naumindum. (sjá hér: http://www.edge.org/3rd_culture/dennett06/dennett06_index.html)

Þar minnti hann m.a. á hve mikil vanvirðing það væri að þakka GUÐI fyrir þegar fólki er bjargað úr lífshjáska fyrir tilverknað góðsemi/hugsjóna/útsjónarsemi annarra manna. Við eigum að þakka þeim sem þakkir eiga skildar. Sjómennirnir (sem og bátseigendur), samhjálp samfélagsins og aðrir sem lögðu á sig mikið við hið einstæða björgunarafrek sem átti sér stað þessa janúarnótt í Vestmannaeyjum árið ´73 eiga þakkir skildar. Biskupinn má hafa það í huga að björgunarafrek af þessum toga gerast ekki fyrir tilviljun. Að þeim standa aðilar sem við eigum að standa í þakkarskuld við. Sem sagt, GÓÐSEMI sé lof, ekki GUÐI sé lof.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 01/02/08 14:50 #

Vegna brælu daginn áður var mestallur skipaflotinn í höfn þessa nótt og svo voru vestlægir vindar sem blésu eimyrjunni frá bænum fyrstu dagana. Sprungan opnaðist ekki í bænum heldur rétt austan við hann.

Eðlilega vildi biskupinn eigna þetta þeim guði sem hann þykist vera málpípa fyrir. Við það verður bæði embætti hans og hinn ímyndaði guð þeim mun merkilegri.

Ef það er á valdi og í verkahring guðs að standa í svona reddingum vegna óviðráðanlegra (!) náttúruhamfara er kannski eðlilegt að verja fjórum til fimm milljörðum á ári í að blíðka goðið.

Ég held þó að hvorki biskup né kristnir menn hugsi svo djúpt heldur eru svona hugleiðingar vitni um barnaskap. Hann virðist seint eldast af sumum mönnum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.