Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jólakveðja til Sigurbjörns Einarssonar

Sigurbjörn Einarsson biskup sendir okkur Vantrúarmönnum kaldar kveðjur á sjálfan aðfangadag í Fréttablaðinu. Í viðtali talar hann um ólátamenn, sem aldrei verði til friðs, óvildarmenn kirkjunnar og segir félagsskap okkar "fyrirbæri sem eru meira og minna óeðlileg".

Við tökum þetta ekki nærri okkur í ljósi þess að hann telur fjarstæðu og skammsýni að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband, efast ekki um tilvist engla, "furðar sig á ummælum frá hámenntuðum erkibiskupnum" í Kantaraborg þess efnis að frásögnin um vitringana þrjá sé goðsaga og flokkar það undir móðursýki að virða úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu, þótt hann kalli það reyndar "að skríða eftir allri evrópskri sérvisku".

Við óskum Sigurbirni Einarssyni, Karli syni hans og öllum ólíkindatólum innilega gleðilegra jóla.

Ritstjórn 24.12.2007
Flokkað undir: ( Jólin )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/12/07 14:05 #

Það er náttúrulega með ólíkindum að guðfaðir Ríkiskirkjunnar viðhafi þessi orð um hjónabönd samkynhneigðra árið 2007. Ætli það komi einhver yfirlýsing frá biskup eða spunameisturum Ríkiskirkjunnar?

"Út af fyrir sig skaðar það ekki hjónabandið sem stofnun að þeir giftist. Það er bara algjör fjarstæða." "Óskynsamlegt sé að vatna út hjónabandið með slíkri skammsýni."


Arnold Björnsson - 24/12/07 14:39 #

Já og að mannréttindasáttmáli Evrópu sé "sérviska". Kirkjan hefur svo sem ekki verið neitt sérstaklega hrifin af mannréttindum í gegn um tíðina. Enda segir Sigurbjörn mannréttindi til handa samkynhneigðum "skammsýni". Kærleiksríkur maður þar á ferða.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 24/12/07 14:59 #

Sigurbjörn furðar sig á þessum ummælum frá hámenntuðum erkibiskupnum og segir að sé rétt eftir haft skuli bent á að sagan um vitringana sé innblásin.

Flokkast Sigurbjörn þá ekki sem bókstafstrúarmaður? "Jú, þetta hljómar auðvitað eins og goðsögn, en gerðist í alvörunni af því að bókin okkar er galdrabók."

„Ég vildi ekki meina neinum að hafa skoðanir en menn verða þó að virða þá lágmarkskröfu að koma fram við aðra af sæmilegri sanngirni og væna menn ekki um óheiðarlegar tilfinningar eða vanþroska eða skort á mannviti. Fólk á ekki að afflytja málstað náungans.“

Er þetta ekki maðurinn sem líkti andmælendum sínum við nasista í umræðunni um kristnihátíð? Heyrði ég gler brotna?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 24/12/07 15:09 #

"Fólk á ekki að afflytja málstað náungans," segir Sigurbjörn. Og stuttu síðar: "Þeir vilja ekki hafa litlu-jólin og ekki neitt sem minnir á kristindóminn."

Í kynningu viðtalsins segir: "Sigurbjörn biskup er allt að því heilagur maður í huga margra landsmanna. Hann er holdgervingur kristinnar trúar."


Snorri Magnússon - 24/12/07 16:14 #

GLEÐILEG JÓL!

Meira síðar.


Geir Konrad - 24/12/07 20:08 #

Gledileg jol og takk fyrir vantruarbodskapinn.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 25/12/07 00:48 #

Já hann gengur fram með góðu fordæmi biskupinn og hvetur til vanvirðu við trúleysi og vanvirðingu gegn þvi fólki sem trúir ekki á það sama og hann. Megi englarnir vernda hann. Mjög smart af honum að láta þessi orð falla á sjálfan aðfangadag í Fréttablaðinu og gott fyrir fólk að fá þetta veganesti inn í jólahátíðina.

Annars óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Hlakka til að fylgjast með skrifunum hérna á nýja árinu.

Jólaknús.


G.J. - 25/12/07 04:42 #

Í viðtalinu í Fréttablaðinu færði Sigurbjörn biskup tvenn rök gegn hjónaböndum samkynhneigðra: a) rökin um frjósemi karls og konu, og b) hefðarrök. Andstæðingur mannréttinda samkynheigðra eins og Sigurbjörn b. hefði vissulega getað teflt fram skárri rökum, en skoðum þetta tvennt aðeins betur:

a) Sigurbjörn b. er væntanlega á móti því að ófrjóir gagnkynhneigðir karlar, ófrjóar gagnkynhneigðar konur, þroskaheftir gagnkynhneigðir karlar, þroskaheftar gagnkynhnegiðar konur, gagnkynhneigðar konur komnar úr barneign, gagnkynhneigðir karlmenn sem látið hafa "taka sig úr sambandi", og þær gagnkynhneigðar konur og þeir gagnkynhneigðu karlar sem ekki kjósa að eignast börn (ýmsar aðferðir), fái að ganga í hjónaband...enda ekki í samræmi við lífsins lög, hinn eðlilega tilgang hjónabandsins sem er fæðing nýs lífs, samkvæmt röksemdum Sigurbjörns b. ... Gagnkynhneigt fólk sem liggur fyrir dauðanum (oft annar makinn) og vill gifta sig með táknrænum hætti áður en það er um seinan - og/eða vegna erfðamála - ætti ekki heldur að fá leyfi ríkisþjóðkirkjunnar til þess. Nei. Ó nei! ó-nei-ó-nei-ó-nei! Börn verða ekki til í maga/kviðarholi/görn/koki/lófa samkynheigðra karlmanna (með sæði í/á/við þá staði; eða hvað?) eins og Sigurbjörn b. bendir á, né heldur í móðurlífi kvenna í ofangreindum tilvikum, og því ættu hlutaðeigandi ekki að fá leyfi til þess að ganga í hjúskap vilji Sigurbjörn b. á annað borð vera samkvæmur sjálfum sér og lífsins lögum.;..".,.;:' Væntanlega mun ríkisþjóðkirkjan taka af allan vafa um þessi atriði á næstunni samkvæmt forskrift og rökum hins virta andlega leiðtoga. Sigurbjarnar biskups. Biskups hins virta. Vitra og rökfasta. fordómalausa opna sniðuga,,,,

b) Samkynhneigðir, hvorki Plató né aðrir í/á hans tíð fyrr eða síðar, hafa nokkru sinni krafist hlutdeildar í þeirri heilögu stofnun sem hjónabandið er fyRR en nú á vorum dögum (ekki einu sinni áður en Jesú fæddist og allt siðferði mannanna varð til!!!). Krafan um lessuhomma-hjónabönd er því aðeins tískubóla sem á eftir að springa. (Bomm!) Gott og vel. (bommbomm) Með hefðarrökum hefði einnig verið komið í veg fyrir kvennréttindi (bæng), réttindi þræla til þess að gerast frjálsir menn (púmm!), forréttindi hvítra manna í vestrænum samfélögum (ekkert hljóð), rétti fólks til þess að leiðrétta kyn sitt (transgender) (Bong!!!), mannréttindi fatlaðra (Púx!) o.s.frv. o.s.frv. (o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv o.s.frv. o.s.frv...pæng bæng póh!) Vilji kirkjan halda í hefðarrökin varðandi samkynheigðar systur (lellur) og bræður (homsur) þá mættu kirkjunnar menn (prélátar) gjarnan skoða hvernig komið hefur verið fram við þann hóp manna (lellur og homsur) í gegnum aldirnar (pyntingar, þjáningar, afneitun...skál!) af hálfu hennar, og í framhaldinu taka upp gamla siði hefðarrakanna kæru ....... (slíkt háttarlag myndi þó vissulega brjóta gegn mannréttindasáttmálum, samfélagslögum og nútímalegu siðferði...).

Nei, Sigurbjörn b. - !!! - ritningastaðina skortir ekki gegn nútímalegum homma- og lellugiftingum NÉ HELDUR miðaldakirkjuofsóknunum gegn þeim. Spuringin er aðeins hvar við eigum að draga mörkin. Rökin. Hefðina. Pænkgájf!!


G.J. - 25/12/07 04:51 #

ef við erum ekki viss getum við alltaf spurt guð eða Jósep Mey. Nú eða Maríu Sprey


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/12/07 06:03 #

Það er náttúrulega með ólíkindum að guðfaðir Ríkiskirkjunnar viðhafi þessi orð um hjónabönd samkynhneigðra árið 2007.

Gefum karlinum breik, hann er nú hátt í hundrað ára. þegar hann óx úr grasi voru hommahatur og rasismi standard siðferðisviðhorf og varla hægt að ætlast til þess að svo gamall hundur læri að sitja í takt við þróun siðferðisviðmiða.


Anna Benkovic - 25/12/07 10:18 #

Sigurbjörn nefnir vin sinn Platón, sem hann hafi kunnað utanbókar...Platóni hefði aldrei látið sér koma hjónavíxla homma til hugar, segir gamli maðurinn. Ég er meira og meira sannfærð um að hann sé orðin elliær. Engin kristni var á dögum Platón og honum þótti þrælahald sjálfsagður hlutur og sá ekki konur fyrir sér í stjórnunarstörfum. Hví skyldi Platón hafa barist fyrir kristnu hjónabandi homma?


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 25/12/07 15:58 #

Það er líklega rétt að Platón hefði ekki látið sér til hugar koma hjónavígsla samkynhneigðra, en hins vegar þótti honum samkynhneigð alls ekkert tiltökumál, og raunar má lesa í Samdrykkjunni fullyrðingar á borð við að samkynhneigð sé betri en gagnhneigð og að ekkert sé ungsveini betra en að eignast ástmann. Svo má náttúrulega líka minnast á Sókrates sem eltist sjálfur við ungsveina og girntist þá.


Svala - 25/12/07 17:49 #

Mér finnst það bara sorglegt að ríkisstarfsmaður og einn af trúarleiðtogum þjóðarinnar skuli finna sig knúinn til þess að ráðast með skömmum á ákveðinn hluta þjóðarinnar á einni mestu hátíð kristinna manna. Er þetta hið eftirsótta kristilega siðferði sem Guðni formaður Framsóknar talar um? Eða er þetta kannski kristilegi kærleikurinn?


Olaf - 25/12/07 19:26 #

Jahérna, þetta er nú meira þjóðfélag apa og guðshrædda manna, hvert er eiginlega best að flytja..

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.