Þeir sem fylgst hafa með fjörbrotum ríkiskirkjunnar undanfarna daga þekkja eflaust gerilsneyddan áróður hennar eins og hann hljómar úr munni nytsamra sakleysingja. Eitt af því sem haldið er mjög á lofti sem dæmi um ágæti og nauðsyn ítroðslu evangelisk-lúterskrar kristni í skólum landsmanna skírskotar til lands vors menningar og annara þjóða. Það er sem sagt nauðsynlegt að þekkja túlkun ríkiskirkjunar á biblíunni til að skilja hvað er almennt í gangi í kringum okkur.
Einn af eðalsteingervingum kristni á vorum tímum er Guðni yfirframmari. Ætla skyldi að hann sé læs á samfélagið í ljósi stæks áróðurs fyrir trúboði í skólum á Alþingi og í Kastljósi í dag (12. des.). Þetta er um og eftir honum haft:
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í dag, að allir könnuðust við frásögn Biblíunnar þegar Kristur velti borðum víxlaranna og rak þá út úr helgidómnum.
„Nú skal kennsluborðum kristninnar velt og hún gerð brottræk úr helgidómi íslenskra menntastofnana að undirlagi menntamálaráðherra og ríkisstjórnarmeirihlutans," sagði Guðni. (vefur mbl.is, 12. des.)
Hvernig voru nú aftur biblíusögurnar, hvað segir biblían (Jh.13-16):
13 Nú fóru páskar Gyðinga í hönd, og Jesús hélt upp til Jerúsalem. 14 Þar sá hann í helgidóminum þá, er seldu naut, sauði og dúfur, og víxlarana, sem sátu þar. 15 Þá gjörði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra, 16 og við dúfnasalana sagði hann: ,,Burt með þetta héðan. Gjörið ekki hús föður míns að sölubúð.``
Þessi orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að kirkjan (þ.e. '.. þá, er seldu naut, sauði og dúfur, og víxlarana, sem sátu þar') hafi gert skólana (þ.e. musterið) að sölubúð, sem á mannamáli þýðir að kirkjan er óboðin í skólunum og þaðan réttilega brottræk. Burt með þetta héðan!
Mikið er ég ánægður að Guðni skuli vera sammála mér.
Guðni blessaður karlinn hefur eitthvað misskilið, enda mikil vanhöld á að hann sé læs á íslenska menningu, nema kannski 19du aldar bændamenningu. Hann leggur eins og jafnan áður ofuráherslu á að hljóma spekingslega þó að innihaldið sé bull.
"Kennsluborð kristninnar" Hvaða helvítis þvæla er það nú ? Hvenær í ósköpunum urðu borðin í barnaskólunum "kennsluborð kristninnar" ? Gerir maðurinn sér nokkra grein fyrir því hvílík frekja felst í þessari skrautmælgi "kennsluborð kristninnar" ?
Hvenær urðu íslenskar menntastofnanir "helgidómar" ? Guðni talar eins og skólarnir séu einhverjar hel*$&#"! kirkjur.
Það þarf greinilega einhver að mennta Guðna.
Hann sagði líka að kristið siðferði væri að standa vörð um íslensku kirkjuna.. fock kærleik, umburðarlyndi og það hitt. Á það að vera hlutverk menntakerfisins að standa vörð um íslensku kirkjuna?
Ég tók einmitt eftir þessu hjá honum Guðna. Svolítil þversögn í þessu hjá honum. Dæmisagan sem hann vitnar í máli sínu til stuðnings hefur eiginlega þveröfuga skýrskotun. Guðni átti reyndar bestu skilgreiningu á kristilegu siðfræði sem ég hef heyrt.
-Kristilegt siðferði er að standa vörð um Ríkiskirkjuna..
Ég hefði ekki getað orðað þetta betur. :)
Ég held að þessi málflutningur Guðna sé kannski eitt það besta sem hefur verið lagt til málanna undanfarið. Það er algjörlega óskiljanlegt og órökrétt og líklegast ólöglegt líka það sem hann mælir fyrir.
Og hvað gerist? Jú, eftir upphlaup Guðna, þá er fólk farið að sjá ljósið. Burt með kristniboð úr skólunum, höfum góða trúabragðafræðslu en sleppum öllu bulli um "kennsluborð kristninnar" og "helgidóm íslenskra menntastofnana".
Jahérna, Kallinn fór alveg yfir strikið. Meiraðsegja Egill Helgason fattaði það.
Já, Guðni er mikill velgjörðarmaður okkar. Mig grunar meira að segja að hann leiki fíflið viljandi. :)
Þess má til gamans geta, að það er fjallað um þessa grein í "Klippt og skorið" á bls 17 í 24 stundum í dag.
merkilegur þessi texti i bibliuni jh 13-16. peningar og vixlarar urðu ekki til fyrr en mörghundruð arum eftir krist en samt er talað um krist sem velti borðum og steipti niður peningum vixlarana. Rob
Rob: Nei. Hvers vegna heldurðu að peningar og víxlarar hafi ekki verið til á þessum tíma?
Voru þá silfurpeningarnir sem Júdas fékk fyrir að vísa á Jésú ekki til heldur ?
Rob er væntanlega að rugla prentuðum peningum þ.e. pappírspeningum saman við góðmálmamyntina sem hefur verið í notkun frá fornasta fari.
Ef mig minnir rétt voru það líklega Kínverjar sem fyrst fóru að prenta pappírspeninga sakir skorts á góðmálmum.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Reynir (meðlimur í Vantrú) - 13/12/07 08:59 #
,,Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli.``
Aðalnámskrá: "Skólinn er fræðslustofnun, ekki trúboðsstofnun."