Við vitum að úti í þjóðfélaginu er fjöldi fólks sem hefur átt erfitt á einhverju tímabili í lífi sínu, leitað í sértrúarsöfnuði eftir lausnum og ánetjast veruleikafirringu og fjárplógsstarfsemi.
Við vitum að margt af þessu fólki hefur átt afturkvæmt í siðmenninguna, reynslunni ríkara en stórfé fátækara. Við vitum ennfremur að margt af umræddu fólki hefur sögu að segja, sem getur orðið öðrum víti til varnaðar.
Þekkið þið einhvern sem hefur sloppið út úr ofsatrúarsöfnuðum? Hafið þið sloppið út úr þeim sjálf? Hvernig væri að deila lífsreynslunni með öðrum? Þið getið unnið ómælt gagn með því að spara einhverjum að ganga í sömu gildruna.
Vantrú tekur við aðsendum greinum. Ef fyrrverandi ofsatrúarfólk er reiðubúið að skrifa um reynslu sína, þá viljum við mjög gjarnan birta slík skrif. Við áskiljum okkur rétt til að hafna aðsendu efni, ritstýra því og prófarkarlesa það. Reynslusögur af ofstækissöfnuðum getum við birt undir nafnleynd ef óskað er.
Aðsendar greinar sendist á vantru@vantru.is
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.