Þrír af fimm leikskólum í Seljahverfi hafa ákveðið að taka fyrir heimsóknir presta í skólana. Þetta er gert í kjölfar kvartana foreldra og í ljósi skýrslu starfshóps Leikskóla- og Menntasviðs Reykjavíkur um samstarf leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarhópa.
Í skýrslunni er minnt á trúfrelsi á Íslandi, grunnskólalög sem banna mismunun vegna trúarbragða, Aðalnámskrá (sem segir að skólinn sé ekki trúboðsstofnun) og rétt barna til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar samkvæmt Barnasáttmála SÞ. Skólar eru jafnframt minntir á að virða rétt og skyldur foreldra og lögráðamanna til að ráða uppeldi barna sinna.
Skólastjórnendum er gert að forðast þær aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra.
Á sama tíma hefur Vinaleið þjóðkirkjunnar, kristileg sálgæsla, verið aflögð í öllum grunnskólum Garðabæjar og nýlega greindi visir.is frá því að grunnskólar geta ekki skipulagt ferðir í tengslum við fermingarfræðslu á skólatíma. „Slíkt samræmist ekki aðalnámskrá eða grunnskólalögum," segir Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu.
Stjórn Siðmenntar hefur sent Menntasviði athugasemdir vegna skýrslunnar. Þar lýsir hún yfir ánægju sinni með vinnuna og vonar að henni verði fylgt eftir. Siðmennt lýsir jafnframt yfir áhyggjum af:
Þó okkur miði er enn langt í land.
Í 24 stundum í dag(bls.2) segir: "Niðurstaða Halldórs Reynissonar á fræðslusviði Biskupsstofu er sú að farið verði í fermingarfræðsluferðir á skólatíma, hér eftir sem hingað til, en foreldrar þurfi að biðja um leyfið."
Þessi pistill fór fyrir mistök í lofti á miðnætti og var á vefnum í um tíu mínútur. Haukur setti inn athugasemd sína þá, því birtist hún nú á undan pistlinum ef litið er á tímastimpil.
Halldór Elías djákni skrifar um skýrsluna.
Ég hef reyndar haldið á lofti þeirri skoðun að ekki sé nauðsynlegt að öll börn geti tekið þátt í öllu starfi, fjölbreytni og viðurkenning á honum sé ekki nauðsynlega slæm, en niðurstaða skýrslunnar er önnur. #
Það er staðreynd að ekki geta öll börn tekið þátt í öllu starfi, sérkennsla er dæmi um slíkt. En það réttlætir ekki mismunun barna eftir lífsskoðunum. Mér þykir furðulegt að ríkiskirkjufólk geti ekki séð greinarmuninn á þessu. Við höfum bent á þetta lengi en ríkiskirkjufólk hefur mótmælt og talið að vegna hefðar og sérstöðu kirkjunnar hafi þeir mátt mismuna börnum.
Annars eru ýmsar athugasemdir í skýrslunni ansi áhugaverðar. Ljóst er að viðhorf starfsfólks leikskóla virðist fara eftir trúarskoðunum. Ég get a.m.k. ekki ímyndað mér annað en að sumar athugasemdirnar séu frá afar trúuðu fólki, t.d. er í tveimur athugasemdum minnst á að 90% barna séu skírð til að réttlæta trúarstarf í leikskólum. Það er ljóst að litið er á skírn sem réttlætingu fyrir kristniboði (enda hefur það ítrekað komið fram hjá ríkiskirkjufólki að skírt fólk sé kristið) og finnst mér mikilvægt að foreldrar hugsi sig vel um áður en þau merkja börn sín á þann hátt fyrir lífstíð.
Mjög góðar fréttir, og hvati að frekara starfi til að leiðrétta svona mismunun.
Mér finnst athyglisvert að skírn skuli vera notuð sem réttlæting, þar sem hún hefur ekkert með opinberlega trúfélagsskráningu að gera, sem ákvarðast við fæðingu. Ferming hefur sama vægi opinberlega. En svo er það einnig notað að meiri hluti þjóðarinnar er skráður í þjóðkirkjuna - hvort ,,gerir" fólk kristið? Að vera skráð í þjóðkirkjuna? Að vera skírt? Annað hvort og bæði?
Það á einfaldlega að hætta með þessa sjálfvirku ískráningu í trúfélag. Við útskrift fæðingarorlofs gæti verið reitur þar sem foreldrar geta hakað við trúfélag ef þau svo kjósa, en ekkert fleira. Það er enginn lengur hræddur um það að börn fari rakleiðis til helvítis ef þau deyja barnadauða og eru ekki skráð í trúfélag, eða skírð af presti.
Í mínum huga er þetta afar einfalt mál. Að sjálfsögðu ber ekki að skrá neitt trúfélag við fæðingu þegar barn er skráð í þjóðskrá. Bíða skal þar til annað hvort barnið er skírt og prestur tilkynnir þá bæði nafn og trúfélagsskráningu að auki til þjóðskrár, ellegar foreldrar sjá um að láta skrá barnið á þann hátt sem þeim þykir við hæfi/hentar þeirra lífsskoðunum.
En ættu foreldrar að fá að ráða í hvaða trúfélagi barnið er í, bara eftir eigin hentisemi. Frekar ættu börn að vera skráð utan trúfélaga að ca 15 ára aldri þar sem það fær þá sent bréf þar sem spurt er um hvort barnið vilji láta skrá sig í eitthvað trúfélag eða hvort það vilji standa áfram utan trúfélaga. Að sjálfsögðu ætti barnið ekki að þurfa að borga neinn sérstakan skatt (eða sóknargjöld) til HÍ fyrir það eitt að standa utan trúfélaga, það gæti því sent bréfið aftur til Þjóðskrár með 11þúsund krónur í sóknargjöld næsta árið, ef það kýs að ganga til dæmis í Þjóðkirkjuna.
Foreldrar ráða því í dag hvernig börn þeirra eru skráð, allt eftir þeirra hentisemi ;-)
Og, er nú alls ekki viss um þetta, en ég myndi telja að sóknargjöld reiknist ekki fyrr en einstaklingurinn þarf að fara að skila skattskýrslu og fær skattkort við 16 ára aldur (minnir mig, eða var það yngra?)
Foreldrar ættu að ráða þessu frá fæðingu. Þeim er treyst fyrir öllum öðrum ákvarðanatökum barnsins. Það væri hræsni að halda því fram að foreldri hafi ekki rétt til að ráða þessu.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Haukur Ísleifsson - 28/11/07 00:08 #
Gott skref en tölurnar eru allt of háar margar hverjar.