Þegar Richard Dawkins kom hingað til lands í fyrra þá komu á sama tíma fjölmargir aðrir merkir trúleysingjar. Við gerðum okkar besta til að koma því fólki í íslenska fjölmiðla en það gekk ekkert sérstaklega vel. Þetta var fólk sem okkur þykir álíka merkilegt og Dawkins, hvert á sinn hátt. Því miður var það þannig að fjölmiðlar voru fyrst og fremst spenntir fyrir Dawkins.
Hápunkturinn í vitleysislegri umfjöllun um meinta leiðtogastöðu Richard Dawkins var í Viðskiptablaðinu nú í sumar þar sem talað var við fjóra íslenska trúleysingja. Aðeins einn þeirra minntist á Dawkins og þá í algjöru framhjáhlaupi. Samt fylgdi umfjölluninni stór mynd af honum og hann að vanda titlaður leiðtogi okkar. Þessum auma blaðamanni datt ekki í hug að spyrja viðmælendur sína um hvaða álit þeir hefðu á Dawkins.
Trúmenn eru mjög gjarnir á að kalla Richard Dawkins leiðtoga okkar. Sjálfan grunar mig að þeir viti að trúleysingjar vilji sjálfir ekki hafa neinn leiðtoga og því sé markmiðið í raun að fá okkur til að afneita Dawkins. Ég veit alveg til þess að þessi taktík hafi virkað á einhverja. Ekki mig. Ég nenni sjálfur ekki að hafa of miklar áhyggjur af svona hlutum.
Þegar Vantrú byrjaði þá var Richard Dawkins ekki maðurinn sem andstæðingar okkar ásökuðu okkur um að "dýrka". Ónei, það var James Randi. Það er merkilegt nokk ekki þannig að við séum eitthvað minna hrifinn af Randi þessa daganna. Það er hins vegar þannig að Richard Dawkins er meira áberandi núna og því eðlilegt að öll umfjöllun um hann sé þeim mun meiri.
Aðalatriðið er kannski að við erum hrifin af Richard Dawkins af því að hann segir það sama og við. Hann er bara mikið betri í því en við. Það er væntanlega eitthvað við Oxford hreiminn sem gerir hann yfirvaldslegan. Ef þeir sem fjalla um Vantrú og trúleysi almennt vilja láta taka sig alvarlega er best fyrir þá að hætta að kalla Richard Dawkins leiðtoga okkar. Ef ekki þá er mér að mestu sama. Dawkins er fínn fulltrúi okkar þó hann sé ekki leiðtogi okkar.
Við sem erum frjáls undan þeirri áþján að búa okkur til kennivald sem segir okkur að bæði að óttast sig og elska, erum að öðru leyti afskaplega ólíkar manneskjur.
Við erum úr öllum stjórnmálaflokkum - eða utan flokka. Við sofum hjá maka af gagnstæðu kyni eða sama kyni eða af báðum sortum. Það sem sumir okkar kalla mat kalla aðrir "gras" og vise versa. Svona má telja. En við eigum það sameiginlegt að láta ekki einhvern sem kallar sig talsmann guðs segja okkur fyrir verkum. Segja okkur hverjir mega sofa saman, til dæmis.
Þegar einstaklingur er laus undan fargi trúar og einhvern guð eða guði og/eða eitthvað annað yfirnáttúrlegt, birtist honum mikið frelsi og jafnframt mikil ábyrgð. Nú verður hann að treysta á sína eigin siðvitun. Hann verður sjálfur að bera ábyrg á lífi sínu.
Bendi á nýútkomna bók Satre hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi um tilveruhyggjuna í þýðingu Páls Skúlasonar prófessors.
Eftir að hafa fylgst með skrifum blaðamanna í tengslum við mál sem mér er mjög kunnugt um hef ég greint mikinn óheiðarleika, vankunnáttu og almennt áhugaleysi. Ég er alveg hættur að taka mark á þessu liði og hef aldrei og mun aldrei kaupa þessi sorprit sem þetta lið skrifar fyrir.
En svo er eins og gefur að skilja, viðbrögð trúara í samræmi við þeirra heimsmynd, þ.e þeir eru vanir að vera stjórnað og stýrt af einhverjum leiðtogum og það er þeirra mentalítet. Þeir skilja ekki hvað við eigum við þegar við segjumst ekki eiga neinn leiðtoga. Sá er munurinn á þræl og frjálsum manni. Þeir reyna alltaf að heimfæra sína heimsmynd yfir á aðra, stundum með valdi. Röksemdarfærslan: "ég er þræll, þá hljóta allir aðrir að vera þrælar"
Án þess að vilja gera lítið úr skýringum annarra hérna er skiljanlegt að trúaðir andskotar (gamalt orð yfir andstæðing) okkar vilji geta bent á einn mann sem leiðtoga okkar, þótt réttara nafn sé fulltrúi. Ástæðan er praktísk. Það er ágætt að geta gagnrýnt nálgun og niðurstöður eins manns, sem öllum eru aðgengilegar á bók eða bókum, greinum og vefsíðum. Það er erfiðara að eltast við persónulegar skoðanir Jóns og Gunnu. Mér finnst Dawkins verðugur fulltrúi upplýsts trúleysis en hann er svo sannarlega ekki sá eini.
Færði athugasemd Guðjóns og svörin sem voru komin við henni á spjallborðið. Guðjón, haltu þig við efnið eða haltu þig úti.
noh einn bara rosastoltur að láta mynda sig með Dawkins ;)
nei smá grín, takk fyrir góða grein.
Ég játa alveg að ég hafði rosalega gaman af því að hitta kallinn.
Það er með þetta eins og svo margt sem menn kunna ekki að skilgreina. Dawkins er það sem kalla má leiðandi persóna á meðal virkra trúleysingja og húmanista en hann er hins vegar ekki kosinn leiðtogi eins og þú bendir réttilega á Óli Gneisti.
Hann hefur áunnið sér mikla virðingu vegna skrifa um vísindi og þróunarkenninguna og nú hefur hann með opinberri og kraftmikilli baráttu sinni gegn trú, hindurvitnum og kukli orðið einn helsti fánaberi skynsemishyggju í heiminum. Sumt fólk er duglegt að klína foryngjastimpli á slíka fánabera og er það eins og það haldi sig eitthvað klárt með slíkum túlkunum. Kannski heldur þetta fólk að trúleysingjar þurfi sinn biskup og býr hann þá til eftir eigin geðþótta. Vegir heimskunnar eru oft órannsakanlegir.
Guðjón, reglurnar eru mjög einfaldar og koma fram hér fyrir ofan athugasemdaboxið.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Khomeni (meðlimur í Vantrú) - 10/09/07 08:56 #
Þörf grein og tímanleg. Ég hef aldrei áttað mig á þvi hvaða hvatir liggi að baki þessu leiðtogabríksli. Í tilfelli Blaðamanns viðskiptablaðsins er það nú sennilega fákunnátta og tímaskortur (sem reyndar má segja að séu einkunnarorð íslenskra blaðamanna) en ég ætla að skjóta fram kenningu hversvegna trúarliðið vill endilega gera Vantrúaða af einhverskonar hóp sem endilega þurfi einhverskonar leiðtoga...
það er vegna þess að trúarliðið getur ekki séð fyrir sér hóp fólks með svipaðar skoðanir þar sem enginn leiðtogi er í forsvari og hefur kennivald yfir hópnum!
Sumir eru nefnilega svo rígbundnir í þríhyrningslaga skipurit að þeir geta ekki hugsað sér fyrirkomulag þar sem hópur fólks er einfaldlega sammála um grundvallaratriði.