Þeir sem skilja ekki þessa iðju [bænaiðkun], þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur, þeir þurfa í raun ekkert að skilja hana, bænin er yfir allan rökrænan veruleika hafin, við eigum bara að biðja, rétt eins og við eigum aðeins að trúa skv. orði Guðs. Spurningin um það af hverju ætti ég að biðja, af hverju ætti ég að vera að eyða tíma í slíkt er ónauðsynleg og tefur einungis fyrir, í hvað annars fer tími þinn? #
Bolli Pétur Bollason, þjóðkirkjuprestur
Tefur fyrir hverjum andskotanum? Tefur fyrir því að verða opinn fyrir að láta presta og aðra handanheimasvikara ljúga sig fullan?
Við "eigum" að biðja, við "eigum" að trúa. Bolli setur hér samasemmerki milli trúar og hlýðni. Ég held það sé líka rétt hjá honum. Trúaðir þurfa ekki að hugsa heldur bara að gera það sem þeir "eiga" að gera. Það sem kerfið (ríkiskirkjan hér) segir þeim að gera. Bolli sýnir okkur áþreifanlega að trúin tilheyrir þjóðfélagi lénsveldisins, með sinni hörðu stéttaskiptingu og undirokun alls þorra fólks og á ekkert erindi í lýðræðisþjóðfélagi þar sem ein æðsta skylda hvers borgara er að einmitt að hugsa, gagnrýna og taka ákvarðanir sem eru byggðar á raunveruleika en ekki trú.
Bolli sýnir okkur áþreifanlega að trúin tilheyrir þjóðfélagi lénsveldisins, með sinni hörðu stéttaskiptingu og undirokun alls þorra fólks og á ekkert erindi í lýðræðisþjóðfélagi þar sem ein æðsta skylda hvers borgara er að einmitt að hugsa, gagnrýna og taka ákvarðanir sem eru byggðar á raunveruleika en ekki trú
HEYR HEYR!
Já það eru margir hugsandi prestar til en samt er niðurstaða pælinga þeirra um trúmál nær alltaf vonbrigði. Bolli Pétur virðist byrja vel en um leið og hann viðurkennir að ekkert rökrænt sé við bænina segir hann að hún sé "yfir allan rökrænan veruleika hafin...". Hann ályktar (ef hægt er að segja það um slíka niðurstöðu) að það sé til eitthvað æðra og betra en rökrænn veruleiki án þess að færa nein rök fyrir því - enda til hvers væri að færa fram rök ef hann hafnar rökum. Veruleiki án raka er algerlega í lausu lofti og í raun án ábyrgðar á eigin niðurstöðu. Hvenær ætli prestum og öðrum trúuðum lærist það?
Að rökræða við "fast" trúaða kristna manneskju er eins og að reyna að kenna veggnum þínum eðlisfræði, frekar dapurt þegar maður hugsar útí það.
Mér bregður soldið þegar ég les þessa síðu (sem ég geri sjaldan), ég hafði ekki hugmynd um að kristin trú væri svona mikill staðall í Íslensku samfélagi, á mínu heimili er allt tengt kristni venjulega bara dismissað sem kjaftæði, og það eina sem einhver tekur mark á er eðlisfræði og staðfestar heimildir.
Þrátt fyrir það eru við öll skráð í þjóðkirkjuna, bara vegna þess að það er ekki hægt að afskrá sig í gegnum netið (of löt til að drullast niðrá hagstofu fyrir eitthvað jafn ómerkilegt og kristni).
Ég missti soddið "trú" mína á Íslensku samfélagi, tel það miklu verra standi en ég gerði.
Kv.
Einhver náungi með of mikinn tíma.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Héðinn Björnsson - 29/08/07 10:41 #
Skemmtilega hreinskilið!