Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Örn Bárđur er trúleysingi

Herferđ franska hersins í Alsír stóđ yfir allt frá árinu 1830 til u.ţ.b 1900. Stríđiđ var afar blóđugt enda sýndu íbúar Alsír franska liđinu hörkulegt viđnám. Allan ţennan tíma, ţessi rúm 70 ár, héldu Frakkar Alsír í algeru hörmungarástandi. Taliđ er ađ ţriđjungur Alsíringa hafi boriđ beinin á međan landvinningum Frakka stóđ. Samhliđa ţessu blóđuga landvinningastríđi ástunduđu Frakkar skipulegt landnám í Alsír, enda slógu ţeir eign sinni á landiđ og útdeildu landssvćđum til Frakka, Ítala, Maltverja og Alsíringa sem voru ţeim hliđhollir.

Ástandiđ í landinu var eldfimt og franski herinn var í stöđugum herferđum ađ brjóta niđur uppreisnarmenn međ hörkulegu viđhorfi hinnar frönsku nýlendustefnu. Ţrátt fyrir ţessar ađfarir jókst viđnám Alsíringa jafnt og ţétt. Áriđ 1958 hófst svo alsherjar stríđ gegn Frökkum. Stríđ sem gat bara endađ međ ósigri Frakka. Viđ ţessar ađstćđur ţegar öll sund voru lokuđ fyrir frönsk stjórnvöld spiluđu ţau út trompi sem ţau töldu ađ mundu breyta gangi stríđsins. Ţeir buđu Alsíringum ađ gerast franskir ríkisborgarar. Ađ vegabréf Alsíringa vćri jafnhátt ţví franska. Ţađ var kannski dćmigert fyrir hroka ţeirra frönsku ađ halda ađ ţetta tilbođ ţeirra slćgi í gegn. Alsíringar hertust einungis í andstöđunni viđ ţetta ömurlega tilbođ. Ţeir höfđu engan áhuga á ţví ađ gerast Frakkar. -Ekki nokkurn einasta áhuga. Ekki frekar en viđ Íslendingar höfđum áhuga á ţví ađ gerast Danir í okkar sjálfstćđisbaráttu.

Ástćđan fyrir ţví ađ ég rifja upp ţessa blóđugu sögu Alsíringa og hiđ aumkunarverđa tilbođ Frakklandsstjórnar voru orđ ríkiskirkjuprestsins Arnar Bárđar Jónssonar í rćđu sem hann hélt ţann 8. Júlí s.l.. Í rćđu sinni fetar Örn gamalkunna slóđ furđulegra biblíutúlkana og segir alla hafa einhverskonar „trúarţel“ sem búi í öllum mönnum. Hann segir ađ fólk svali trúarţörf sinni á ýmsan hátt. Sumir fari međ bćnir, lesa í Biblíunni međan ađrir lesa ljóđ, njóti tónlistar eđa innbyrđi skáldskap hverskonar. Međ ţessum rökum kemst síđan Örn Bárđur ađ ţví ađ trúleysinginn sé trúađur.

Heyr á endemi! Ţađ var ţarna viđ ţessi orđ sem mér datt í hug hiđ ömurlega tilbođ Frakka til handa Alsíringum. Hví ţarf ađ trođa upp á okkur trúleysingja einhverjum guđi sem viđ höfum engan áhuga á! Hvađ er eiginlega ađ ríkiskirkjuprestinum Erni Bárđi? Er honum ekki sjálfrátt í sjálfsbelginsskap og sjálfsréttlćtingu? Ţetta minnir reyndar einnig á alrćmd orđ amerísks herforingja ţegar hann sagđi ađ innan í hverjum einasta Víetnama vćri lítill Bandaríkjamađur sem vćri ađ reyna ađ brjótast út. (Inside every gook there's an American trying to get out). Útgáfa Arnar gćti veriđ eitthvađ á ţessa leiđ. „Innan í hverjum trúleysingja er trúađur einstaklingur sem er ađ reyna ađ brjótast út!“. Ţetta er ljótt Örn Bárđur. Bara ljótt.

Ţótt flestum Íslendingum sé slétt sama um guđinn hans Arnar Bárđar ţá tilheyri ég ţeim minnihluta trúleysinga hvers trúarbríksl Arnar Bárđar fer í taugarnar á. Mér leiđist nefnilega ađ láta fulltrúa einhvers opinbers trúarkerfis segja mér hvernig mér líđur og hvađa hvatir liggi ađ baki gleđistundanna í lífinu mínu. Ţegar ég er einn međ sjálfum mér, horfi til himins og hugleiđi tilganginn – eđa tilgangsleysiđ í tilverunni, ţá er ég ekki ađ trúa. Ţegar ég dáist ađ undrum náttúrunnar, óravíddir geimsins, örveröld atómanna ţá er ég ekki ađ iđka trú á nokkurn hátt. Sérstaklega ekki ţá frumstćđu endatímavitleysu sem kristindómurinn er. Ţegar ég lít vikugamlan son minn augum og vona ađ hann eigi fyrir höndum gćfuríka framtíđ er ég ekki ađ trúa.

Ég beinlínis undrast óskammfeilni Arnar Bárđar og annara trúarbríkslara. Stundum hef ég heyrt ţá trúuđu halda ţví fram ađ „allir trúi ţegar dauđinn horfir ţá í augun“, ţegar flugvél er ađ hrapa eđa ţvíumlíkt. Međ svona málflutningi er veriđ ađ fćra sér í nyt ađstćđur ţegar fólk er veikast fyrir. Ţegar örvćntingin ríkir. Svona orđalag er eitthvađ ţađ ljótasta sem heyri en eftir á ađ hyggja eru ţetta einmitt lendur trúarinnar eđa trúarţarfarinnar eins og Örn Bárđur orđar svo ósmekklega. –Örvćntingin og óttinn viđ dauđann. Ţá má segja ađ ţađ fari afar lítiđ fyrir virđingu fyrir manneskjunni međ svona málflutningi.

Ţess verđur reyndar ađ geta ađ ţetta trúarbríks Arnar Bárđar er ekki einsdćmi. Stutt er síđan hann jarđsetti mann sem var trúleysingi. Smekkmađurinn Örn Bárđur sagđi eitthvađ á ţá leiđ viđ útför ţessa manns ađ ţótt ađ hinn látni hafi ekki veriđ trúađur hefđi hann eiginlega veriđ trúmađur. -Svo vćnn hefđi sá látni veriđ.

Nú ćtla ég ađ vera jafn óskammfeilinn og Örn Bárđur og gera honum upp ađstćđur ţar sem hann ţarf ađ örvćnta. Ég fullyrđi ađ Örn Bárđur er í rauninni trúlaus. Hann er menntađur og hefur reynslu í gegnum starf sitt sem ríkisprestur ađ upplifa gleđistundir og harmatíma fólks. Ţađ er beinlínis útilokađ ađ Örn Bárđur trúi á ţađ mannfjandsamlega rugl og endatímakjaftćđi sem fyrirfinnst í biblíunni. Hann hlýtur ađ sjá í gegnum ţetta. Ţađ sem hann örvćntir í rauninni er ađ fólk opni augun fyrir ţví sem í biblíunni stendur. Ađ fólk lesi hana og dćmi á eigin forsendum. Ţví viđ ţađ riđlast allt ríkiskirkjukerfiđ og forréttindi hinna fáu standa á berangri, öllum til hneykslunar og sárinda.

Khomeni 22.08.2007
Flokkađ undir: ( Kristindómurinn )

Viđbrögđ


Daníel Páll Jónasson - 22/08/07 10:56 #

Frábćr grein, öldungis frábćr!

Ţađ er í raun ótrúlegt hvernig trúmenn leyfa sér ađ fullyrđa ađ trúLEYSINGJAR skuli vera trúmenn. Samkvćmt ţeirri fullyrđingu ţeirra er ekki möguleiki ađ ađhyllast engin trúarbrögđ, fólk fćđist trúađ og á sér enga leiđ út úr vitleysunni. Hreint út sagt ótrúlegt kjaftćđi.

Smekkmađurinn Örn Bárđur sagđi eitthvađ á ţá leiđ viđ útför ţessa manns ađ ţótt ađ hinn látni hafi ekki veriđ trúađur hefđi hann eiginlega veriđ trúmađur. -Svo vćnn hefđi sá látni veriđ.

Svona framkoma og svona talsmáti er međ ólíkindum smekklaus! Er ekki hćgt ađ sleppa ţví ađ trúa á einhverja dulda himnaveru (sem er by the way ekki svo góđ) og vera fín manneskja?

Örn er ekki ađ gera neitt annađ en ađ ţjappa trúleysingjum saman í andstöđu ţeirra viđ Ţjóđkirkjubákniđ.

Ég vćri illilega móđgađur ef ég gćti tekiđ ţennan prest alvarlega.


Brynjólfur Ţorvarđarson (međlimur í Vantrú) - 22/08/07 12:28 #

Ţetta er flott grein og tímanleg. Ţessi trúvćđing er auđvitađ markviss á Versturlöndum almennt, samanber ţađ ţegar heimsspekikerfi á borđ viđ konfúsíanisma og taóisma eru flokkuđ sem trúarbrögđ, t.d. í námsefni í grunnskóla.

Ţeir sem trúa ekki á neinn "Guđ" eru til miklu fleiri í heiminum í dag en kristnir, múslimar og gyđingar samanlagt. Fyrir utan alla trúleysingjana og fylgismenn Konfíusar og Taó má nefna alla Búddistana, ekki er nein guđstrú ţar, og svo mikinn fjölda ţeirra sem teljast til Hindúasiđar en ţar er algyđistrú algeng sem er verulega frábrugđin "Guđstrú" hinna ţriggja gamlatestamentistrúarbragđa.

En kyrkjan (afsakiđ kirkjan) er stofnun sem er sett á fót til ađ leysa vandamál sem hún býr sjálf til. Og eins og allar stofnanir ţá er megin tilgangur hennar ađ viđhalda sjálfri sér.


FellowRanger - 22/08/07 18:41 #

Ţetta minnir mig á ţegar trúlausir einstaklingar láta skođun sína í ljós og rakka niđur horskjóđuna [Biblíuna], og eru stuttu seinna kallađir djöfladýrkendur!! Fólk áttar sig greinilega ekki á ţví ađ hann/hún trúir ekki á hálfhestinn međ heygaffalinn.


hjalti gbr - 23/08/07 17:23 #

ţeir eru bara ađ reyna ađ ljúga ađ sjálfum sér ađ allir trúi á jésu. prestar eru ekki frćgir fyrir ađ játa sig sigrađa.


khomeni (međlimur í Vantrú) - 24/08/07 04:28 #

prestar eru ekki frćgir fyrir ađ játa sig sigrađa.

Er ţađ ekki vegna ţess ađ ţeir eru fulltrúar guđs á jörđinni og guđ getur ekki haft rangt fyrir sér eđa hvađ?


ratatoskur - 31/08/07 03:32 #

Gćti hugsast ađ í vopnađri baráttu ţar sem dauđinn er stöđugt nálćgur, og ţú átt líf ţitt ef til vill undir félögum ţínum komiđ ađ ţú finnir til kenndar sem er ţér kannski framandi, afţví hún er sneydd allri viđkvćmni? "Trúarţel" er ađeins eitt af mörgum orđum sem ţér gćtu komiđ í hug. Samt ţarf ţađ ekki endilega ađ vera svo. Ţađ gćti tekiđ langan tíma ađ finna rétt orđ. Skrýtin tilhugsun afţví venjulega tćtum viđ orđin í okkur án minnstu vitundar um ţann veruleika sem ţau lýsa.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.