Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Húmanískir heiðingjar

Við Íslendingar erum ekki kristnir menn í raunverulegri merkingu þess orðs. Við erum miklu fremur heiðingjar, einshvers konar húmanískir heiðingjar, ef svo mætti segja. Margar stoðir renna undir þessa kenningu, þótt hér verði ekki frekar um rætt. En þrátt fyrir allt höldum við jól og aðrar kirkjulegar stórhátíðir með pomp og prakt, eins og vera ber. Það er að vísu hálfgert tómahljóð í öllu þessu guðsorðaglamri -- og ef við hefðum ekki Bach og Händel, kæmumst við líklega seint eða aldrei í snertingu við fagnaðarboðskapinn á kirkjunnar vegum

Steinn Steinarr (Við opinn glugga, Reykjavík 1961 s.66-67)

Ritstjórn 06.05.2007
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


FellowRanger - 06/05/07 20:16 #

Það á samt við um meirihlutann.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 07/05/07 20:21 #

Steinn Steinarr er eitt allra besta skáld sem ég hef lesið. Mikill hugsuður og stórmenni.


Doddi - 08/05/07 05:34 #

Steinn Steinarr er bara eitthvað ofmetið flykki. Eyddi ævinni í að drekka kaffi og reykja sígarettur. Það er mikil list.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/05/07 06:51 #

Ódýr afgreiðsla það. Ad hominem. Hefurðu lesið ljóðin hans?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.