Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hreinskilinn prestur

Um páskana flutti prestur í ensku biskupakirkjunni umdeilda ræðu í enska ríkisútvarpinu. Í ræðunni kallaði hann hina hefðbundnu kristnu hugmynd um að Jesús hafi dáið fyrir syndir mannkyns "ógeðslega", "rugl", "órökrétta" og "geðveikislega". Auk þessa sagði hann að hún léti guð hljóma eins og "geðsjúkling" og "skrímsli". Um þetta má lesa hérna og síðan er hægt að lesa ræðuna sjálfa hérna.

Ritstjórn 19.04.2007
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 19/04/07 13:55 #

Hann talar eins og argasti vantrúarsinni og segist hafa verið á þessari skoðun frá tíu ára aldri. Maður spyr sig hvað það hafi verið sem dreif þennan mann út í prestskap.


FellowRanger - 19/04/07 23:58 #

Gvuð einn má vita hversu margir prestar eru þessarar skoðunar en eru ennþá "í skápnum"


Svanur Sigurbjörnsson - 21/04/07 11:53 #

Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Það er ánægjulegt að sjá þennan prest vakna til rökhugsunar en reyndar finnur hann bara aðra guðlega skýringu til að hugga sig við í enda ræðu sinnar.
Ég bloggaði um þetta og Hjört Magna á svanurmd.blog.is


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 24/04/07 10:39 #

Ég veit að í röðum presta er fullt af trúleysingjum "í skápnum" ef svo má að orði komast, hérlendis sem erlendis. Í bókinni "loosing faith in faith" segir Dan Barker frá umskiptum sínum frá því að vera predikari yfir í það að vera trúleysingi. Þar segir hann marga kollega sína vera trúlausa og líta á starf sitt sem leið til að fá salt í grautinn.

Auðvitað er þetta svona. Hvaða heilvita manneskja trúir á þennan þvætting. Í alvöru! Guð tekur á sig erfðasyndina (úr sögunni um Adam og Evu) og drepur sig síðan. Jibbí. við erum hólpin og þurfum ekki að farast í helvíti! -Vei!

-Er ekki líklegra að þessir prestvesalingar hugsi fyrst og fremst um launaseðillin sem berst óverðskuldað inn um bréfalúguna í hverjum mánuði...


FellowRanger - 24/04/07 20:52 #

Það sem pirrar mig mest sem trúleysingja eru kækirnir frá því að vera "trúaður", (Ég pældi aldrei í trú minni, fyrr en ég varð trúleysingi). Ég segi alltof oft guð hjálpi þér, nánast ómögulegt er að finna íslensk blótsirði sem tengjast ekki kristinni trú og stöku sinnum kemur "guð minn almáttugur" (í hneikslistón). Einhver annar sem lendir í þessu?


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 24/04/07 22:21 #

Þetta skiptir engu helvítis máli :) Ég veit nákvæmlega hvað þú ert að tala um og í guðanna bænum :) ekki stressa þig yfir þessu.

Þetta breytist smám saman. Þá fer maður að hætta að bölva og jesúa sig.

-Áfram Fellow Ranger!


Bjartur Thorlacius - 28/05/12 22:05 #

Ræðuna má nú finna á eftirfarandi slóð:
http://web.archive.org/web/20070607085657/http://www.bbc.co.uk/religion/programmes/lent_talks/scripts/jeffreyjohn.html

-- Ég hef hvorki lesið né hlustað á ræðuna; hvorki á meðan hún var hýst af BBC né eftir að henni var hent þaðan (sem hverju öðru gömlu efni). Ég hef því ekki myndað mér neina skoðun á henni né tekið neina afstöðu til hennar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.