Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Mögulegt samkomulag?

Ég er á þeirri skoðun að trúarbrögð og opinber iðkun þeirra sé oft og einatt mikið böl í heimi hér. Og því miður vaxandi nú um stundir. Helst myndi ég vilja að víðtækt samkomulag yrði gert um að öll trúarbrögð séu einkamál. Og síst af öllu tengd stjórnmálum. Mér blöskrar þetta fólk um allan heim, af ýmsum trúarbrögðum, sem hefur Guð með sér í óhæfuverkum og notar trúarbrögð til að réttlæta hvaða hrylling sem er fyrir sjálfu sér og öðrum. Þetta á ríkan þátt í að ég segi hiklaust: Ég er trúlaus maður.

Þórarinn Eldjárn - Blaðið 17.03.2007

Ritstjórn 25.03.2007
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Björn Friðgeir - 25/03/07 08:06 #

Takk Þórarinn.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 25/03/07 11:49 #

Eldjárn er andans maður þótt hann sé ekki Andans maður....

-Kallin gæti orðið ánægður með þennan orðhnút? :)

Áfram Þórarinn!


FellowRanger - 25/03/07 13:04 #

Falleg og hrein orð frá fallegum og hreinum manni.


Steindór J. Erlingsson - 25/03/07 13:44 #

Takk fyrir að vekja athygli á þessu viðtali, sem fór alveg fram hjá mér um síðustu helgi!!!!


zoldan - 26/03/07 06:08 #

já þetta er líka ástæðan fyrir því að ég er utan trúfélaga. Það frelsi gátu menn ekki leyft sér fyrir 300 árum, við hefðum öll verið brennd lifandi.


Kristján H. - 07/04/07 03:34 #

Fáránlegt að vera trúlaus vegna þess að Georg W. Bush er trúaður asni.

Þetta segir manni mest um Þórarinn sjálfan að hann skuli láta hegðun annarra ákveða fyrir sig hvort hann eigi að trúa eður ei.


Hlynur - 07/04/07 22:18 #

Kristján, segir hann einhversstaðar að trú Bush sé ástæðan fyrir því að hann er ekki trúaður?


Magnús - 07/04/07 23:20 #

Önnur góð ástæða til að vera trúlaus er að guðlegar verur eru ekki til.


Kristján H. - 10/04/07 09:51 #

Nei Hlynur, en hann talaði um tengingu stjórnmála við trúarbrögð svo ég reiknaði með því að hann ætti við Bush. Það er samt ekki aðalatriðið hvort hann á við Bush eða forstea Írans. Mergurinn málsins er sá að mér finnst undarlegt að láta hegðun annarra ákveða það fyrir sig hvort maður er sjálfur trúaður eður ei.


Magnús - 10/04/07 11:09 #

Það er eitt að Þórarinn móti og hafi sínar eigin trúarskoðanir. Annað er að tjá þær, sem er það sem málið snýst um í þessari tilvitnun. Hann segir að best væri að hver hefði sínar trúarskoðanir fyrir sig, en meðal annars vegna þeirra hörmunga sem eigi sér stað fyrir allra augum í nafni trúarbragða kjósi hann að tjá sína skoðun. Ég bið Þórarin afsökunar ef þetta er ekki rétt skilið hjá mér.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.