Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Rökræður á Bylgjunni

Þau Heimir og Kolbrún í Íslandi í bítið á Bylgjunni fengu þrjá morgna í röð þá Gunnar í Krossinum og Birgi Baldursson til að ræða um hina og þessa afkima trúmálanna. Til stendur að þessir tveir hittist vikulega í þættinum í einhvern tíma.

Bylgjuna er að finna hér og þætti þeirra Kolbrúnar og Heimis má hlusta á hér.

Upptökur af þessum samræðum Gunnars og Birgis má hlusta á hér:

Fyrsta umræða - Skapaði guð heiminn?

Hér er einnig hæg að sækja upptökuna

Önnur umræða - Heimsendaköltleiðtogar

Sækja upptökuna

Þriðja umræða - Siðferðismat boðenda bókstafshyggju

Sækja upptökuna

Ritstjórn 21.03.2007
Flokkað undir: ( Útvarp )

Viðbrögð


Hjalti - 21/03/07 11:41 #

Fyrsta umræðan er enginn umræða. Gunnar grípur bara strax frammí fyrir Birgi og tveim mínútum seinna er hann farinn að segja "Það sem Birgir er að reyna að segja..." Karlinn er með velsmurð talfæri og mjúka sölurödd. Birgir er annað hvort of langt frá mækinum eða vantar loft í lungun þegar hann talar. Frekar mjóróma og kraftlítill. Síðan drukknar þetta í Biblítilvitnunum, Gunnar segir Birgi að lesa betur þarna eða þarna. Eins og hann sé að tala við tregan nemenda. Nær að stýra þessu alveg og endar með "Ég vil þakka ykkur á Bylgjunni fyrir að hafa boðið mér hingað."

Gunnar hefur kannski fengið einhverjar ákúrur fyrir frammíköll eftir fyrsta þáttinn, því Birgir fær að leggja út óáreittur. Gunnar getur samt ekki setið á sér "Haltu aftur af þér ofsanum, Birgir" dettur útúr honum. Greinilega gaman af að æsa og erta strákinn. Hljóðið er líka skárra, meiri fylling og kraftur i röddinni hjá Birgi.

"Og hefst nú lesturinn..." Gunnar er meiri karakter, svona empatískur gæji. Annars er þetta fyrst eiginlega umræða núna, t.d. eru punktarnir um kynfræðslu eða illu andana ansi góðir. Þessi þriðji þáttur er best lukkaður, undarlegt samt að Gunnar láti detta útúr sér að við séum fædd með vitund um hvað sé gott eða illt.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/03/07 11:49 #

Mér heyrist að þessar upptökur séu ekki kompressaðar. Aftur á móti er öflugur kompressor á útsendingu Bylgjunnar og því líkur á að styrkur radda okkar hafi verið jafnari þar. En það er rétt að ég er óttalega mjóróma í þessum fyrsta þætti, en Gunnar fyllir út í headroomið.

Í seinni þáttunum gætti ég þess að vera með heddfón til að heyra sjálfur hver balansinn á okkur væri. Og í þriðja þætti er ég kominn á meira blast en Gunnar, enda bað ég tæknimanninn um að hækka styrkinn á mæknum mínum fyrir útsendinguna.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 21/03/07 12:36 #

"undarlegt samt að Gunnar láti detta útúr sér að við séum fædd með vitund um hvað sé gott eða illt".

Er þetta ekki Decartísk pæling?


Arnaldur - 21/03/07 12:41 #

Skemmtilegt að hlusta á fortíðina mæta nútímanum...


óðinsmær - 21/03/07 14:51 #

frábært! röddin í Birgi er fín

"hann ætlar að frelsast hér í beinni útsendingu, amen" hápunkturinn magnaður ;)


Viddi - 21/03/07 14:57 #

Mér fannst einmitt talandinn hjá Birgi vera betri en hjá Gunnari, Gunnar er bara gjafsari og gólari, Birgir hélt róinni og talaði af staðfestu. Gunnar var bara með klassíska munnræpu um ekki neitt og tók lítið á rökum Birgis.


FellowRanger - 21/03/07 15:00 #

"Það er ekki hægt að tala við þig."

Snilld


Matti (meðlimur í Vantrú) - 21/03/07 15:18 #

Gunnar í Krossinum:

"illir andar eru náttúrulega veruleiki"

Að sjálfsögðu :-)


Þorsteinn Ásgrímsson - 21/03/07 15:37 #

Birgir: “Á konan að vera karlinum undirgefin?” Gunnar í krossinum: “Á konan að vera karlinum undirgefin… Það fer nú bara eftir aðstæðum”

Gunnar: “Ritningin segir að ókeypis höfum við þegið og ókeypis látum við af hendi. Í krossinum er enginn krafinn um gjöld eða fjármuni. Þeir sem vilja gefa og gefa fjármuni til kristilegs starfs, þeir taka á móti ákveðinni blessun á móti en engin skilyrtur til þess” Frábært... aukum mismununina aðeins, þótt það sé andsætt boðskapnum. Þeir sem hafa peningana fá "aðeins" meiri blessun en hinir

Ég veit allavega að ef ég væri að selja eitthvað skran eða fáránlegar hugmyndir sem enginn grundvöllur væri fyrir, þá fengi ég sko Gunnar með mér í lið, láta hann bara blaðra endalaust og koma svo með "dýrð sé drottni!" og "ritningin segir.." og þá er málið bara dautt. Allir myndu græða (ef allir væru ég og Gunnar).


Árni Árnason - 21/03/07 15:53 #

Vandamálið við "rökræður" við trúaða er reyndar aðallega það rökin eru öll bara öðru megin, hinu meginn biblíutilvitnanir og rakalaus trú. Ef hægt væri að setja þær reglur í slíkum umræðum að biblíutilvitnanir væru bannaðar væri kannski hægt að fara að rökræða. Ef svona rökræður eiga að vera á jafnréttisgrundvelli er útilokað að bábiljan sem um er deilt sé notuð sem heimild. Mér hefur stundum dottið í hug að þá gæti maður alveg eins mætt með sínar eigin tilvitnanir í stílabók og veifað henni sem einhverjum órækum sannleika. Hvaða glóra er í því ef menn setjast niður til að rökræða einhverja tiltekna löggjöf/lagasetningu að sá sem er fylgjandi lögunum mæti með þau prentuð og tuði í sífellu:
"það stendur hérna" "sjáðu kafli 7 grein 2". Deilan stendur ekki um það hvað stendur í lögunum, heldur hvort lögin séu sanngjörn, réttmæt og í samræmi við réttarvitund fólks. Á sama hátt er ekkert deilt um hvort þessar eða hinar setningar standi í biblíunni eða ekki, og því alveg gersamlega tilgangslaust að vitna í hana. Það er því ekkert annað en frekja og yfirgangur í Gunnari og hans líkum að mæta til "rökræðna" með biblíutilvitnanir. Gunnar Þorsteinsson í Krossinum mun aldrei bakka með þá trú sína að guð sé til, sé almáttugur, og að Biblían sé hans orð. Hver er þá tilgangurinn með því að eyða púðri í að "rökræða" við hann ? Eini ljósi punkturinn við áhuga fjölmiðla á þessum vitleysingi er sá að þeim mun meira sem hann gasprar, þeim mun minnkar álit fólks á honum, og var það þó ekki mikið fyrir.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 21/03/07 16:22 #

"Gunnar Þorsteinsson í Krossinum mun aldrei bakka með þá trú sína að guð sé til, sé almáttugur, og að Biblían sé hans orð. Hver er þá tilgangurinn með því að eyða púðri í að "rökræða" við hann ?"

-Góður punktur hjá Árna.

Trúmenn munu ALDREI bakka með trúarsannfæringu sína. Þetta er afstaða til lífsins. Trúarsannfæring felst í því að henda út gagnrýni ef hún passar ekki við trúna.

Trúarsannfæring er í eðli sínu lokapunktur. Engin vafi, engin gagnrýni. -Bara bókstafurinn.

-o-o-o-o-

Segjum sem svo að það finnast handrit sem SANNA að jesú var ekki til (ekkert ólíklegt að slík handrit fynnist -Júdasarguðspjall gefur t.d þveröfuga mynd af jesúsi en haldið hefur verið uppi) Segjum sem svo að það finnist handrit sem sanna að Jesús var ekki til, þá myndu trúmenn aldrei taka mark á slíkum fundi. Trúarsannfæringin er komin og henni verður ekki hikað.

Í bókinni God Delusion er falleg lýsing á því að enskur vísindamaður var búin að vinna að kenningu sinni í 15 ár. Kemur til hans ungur maður frá Bandaríkjunum með nýjar upplýsingar sem vörðuðu rannsóknarefni hans. Enski vísindamaðurinn las gögn Bandaríkjamannsins og sagði að lokum ".My dear fellow I wish to thank you. I have been wrong these fifteen years. (bls 284, God Delusion)

Þetta myndi sá trúarsannfærði ALDREI gera. Skoðunin er kominn og verður ekki haggað!

Hugsið ykkur! Þeir trúuðu eru að reyna að koma sinni ógeðfeldu heimsmynd yfir á börnin okkar!

. . . . . . .Hugsið ykkur! . . . . .

Gera börn annara að einhverjum trúartryllingum, fullum af sektarkennd og órum um guð og soninn hans.
-Ég á ekki til orð.


Björgvin Óskarsson - 21/03/07 17:04 #

Merkilegt að hlusta á þig Birgir.

Þú telur væntanlega að allir þeir sem eru á einhvern hátt tengdir frálsum kirkjum og hafa fengið lausn á sínum málum, vera fólk sem er platað og svikið af þessum kirkjunarmönnum og geti ekki myndað sér skoðun, né skilið hvað þeim er fyrir bestu.

Alkahólistinn (sem dæmi) sem fundið hefur tilgang í lífinu, gleði, viðurkenningu og sjálfsvirðingu, hættur að drekka, hann sé bara blektur og að ekkert sé breytt! Allt tóm blekking! það að Gunnar og aðrir predikarar og þjónar fagnaðarerendisins (Biblíunnar) segja að Jesús hafi lausn fyrir alla menn sé bara ekki rétt.

Hvernig hefur þú þá þekkingu að geta dæmt það sem þú vilt ekki snerta sjálfur, hver ert þú að geta sagt að Jesús sé ekki til og að fólk eigi bara fá að gera það sem því sýnist án afskipta kirkjunnar. Ég held að það eitt að hlutirnir fara í taugarnar á fólki er sannfæringin um sá hinn sami sé að gera það sem samviska hann segir að sé ekki rétt að gera og að hann sé að brjóta gegn sjálfum sér, en pirrast af því að það er bent á það.

Bilblían segir að Guð sé góður og að hann elski alla menn. Biblían segir líka að Guð hefur lagt fram leiðbeiningar sem eru okkur til góðs ef við förum eftir þeim. Dæmi: Þú skalt ekki stela! (eitt boðorðana). Hvernig líður þeim sem stelur? Illa. Samviskan vitnar með honum og eða henni að hann hafi gert rangan hlut. og við komnandi þar að gera eitthvað við þá tilfinningu sem samviskan bendir á.

Guð var kanski að benda á að ef þú stelur, þá mun þér líða illa og vanlíðnan verður til þess að þú skerðist í getu til að framkvæma það sem ert annars mjög fær í að gera.

Það er því skrítið að hlusta á ykkur "trúleysingjana" það á allt að vera leyfilegt. En ekki það að boða það sem er manninum gott er (fagnaðarerendið) það má ekki, hann á að hafa frjálst val.

Ég trúi á Jesú og hef fengið að upplifa persónulega hvernig hann leysir og hjálpar þeim sem til hans leita. Fyrir mér er Jesús raunverulegur frelsari, góður og miskunsamur og ég get leitað til hans hvernær sem er og þarf ekki að fá heimild frá hvorki Gunnari né öðrum egna þess að leiðin að hjarta Guðs er opin fyrir milligöngu Jesú.

Kv. Björgvin


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 21/03/07 17:53 #

Björgvin:

...hver ert þú að geta sagt að Jesús sé ekki til...

Þarf maður að vera einhver sérstakur til þess að vita að heimsendaspámaðurinn Jesús sé ekki lengur til? Hver ert þú að geta sagt að Seifur sé ekki til?

Bilblían segir að Guð sé góður og að hann elski alla menn.

Biblían segir ansi margt. Hún segir til dæmis að þessi guð hafi fyrirskipað morð á ungabörnum.

Það er því skrítið að hlusta á ykkur "trúleysingjana" það á allt að vera leyfilegt.

Nei, ekki rétt.


Halli - 21/03/07 18:00 #

Gott hjá þér Birgir þú stóðst þig vel.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 21/03/07 19:53 #

Ágæti Björgvin.

Þú segir: "Alkahólistinn (sem dæmi) sem fundið hefur tilgang í lífinu, gleði, viðurkenningu og sjálfsvirðingu, hættur að drekka, hann sé bara blektur og að ekkert sé breytt! Allt tóm blekking! það að Gunnar og aðrir predikarar og þjónar fagnaðarerendisins (Biblíunnar) segja að Jesús hafi lausn fyrir alla menn sé bara ekki rétt."

Þegar alkahólistinn hættir að drekka, tekur sér tak, öðlast viðurkenningu og sjálfvirðingu -Er það honum að þakka. Ekki guði. Það að troða guði milli árangurs alkans og hans sjálfs er alger óþarfi. Þetta var amk mín reynsla. Eitt er sérstaklega furðulegt í minni 7 ára edrúmennsku að allir trúartryllingarnir sem lofuðu guð í öðru hverju skrefi, eru löngu fallnir og búnir að taka nokkra rúnta inn á Vog og Staðarfell. Vissir þú að samkvæmt AA samtökunum er uþb 5% langtímaárangur (meira en 5 ár)af "prógraminu". Það er sérstaklega lélegur árangur og beinlínis hlægilegur þegar árangur AA prógrammið er borið saman við árangur þeirra sem nota ekki AA prógrammið. en árangur þeirra sem nota ekki AA prógrammið er einmitt líka 5%.

Ágæti Björgvin. Svo fremi sem þú ýtir ekki þínum furðulegu trúarskoðunum að mér og mínum er mér nákvæmlega sama á hvaða guði þú trúir. (eins og gert er t.d með leikskólatrúboði og Vinaleið) Ég áskil mér hinsvegar rétt til að hæða þína trúarvitleysu hvenær og hvar sem er.

Þú ættir að lesa biblíuna þína. það er besta og öruggasta leiðin til að verða trúlaus. -Ógeðfeldara trúarrit er vandfundið.

Þú veist kannski hvað guðinn þinn vill að gert verið við konur sem eru ekki hreinar meyjar á brúðkaupsnóttinni?

-það á að drepa þær og daga líkið að inngangi föður hennar.

-Laglegur guðinn sem þú átt Björgvin...


Trúaður?? - 21/03/07 22:33 #

Þetta er nú frekar öflugt framtak hjá þér Birgir og þú sýnir mikinn kjark að fara að ræða við hin þjóðþekkta mann, Gunnar í Krossinum, sem er þekktur fyrir sína staðfestu og hefur mikinn sannfæringarkraft í sinni trú. Eins og Hjalti segir: "Karlinn er með velsmurð talfæri og mjúka sölurödd." En einsog nokkrir hér fyrir ofan hafa nefnt, þá breytir Gunnar ekki sinni trú, og veit Birgir það vel. En eitt heyri ég mjög vel í þessum þrem þáttum á Bylgjuni sem komið, að þú Birgir, hefur mikla sannfæringu á því sem þú heldur fram og hefur lesið þig til og ert ekki að tala bara út í loftið. Og Gunnar segir strax í fyrsta þætti: Gunnar: "Birgir, til að hafa þín afstöðu þarf meiri trú en að hafa mína afstöðu".... Svo sannarlega hlítur þú að hafa einhverja trú.
Svo langar mig að spurja alla sem finnst tilvitnun Gunnars um að við öll erum fædd með vitund um hvað er gott og hvað er illt vera einkennileg; Hefur enginn gert einhvað rangt til og fengið þörf til að biðjast afsökunar á því, sama hversu lítið það hefur verið, t.d. stígið óvart á tærnar á einhverjum. Nú eða skemmt hlut einhvers og upplifað skömm og vonast til þess að einginn uppgötvi það og upplifar sektarkennd. Hvaðan koma þessar tilfinningar? En þetta er nú frábær skemmtun að hlusta á, tveir með gerólíkar trúar/skoðanir (eða get ég sagt, Birgir með sína Vantrú og Gunnar sína Trú). Ég ætla ekki að vera að vera að gefa þeim Birgi og Gunnari stig eða dæma anna sigurvegara eða hver talaði betur eða heyrðist meira í (ég heyrði í báðum mjög vel). Einkennilegast við alla þá umfjöllun sem komin er núna, þá virðist trúar umræða vekja upp mikinn hita hjá sumu fólki og viðkvæmni hjá öðru. Afhverju skildi það nú vera?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 21/03/07 22:44 #

Trúaður??

Einkennilegast við alla þá umfjöllun sem komin er núna, þá virðist trúar umræða vekja upp mikinn hita hjá sumu fólki og viðkvæmni hjá öðru. Afhverju skildi það nú vera?

Ef til vill er ástæðan sú að hingað til hefur verið óskrifuð (og reyndar skrifuð) lög um það að það megi ekki gagnrýna trúarskoðanir.


Viddi - 21/03/07 23:06 #

Trúaður. Mig minnir að ég hafi lært í einhverrum sálfræðikúrsinum að samviskan þróist og komi fram í mannskepnunni um 3 ára aldur (gæti misminnst með árafjölda en mig minnir pottþétt að samviska er ekki meðfædd). Og einnig hafa rannsóknir sýnt að samviska er breytilegt hugtak, sumir eru algerlega samviskulausir, svokallaðir sosiopatar og má það yfirleitt rekja til áfalla í barnæsku eða skort á ummönnun og uppeldi í æsku.


Friðrik - 21/03/07 23:30 #

Tilfinning einstaklings á réttu og röngu hefur ekkert með trú að gera. Sýnir það sig best í þeim tilvikum þar sem trúin reyndi að gera eitthvað (t.d. kynlíf fyrir hjónaband) að röngum hlut sem í raun er það ekki. Við það að stimpla athöfn ranga sem er í góðu lagi myndast togstreita. Einstaklingurinn vill ekki brjóta gegn tilbúnum siðaboðum kirkjunnar en á erfitt með að loka á tilfinningar sínar sem eru réttar. Sama á við um sambönd samkynhneigðra. Sem betur fer eru þessi falsgildi og lög kirkjunnar að deyja út og gleymast en samt vill kirkjan eigna sér eftirstandandi tilfinningar okkar á réttu og röngu? Sem eru raunverulegar og sannar.

Viddi kom inná góðan punkt líka: siðblinda, andfélagslega persónuleika, þá sem sjá ekki mun á réttu og röngu. Sama gildir um önnur samfélög, þar sem munur liggur á gildum og viðmiðum. Það sem er gott og blessað í Zimbabe getur verið bannað í Svíþjóð.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 22/03/07 08:22 #

............."trúin reyndi að gera eitthvað (t.d. kynlíf fyrir hjónaband) að röngum hlut sem í raun er það ekki"

-Góður punktur!

Mig minnir að ein af guðssönnunum Réne Decartes hafi einmitt verið sú að "við fæðumst með samvisku". Þetta er eins og annað með trúna, gömlum úteltum hugmyndum haldið fram í sífellu. Decartes þessi dó 1650.


Árni Árnason - 22/03/07 09:46 #

Þessi umræða er farin að snúast nær eingöngu um siðfræði, en hún hefur ekkert með guð að gera. Óræk sönnun þess að gott siðferði er metið út frá samfélagslegum gildum óháð trúarbrögðum er að margir trúlausir hafa mjög háan siðferðisþröskuld og margir sem heita eiga strangtrúaðir hafa engan. Það þarf ekkert frekar vitnanna við um það að ekkert samasemmerki er á milli trúar og siðferðis. Eitt sterkasta dæmið er Vinaleiðin, þar sem siðleysið víkur gersamlega fyrir trúarhitanum.

En aftur að guði. Hvort til sé eitthvað loftkennt guð, ósýnilegt, óáþreifanlegt, óskilgreinanlegt, órannsakanlegt geta menn karpað um í það óendanlega, og verður hvorki sannað né afsannað og því sjálfsagt best að láta það liggja á milli hluta. Öðru máli gegnir um það tiltekna guð sem trúmenn halda á lofti að sé til. Það guð á samkvæmt skilgreiningu trúmanna að vera almáttugt, alviturt og algott, vera upphaf og endir alheimsins og alls sem í honum er, eitt allsherjar chief executive officer. Guðið það veit nákvæmlega hvað eru mörg hár á höfði okkar (Eiríkur Sigurbjörnsson Omega), ræður öllu og stjórnar öllu. Þetta guð er auðvelt að hrekja. Hvernig fá menn það til að ganga upp að guðið sé alviturt, en viti samt ekki rassgat, almáttugt en geti samt ekki neitt, algott en ráði samt öllu hinu illa sem viðgengst í heiminum ? Þetta kann að hljóma eins og ég trúi á tilvist guðs og sé eitthvað sár út í hann, fyrir eitthvað sem hann hafi gert mér eða mínum, en ég get fullvissað ykkur um að svo er ekki. Ég bendi einfaldlega á að hugarfóstrið guð stenst ekki.


Sigurður Ólafsson - 22/03/07 12:20 #

Richard Dawkins bendir á það í bók sinni The God Delusion að rannsóknir sýni að við fæðumst öll með ríka og háþróaða siðferðiskennd, sem virðist vera eins alls staðar, algerlega óháð menningu og trúarbrögðum! Dawkins vitnar í rannsóknir og nefnir dæmi. Þetta hefur m.ö.o. verið vel rannsakað og skjalfest af vísindamönnum. Sammannleg siðferðiskennd er staðreynd og hefur ekkert með guði eða trúarlegar kennisetningar að gera. Þroskuð siðferðiskennd færir einstaklingum einfaldlega samkeppnisforskot í samfélagi manna og er rökrétt afleiðing þróunar, eins og flest annað í fari okkar.


Árni Árnason - 22/03/07 14:22 #

Í dæminu mínu um Vinaleiðina hér að ofan átti auðvitað að standa -siðgæðið víkur gersamlega fyrir trúarhitanum- Samhengið hefur þó væntanlega komið þessu til skila.


caramba - 22/03/07 15:26 #

Þetta var sem sagt spurning um hljóðstyrkinn, hver var mjóróma og hver hafði "fyllingu í röddinni" :) Ég hef enga samúð með Gunnari og enn síður með Birgi, þeir tilheyra í rauninni báðir sama hóp vitleysinga sem er eins og suðandi flugnager á þessari annars fögru og ágætu jörð.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 22/03/07 15:30 #

Caramba, af hverju tjáir þú þig ekki um viðtölin þrjú. Segðu okkur þína skoðun og rökstuddu hana málefnalega í stað þess að koma með upphrópanir.


Daníel Páll Jónasson - 22/03/07 21:30 #

Ég "hélt" klárlega með Birgi í þessum þáttum öllum og fagnaði því ákaft ef hann náði að "koma inn höggi" á Gunnar. Málið er bara það að þessi þverhaus er svo fáránlega viss í sinni sök að það ER ekki hægt að sannfæra hann um neitt og því finnur hann ekki fyrir höggunum.

Ef hann myndi bíta það í sig að hlandið hans væri úr heyi, þá væri guð sá eini sem gæti komið vitinu fyrir honum.

Því miður... Allt of margir einstaklingar sem líta upp til hans og telja að það sem hann boðar sé heilagur sannleikur. Get ekki annað en vorkennt slíku fólki.

Ég er alls ekki að líta niður á það... ég virkilega vorkenni því. Hugarfarslega er Gunnar einfaldlega að nauðga því með fáránlegum fordóma- og heimsendaboðskap sínum

Sveiattan!


Gunnar - 23/03/07 12:32 #

Allt vaðandi hér í Alnæmi eins og Gunnar í krossinum segir. Voðalega tekur Gunnar í krossinum vitlaust eftir. 8 manns greindust á síðasta ári með Hiv veirunnar hér á landi en flestir voru útlendingar sem komu frá löndum þar sem veiran er landlæg.


zoldan - 26/03/07 06:41 #

Mér fannst Gunnar lélegur þegar hann reyndi að snúa "samkynhneigða dæminu" við og ásakaði Birgi um að ofsækja samkynhneigða.


zoldan - 26/03/07 06:45 #

Sigurður Ólafsson - 22/03/07 12:20 #

Richard Dawkins bendir á það í bók sinni The God Delusion að rannsóknir sýni að við fæðumst öll með ríka og háþróaða siðferðiskennd, sem virðist vera eins alls staðar, algerlega óháð menningu og trúarbrögðum! Dawkins vitnar í rannsóknir og nefnir dæmi. Þetta hefur m.ö.o. verið vel rannsakað og skjalfest af vísindamönnum. Sammannleg siðferðiskennd er staðreynd og hefur ekkert með guði eða trúarlegar kennisetningar að gera. Þroskuð siðferðiskennd færir einstaklingum einfaldlega samkeppnisforskot í samfélagi manna og er rökrétt afleiðing þróunar, eins og flest annað í fari okkar.

Þess vegna voru menn brenndir á báli, siðferðiskennd, ummmm jáa


Sigurður Ólafsson - 27/03/07 11:53 #

Zoldan, ertu að segja að Dawkins sé rugludallur?


mofi - 27/03/07 13:06 #

Sigurður Zoldan, ertu að segja að Dawkins sé rugludallur?

Er það ekki svona stating the obvious? En Dawkins hefur aftur á móti rétt fyrir sér að við höfum öll siðferðiskennd þegar við fæðumst.


Sigurður Ólafsson - 27/03/07 14:01 #

Mofi, Dawkins færir rök fyrir máli sínu og sýnir fram á það hverning siðferðiskenndin þróaðist með manninum. Þú hefðir nú gott af því að lesa bækur Dawkins, t.d. The Ancestor's Tale sem er e.k. ferðalag aftur í þróunarsögu okkar og ákaflega fróðleg og skemmtileg lesning. Góð tilbreyting frá sköpunarsinnaruglinu sem þú ert vanur.


Steini - 27/03/07 18:01 #

Þetta voru bara fyndnir þættir. Held að menn þurfi samt sem áður að fara aðeins betur yfir sín mál áður en þeir fara út í svona æfingar gegn Gunnari. Hann hló að þessum litla strák, sem er víst á fertugs aldri. ég hélt að Gunnar væri að tala við menntaskólanema, sem gerði ekkert annað en að skrækja "kjaftæði". Vantrú verður að senda feitari bita á Gunnar en þetta, ef þeir ætla ekki að láta almenning halda að þeir séu með sítt að aftan(asnalegir). Þetta var klárlega bara fyndið. Kv Steini


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 27/03/07 18:28 #

Við vitum alveg að Gunnar er klókur ræðumaður og erfiður við að eiga en við viljum benda fólki á að Gunnar grípur til "staðreynda" sem hann dregur út úr rassgatinu á sér eða réttara sagt - býr til gögn eins og honum hentar.

Ef fólk fattar ekki að hann er bara að steypa þá er ekki nema vona að það haldi að Gunnar vinni allar rökræður sem hann tekur þátt í. Hann er sannkallaður frasa-maður. Mér finnst samt alveg stigsmunur á Birgi eins og hann var fyrst eða eins og hann var í morgunn. Þ.e. miklu betri í morgunn og á örugglega eftir að verða betri.

Annars má benda á að Gunnar og Birgir eru á Bylgjunni á hverjum þriðjudegi klukkan 07:40 og þeir voru einmitt að tala í morgunn.


Hjalti - 27/03/07 18:45 #

Skellið samtali þeirra frá í dag endilega hérna inn.


Sindri Guðjónsson - 31/03/07 09:34 #

Þáttastjórnandi á Bylgjunni byrjar: ,,með aukinni vísindalegri þekkingu… menn farnir að rýna meira út í geiminn og aftur í tímann í átt að Mikla hvelli og segja það er útilokað að einhver Guð hafi hugsanlega getað skapað þetta allt saman.”

Þetta er rangt – Mikli hvellur og rannsóknir tengdar honum hafa verið vatn á milli trúmanna en ekki öfugt.

Robert Jastrow segir eftirfarndi í tengslum við Mikla hvells rannsóknir.

Jastrow, God and the astronomers, bls 11;14

I am an agnostic in religious matters

Now we see how the astronomical evidence leads to a biblical view of the origin of the world. The details differ, but the essential elements in the astronomical and the biblical accounts of Genesis are the same: the chain of events leading to man commenced suddenly and sharply at a definite moment in time, in a flash of light and energy.” Bls 14

A Scientist Caught Between Two Faiths: Interview with Robert Jastrow, Christianity Today, 6 águst 1982 – áherslur eru mínar.

Astronomers now find they have painted themselves into a corner because they have proven, by their own methods, that the world began abruptly in an act of creation to which you can trace the seeds of every star, every planet, every thing in this cosmos and on the earth. And they have found that all this happened as a product of forces they cannot hope to discover… THAT THERE ARE WHAT I OR ANYONE WOULD CALL SUPERNATURAL FORCES AT WORK IS NOW; I THINK, A SCIENTIFICALLY PROVEN FACT


Sindri Guðjónsson - 31/03/07 10:55 #

Í stuttu máli vilja Jastrow og fleiri meina að efni, tími og rúm eigi sér upphaf í Mikla hvelli. Það sem orsakaði Mikla hvell, er eitthvað sem ekki er efnislegt, og var til áður en tími og rúm urðu til. Þessi orsök er því yfirnáttúruleg, en ekki náttúruleg. (Náttúrulegir hlutir eru eins og gefur að skilja efnislegir og til í tíma og rúmi.)

Gömlu trúleysingjarnir vildu margir meina að heimurinn ætti sér ekkert upphaf, og því þyrfti engan skapara. Margir vísindamenn (og ég er ekki að tala um gerfi vísindamenn) vilja hins vegar meina að upphaf efnis tíma og rúms hafi átt sér stað við Mikla hvell og veröldin eigi sér því ákveðið upphaf.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 01/04/07 04:09 #

Einhvern veginn grunar mig að ef sístöðukenningin eða aðrar kenningar hefðu orðið Miklahvelli yfirsterkari þá hefðu trúmenn einnig túlkað það sem vatn á myllu guðs. Hugmyndin um guð er þannig uppsett að hún getur fallið að hverju sem er, með réttri túlkun.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/07/07 18:06 #

Í ljósi umræðna hér efst í athugasemdum um sánd er rétt að taka það fram að ég er nú búinn að hljóðjafna þessar skrár eins og hægt er. Það er því ekki lengur þessi gríðarlegi munur á hljóðstyrk á milli okkar Gunnars og snakkið um það hér efst á því ekki lengur við.


Ingrid - 12/07/07 04:53 #

Guð hjálpar sínum að svara fyrir sig, já gunnar er sko smurður. Tæknileg mistök hehe sjooor . Drottinn gerir vel við sína meðan sumir ráfa villtir um. P.s. vit-leysi, að rökræða um eitthvað sem maður heldur að sé ekki til heh æj freka sorglegt. bæ.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/07/07 07:26 #

Guðinum þínum er ekkert um það gefið að þú sért vakandi á nóttunni að rífa kjaft á netinu. Nú ferðu beina leið til helvítis og færð engar 2000 krónur þótt þú farir yfir byrjunarreitinn.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.