Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jóna Hrönn um Vinaleið

Það er bara ekki hægt að nota þetta orð lengur, trúboð er bara orðið jafnt og ofbeldi. Þannig að það er bara eðlilegt að við notum bara ekki orðið trúboð, en það er það. Það fylgir bara presti, embætti hans og því sem hann stendur fyrir og persónu, það fylgja því bara ákveðin skilaboð.

Jóna Hrönn Bolladóttir, þjóðkirkjuprestur, á málþingi um Vinaleið

Ritstjórn 09.03.2007
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 08:15 #

Það er nefnilega það!

Þó hafa kirkjunnar menn þverneitað þessu í fjölmiðlum (Karl biskup og Halldór á biskupsstofu). Þegar gagnrýni kom fram voru samdar siðareglur (sem gengu þvert á fyrirmyndina í Mosfellsbæ og þvert á eðli kirkjunnar - en hún er boðandi kirkja). Í siðareglunum sagði: "Í Vinaleið felst ekki trúarleg boðun."

Þegar hæðst var að þessum orðum í blöðum, einmitt með þeim rökum sem Jóna Hrönn staðfesti með þessum orðum sínum, var þetta ákvæði fjarlægt úr siðareglunum!

Enn ein þversögnin, viðsnúningurinn, hringlandahátturinn í málflutningi kirkjunnar manna. Og þessari starfsemi er ætlað að auka trúverðugleika kirkjunnar (æ, æ) auk þess að vera "lykillinn" að börnunum okkar.

Trúboð er það, en þar sem það er ofbeldi má ekki nefna það. Mjög trúverðugt.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 08:29 #

Jóna Hrönn Segir: ...Það er bara ekki hægt að nota þetta orð lengur, [orðið]trúboð er bara orðið jafnt og ofbeldi.

Þannig að það er bara eðlilegt að við notum bara ekki orðið trúboð...

-o-o-o-o-

.....Svo mörg voru þau orð.

Samkvæmt grunnskólalögum er trúboð BANNAÐ í grunnskólum.

-Veit hún þetta ekki? Er hún kannski að reyna að skauta fram hjá grunnskólalögum með því að nota annað hugtak yfir trúboð. -Mér sýnist hún beinlínis viðurkenna það með þessum orðum sínum!


mofi - 09/03/07 09:28 #

Hvenær eiginlega varð trúboð sama og ofbeldi? Vantrú fer í skóla og boðar sína trú, oftar en ekki með mjög grófu orðalagi, er það ofbeldi?

Annars er ég sammála að kirkjan á ekkert erindi í ríkisskóla með vinaleið eða vera að boða eitthvað. Að lauma sér þar inn á fölskum forsendum jaðrar við ofbeldi þótt það er örugglega til betra orð yfir það sem þeir eru að gera með þessari vinaleið.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 09:40 #

Hvenær eiginlega varð trúboð sama og ofbeldi?

Ég veit það ekki, þetta eru orð Jónu Hrannar, ekki okkar.

Vantrú fer í skóla og boðar sína trú, oftar en ekki með mjög grófu orðalagi, er það ofbeldi?

Hvað ertu að tala um - þetta?


óðinsmær - 09/03/07 13:32 #

mér finnst bara heiðarlegt af henni að segja þetta, en það eru til betri aðferðir fyrir presta til þess að stunda sitt trúboð. Þeir geta t.d eflt sunnudagaskólakennslu í sinni kirkju. Þessi skylda presta við að boða trúna þarf ekki að fara fram einsog Vinaleiðin. Hún er ofbeldi gegn allri almennri skynsemi og siðvenjum og er bara búin að koma miklu óorði á trúboð.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 13:48 #

Taktu eftir því óðinsmær að Jóna Hrönn ber að eigin sögn mikla ábyrgð á því að Vinaleið sé starfrækt í Garðabæ, sagði ef ég man rétt að það væri "myndugleika" sínum að þakka.

Trúboð er klárlega bannað í grunnskólum. Ég held að Jóna Hrönn hljóti að vita það.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 13:55 #

Mér finnst líka ótrúlegt að hún skuli tengja ofbeldi við orðið trúboð. Nú var á þessu málþingi, og ef ég man rétt sagði hún að í þessari umræðu um Vinaleið hefði orðið trúboð verið notað um eitthvað "bókstafstrúarofstæki" og að hún fengi mynd af Gunnari í Krossinum að berja biblíuversum í krakkana.

Ég spyr bara, hvar í ósköpunum hefur hún séð þessa notkun á orðinu trúboð?

Ég held að kirkjunni sé varla treystandi að fara í skólana ef þau eru farin að nota sínar eigin skilgreiningar á svona mikilvægum orðum. Næst þegar prestur segist ekki vera með trúboð, þá á hann kannski við að hann sé vissulega að boða trúna sína, en beiti engu ofbeldi! :S


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 14:08 #

Það einkennir fjölmarga Þjóðkirkjustarfsmenn að þeir geta ómögulega séð neitt athugavert við hátterni sitt. Kristin trú og siður er í þeirra augum einfaldlega það besta sem hægt er að gefa samborgurunum, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. Það er undarlegt til þess að hugsa að fólk sem menntar sig í trúarhugmyndum í háskólum skuli ekki geta haft aðra sýn á þessi fyrirbæri en þessa einstefnu og það þrátt fyrir að heyra rökstudda gagnrýni á kenningakerfin öllum stundum.

Það er alveg skelfilega ófaglegt að geta ekki átt málefnalega umræðu við gagnrýnendur sína og reyna að sjá hlutina út frá öðru en eigin sjónarhorni. Í raun er það eins óvísindaleg og ófræðileg hegðun og hugsast getur. Þetta fólk er svo kyrfilega á valdi hugmyndanna sem það á að vera að fjalla um að það getur aðeins tekið afstöðu sem hampar þeim.

Við hér gerum lítið annað en benda á að kristin trú flokkist undir sömu hindurvitni og allar aðrar ranghugmyndir um andaheima, töfra og brot á náttúrulögmálum. Í stað þess að ræða þetta og rökstyðja hið gagnstæða út frá fræðilegum niðurstöðum reyna sumir að útiloka okkur frá umræðunni og engin leið að toga upp úr þessu fólki neitt af viti um þá gagnrýni sem hér er höfð í frammi.

Meðan það ástand varir að guðfræðingar nálgast ekki trúar- og guðahugmyndir af fræðimennsku er lítil von til að einhver vitræn niðurstaða fáist í deilumál á borð við trúarboðun í almennum skólum.


mofi - 09/03/07 15:44 #

Ég veit það ekki, þetta eru orð Jónu Hrannar, ekki okkar.

Bara að kommenta á bæði það sem hún sagði og það sem Reynir sagði. Aðeins það hvort að viðkomandi eða einhver finnst trúboð vera hið sama og ofbeldi.

Hvað ertu að tala um - þetta?

Já, mikið rétt. Ég hef ekkert á móti þessu, vantar sárlega umfjöllun um þessi mál. Fáfræði um trúmál er fáfræði um heiminn sem við búum í og hvatann sem liggur á bakvið svo margt í þessum heimi.

Ég spyr bara, hvar í ósköpunum hefur hún séð þessa notkun á orðinu trúboð?

Sammála, er ekki alveg að skilja hvernig hún getur þetta. Ef þetta voru ekki misstök hjá henni þá þarf hún aðeins að hugsa betur út í þetta.

Við hér gerum lítið annað en benda á að kristin trú flokkist undir sömu hindurvitni og allar aðrar ranghugmyndir um andaheima, töfra og brot á náttúrulögmálum. Í stað þess að ræða þetta og rökstyðja hið gagnstæða út frá fræðilegum niðurstöðum reyna sumir að útiloka okkur frá umræðunni og engin leið að toga upp úr þessu fólki neitt af viti um þá gagnrýni sem hér er höfð í frammi.

Kristni er auðvitað byggð á áreiðinlegustu heimild mannkyns svo auðvitað er ég ósammála þessu og reyni ég mitt besta að svara þeirri gagnrýni sem hér kemur fram. En svakalega sammála að það væri gaman ef þjóðkirkjuprestur myndi ræða við ykkur af einhverri alvöru.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 16:07 #

Kristni er auðvitað byggð á áreiðinlegustu heimild mannkyns...

Þú ert gamansamur. Samtímaheimildir eru engar, aðeins seinni tíma sögusagnir sem augljóslega eru skrifaðar í áróðursskyni, eins og kemur fram í elsta guðspjallinu, Markúsi.

Kóraninn er áreiðanlegri heimild en Nýja testamentið, af hverju ertu ekki múslimi, mofi?


mofi - 12/03/07 12:07 #

Þú ert gamansamur. Samtímaheimildir eru engar, aðeins seinni tíma sögusagnir sem augljóslega eru skrifaðar í áróðursskyni, eins og kemur fram í elsta guðspjallinu, Markúsi.

Stór hluti af Nýja Testamentinu er skrifaður af þeim sem voru lærisveinar Krists og voru vitni að atburðunum. Restin er skrifuð af mönnum sem þekktu að minnsta kosti lærisveinanna. Þú kannski velur að trúa að þetta er ekki satt en þú gerir það ekki á grundvelli staðreynda.

Kóraninn er áreiðanlegri heimild en Nýja testamentið, af hverju ertu ekki múslimi, mofi?

Kóraninn kemur frá einum manni sem var ekki vitni að megninu sem hann skrifaði um. Heimild hlýtur að vera áreiðanlegri því nær atburðunum sem hún fjallar um. Múhammeð segist vera alveg eins og spámenn Biblíunnar en síðan predikar allt annað. Kóraninn hefur síðan ekkert til að styðja að hann sé innblásinn frá Guði, engin þekking þar sem gæti aðeins komið frá Honum. Engnir spádómar eða læknisþekking sem fólk á þessum tíma áttu ekki að geta haft. Síðan ef maður grefur sig aðeins dýpra þá var það ekki einu sinni Múhammeð sem skrifaði Kóraninn heldur fylgjendur hans eftir dauða hans. Svo ég tel nokkuð augljóst að Kóraninn er ekki áreiðanleg heimild um fortíðina.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/03/07 16:53 #

Mönnum finnst almennt ekki taka því að efast eitthvað um að Múhameð hafi verið til. Aftur á móti eru það ákaflega veik rök sem styðja tilvist Jesú, a.m.k. á því formi sem hann birtist í Nýja testamentinu. Þú kýst kannski að loka augunum fyrir því að margt í æviatriðum hans er fengið frá eldri guðum.

Kóraninn hefur síðan ekkert til að styðja að hann sé innblásinn frá Guði,engin þekking þar sem gæti aðeins komið frá Honum.

Hefur Biblían það? Hvaða þekkingu er að finna í Biblíunni sem aðeins gæti verið komin frá guði?

Síðan ef maður grefur sig aðeins dýpra þá var það ekki einu sinni Múhammeð sem skrifaði Kóraninn heldur fylgjendur hans eftir dauða hans.

Skemmtilegt að sjá þig nota þessi rök til að hrekja áreiðanleik Kórans. Bíddu, skrifaði Jesús Nýja testamentið, eða voru það kannski bara fylgjendur hans, eftir dauða hans?


mofi - 13/03/07 02:14 #

Mönnum finnst almennt ekki taka því að efast eitthvað um að Múhameð hafi verið til. Aftur á móti eru það ákaflega veik rök sem styðja tilvist Jesú, a.m.k. á því formi sem hann birtist í Nýja testamentinu. Þú kýst kannski að loka augunum fyrir því að margt í æviatriðum hans er fengið frá eldri guðum.

Mér finnst engann veginn það vera eitthvað veik rök sem styðja að Jesús hafi verið til, ég hef fjallað um það á öðrum stað, sjá: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn Einnig er þarna aðeins fjallað um þessa fullyrðingu með að Hans ævi hafi verið fengin að "láni" frá eldri guðum en það á ekki við haldbær rök að styðjast.

Hefur Biblían það? Hvaða þekkingu er að finna í Biblíunni sem aðeins gæti verið komin frá guði?

Örlög heimsvelda eins og Grikkja, Rómverja uppruna Evrópu. Hvenær Kristur myndi deyja fyrir glæpi mannkyns og örlög gyðinga þjóðarinnar. Önnur dæmi mætti nefna eins og hvernig á að meðhöndla sjúkdóma, eitthvað sem við enduruppgvötuðum ekki fyrr en á nítjándu öld, sjá: The first book of public hygiene

Skemmtilegt að sjá þig nota þessi rök til að hrekja áreiðanleik Kórans. Bíddu, skrifaði Jesús Nýja testamentið, eða voru það kannski bara fylgjendur hans, eftir dauða hans?

Málið er að Múhammeð er gefinn heiðurinn á því að hafa skrifað Kóraninn en raunverulega voru það einhverjir aðrir. Það má samt kannski segja að þetta hafi verið lélegur punktur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/03/07 03:43 #

mofi, ég gef lítið fyrir þessa answersingenesis-vefsíðu þína. Það sem þarna er ritað er langt frá því að vera traust vísindi, heldur er reynt að leiða út það sem fyrirfram er búið að gefa sér. Dæmi:

The instructions recorded in Leviticus 15 are strikingly similar to modern disease-prevention techniques.

For example, anyone touching a person with a ‘running issue’ (that is, a bodily discharge), or anything upon which that person sat or lay, became ‘unclean’. In addition, should the ‘toucher’ touch someone without first having washed his hands, uncleanness would be transferred to the person he touched as well.

Komm onn mofi, þetta er aðeins byggt á reynslu manna, ekki einhver tilmæli byggð á vísindalegri vitneskju sem guðinn gaf fólkinu. Af hverju fræddi hann það þá ekki bara um tilvist veira, baktería og gerla, kenndi þeim að vinna fúkkalyf úr sveppum o.s.frv?

Held að best væri að færa frekari umræður um þetta inn á spjallið, þetta tengist engan veginn greininni hér að ofan.


mofi - 13/03/07 13:33 #

Komm onn mofi, þetta er aðeins byggt á reynslu manna, ekki einhver tilmæli byggð á vísindalegri vitneskju sem guðinn gaf fólkinu. Af hverju fræddi hann það þá ekki bara um tilvist veira, baktería og gerla, kenndi þeim að vinna fúkkalyf úr sveppum o.s.frv?

Þetta eru samt ráðleggingar sem læknar fóru ekki eftir fyrr en á seint nítjándu öld. Ég er nokkuð viss um að þetta var besta leiðin til að fá fólk til fara eftir þessum leiðbeiningum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.