Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hjónabandserfiðleikar Þjóðkirkjunnar

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Þjóðkirkjan á vandræðum með hjónabandið. Flestir Íslendingar virðist vilja heimila trúfélögum að gefa saman samkynhneigða, fyrst trúfélögum er á annað borð heimilt að gefa saman gagnkynhneigða. Tveir hópar takast á í Þjóðkirkjunni um þetta mál. Annar vill geðjast sem flestum, hinn vill halda sig við hina kristnu arfleið. Eitt sameinar þó báða hópana.

Báðir segja að Jesús hefði verið sammála sér.

Jesús segir reyndar aldrei hreint og skýrt: “Hjónaband samkynhneigðra er rangt.” eða “Það er ekkert að hjónabandi samkynhneigðra.” Hins vegar talaði Jesús hreint og skýrt um annað málefni tengt hjónabandinu. Þar eru báðir hópar kirkjunnar sammála. Þeir eru báðir ósammála Jesú.

Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór. - Mt 5:32

Þegar þjóðkirkjuprestur, nánar til tekið Magnús Erlingsson, er spurður um ástæðu þess að þeir brjóti klárlega gegn skýru boði Jesú og gefi saman karl og fráskilda konu þá það að Jesús hafi viljað fyrirgefa fólki.

Gefum okkur svo það að Jesús hafi lagt mikla áherslu á að fyrirgefa fólki. Magnús bendir á söguna af hórseku konunni þar sem Jesús fyrirgefur henni. Magnús vitnar í orð Jesú til hennar til þess að réttlæta það að þjóðkirkjuprestar : “Far þú, syndga ekki framar” (Jh 8.11).

Ef maður drýgir hór með því að giftast fráskilinni konu og að drýgja hór er synd, þá þýðir “Syndga ekki framar!” augljóslega einnig: “Ekki giftast fráskilinni konu!”.

Þessi orð sem Magnús vitnar í styðja augljóslega ekki þá hræsni Þjóðkirkjunnar að segjast fylgja orðum Jesú en gefa samt saman fráskilda. Það er ekki hægt að túlka orð Jesú um hjónaband fráskilinna nema á einn hátt: Hann taldi það vera synd. Þegar fólk sem segist fylgja Jesú, en telur giftingu fráskilinna ekki vera synd, þá er það í versta falli hræsni, í besta falli léleg þekking á guðspjöllunum. Þjóðkirkjuprestar hafa lesið guðspjöllin. Það er bara of óvinsælt að vera sammála Jesú í þessu máli.

Hjalti Rúnar Ómarsson 12.02.2007
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 09:19 #

Þarna hefur Jesú alveg gleymt að skoða málið í Ljósi Krists. :o)


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 13:24 #

Við verðum að fyrirgefa Jesú fákunnáttu hans í "kristilegu siðgæði".


Blublu - 12/02/07 17:05 #

Þetta er nú bara túlkunaratriði. :D


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 22:44 #

Hræsni kirkjunnar í þessu máli er botnlaus. Prelátarnir fela fordóma sína í garð samkynhneigðra bakvið guðsorðið en hundsa það sem er þeim ekki að skapi. Ef þeir vilja þrjóskast við að vera bókstafstrúar í máli samkynhneigðra þá ættu þeir einnig að banna hjónabönd fráskilinna.


Árni Árnason - 13/02/07 11:55 #

Hin helga bók, bókin eilífa, guðs orð, bók bókanna hefur aldrei getað staðið ein og óstudd. Frá upphafi vega hafa kirkjufeðurnir þurft að skálda í eyðurnar. Kaþólska kirkjan stóð fyrir útgáfu "fræðimanna" á skýringum ætluðum til þess að gera óskiljanlega þvælu skiljanlega. Allt frá því hvernig einglar sóttu skart í gullaskrín himnaríkis til að festa upp á næturhimininn, og flögruðu um til þess að opna rifur í himinhvelfinguna til þess að hleypa niður rigningu, til þess að gefa út handbækur um hvernig hentugast væri að pynta nornir til að viðurkenna samband sitt við djöfulinn. Nú hefur dæmið snúist við. Í stað þess að bæta þvælu ofan á þvælu, telja menn vænlegra að skera niður þvælustigið og megra heilaga ritningu niður í mannúð og mildi. Það stendur hvergi orðið steinn yfir steini. Með skynsemisvæðingu, menntun og rökhugsun er allt innihald hinnar helgu bókar orðið svo fjarstæðukennt að Harry Potter er trúverðugri heimild. Ferill hinnar helgu bókar í gegn um tíðina er því ein allsherjar anorexía. Hún er ekki orðin neitt nema skinnið og beinin.

Nú þegar er kirkjan á góðri leið með að afneita, eða túlka út allar kenningar og meiningar úr skruddunni til þess að semja sig að siðferðisstöðlum nútímans og það endar sjálfsagt með því að við vantrúaðir getum viðurkennt hana sem okkar leiðbeinanda í lífinu.

Þegar hún hættir að vera svört ( niðurdrepandi og neikvæður litur) Þegar krossinn verður tekin framan af henni ( ósmekklegt að vera með morðtól utan á bók ) og hún verður bara ein síða ( fólk nennir ekki að lesa lengur ) og aðeins stendur í henni ein setning: Það sem þér viljið að að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þá verður þetta fín bók.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.