Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Juche-hugmyndin: Veraldleg trúarbrögđ

Í árslok 1955 kynnti Kim Il-sung, forseti Norđur-Kóreu, til sögunnar hugmynd ţá sem „Juche“ nefnist, öđru nafni „kimilsungismi“, og er eins konar sambland af stalínisma, maóisma og ný-konfúsíanisma, og var hluti af hugmyndafrćđilegri endurskođun hjá stjórnlyndum sósíalistum, sem fór svo víđa fram eftir dauđa Stalíns. Nafniđ sjálft mundi útleggjast á íslensku sem „sjálfstćđi“ eđa „sjálfsţurft“. Hugmyndafrćđilega undirstađan er húmanísk, ađ mađurinn sé meistari og mćlikvarđi alls. Verkamannaflokkur Kóreu útleggur ţađ svo eftir sínum hentugleika og býr í lýđskrumslegt orđskrúđ.

Upphaflega voru hugmynda-pólitískar stođir Juche ţrjár: Ađ Kórea skyldi vera pólitískt sjálfstćđ (chajusong), ađ hún skyldi vera efnahagslega sjálfbćr (charip), og ađ landvarnir hennar skyldu byggjast á sjálfsvörn (chawi). Auk ţess bćtti erfđaprinsinn Kim Jong-il fjórđu stođinni viđ, ađ herinn skyldi vera í fyrsta sćti (songun). Kim Jong-il, sem núverandi forseti, er úrslitakennivald í túlkun og útfćrslu Juche.

Hér verđur ekki fariđ út í smáatriđi Juche-hugmyndarinnar, en praktísk útfćrsla hennar er á gamalkunnum nótum: Norđur-Kórea ţarf ađ halda fullveldi sínu óskertu. Stefna ríkisins ţarf ađ endurspegla ţarfir fólksins. Bylting og uppbygging ţurfa ađ henta stöđunni sem landiđ er í hverju sinni. Hlutverk flokksins er ađ móta fólk hugmyndafrćđilega og hvetja ţađ til ađ leggja sig fram í uppbyggingu landsins. Auk ţess krefst Juche algerrar tryggđar viđ flokkinn og leiđtogann. Ef mađur trúir ţví ađ ríkisstjórn Norđur-Kóreu sé eins lýđrćđisleg, stéttvís og réttlát og opinber áróđur gefur til kynna, ţá kann ţetta ađ hljóma ágćtlega. Ef mađur hins vegar hefur efasemdir, ţá lítur myndin öđruvísi út.

Juche-hugmyndin er í sjálfu sér laus viđ yfirnáttúrutrú. Ţađ er samt kunnara en frá ţurfi ađ segja, ađ hún hefur ýmis einkenni trúarbragđa, t.d. gegndarlausa persónudýrkun og óskeikulleika-kennivaldshyggju. Praktíska hliđin er líka sneisafull af mótsögnum; til ađ mynda hefur áherslan á „efnahagslegt sjálfstćđi“ hamlađ framförum og gert ríkiđ háđ erlendri neyđarađstođ, og „ţarfir fólksins“ eru ekki skilgreindar af fólkinu sjálfu heldur af ríkinu.

Ţađ ţarf kannski ekki ađ koma á óvart, en norđur-kóreska ríkisstjórnin hefur haldiđ sinni opinberu hugmyndafrćđi sem „pólitískum valkosti viđ hefđbundin trúarbrögđ“. Ţađ má ţví vera ljóst, ađ ţótt ţađ sé hćpiđ ađ kalla Juche-hugmyndina eiginleg trúarbrögđ, ţá ber hún nógu mörg einkenni ţeirra til ađ samlíkingin sé meira en réttlćtanleg. Ríkisstjórnin kallar hana enda sjálf fjölmennustu „pólitísku trúarbrögđ“ landsins.

Ţótt Juche sćki talsvert mikiđ í smiđju sovésks marxisma, og noti hugtök á bođ viđ „sósíalisma“ og „kommúnisma“, ţá hefur „marxisma“ veriđ afneitađ af norđur-kóreskum hugmyndafrćđingum, og segja ţeir ađ Juche sé algerlega sjálfstćđ hugmynd sköpuđ af Kim Il-sung og skuldi Karli Marx ekki neitt. Formleg skuldaskil voru áriđ 1972, ţegar marx-lenínisma var skipt út fyrir Juche í stjórnarskrá lýđveldisins. Ţađ er stundum vísađ til Marx, Engels, Leníns og Stalíns í opinberum norđur-kóresku ritum, sem leiđtoga sinna tíma, en reyndar eru klassísk marxísk rit almennt ekki gerđ ađgengileg fyrir leikmenn.

Mannréttindasamtök og stjórnmálafrćđingar hafa lengi bent á ađ norđur-kóreskur raunveruleiki sé talsvert á skjön viđ fögur fyrirheit Juche-hugmyndarinnar, til dćmis ađ landiđ sé í reyndinni mjög háđ öđrum löndum um ađstođ, og ađ skođanir almennings séu lágt skrifađar. Juche hefur veriđ hinum rúmenska Ceauşescu, Sukarno hinum indónesíska og fleiri slíkum herramönnum innblástur. Í mörgum löndum heims starfa námshringir sem stunda Juche-hugmyndina. Eitt inntökuskilyrđi ţeirra er ađ umsćkjandinn skuli ekki gagnrýna Juche.

Vésteinn Valgarđsson 07.02.2007
Flokkađ undir: ( Stjórnmál og trú )

Viđbrögđ

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.