Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hetjur trúarinnar

...Mig mundi skorta tíma, ef ég færi að segja frá Gídeon, Barak, Samson og Jefta, og af Davíð, Samúel og spámönnunum.Heb.11.32

Höfundur bréfsins til Hebrea telur upp nokkrar trúarhetjur, þar á meðal Gídeon, Samson, Jefta, Davíð og Samúel. Allir góðir kristnir menn geta tekið þá sér til fyrirmyndar og þeim til aðstoðar hef ég tekið saman lítinn lista yfir hetjudáðirnar, svo að þeir geti farið að fordæmi hetjanna.

Gídeon

Lagði afar undarleg próf fyrir guð. Dóm.6.36-40

Valdi þá menn í her sinn sem löptu vatn eins og hundar (próf sem guð sjálfur lagði til). Dóm.7.4-7

Pyntaði stríðsfanga og borgara með þistlum og þyrnum. Dóm.8.7 Dóm.8.16-17

Skipaði syni sínum að drepa stríðsfanga og gerði það loks sjálfur þegar sonurinn neitaði. Dóm.8.20-22

Átti margar konur og hjákonur. Dóm.8.30

Jefta

Fórnaði dóttur sinni guði sem brennifórn. Dóm.11.30-39

Samson

Drap eitthvað í hvert skipti sem „andi Drottins“ kom yfir hann. Dóm.14.5-6 Dóm.14.19 Dóm.15.14-15

Veiddi 300 refi, batt þá saman á skottinu og kveikti í þeim til að brenna akra Filista. Dóm.15.4-5

Drap 30 menn til þess að stela fötunum þeirra, til þess að borga veðmál sem hann tapaði. Dóm.14.19

Sá vændiskonu og „gekk inn til hennar“. Dóm.16.1

Eyðilagði hús og drap 3000 manns. Dóm.16.27-30

Davíð

Keypti fyrstu konuna sína með hundrað forhúðum af Filistum. 1.Sam.27.8-11

Átti margar konur og hjákonur. 2.Sam.3.2-5, 2.Sam.5.13 1.Kro.14.3

Drap menn sína, fyrir að drepa son Sáls, hjó af þeim hendur og fætur og hengdi þá upp hjá tjörninni í Hebron. 2.Sam.4.6-12

Dansaði því sem næst nakinn fyrir Drottinn í augsýn allra. 2.Sam.6.14 2.Sam.6.20-23

Drýgði hór með Batsebu og lét síðar drepa eiginmann hennar í orrustu (guð refsaði Davíð fyrir þetta síðar með því að drepa barn þeirra Batsebu). 2.Sam.11.2-27 2.Sam.12.13-18

Samúel

Sagði Sál að guð hafði fyrirskipað honum að drepa alla Amalekíta: menn, konur, börn, ungabörn, naut, sauðfé, úlfalda og asna. 1.Sam.15.2-3

Sagði Sál að honum hafði verið hafnað af guði sem konungi Ísraels vegna þess að honum hafði ekki tekist nægjanlega vel að fremja fyrirhugað þjóðarmorð. 1.Sam.15.22-23

Til að þóknast guði þá hjó Samúel Agag til bana „frammi fyrir Drottni“. 1.Sam.15.32-33


Byggt á bloggi Steve Wells.

Lárus Viðar 10.12.2006
Flokkað undir: ( Gídeon , Kristindómurinn )

Viðbrögð


Daníel Páll Jónasson - 10/12/06 14:05 #

Maður getur varla annað en efast um að Karl Sigurbjörnsson og nokkrir aðrir ofsatrúarmenn hafi nokkurn tíma lesið Biblíuna! Hann boðar hið "góða" og "kristilega" siðgæði sem á að vera í Biblíunni og dirfist svo að gagnrýna trúleysingja og segja að þeir séu siðlausir. Maður stendur eiginlega á gati...

Vissulega er að finna góðan boðskap í Biblíunni. En sá boðskapur er eiginlega bara common sense. Auðvitað á maður að koma fram við náungann líkt og maður vill að hann komi fram við sig. Þarna er kjarninn. Það þarf enga Biblíu. Við höfum lög, lög sem eru samþykkt af lýðræðiskjörnum fulltrúum þjóðarinnar.

Að Kirkjan leyfi sér bara að gagnrýna t.a.m. samkynhneigða en sleppa því svo að fara að öðrum boðskap Biblíunnar (líkt og að ofan) er bara hræsni og tvöfeldni.

"Allt sem stendur í Biblíunni er satt og rétt!"

Yeah, right.

Af hverju eru hinir góðu menn Kirkjunnar þá ekki úti á torgi, myrðandi trúleysingja, grýtandi samkynhneigða, hengjandi múslima og Búddhista og fórnandi saklausu fólki?

Ójá... það samrýmist víst ekki hinum góða boðskap Biblíunnar og Kristinnar trúar.

Eða hvað... jú... það gerir það!

Ég er ekki að segja að Kirkjunnar menn á Íslandi séu eða ættu að vera vondir menn og fara í einu og öllu eftir þessu. Málið er bara það að þeir þurfa að fara að ákveða sig. Boðar Biblían rétt siðgæði eða ekki? Og ef ekki (sbr. ofangreindu "hetjudáðirnar") af hverju eru þeir þá að þessu? Væri þá ekki bara réttara að breyta kirkjunum í "Lesturaðstöðu fyrir lærdóm á Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, íslenskum lögum og almennu siðgæði"?

Ok, missti mig smá þarna en... það væri kannski ekki svo vitlaus hugmynd ef maður pælir í því.

Svona fyrst við erum að reyna að innræta gott siðgæði í landann.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/12/06 15:42 #

Þessi gagnrýni þín á kirkjuna á kannski enn frekar við um gyðingdóm, því kristnir geta alltaf skýlt sér á bak við það að Nýja testamentið hafi ógilt það gamla í siðferðilegu tilliti, að Jesús hafi verið byltingarmaður sem hafnaði þessu forna siðleysi og boðað nútímalegt umburðarlyndi og hvað eina.

Gallinn við þetta er aðeins sá að Nýja testamentið er að ýmsu leyti sammála því gamla, en kirkjunnar menn kjósa að lesa sig framhjá því. Gott dæmi eru fordæming samkynhneigðra. Kynhegðunin sjálf er úthrópuð í Gamla testamentinu, en bæði hún og hneigðin sjálf í því nýja.

Því er það að þrátt fyrir að þessi Jesús Nýja testamentisins hafi að einhverju leyti boðað viðsnúning frá barbarisma til meiri mildi þá stenst siðferði það sem hann boðaði ekki nútímalega afstöðu í þessum málum. Í millitíðinni hafa heilu fræðigreinarnar og hinir ýmsu spekingar mótað mun fullkomnara siðgæði en Nýja testamentið og því algerlega fáránlegt að hanga í þeim tvö þúsund ára gamla texta sem einhverjum leiðbeiningum í þessum efnum. Ég tala nú ekki um að þurfa líka að heimfæra slíkt áfram upp á einhverjar guðaverur sem ómögulega geta staðist nokkra rýni.

Og kirkjunnar menn fatta ekki að með því að segja Jesú hafa boðað fráhvarf frá eldra siðferði eru þeir í raun að gefa skít í gyðingdóminn. Það hljómar dálítið undarlega á sama tíma og þeir boða umburðarlyndi fyrir öðrum trúarskoðunum og sitja í nýjum samráðshópi með trúarhópum sem þeir eru gersamlega ósammála, bæði þegar kemur að siðferði og heimsmynd.


Humm - 11/12/06 00:03 #

Samráðshópur er heldur ekki sammálahópur. Hér er bara verið að tala um að gæta umburðarlyndis sem er kjarni kristinnar trúar. Kærleikurinn umber.

Það sem allar mannlegar persóunur Biblíunnar eiga sammerkt er að þær voru ófullkomnar á mörgum sviðum. Þannig er enn með kirkjur og trúfélög. Við erum saman sett af fólki sem bregst, hefur reiðst o.s.f.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/12/06 03:10 #

Kirkjan ætlar semsagt að umbera heimsmynd og siðferðismat annarra trúarhópa, þótt hún sé ekki sammála því. Af hverju í ósköpunum gerir hún það? Er ekki skylda hvers manns að gagnrýna skoðanir sem hann telur skaðlegar? Verður ekki umburðarlyndið frekar að felast í því að sætta sig við að skoðanir manns séu gagnrýndar?

Aðeins með því að gagnrýna hættulegar skoðanir og snúa þannig mönnum frá slæmum viðhorfum getum við þokað siðferðinu og þekkingunni fram á veg. Ég skil ekki þessa þráhyggju fólks að halda að umburðarlyndi felist í því að leyfa bábiljum og firrum að vaða uppi.


Flugnahöfðinginn (meðlimur í Vantrú) - 11/12/06 06:49 #

Samráðshópur er heldur ekki sammálahópur. Hér er bara verið að tala um að gæta umburðarlyndis sem er kjarni kristinnar trúar. Kærleikurinn umber.

Gott að vita það. Við komumst þá öll inn í himnaríki og öðlumst eilíft líf þó við trúum ekki á Jesú og pabba hans. Þetta er reyndar í mótsögn við það sem stendur í biblíunni, en það er reyndar svo margt sem kristnir segja sem er í mótsögn við biblíuna. Ég ætla því að fara að þeirra fordæmi og trúa því sem hentar hverju sinni. Þeir feðgar munu örugglega sýna okkur trúlausu umburðarlyndi og hleypa okkur inn.


Khomeni - 11/12/06 11:51 #

Já Humm. Hvað varð um "það verður grátur og gnístan tanna", orð sem sögð voru í Nt um þá sem ekki komast til himnaríkis við lokadóminn?

Ofsalega er óprofessional að velja bara það úr biblíunni sem hentar hverju sinni og sleppa því sem getur valdið "vandræðum".

Gunnar í Krossinum er þó maður að viðurkenna hvað stendur í biblíunni og reynir ekki að draga fjöður yfir það sem óþæglilegt kannað reynast.

Þetta viðhorf Humm er dæmigert fyrir það sem kallað hefur verið hlaðborðskristni.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/12/06 12:05 #

En svo er auðvitað tvískinnungur í gangi þegar kemur að spurningunni um umburðarlyndi gagnvart hættulegum skoðunum, eða hvort gagnrýna eigi þær. Kirkjan boðar umburðarlyndi í garð annarra trúarbragða og tekur upp samstarf við hópa sem hún telur boða vafasamar trúarsetningar, en ræðst á sama tíma gegn trúleysi og segir það hafa sálardeyðandi áhrif, ógna mannlegu samfélagi og þar fram eftir götum.

Biskup Þjóðkirkjunnar er með slíkum orðum einmitt að haga sér á réttan hátt, gagnrýna það sem hann telur skaðlegt samfélaginu. En af hverju gagnrýnir hann ekki áherslur kaþólskra þegar kemur að fóstureyðingum og getnaðarvörnum, nú eða helvítisboðun Krossins og aðra bókstafshyggju? Hvað með Vísindaspekikirkjuna eða öll þessi sárindi múslima gagnvart gagnrýni á trú þeirra? Hvað með gyðingdóminn og þær kennisetningar Gamla testamentisins sem kristnin er búin að tengja framhjá vegna þess hve siðlausar þær eru?

Af hverju á að umbera sumt sem skaðlegt er talið en annað ekki?

Auðvitað eiga menn að leiða út hvað sé skaðlegt og hvað ekki fyrir samfélag okkar með rökræðu en ekki þögn. Kirkjan viðheldur vondum gildum með því að láta sem boðendur þeirra séu gúddí, á þeim forsendum einum að þeir eigi sér guðstrú. Nær væri að skoða betur hvort meiningar trúlausra og húmanista séu ekki bara mun viturlegri kostur fyrir samfélagið heldur en undarlegar áherslur í siðferðisefnum sem byggja á kennivaldi trúarbragðanna.


óðinsmær - 12/12/06 20:25 #

ógnvænlegt! þetta tekur mig aftur til barnæskudaganna þegar ég var byrjaði að stauta mig í gegnum ævintýri Davíðs konungs í frumheimildum (þ.e.a.s biblíunni sjálfri en ekki sunnudagaskólanum) og var ekki alveg að fatta þetta með forhúðirnar og filisteana, öll drápin og svo Batsebu fíaskóið mikla. Ég varð meira en furðulostin eftir þann lestur. Að lesa þessa samantekt er einsog að horfa á góðan south park þátt, maður hlær en þetta er samt ekkert fyndið, með tilliti til kostnaðar og svona...

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?