Biblían er morandi í þversögnum. Í augum þess trúlausa undirstrikar það hvað hún er hæpinn grundvöllur til að byggja siðferði, heimsmynd eða yfirhöfuð nokkuð annað á. Hvernig er hægt að líta á bók sem kennivald þegar hún segir eitt í dag og annað á morgun, ef svo má segja? Hvaða ráðleggingar er hægt að sækja í bók sem er á báðum áttum í óteljandi málum?
Ekki er langt síðan kristin manneskja sagði mér að hún liti svo á að kristin trú væri frekar til vinstri á hinu pólitíska litrófi. Ég skildi það þannig að hún væri sjálf heldur til vinstri á umræddu litrófi. Ég hef reyndar löngum litið svipað á málið -- en það vill svo til að ég er líka heldur til vinstri. Ég dreg hins vegar í efa að kristnir hægrimenn mundu líta málið sömu augum. Á meðan guð kveður sér ekki hljóðs sjálfur og upplýsir mannkynið um hvort hann er hægrisinnaður eða vinstrisinnaður, þá býst ég við að þetta verði eitt málið þar sem kristið fólk er sammála um að vera ósammála. Kannski að þessi pólitíska afstaða guðs sé óútskýrð vegna þess að hann er ekki til. Ég meina, hvort eru einhyrningar hlynntir eða andvígir hvalveiðum? Eða hvað finnst Lagarfljótsorminum um að Ísland sé í Atlantshafsbandalaginu?
Biblían er þversagnakennd vegna þess að hún er skrifuð af mörgum mönnum sem höfðu af ýmsum ástæðum mismunandi skoðanir. Sá vantrúaði hristir hausinn yfir henni, en sá sem hefur valkvæma hugsun á valdi sínu þarf þess ekki. Hann vinsar bara úr henni það sem er í samhljómi við hans eigin skoðanir, og ályktar síðan að fyrst hann sjálfur hafi rétt fyrir sér, og fyrst guð hafi rétt fyrir sér, þá sé mjög lógískt að þeir guð séu sammála. Guð hægrisinnaðs trúmanns er þannig hægrisinnaður og guð vinstrisinnaðs trúmanns er vinstrisinnaður.
Guði finnst það sem trúmanninum finnst. Þegar trúmaðurinn segir að guði finnist hitt eða þetta, þá er hann í raun ekki að segja annað en hvað honum sjálfum finnst. Af þessu má sjá fyrir sér lögmálið "Guð vill = ég vil." (Af því má kannski leiða lögmálið "guð = ég", ef út í það er farið.)
Þessi makalausa hentistefna á sér tæpast jafnoka. Hinn meinti guð þykist vera vinur allra. Eitthvað minnir mig að fornir spekingar hafi sagt um slíka kóna. Ýmis orðasambönd koma upp í hugann. Brosa í báðar áttir, leika tveim skjöldum, tala með tungum tveim, reyna að þóknast öllum og enda með að þóknast engum...
Þversagnakennd Biblía er mikill styrkur fyrir kristna kirkju og gerir henni kleift að segja hér um bil það sem henni dettur í hug miðað við aðstæður hverju sinni. Þessi sveigjanleiki (eða hentistefna) veitir henni mikla aðlögunarhæfni, sem aftur skýrir að einhverju leyti hvað hún hefur verið árangursrík í gegn um tíðina.
Hinn stóri styrkurinn sem kristin kirkja býr að er að guð er ekki til, eða er í það minnsta heimsmeistari í feluleik. Guð sem kveður ekki upp úr um hvað honum finnst í alvörunni sleppur að sjálfsögðu við að fæla frá sér þá sem eru ósammála honum. En hvaða vit er í því að fylgja leiðtoga sem hefur enga stefnu og enga skoðun?
Sjá einnig: Heppilegt fyrir mig
Mér finnst varla vera stakt orð þarna sem inniheldur einhvern sannleika. Biblían einmitt setur mjög skorður um hvað kirkjan getur sagt, hver sem er með ágæta þekkingu á henni veit það. Hefði Hitler getað gert það sem hann gerði ef Biblían hefði verið úrslitavald um hvað er rétt og hvað er rangt? Núna í dag er rifrildi innan þjóðkirkjunnar um samkynhneigð og þeir sem eru hlynntir því að kirkjan leggi blessun sína yfir samkynhneigð verða að hafna því sem Biblían segir.
Sá Guð sem Biblían kennir, hver myndi vilja finna upp þannig Guð? Guð sem bannar þér að ljúga, stela og meira að segja fordæmir þig fyrir að girnast það sem náungi þinn á. Bannar drykkju og að tæla einhvern upp í rúm til sín. Guð sem segir þér að fyrirgefa þeim sem gera eitthvað á þinn hlut og elska þá sem bölva þér. Þetta eru háar kröfur og ég efast um að ef Vantru ætti að búa til sinn eigin guð þá myndi hann veri töluvert öðru vísi.
Nei, Biblían talar skýrt til þeirra sem vilja hlusta og ég hef ekki enn séð gott dæmi um mótsögn í henni.
Ef ég ætti að smíða guð yrði hann að sjálfsögðu á siðferðilega hærri standard en þessi Biblíuguð. Hann amaðist ekki við samkynhneigð, væri ekki upptekinn af því hvað fullveðja manneskjur gera í svefnherbergjum sínum, færi ekki fram á tilbeiðslu en hótaði útskúfun ella. Hann myndi líka sjá til þess að stór hluti heimsbyggðarinnar þyrfti ekki að búa við volæði og eymd, sjúkdóma og hörmungar á meðan ríkir kanar fá úrvals fyrirgreiðslu hjá honum við bakverkjum og síþreytu.
Guðinn minn væri ekki í felum með sjálfan sig og birtist aðeins geðsjúklingum og ofsatrúarfólki, stundum til að brýna þetta fólk til vafasamra verka. Í mínum óskaheimi væri guð jafnsannaður og sjálfsagður þáttur tilverunnar og þyngdarlögmálið.
...ég hef ekki enn séð gott dæmi um mótsögn í henni.
Segir afskaplega lítið um biblíuna, en því meir um þig mofi.
Annars finnst mér þetta frábær grein. Alltaf jafn grátbroslegt að sjá trúmenn sem eru að "uppfæra" siðferðið sitt að reyna að lesa það inn í biblíuna, í staðinn fyrir að losa sig við hana.
Ef ég ætti að smíða guð yrði hann að sjálfsögðu á siðferðilega hærri standard en þessi Biblíuguð. Hann amaðist ekki við samkynhneigð, væri ekki upptekinn af því hvað fullveðja manneskjur gera í svefnherbergjum sínum,
Það sem fullveðja manneskjur gera í svefnherbergjum sínum hefur áhrif á fólkið í kringum það. Þú vilt leyfa því að gera eins og því sýnist en mig grunar að þú vilt líklegast ekki uppskera samkvæmt því. Hjónaskilnaðir, brotnar fjölskyldur og hver veit hve mörg morð hafa verið framin vegna framhjáhalds.
færi ekki fram á tilbeiðslu en hótaði útskúfun ella.
Að tilbiðja ekki er að biðja um að vera skilin út undan. Annað hvort vilt Guð í þínu lífi eða ekki. Ef eitthvað annað ræður í lífi þínu þá er það orðið að þínu guði.
Hann myndi líka sjá til þess að stór hluti heimsbyggðarinnar þyrfti ekki að búa við volæði og eymd, sjúkdóma og hörmungar á meðan ríkir kanar fá úrvals fyrirgreiðslu hjá honum við bakverkjum og síþreytu.
Hann skildi okkar við stjórnina í smá tíma og þetta er það sem við völdum að gera. Það kemur að því að Honum finnst nóg komið og þá gerir Hann eins og þú ert að tala um; eitthvað fyrir þig að hlakka til...well, kannski ekki.
Segir afskaplega lítið um biblíuna, en því meir um þig mofi.
Eða eitthvað um ykkar stóru innantómu fullyrðingar.
Annars finnst mér þetta frábær grein. Alltaf jafn grátbroslegt að sjá trúmenn sem eru að "uppfæra" siðferðið sitt að reyna að lesa það inn í biblíuna, í staðinn fyrir að losa sig við hana.
Það er auðvitað sorglegt að sjá trúaða reyna að beygja Biblíuna að þeirra skoðunum en málið er að hún gerir það ekki; hún er bæði óbeyganleg og óbreytanleg. En þú að minnsta kosti hlýtur að sjá, meira að segja í þínum eigin orðum, að það sem greinin heldur fram er rangt. Biblían er með skýran boðskap og sá boðskapur hentar engann veginn öllum þeim sem trúa á Guð, sumir beygja sig fyrir honum en aðrir einmitt losa sig við hana eða byrja að stunda það sem þið kallið hlaðborðskristi.
mofi: Talandi um mótsagnir í Biblíunni, mig minnir að það sé þráður um það á spjallborðinu sem þú hunzaðir.
mofi, ég nenni ekki að fara að tala fyrir daufum eyrum, en hefurðu lesið Dómarabókina 12?
mofi: Talandi um mótsagnir í Biblíunni, mig minnir að það sé þráður um það á spjallborðinu sem þú hunzaðir.
Það er ekki endalaust hægt að tala um svona. Jafnvel þótt þarna væri um að ræða mótsögn, sem ég tel ekki vera, þá væri hún svo smávægileg að það er bara kjánalegt að nefna hana.
mofi, ég nenni ekki að fara að tala fyrir daufum eyrum, en hefurðu lesið Dómarabókina 12?
Fyrst þú bentir á hana þá las ég 12. kafla, hvað sérðu merkilegt þarna?
Jafnvel þótt þarna væri um að ræða mótsögn, sem ég tel ekki vera, þá væri hún svo smávægileg að það er bara kjánalegt að nefna hana.Ha? Er algert ósamræmi og mótsögn milli hinztu orða Krists á krossinum smávægileg?! Maður skyldi ætla að fátt væri mikilvægara að ná réttu...
mofi: Þar er greint frá þeirri hetjudáð að drepa menn eftir þjóðerni þeirra. Siðferðislega vafasamt. "Segðu sjibbólet".
Það er ekki endalaust hægt að tala um svona. Jafnvel þótt þarna væri um að ræða mótsögn, sem ég tel ekki vera, þá væri hún svo smávægileg að það er bara kjánalegt að nefna hana.
Viltu ekki að minnsta kosti reyna að útskýra hvers vegna þetta er ekki mótsögn á þræðinum
mofi: Þar er greint frá þeirri hetjudáð að drepa menn eftir þjóðerni þeirra. Siðferðislega vafasamt. "Segðu sjibbólet".
Sjibbólet? Annars held ég að það séu betri dæmi í biblíunni um þjóðernishreinsanir. Í öðrum hluta greinaflokksins raðmorðinginn guð er til dæmis vísað á Fyrri Samúelsbók 15:2-8. Þar stendur meðal annars:
Far því og vinn sigur á Amalek og helgaðu hann banni og allt, sem hann á. Og þú skalt ekki þyrma honum, heldur skalt þú deyða bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, úlfalda og asna.
Ha? Er algert ósamræmi og mótsögn milli hinztu orða Krists á krossinum smávægileg?! Maður skyldi ætla að fátt væri mikilvægara að ná réttu...
Þér finnst að þarna sé um að ræða síðustu orðin, ekki að þarna sé um að ræða það sem viðkomandi heyrði Krist segja þarna og hvað hann valdi að segja frá. Þegar maður leggur allar sögurnar saman þá tel ég að maður geti séð alla söguna. Þú vilt líklegast halda fast í það að "þetta" er það síðasta sem Jesú sagði en ég sé það ekki þannig. Ég sé að rithöfundarnir tveir sem um ræðir, sögðu frá því sem þeir töldu mikilvægt frá því sem Jesú sagði á krossinum en ekki að "þetta" var það síðasta.
mofi: Þar er greint frá þeirri hetjudáð að drepa menn eftir þjóðerni þeirra. Siðferðislega vafasamt. "Segðu sjibbólet".
Það var ekkert sagt að það hefði verið gott að drepa aðra. Þegar aftur á móti kemur að stríðum þá er aðeins valið milli þess að þitt fólk deyr eða andstæðingarnir dæju; auðvitað væru höfundarnir feignir því að þeirra fólk lifði þetta af. Þú verður síðan að gera greinarmun á milli þess sem fólk sagði sem Biblían er að segja frá, er ekki hið sama og að Guð er að predika það.
Far því og vinn sigur á Amalek og helgaðu hann banni og allt, sem hann á. Og þú skalt ekki þyrma honum, heldur skalt þú deyða bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, úlfalda og asna.
Svona dæmi eru já til en spurning hvort þetta fólk var ekki að breiða út illsku og þess vegna nauðsynlegt. Líklegast ekki hægt að komast að þessu í þessu lífi.
Hefði Hitler getað gert það sem hann gerði ef Biblían hefði verið úrslitavald um hvað er rétt og hvað er rangt?
Og síðan segir mofi:
Svona dæmi eru já til en spurning hvort þetta fólk var ekki að breiða út illsku og þess vegna nauðsynlegt. Líklegast ekki hægt að komast að þessu í þessu lífi.
Gat Hitler ekki sagt: "Þetta fólk var að breiða út illsku og þess vegna var nauðsynlegt að drepa það."?
William nokkur Burr tók saman mótsagnir í Biblíunni og gaf út á bókina Self Contradictions of the Bible.
Gat Hitler ekki sagt: "Þetta fólk var að breiða út illsku og þess vegna var nauðsynlegt að drepa það."?
Jú, hann gat það, það kæmi Biblíunni lítið við því Hitler var ekki Guð. Við höfum boðorð frá Guði að ekki drepa og við eigum engann veginn að sitjast í sæti Guðs og ákveða hverjir eiga að fá að lifa og hverjir ekki.
Mófi, þú gleymir að boðorðin eiga bara við þá sem trúa á Guð Biblíunnar. Eins og ítarlega er lýst í 5. Mósebók bar gyðingum að drepa þá sem t.a.m. fóru ekki eftir 1. boðorðinu.
Mófi, þú gleymir að boðorðin eiga bara við þá sem trúa á Guð Biblíunnar. Eins og ítarlega er lýst í 5. Mósebók bar gyðingum að drepa þá sem t.a.m. fóru ekki eftir 1. boðorðinu.
Þú lætur sem svo að gyðingar hafa skipun frá Gamla testamentinu til að drepa alla sem aðhyllast ekki þeirra trú? Gaman að vita hvað gyðingum fyndist um þetta. Endilega reyndu að styðja þessa fáránlegu fullyrðingu
Lestu 5. Mósebók. Þar stendur þetta svart á hvítu!!
Lesu bara 4. mósebók, þar stendur svart á hvítu að þú hafir rangt fyrir þér. Þú ert að saka gyðinga um að þeirra trúarrit segji þeim að drepa alla þá sem eru ekki gyðingar; bara er ekki allt í lagi með þig?
Ég hélt að þú sem þekktir Biblínuna betur en þetta! Refsingin við að brjóta 1. boðorðið kemur skýrt fram í 5. Mósebók 17:2-7
2. Ef hjá þér finnst, í einhverri af borgum þínum, þeim er Drottinn Guð þinn gefur þér, maður eða kona, er gjörir það sem illt er í augum Drottins Guðs þíns, með því að rjúfa sáttmála hans, 3. og fer og dýrkar aðra guði og fellur fram fyrir þeim, eða fyrir sólinni eða tunglinu eða öllum himinsins her, er ég hefi eigi leyft, 4. og verði þér sagt frá þessu og þú heyrir það, þá skalt þú rækilega rannsaka það, og ef það reynist satt vera, að slík svívirðing hafi framin verið í Ísrael, 5. þá skalt þú leiða mann þann eða konu, er slíkt ódæði hefir framið, að borgarhliðinu manninn eða konuna, og lemja þau grjóti til bana. 6. Eftir framburði tveggja eða þriggja vitna skal sá líflátinn verða, er fyrir dauðasök er hafður. Eigi skal hann líflátinn eftir framburði eins vitnis. 7. Vitnin skulu fyrst reiða hönd gegn honum til þess að deyða hann, og því næst allur lýðurinn. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér.
Þessi refsing er einnig tíunduð í 5. Mósebók 13. Um refsingu einstaklinga segir í versum 13: 6-11
6. Ef bróðir þinn, sonur móður þinnar, eða sonur þinn eða dóttir þín eða konan í faðmi þínum eða vinur þinn, sem þú elskar eins og lífið í brjósti þínu, ginnir þig einslega og segir: Vér skulum fara og dýrka aðra guði, þá er hvorki þú né feður þínir hafa þekkt, 7. af guðum þeirra þjóða, sem kringum yður eru, hvort heldur þær eru nálægar þér eða fjarlægar þér, frá einu heimsskauti til annars, 8. þá skalt þú eigi gjöra að vilja hans og eigi hlýða á hann, og þú skalt ekki líta hann vægðarauga og þú skalt ekki þyrma honum né hylma yfir með honum, 9. heldur skalt þú drepa hann, þín hönd skal fyrst á lofti vera gegn honum til þess að deyða hann, og því næst hönd alls lýðsins. 10. Þú skalt lemja hann grjóti til bana, af því að hann leitaðist við að tæla þig frá Drottni Guði þínum, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. 11. Og allur Ísrael skal heyra það og skelfast, svo að enginn hafist framar að slíkt ódæði þín á meðal.
Um refsingu heilla samfélaga segir í versum 13: 12-18
12. Ef þú heyrir sagt um einhverja af borgum þínum, þeim er Drottinn Guð þinn gefur þér til þess að búa í: 13. Varmenni nokkur eru upp komin þín á meðal, og hafa þau tælt samborgara sína og sagt: Vér skulum fara og dýrka aðra guði, þá er þér þekkið ekki, 14. þá skalt þú rækilega rannsaka það, grennslast eftir og spyrjast fyrir, og ef það reynist satt vera, að slík svívirðing hafi framin verið þín á meðal, 15. þá skalt þú fella íbúa þeirrar borgar með sverðseggjum, bannfæra borgina og allt, sem í henni er, og fénaðinn í henni með sverðseggjum. 16. Allt herfangið úr henni skalt þú bera saman á torgið og brenna síðan borgina og allt herfangið í eldi sem eldfórn Drottni Guði þínum til handa, og hún skal verða ævarandi rúst og aldrei framar endurreist verða. 17. Og ekkert af hinu bannfærða skal loða við hendur þínar, til þess að Drottinn megi láta af hinni brennandi reiði sinni og auðsýni þér miskunnsemi, og til þess að hann miskunni þér og margfaldi þig, eins og hann sór feðrum þínum, 18. er þú hlýðir raustu Drottins Guðs þíns með því að varðveita allar skipanir hans, þær er ég legg fyrir þig í dag, og gjörir það sem rétt er í augum Drottins Guðs þíns.
Eins og ég sagði í fyrsta pósti mínum nær bann guðs Gamla testamentisins við morði einungis yfir þá sem ekki bjóta 1. boðorðið. Þeir sem það brjóta eru réttdræpir samkvæmt 5. Mósebók!!!!!!
Guð er ekkert nema ímyndun fólks sem getur ekki hugsað sér heimin án stjórnar. Guð er stjórnun, trúfélög eru stjórnun. Guð er andleg merking þess þegar fólk vill láta stjórna sér. Fólk er háð þessari stjórnun.
Þetta er eins og vímuefni, fólk verður háð valdinu að ofan.
Hversvegna þetta er svona veit ég ekki. Kannski er að víman við að fá skipanir dagsins.
Eins og ég sagði í fyrsta pósti mínum nær bann guðs Gamla testamentisins við morði einungis yfir þá sem ekki bjóta 1. boðorðið. Þeir sem það brjóta eru réttdræpir samkvæmt 5. Mósebók!!!!!!
Það var aldrei vafi að þetta var glæpur fyrir gyðing á þessum tíma en þú vilt láta þetta þýða að gyðingar hafa þá skildu að drepa alla sem trúa ekki því sama og þeir. Það er rangt og væri gaman ef þú sýndir smá heiðarleika og viðurkenndir það.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Bróðir minn Ljónshjarta (meðlimur í Vantrú) - 13/11/06 11:51 #
„Heimsmeistari í feluleik“ er ansi veglegur titill.
Hann virðist a.m.k. veita geimverunum harða samkeppni sem sumir segja að heimsæki okkur reglulega.