Eins og við höfum nýlega bent á þá er andúð á samkynhneigðum töluvert vandamál í Færeyjum. Sterk staða kristinnar trúar þar í landi er yfirleitt nefnd sem helst ástæðan fyrir því að frændur okkar ná ekki að sætta sig við rétt fólks til að vera öðruvísi. Samkynhneigðir njóta engrar verndar að þessu leyti þó bannað sé að mismuna fólki vegna kyns, litarháttar, trúar og fötlunar. Vinsamlegast hjálpið til og þrýstið á færeysku ríkisstjórnina að taka á þessu mál með því að skrá ykkur á þennan undirskriftarlista.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.