Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hatur í Færeyjum

Á vef Samtakanna 78 er að finna nokkuð óhugnanlega frétt um árás á tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Það er ljós að í Færeyjum þrífast öfgar sem við Íslendingar höfum komist yfir. Það er ekki hægt að líta framhjá því að það sem aðskilur þjóðirnar er fyrst og fremst trúarafstaðan. Bókstafstrú er öflug í Færeyjum en menn eins og Karl biskup Sigurbjörnsson, Gunnar í Krossinum og Snorri í Betel virðast vera komnir í minnihluta hér á landi.

Ritstjórn 15.10.2006
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 15/10/06 22:46 #

Rakst á þessa umfjöllun um sama mál á Popplandsvef Rásar 2 í dag. Þar segir m.a.

Fram til þessa hafa samkynhneigðir Færeyingar haft hljótt um kynhneigð sína og flutt til annarra landa. Samkynhneigð hefur þess vegna verið ósýnileg í Færeyjum. Þrátt fyrir það eru færeyskir prestar og fleiri óþreytandi á að velta sér upp úr fordæmingum Gamla testamentisins á samkynhneigð. Færeyingar taka trúmál töluvert hátíðlegar en Íslendingar.

Það er sorglegt að horfa upp á þetta ástand í Færeyjum, svæði sem þyrfti ekki að vera fast í þessum miðaldahugsunarhætti en er haldið þar kyrfilega af þessum trúarnötturum.


Viddi - 16/10/06 21:33 #

Ég var líka búinn að koma auga á þetta á vef ríkisútvarpsins. Þetta er hálfsjokkerandi að svona hlutir séu að gerast í landi sem maður hélt að væri sæmilega nútímalegt og siðmenntað, núna hefur maður svona á tilfinningunni að Færeyjar séu á svipuðu reki og Ísland var snemma á síðustu öld.


Bjarni - 17/10/06 22:08 #

Sammála um afturhaldsviðbrögð Færeyinga. Vil einnig benda á að Færeyingum var ekki heimilt að horfa á Da Vici kóðan þar sem eigendur þessara tveggja bíóa sem rekin eru þar töldu hana andstæða trúarskoðunum sínum. Í dag heitir slíkt ritskoðun.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.