Bóksala Stúdenta hefur bókina The God Delusion til sölu á einungis 1990 krónur (og svo er fimm prósent staðgreiðsluafsláttur fyrir fólk með debetkort og peninga). Við mælum með að lesendur okkar stökkvi á þetta góða boð. Bóksala Stúdenta er staðsett rétt neðan við Þjóðminjasafn Íslands í húsi Félagsstofnunar Stúdenta.
Keypti bókina í bókabúð í London um daginn, þar kostaði hún (með 20% afslætti) 16 pund, sem gerir tæplega 2.200 kr. m.v. gengið þá. Þetta er því mjög gott verð í Bóksölunni. Segiði svo að allt sé dýrara á Íslandi!
En talandi um þessa ágætu bók, er Vantrú komin með útgáfuréttinn og er Birgir byrjaður að þýða?
Verður þetta jólabókin í ár ;-)
Það var annar aðili sem stökk á bókina á undan okkur. Hún kemur væntanlega út í vor ef allt gengur eftir.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Alexander E. - 12/10/06 15:07 #
Frábært, þá neyðist ég ekki til að panta hana á netinu.