Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kenningar kaþólskra að þróast

Það er sárt til þess að hugsa að öldum saman hafi kaþólskir guðfræðingar framkallað sálarkvalir hjá saklausum og syrgjandi foreldum með þessari ómerkilegu lygaþvælu. Þetta er enn eitt dæmið um skaðsemi trúarhugmynda. Það ætti að varða við lög að blekkja fólk með þessum hætti.

Birgir Baldursson 07.10.2006
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Jórunn (meðlimur í Vantrú) - 07/10/06 15:18 #

Svo Benedikt páfi ætlar að bjarga þessu - þ.e. koma í veg fyrir hugarangur foreldra sem syrgja óskírð börn sín. Hvað með Karl biskup íslensku ríkiskirkjunnar - þessi Stóri-dómur fellur nefninlega einnig á börn þeirra sem tilheyra evangelisku lúthersku kirkjunni...


hnakkus - 07/10/06 17:17 #

Hvernig ætli þetta virki þá hjá þeim?

Var þetta með limbó alltaf bull og enginn fór þangað, eða breytist það núna og fólk hættir að fara þangað af því vatíkanið ákvað að þetta væri bull?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 07/10/06 17:30 #

Mér skilst að á sínum tíma hafi hugmyndin um Limbó ekki verið afturvirk þannig að væntanlega er afturkallið ekki afturvirkt heldur.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 07/10/06 18:51 #

Limbó var semsagt til en nú hefur því verið lokað?


Siggi - 07/10/06 19:01 #

Talandi um að velja og hafna :)


Kalli - 07/10/06 19:14 #

Ekki láta svona. Það liggja örugglega vandlegar vísindalegar rannsóknir að baki þessu.

Ekki haldið þið að páfinn hafi bara, á annarri Chianti flöskunni, sagt „strákar, þetta limbó, er það eitthvað sniðugt? Eigum við ekki bara að henda beini í pöpulinn og segja að öll börn fari til himnaríkis?“


Pesi - 07/10/06 19:39 #

Hversu vísindalegar þær eru, væri gaman að vita.


hnakkus - 07/10/06 19:41 #

Ríkisútvarpið lagði á sínum tíma niður Limbó. Páfinn gat ekki verið minni maður en útvarpsstjóri.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/10/06 03:03 #

Í nýjasta bloggi sínu segir Davíð Þór Jónsson:

Vanhugsuð og heimskuleg orð sem páfi lét nýlega falla um múslima eru beinlínis vingjarnleg miðað við sumt sem guðleysingjar setja á prent ..." Kallaði hann Islam kannski "ómerkilega lygaþvælu" sem varða ætti við lög, orð sem Birgir Baldursson veigrar sér ekki við að viðhafa í umræðu um trúmál á vefsvæði þeirra piltanna?

Nú er því miður ekki hægt að spyrja Davíð út í þessi orð hans, því hann er hættur að tjá sig um trúmál. Það er miður, því mig langar alveg óskaplega mikið til að fá að vita það hvort Davíð telji hina aldalöngu boðuðu hugmynd kaþólskra um limbóið ekki vera lygi og þvælu.

Eða telur hann þetta kannski vera lygaþvælu en það má bara ekki segja slík orð upphátt? Má ekki kalla lygi lygi?


Ragnar Geir Brynjólfsson - 08/10/06 21:11 #

Þetta á sér nokkra forsögu. Jóhannes Páll II. páfi fór þess á leit árið 2004 að guðfræðileg staða óskírðra látinna barna yrði skýrð. „Kenningin um Limbó hefur aldrei verið skilgreind sem kennisetning kirkjunnar. Hún var guðfræðileg tilgáta sem að mestu hvíldi á kenningu hl. Ágústínusar um erfðasyndina en var hafnað sem boðun fyrir löngu og guðfræði nútímans hafnar henni.“

Sján nánar hér: [Tengill]


Birgir Már Hannesson - 08/10/06 21:46 #

"enn eitt dæmið um skaðsemi trúarhugmynda" Ef þið viljið láta taka ykkur alvarlega myndi ég beita uppbyggjandi gagnrýni.

Væri ekki nær að tala t.d. um skaðsemi kaþólskunar í þessu samband,,, hen að setja öll trúarbrögð heimsins undir sama hatt í einni setningu?

Gaman væri að þið kynntuð ykkur hugmyndafræði Soka Gakkai International og búddisma Nichiren Daishonins, og skrifuðuð vel rökstuddan pistil um skaðsemi hans.

Ég bendi á að það er líka hægt að skrifa pistil um skaðsemi trúleysis, og mannbætandi þætti trúarhugmynda. Það eru líka til uppbyggileg trúarbrögð, og uppbyggilegir og þættir í trúarbrögðum sem vissulega þarfnast gagnrýni, sbr. þjóðkirkjuna og kaþólskuna.

Ég ber mikla virðingu fyrir trúleysingjum sem og trúuðum, hins vegar finnst mér gagnrýni ykkar vera yfirleitt í formi skítkasts og myndi þess vegna ekki ganga í Vantrú, væri ég vantrúaður.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/10/06 22:58 #

Ég er alltaf að benda á dæmi um skaðsemi trúarhugmynda. Þetta er eitt af þeim.

Það sem fólk áttar sig ekki á, að óathuguðu máli, er að mikið af þeim hugmyndum sem trúarbrögðin boða eru samfélaginu skaðlegar. Með því að benda á ýmis dæmi reyni ég að vekja fólk til vitundar um þessa staðreynd, svo það megi átta sig á að skaðlegar hugmyndir beri að gagnrýna, hvort sem þær koma úr trúarbrögðum eða annars staðar frá.

Þeir eru margir sem gagnrýna okkur fyrir það eitt að bera ekki virðingu fyrir trú manna þegar við gagnrýnum trúarhugmyndir/trúarathafni sem við teljum skaðlegar. Menn vilja hafa þetta í friði og eru ófáanlegir til að ræða skaðsemina, miklu auðveldara er bara að úthrópa okkur sem ofstækisfólk.

Ætli við reynum samt ekki áfram að vekja máls á þessari skaðsemi, mannfélaginu til framdráttar og framþróunar.

Ég hvet þig til að skrifa pistil um skaðsemi trúleysis og mannbætandi þætti trúarhugmynda. Við munum að sjálfsögðu birta hann hér í vefritinu, sem lesendabréf.


Árni Árnason - 09/10/06 11:36 #

Það er ekki að undra að Davíð Þór sé hættur að taka þátt í trúmálaumræðunni. Hann lenti þar í þvílíkum ógöngum, lagði af stað í vanhugsaða ferð, og hafði ekki manndóm í sér til þess að snúa við, heldur sökk sífellt dýpra í eigið fen.

Nú vill hann losna.

Davíð er annars ágætur þrátt fyrir þetta gönuhlaup aftan á Fréttablaðinu, og Sr. Helgi Slepjan sem er hans skáldasmíð góður karríkatúr.

Ef það að kalla " Limbóið " ómerkilega lygaþvælu fer fyrir brjóstið á honum, er það hans vandamál en ekki okkar, því að ef eitthvað er ómerkileg lygaþvæla þá er Limbókjaftæðið það svo sannarlega, og ekki nokkur ástæða til að skafa neitt utan af því.


hnakkus - 09/10/06 11:50 #

Kannski heldur Davíð að þið séuð að tala um þáttinn sem hann var með hér á Rúv einu sinni. Þá skil ég hann vel að vera fúll. Það var ekkert ómerkilegt við það Limbó.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.