Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fræga fólkið segir: Umsagnir um The God Delusion

goddelusion.jpgÞegar bækur koma út er vaninn að útgefendur láti fylgja með umsagnir frá frægu fólki til að selja bókina. Sama á við um The God Delusion eftir Richard Dawkins. Þó þetta lykti óneitanlega af vísun í yfirvald þá látum við nokkrar umsagnir fylgja.

Óskynsemi ákafrar trúar hefur oft lagt stóran stein í götu framfara mannkynsins. Til að geta tekist á við hana þarf rödd skynseminnar að hljóma af sömu ákefð og vera óhrædd við að draga í efa rótgrónar skoðanir. Richard Dawkins gerir það eftirminnilega með hárbeittri skynsemi í The God Delusion. James D. Watson, nóbelsverðlaunahafi og einn þeirra sem uppgötvaði byggingu DNA.

Loksins hefur Richard Dawkins, einn besti fræðibókahöfundur samtímans, sett á blað vangaveltur sínar um trúarbrögð með glæsilegum hætti eins og honum einum er lagið. Steven Pinker sálfræðingur, höfundur How the Mind Works.

Ég lít á hana sem bók fyrir nýtt árþúsund, á því gætum við losað líf okkar undan oki yfirnáttúrunnar. Brian Eno tónlistarmaður.

Þetta er uppáhaldsbókin mín. Ég vona að þeir menn sem búa yfir sjálfsöryggi og eru nægjanlega skynsamir til að meta gildi þess að skoðanir þeirra séu gagnrýndar, séu menn til þess að lesa þessa bók. Verkið er skrifað af dirfsku og á áhrifamikinn hátt. Derren Brown hughverfingarmaður og umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Trick of the Mind (Hugarbrellur).

The God Delusion er skrifuð með þeirri skörpu sýn og þeim glæsilega stíl sem Dawkins er frægur fyrir. Hún er svo vel skrifuð að í rauninni gætu börn lesið hana jafnt og fullorðnir. Hún ætti að vera til í öllum skólabókasöfnum, sérstaklega í bókasöfnum þeirra skóla sem reknir eru af trúfélögum. Philip Pullman höfundur Myrkaefnaþríleiksins.

Þetta er kjarkmikil og mikilvæg bók. Desmond Morris dýrafræðingur, höfundur Nakta apans.

The God Delusion er snjöll, áhrifamikil og sönn... ef þessi bók breytir ekki heiminum þá erum við öll í vondum málum. Penn & Teller töframenn, umsjónarmenn sjónvarpsþáttarins Bullshit.

Ritstjórn 25.09.2006
Flokkað undir: ( Bókaskápur efahyggjunnar )

Viðbrögð


Snæbjörn - 25/09/06 21:05 #

Það eina sem ég velti fyrir mér er hvort að lesa bækur Dawkins segi manni eitthvað ef maður er þegar trúlaus?

Hvað græði ég á að lesa the god delusion, ef ég hef aldrei trúað á guði?


jonfr - 25/09/06 22:42 #

Hérna er umfjöllun BBC um bókina. > http://news.bbc.co.uk/1/hi/programmes/newsnight/5372458.stm


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 25/09/06 23:48 #

Það er alltaf gaman að lesa vel skrifaðar bækur þó maður þekki viðfangsefnið fyrir fram.


Bjarni - 26/09/06 21:58 #

Ég keypti bókina í London í gær og er þegar byrjaður að lesa hana. Hún svíkur engan. Dawkins skrifar góðan texta og ég tek undir það að meira að segja börn gætu skilið hann.

Nú er ég trúlaus en bara við lestur efnisyfirlitsins þá fer um mann ákveðin tilfinning þar sem efnistök eru mjög skörp. Hvet sem sagt alla til að kaupa bókina. Meira að segja prestar kirkjunnar ættu nú að grafa sig í hana!


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/09/06 02:46 #

Mér finnst aðalmálið með Dawkins ekki endilega það að hann sé að segja manni eitthvað nýtt, þó hann geri það nú reglulega, heldur hve vel hann orðar rökin og hugsanir sínar. Það kemur reglulega fyrir að maður les eitthvað sem hann hefur skrifað og þá er það eitthvað sem maður hafði sjálfur hugsað áður en aldrei náð að koma almennilega frá sér.


Steindór J. Erlingsson - 07/10/06 10:11 #

Ég er búinn að lesa fyrstu sex kafla bókarinnar og er hún skemmtileg aflestrar. Þrátt fyrir þetta er ég búinn að finna alvarlegan galla í málflutingi Dawkins í einum kaflanna. Þessi galli er raunar þess eðlis að ég er að hugsa um að reyna að birta grein um efnið í einhverju bresku dagblaði. Ég mun opinbera það sem ég er að tala um í ritdómi um bókina sem ég mun fljótlega byrja á.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.