Er þetta þá vísbending um að guð vill að við séum óhamingjusöm?
Finnur, nú ertu augljóslega að snúa út úr. Af hverju stundar þú þetta hér á Vantrú?
Bjór veldur mörgum óhamingju.
Og er reyndar verk mannana.
Svo það er afar óljóst hvað bjór á að sanna.
Þessi verufræðilegu rök, eru reyndar svakalega léleg.
Er allt til sem ég ímynda mér. Í discworld bókunum er það þannig. Þá er fólk alltaf að ímynda sér fáránlega guði og þeir verða til samstundis, sem gerir það af verkum að heimurinn er yfirfullur af smávægilegum og sérkennilegum guðum. Eins og guð hluta sem keyrt hefur verið á í myrkri, og guð hluta sem eru ekki alveg fullkomlega grænir á litinn.
Ef allt sem ég ímyndaði mér væri til, þá væri ég persónulega löngu búinn að binda enda á stríð og hungursneyðir.
Ég myndi ímynda mér óendanleg matarfjöll á hörmungasvæðum. Ég myndi ímynda mér tíuþúsund Gandhia út um allan heiminn á stríðshrjáðum svæðum. Síðan myndi ég ímynda mér að repúblikanaflokkurinn væri ekki til.
"Poof" problem solved.
Ég vil benda á að þessi gvuðssönnun og fleiri sem munu birtast hér á vefnum er í flokknum grín
Já djöfull er ógeðslega fyndið að gera grín að miðöldum. Ógeðslega voru allir vitlausir á miðöldum. Þetta er sko alvöru grín.
Ekki bölva limbó-strákur, hvað koma miðaldir þessu annars við?
...kannski á hann við það að hugur hins trúaða er enn fastur í miðaldaspeki...
Það er þó hægt að skilja ást miðaldamannsins á trú sinni, því ólíkt okkur vissi hann ekki betur og hafði ekki möguleika á því.
Ef þetta átti ekki heima í grín flokknum áður, þá á það allavega heima þar núna eftir þetta miðaldar-komment. Hahaha
Finnur, nú ertu augljóslega að snúa út úr.Það er nú einu sinni þannig að dags daglega þá þökkum guði við fyrir margt af því sem veitir okkur ánægju. Einungis vantrúaðir rembast við að draga fram það neikvæða í tilverunni í baráttu sinni gegn þessum hugsunarhætti.
Já, fjandinn hafi bruggmeistarann. Þökkum heldur Guði. Svo þegar við lendum í jarðskjálfta sem fellir þúsundir þökkum við Guði fyrir að lifa af.
Er eitthvað verra að vera þakklátur efnaskiptum en Guði? Ekki að ég þakki þeim heldur reyni ég að þakka fólki fyrir þakkarverðar gjörðir. Ég er sem sagt reyni að gera einmitt það sem þú bendir á. Þakklátur fyrir það sem vel er gert og lít á það neikvæða, eins og t.d. margt í boðskap trúarbragða, sem eitthvað sem þarf að takast á við.
Trúarbrögð eru ekki forsenda þeirrar hegðunar.
Ja, hvað tengist þessi Guðssönnun miðöldum? Höfundur hennar var miðaldamaður meira að segja hámiðaldamaður, Anselm frá Kantaraborg. Hefði reyndar verið kurteisi að vitna í hann, en kurteisi er nú ekki talin dygð alls staðar er það? Sönnunin hefur verið margrædd og hrakin hingað og þangað, meistari Kant var líklega sá frægasti sem tók hana fyrir.
Ef þið ætlið að gera grín að öllu því sem ykkur finnst asnalegt frá miðöldum þá er listinn líklega ótæmandi. Verst að þetta er bara ekkert fyndið.
Okkur finnst það fyndið svo þú verður greinilega að reyna að finna þér eitthvað sem þér finnst fyndið. Þú finnur það greinilega ekki hér.
Ef þið ætlið að gera grín að öllu því sem ykkur finnst asnalegt frá miðöldum þá er listinn líklega ótæmandi. Verst að þetta er bara ekkert fyndið.
Það er þín skoðun. Mér finnst þetta bara nokkuð fyndið.
Hefði reyndar verið kurteisi að vitna í hann, en kurteisi er nú ekki talin dygð alls staðar er það?
Ó, heldur þú að hann sé sár?
Farðu nú að skrifa undir nafni Color limbo. A.m.k. ef þú ætlar að vera með svona stæla.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Finnur - 19/09/06 10:24 #
Sönnunin fyrir tilveru guðs er allt í kringum okkur, bara spurning um að leita þeirra sem henta best í hvert tilfelli. Mín uppáhalds sönnun er:
Bjórinn er sönnun þess að guð er til og hann vill að við séum hamingjusöm.