Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Raðmorðinginn guð - annar hluti

Áður hef ég fjallað um þau dráp sem guð er ábyrgur fyrir í Biblíunni, þar sem tala fórnarlambanna er þekkt. Þar kom fram að heildarfjöldi þeirra sem láu í valnum fyrir guði er að minnsta kosti 2.270.354 manns. Nú er ætlunin að líta á stærri fjöldamorð þar sem fjöldi manndrápanna er óþekktur. Niðurstaða þessarar samantektar er sú að guð hefur í bræði sinni slátrað óheyrilegum fjölda manns í 36 skráðum tilfellum. Hann er þó hvergi nærri hættur enn eins og sagt verður frá í síðasta hluta þessa þríleiks sem fjalla mun um fyrirhuguð dráp guðs. En fyrst skulum við líta nánar á afrekaskrá guðs í fólksfækkun þar sem tölur liggja ekki fyrir um umfang drápanna.

  1. Guð drekkir nær öllu lífi á jörðinni. 1.Mós.7.21-23, Brick Testament
  2. Guð lætur rigna eldi og brennisteini yfir Sódómu og Gómorru, allir farast. 1.Mós.19.24, BT
  3. Guð drepur alla frumburði Egyptalands. 2.Mós.12.29, BT
  4. Guð drekkir her Faraós í Rauðahafinu. 2.Mós.14.4-28, BT
  5. Jósúa stráfellir Amalekíta með hjálp guðs og Móses. 2.Mós.17.13, BT
  6. Guð breiðir út holdsveiki meðal Kanaaníta. 3.Mós.14.34
  7. Guð brennir fjölda Ísraelsmanna fyrir að kvarta. 4.Mós.11.1, BT
  8. Guð sendir plágu sem refsingu fyrir að kvarta yfir matnum. 4.Mós.11.33, BT
  9. Guð sendir aðra plágu á þá sem mögluðu. 4.Mós.14.36-37, BT
  10. Fjöldamorð á Kanaanítum. 4.Mós.21.3, BT
  11. Fyrir að kvarta yfir skort á mat og drykk sendir guð eitraða höggorma til að bíta fólkið. Margir deyja af þeim sökum. 4.Mós.21.6, BT
  12. Guð gefur fólkið í Basan í hendur Móses sem drepur alla „svo að enginn var eftir skilinn, er undan kæmist“. 4.Mós.21.3, BT
  13. Guð herðir anda konungsins í Hesbon til að gefa Ísraelsmönnum færi á því að slátra þegnum hans. „En Drottinn Guð vor gaf hann á vort vald, svo að vér unnum sigur á honum, sonum hans og öllu liði hans. Þá unnum vér og á sama tíma allar borgir hans og gjöreyddum hverja borg að karlmönnum, konum og börnum. Vér létum engan undan komast.“ 5.Mós.2.33-34, BT
  14. Guð gefur Óg, konung í Basan, og allt hans lið í hendur Ísraelsmanna svo þeir framið fjöldamorð á þeim. „Drottinn Guð vor gaf oss þannig og í hendur Óg, konung í Basan, og lið hans allt, og vér felldum hann, svo að enginn var eftir skilinn, er undan kæmist... Og vér gjöreyddum þær, eins og vér höfðum áður gjört við Síhon, konung í Hesbon, með því að gjöreyða hverja borg að karlmönnum, konum og börnum.“5.Mós.3.3-6, BT
  15. Fjöldamorð í Jeríkó. „Og þeir bannfærðu allt, sem í borginni var, bæði karla og konur, unga og gamla, naut og sauði og asna, með sverðseggjum.“ Jós.6.21, BT
  16. Fjöldamorð í Makeda. Jós.10.28, BT
  17. Fjöldamorð í Líbna. Jós.10.29-30, BT
  18. Fjöldamorð í Lakís. Jós.10.32, BT
  19. Fjöldamorð í Geser. Jós.10.33, BT
  20. Fjöldamorð í Eglon. Jós.10.34-35, BT
  21. Fjöldamorð í Hebron. Jós.10.36-37, BT
  22. Fjöldamorð í Debír. Jós.10.38-39, BT
  23. Ísraelsmenn vinna sigur á sameinuðu liði undir stjórn konungsins í Hasór, að sjálfsögðu með dyggri aðstoð guðs. „Og Drottinn gaf þá í hendur Ísrael, og þeir unnu sigur á þeim... og þeir felldu þá, svo að enginn af þeim komst undan.“Jós.11.8-9, BT
  24. Fjöldamorð í Hasór. Jós.11.10-12, BT
  25. Fjöldamorð á Anakítum. Jós.11.20-21, BT
  26. Fjöldamorð á Kanaanítum. Dóm.4.15-16, BT
  27. Guð færir Ammóníta í hendur Jefta til slátrunar. Dóm.11.32-33
  28. Guð lætur hermenn Filista berjast innbyrðis. „En er þeir komu í orustuna, sjá, þá reiddi þar hver sverð að öðrum, og allt var í uppnámi.“ 1. Sam.14.20
  29. Guð skipar Sál að drepa alla Amalekíta; menn, konur og börn. „Svo segir Drottinn allsherjar... Far því og vinn sigur á Amalek og helgaðu hann banni og allt, sem hann á. Og þú skalt ekki þyrma honum, heldur skalt þú deyða bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, úlfalda og asna... Sál vann sigur á Amalek frá Havíla suður undir Súr, sem liggur fyrir austan Egyptaland. Og Agag, konung Amaleks, tók hann höndum lifandi, en fólkið allt bannfærði hann með sverðseggjum.“ 1.Sam.15.2-18
  30. Guð gefur Filista í hendur Davíðs. „...Drottinn svaraði honum og sagði: „Tak þig upp og far til Kegílu, því að ég mun gefa Filista í hendur þér“. Síðan fór Davíð og menn hans til Kegílu, og hann herjaði á Filista, rak fénað þeirra burt og lagði fjölda þeirra að velli.“ 1.Sam.23.2-5
  31. Guð gefur Filista í hendur Davíðs (aftur). „Þá gekk Davíð til frétta við Drottin og sagði: „Á ég að fara móti Filistum? Munt þú gefa þá í hendur mér?“ Drottinn svaraði Davíð: „Far þú, því að ég mun vissulega gefa Filista í hendur þér“... Og Davíð gjörði eins og Drottinn bauð honum og vann sigur á Filistum frá Geba alla leið til Geser.“ 2.Sam.5.19-25
  32. Guð lætur hungursneyð geysa í þrjú ár vegna verka Sáls. „Á dögum Davíðs varð hallæri í þrjú ár samfleytt. Gekk þá Davíð til frétta við Drottin, en Drottinn svaraði: „Á Sál og ætt hans hvílir blóðsök fyrir það, að hann drap Gíbeoníta.“ 2.Sam.21.1
  33. Basa drepur alla af ætt Jeróbóams. „En er hann var konungur orðinn, drap hann alla ætt Jeróbóams. Hann lét engan eftir verða af konungsættinni, þann er anda dró, uns hann hafði gjöreytt henni, og rættist þannig orð Drottins...“ 1.Kon.15.29-30
  34. Simrí drepur alla af ætt Basa. „En er hann var konungur orðinn og setstur í hásæti, drap hann alla ættmenn Basa lét hann engan karlmann eftir verða af konungsættinni svo og vandamenn hans og vini. Þannig gjöreyddi Simrí allri ætt Basa, og rættist svo orð Drottins...“ 1.Kon.16.11-12
  35. Guð lætur bresta á sjö ára hungursneyð. „Drottinn kallar sjö ára hallæri yfir landið, og er það þegar komið.“ 2.Kon.8.1
  36. Ísraelsmenn eru gefnir Kaldeum á vald af guði. „...reiði Drottins við lýð hans var orðin svo mikil, að eigi mátti við gjöra. Hann lét Kaldeakonung fara herför gegn þeim, og drap hann æskumenn þeirra með sverði í helgidómi þeirra. Þyrmdi hann hvorki æskumönnum né ungmeyjum, öldruðum né örvasa allt gaf Guð honum á vald.“ 2.Kro.36.16-17

Byggt á samantekt Steve Wells.

Lárus Viðar 13.09.2006
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Maze - 13/09/06 08:46 #

Miðað við þessar tvær greinar um raðmorðingjann þá veltir maður því fyrir sér að Hitler og Stalin séu komnir niður í annað og þriðja sæti. Eða er ég nokkuð að misskilja eitthvað?


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 13/09/06 11:58 #

Þetta er einfaldlega snilldar greinarflokkur.


Svanur Sigurbjörnsson - 13/09/06 12:03 #

Merkilegt að Guð hafi lagt af fjöldamorð eftir fæðingu Jesú. Kannski var kynlíf hans með Maríu mey svo gott að hann hætti að fá bræðisköst. Guðdómlegt kynlíf er greinilega verulega therapeutískt. ;-) Mæli með því.


sena - 13/09/06 14:50 #

Öll þessi morð eru gerð í nafni trúar, ekki vegna þess að guð gaf leifi, annars væri hann (guð) ekki gagnkvæmur sjálfum sér. Það er fólk sem fer fyrir og gengur í gegn öðrum þjóðum og einstaklingum. (í nafni einhvers trú) Það er ekkert nídæmi að fólk fer í herför í nafni einhvers trúar,

Það væri svipað því að segja. Vegna reiði Guðs gagnvart indíánum, svo leyfði hann spánverjum að ganga til höfuðs á þeim vegna sól dýrkunnar þeirra. Vegna reiði Guðs gagnvart einstöku fólki svo leifði hann Svarta Dauða að herja um jörðina. Vegna reiði Guðs svo leifði hann holdsveiki að herja um jörðina í árhundriði.
Vegna illsku mansins svo gaf hann leifi til Hitler að ganga frá milljónum íbúa Evrópu. (kannski var Hitler í náðinni hjá guði) Vegna frjáls kynlífs og framjáhalds, svo leifði Guð að HIV (eids) herjaði um jörðina.

Eða kannski gaf Guð Bin Ladin Leyfi til að stúta New York, eða er kannski Bush í náðinni hjá guði og hann hefur rétt til að herja á trúarrugli múslima.

Svona gæti biblían kannski litið út um serka önnur 2000 ár. Eða hvað?

Ps: Bara smá vangaveltur um hvernig hægt er að teygja á trúarruglinu fram í framtíðina.


Kalli - 13/09/06 16:03 #

Já, einmitt... Syndaflóðið var gert í nafni trúar en án leyfis Guðs. Ég veit að þessi gaur á að vera þríeinn (ætli Guð sé MC Escher?) sem útskýrir kannski að hann geri eitthvað án eigin leyfis. Jafnvel vitundar.

Ætli hann hafi verið skitsó?


sena - 13/09/06 19:58 #

Kalli - 13/09/06 16:03 # Já, einmitt... Syndaflóðið var gert í nafni trúar en án leyfis Guðs. Ég veit að þessi gaur á að vera þríeinn (ætli Guð sé MC Escher?) sem útskýrir kannski að hann geri eitthvað án eigin leyfis. Jafnvel vitundar.

Ætli hann hafi verið skitsó?

Hvað ertu að segja? Syndaflóð í nafni trúar, það er ekki svona einfalt. Það var örkin sem var byggð í nafni trúar, en það kom aldrei neitt flóð. Ekki í þeirri mynd sem líst er eftir í sögunni. Það getur verið að örkin hafi verið smíðuð, en örkin komst aldri á flot, hversvegna? Fólk gerði bara grín af byggingu arkarinnar eða var örkin bara notuð sem dýragarður síns tíma. Og þaðan hafi síðan komið þessi skemmtilega saga. (syndaflóðið) vegna dýranna í garðinum.

Allavega er hérna ein virkilega góð saga, sem hefur verið sögð frá munni til munns, og sjálfsagt er upprunar sagan allt öðruvísi enn sagt er frá í biblíunni. Mikið getur fólk verið bráð skemmtilegt og fengið margar bráð skemmtilegar hugmyndir til að trúa á, frá einni sögubók gamla testamenti biblíunnar. Bráðfyndið.


Kalli "hinn" - 13/09/06 20:24 #

Með flóðið þá er það nú sennilega sú Biblíusaga sem hefur mest á bak við sig, þeas nokkuð víst er að mikið flóð átti sér stað sem þurrkaði út heilu samfélögin. Þetta er ekki bara vegna þess að Babýlónumenn segja frá þessu í sínum helgisögum (þaðan er sagan væntanlega fengin og stílfærð) heldur benda rannsóknir til þess að fyrir nokkrum árþúsundum hafi gríðarmikið flóð átt sér stað við strendur (minnir mig) Svartahafs. Þetta er auðvitað útúrdúr við svar við útúrdúr og því ekki svaravert.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 13/09/06 20:57 #

Þessa sögn sem Kalli #Hinn# nefnir hef ég heyrt um. Það má lesa um þetta hér http://www.nationalgeographic.com/blacksea/ax/frame.html

Samkvæmt þessum heimildum þá var Svartahafið stöðuvatn en haftið ( Er nú Bosporussund) sem skildi það frá miðjarðarhafinu brast og í kjölfarið hækaði töluvert í Svartahafi og eitthvað af landi fór undir. Sumir vilja halda því fram að þetta sé hið eiginlega syndaflóð. Ef það er rétt að þá hefur syndaflóðið verið náttúruhamfarir á stærð við flóðin í Asíu fyrir 2 árum.


Kalli - 13/09/06 21:37 #

Sena, svona svaraðir þú listanum hans Lárusar m.a.:

Öll þessi morð eru gerð í nafni trúar, ekki vegna þess að guð gaf leifi, annars væri hann (guð) ekki gagnkvæmur sjálfum sér. Það er fólk sem fer fyrir og gengur í gegn öðrum þjóðum og einstaklingum. (í nafni einhvers trú) Það er ekkert nídæmi að fólk fer í herför í nafni einhvers trúar,

Umrætt flóð var ekki að manna völdum og í Biblíunni er það skrifað á Guð. Svar mitt beinir athygli að því að athugasemdin þín virtist ekkert svara fyrir a.m.k. stóran hluta af pistli Lárusar.


Kalli - 13/09/06 21:39 #

Afsakið, ég átti nú ekki við að þú ættir að svara fyrir hann :) Heldur að svar þitt virtist ekkert tengjast efninu.


sena - 14/09/06 17:41 #

Kalli!!! Hef heldur aldrei farið fram á að einhver svari mínu innleggi. Annars er mér nokkuð sama hvað þér og þinum finnst um þessar vangaveltur Lárusar.

Ps: fyrirgefðu, ég get bara ekkert annað gert en að skopast að þessari ritgerð Lárusar. En ekki taka þetta svona alvarlega kalli þó að ég skopist aðeins að þessu.


Kalli - 14/09/06 21:22 #

Taka það alvarlega þó þú skopist að skopinu?

Það stendur það sem ég sagði að þú talar um morð í nafni trúar en á listanum eru fjöldi dæma um morð sem Guð á að hafa gert sjálfur. Það er allt í lagi að grínast, það er allt í lagi að þykja grín ekki fyndið en ég skil bara ekki hver tengin upphaflegs innleggs þíns er við greinina.


Sveinbjörn Halldórsson - 16/09/06 00:24 #

Greinarhöfundur talar um "guð" í þriðju persónu. Vill Hann að það sé sá "guð" sem talað er um? Ef ekki hver er þá þessi undarlegi "guð" sem okkur veitist svo létt að kryfja? Sögupersóna, raðmorðingi..kannski. Höfum við ef til vill fundið Hann?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 16/09/06 02:36 #

Já.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 16/09/06 10:57 #

Þessi umræddi guð er aðalsögupersóna bókar sem heitir Biblía.


Sveinbjörn Halldórssonr - 17/09/06 00:44 #

já, einmitt sá Guð, í þrumuskýjunum. Ætli sé hægt að mæla þroska manneskjunnar eftir fundvísi hennar á Guð? Mörg ykkar eru fundvísari en ég. Ég vildi að ég væri jafn fundvís.


Sveinbjörn Halldórssonr - 17/09/06 00:45 #

já, einmitt sá Guð, þessi í þrumuskýjunum. Ætli sé hægt að mæla þroska manneskjunnar eftir fundvísi hennar á Guð? Mörg ykkar eru fundvísari en ég. Ég vildi að ég væri jafn fundvís.


Sveinbjörn Halldórsson - 17/09/06 02:11 #

Þetta er mannfækkun af völdum hallæra. Þú ert ábyggilega að velta fyrir þér af hverju menn geta tilbeðið svona grimmt kvikindi, og grimmd þess afsanni tilvist þess, af því það sé andstætt mannlegri hugsun að hefja óhugnaðinn á stall og jafnvel göfga hann sbr. sakramentið. Því er til að svara að það eru engin trúarbrögð til án þessa óhugnaðar og þótt okkur kannski finnist það hljóti að afsanna viðtekna mynd okkar af Guði, þá skiptir það sáralitlu máli. Við þörfnust Hans hvort eð er ekki í sláturhúsinu.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 17/09/06 09:56 #

Við þörfnust hans ekki yfirhöfuð. Grimmd guðs afsannar ekki tilvist hans heldur gerir kristna trú mótsagnakennda.


Sveinbjörn Halldórsson - 29/09/06 01:46 #

Sé horft til sögunnar er nokkuð djarft að segja að við þörfnumst Hans ekki. Altént þarfnast það nánari útskýringa. Afhverju hefur Hann fylgt mannkyninu hingað til eins og skuggi? Ég er sammála því að trú, sérstaklega kristin trú feli í sér mótsagnir, í því felst gildi hennar. En sé um mótsögn að tefla að þessu leyti verðum við að búast við hinni verstu grimmd. Öðruvísi hleypur hún á hraðari logum en höndin sem byrgir. Verum vakandi fyrir margbrotinni reynslu manneskjunnar.


Kristján Ari Sigurðsson - 27/04/07 14:00 #

Jæja strákar,

  1. Ég er ekki frá því að Örkin hans Nóa hafi verið ölllum til boða.
  2. Hefði fólkið látið af syndum sýnum og yfirefið staðinn, og meira að segja ef samfélagði hefði gert það í held sinni eða bara nokkrir í viðbót(við Lot og fjölskyldu hans) þá hefði borgunum ekki verið eytt.
  3. Öllum var eins og með 1 og 2 gefinn kostur á að komast frá þessum, en að þessu sinni hafði athöfninn einnig táknrænt gildi. Setja átti blóð státraðs lamb á dyrnar. Ég hef reyndar ekki tíma til að svara restinni af þessum lista, kíkji kannski seina á þetta. Athyglis vert að þú tekur eyðingu Sódómu og Gómorru sem sjálfsagt mál, einning varðandi þegar gyðingar komust frá Egyptum og seinast en ekki síst syndaflóðinu, sem er reyndar við nánari rannsóknum er hægt aðp rökstyðja. En get ég bara sagt þér að t.d. Fjöldamorð í Jeríkó komu Guði ekkert við! Þetta voru einstaklingar sem gerðu þetta gegn Biblínu og þar með Guði. Einnig tekur þú mörg dæmi þar sem Guð aðstoðar Ísrealsmenn í stríðum sem eru oft hafinn í sjálfsvörn(ekki alltaf þó) en Guð stendur með sínum(þ.e. allir sem vilja hans hjálp!) sm veldur því að andstæðingar Guðs fólks standa verr að vígi.

Það er samt eitt mjög mikilvægt ariði það er að hver maður, kvenmenn jafnt sem karlmenn, fá frjálsan vilja, val til að hafna Guði eða taka við dýrð hans. Margir spyrja afhverju er alnæmi í heiminum? Afhverju er fólk drepið og nauðgað í heiminum? Svarið er einfaldt: Orsök -> Afleiðingar Ef ég kýs að sitja allan dagi og éta mjög óhollan mat, þá mun ég fitna og líkur á því að ég fái hina ýmsu sjúkdóma aukast.

Guð blessi ykkur!


Kristján Ari Sigurðsson - 27/04/07 14:09 #

Ég biðst afsökunar á stafsetningar villum ég ýti óvart á "send" í stað "skoða", en ég það vantar eitt lítið gegn hérna(bara svona til að fyrirbygja missskylning):

"En get ég bara sagt þér að t.d. Fjöldamorð í Jeríkó komu Guði ekkert við! Þetta voru einstaklingar sem gerðu þetta gegn Biblínu og þar með (gegn) Guði."

Vona að þið getið litið framhjá stafsetningarvillum og litið á frásögunar í samhengi..


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 27/04/07 14:13 #

Örkin hans Nóa!!? Er til fullorðið fólk á Íslandi sem trúir því ævintýri? Gvuð minn góður.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 27/04/07 14:32 #

HA HA HA.....

Ég missti þvag í buxurnar í hláturskasti yfir athugasemd Kristjáns um Örkina hans Nóa..

-Hvað erum við annars að svara svona klikkæðingum? :) viðkomandi gengur augljóslega ekki heill til skógar eins og sagt er.

-Örkin hans Nóa...


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 27/04/07 14:50 #

Fjöldamorð í Jeríkó komu Guði ekkert við! Þetta voru einstaklingar sem gerðu þetta gegn Biblínu og þar með Guði.

Ha? Hefurðu lesið Jósúabók nýlega?


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 27/04/07 19:33 #

Múrar Jeríkó hafa þá hrunið vegna þess hversu hátt þeir blésu í lúðrana. Guð kom þar líklega hvergi nærri. :$


Kristján Ari Sigurðsson - 01/05/07 12:20 #

Já afsakið, eins og Hjalti bendi á, en ég ruglaði enfaldlega saman sögum. En þetta myndi þá flokkast einga síður undir stríð-dæmið sem ég talaði um.

Varðandi gagnrýni Aiwaz og Khomeni vil ég bara benda á að þessi grein er líklegast skrifuð útfrá Biblíunni ekki satt?! Svo að þessi svör voru frekar barnaleg... Ef þið hafið ekkert málefnalegt að seja er betra að sleppa því...


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 01/05/07 14:42 #

Málefnalegt? Heldur þú að það sé hægt að rökræða málefnalega um ævintýrið um örkina hans Nóa eins og það hafi raunverulega gerst? Fara út í vangaveltur um hvernig tókst að koma öllum tegundum risaeðla um borð o.s.frv.?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.