Sá guð sem sagt er frá í Biblíunni varð oft heitt í hamsi og lét reiði sína iðulega bitna á mannkyninu. Reyndar vílaði hann ekki fyrir sér að drepa fólk með beinum eða óbeinum hætti þegar illa lá á honum. Til að glöggva sig á verkum hins almáttuga hef ég tekið saman töflu þar sem að manndráp guðs eru tekið saman. Samkvæmt henni hefur guð að minnsta kosti 2.270.354 mannslíf á samviskunni svo vitað sé. Síðar í öðrum pistli verður farið yfir þau tilfelli þar sem fjöldi fórnarlambanna er ekki nákvæmlega skráður. Má þar nefna Nóaflóðið, eyðingu Sódómu og þar fram eftir götunum. En byrjum fyrst á þeim atvikum þar sem tölur liggja fyrir hendi.
Atvik | Biblían, Brick Testament | Fjöldi drepinna | Samanlagður fjöldi |
Kona Lots fyrir að líta við. | 1.Mós.19.26, BT | 1 | 1 |
Ger sem „var vondur í augum Drottins“. | 1.Mós.38.7, BT | 1 | 2 |
Ónan fyrir að láta sæði sitt spillast á jörðu. | 1.Mós.38.9-10, BT | 1 | 3 |
Fyrir að dansa í kringum gullkálf Arons. | 2.Mós.32.27-35, BT | 3000 | 3003 |
Synir Arons fyrir að bera fram fyrir Drottin óvígðan eld. | 3.Mós.10.1-3, 4.Mós.3.4, BT | 2 | 3005 |
Guðlastari. | 3.Mós.24.10-23, BT | 1 | 3006 |
Maður sem bar saman við á hvíldardegi. | 4.Mós.15.32-36, BT | 1 | 3007 |
Kóra, Datan og Abíram ásamt fjölskyldum þeirra. | 4.Mós.16.27-33, BT | 12+ | 3019+ |
Brenndir fyrir að færa fram reykelsi. | 4.Mós.16.35, 4.Mós.26.10, BT | 250 | 3269+ |
Fyrir að mögla. | 4.Mós.16.49, BT | 14.700 | 17.969+ |
Fyrir að „drýgja hór með Móabs dætrum“. | 4.Mós.25.9, BT | 24.000 | 41.969+ |
Fjöldamorð á Midíanítum (32.000 hreinar meyjar voru teknar sem fangar). | 4.Mós.31.1-35, BT | 90.000+ | 131.969+ |
Guð skipar Jósúa að grýta Akan (og fjölskyldu hans) til bana fyrir að taka bannfærða hluti. | Jós.7.10-26, BT | 5+ | 131.974+ |
Guð segir Jósúa að ráðast á Aí og fara með hana eins og Jeríkó (drepa alla). | Jós.8.1-25, BT | 12.000 | 143.974+ |
Drottinn gefur Kanaaníta og Peresíta í hendur Ísraelsmanna. | Dóm.1.4, BT | 10.000 | 153.974+ |
Ehúð færir Eglóni konungi í Móab skilaboð frá guði, stingur hann með sverði í kviðinn. | Dóm.3.15-22, BT | 1 | 153.975+ |
Guð gefur Móabíta í hendur Ísraelsmanna. | Dóm.3.28-29, BT | 10.000 | 163.975+ |
Guð lætur hermenn Midíans drepa hverja aðra. | Dóm.7.2-22, Dóm.8.10, BT | 120.000 | 283.975+ |
Andi guðs kemur yfir Samson. | Dóm.14.19, BT | 30 | 284.005+ |
Andi guðs kemur kröftuglega yfir Samson. | Dóm.15.14-15, BT | 1000 | 285.005+ |
Guð aðstoðar Samson við að fremja hryðjuverk. | Dóm.16.27-30, BT | 3000 | 288.005+ |
Guð lætur Benjamín bíða ósigur fyrir Ísrael. | Dóm.20.35-37, BT | 25.100 | 313.105+ |
Fleiri Benjamínítar. | Dóm.20.44-46 | 25.000 | 338.105+ |
Fyrir að skoða örk drottins. | 1.Sam.6.19 | 50.070 | 388.175+ |
Drottinn gefur Filista í hendur Ísraels. | 1.Sam.14.12-14 | 20 | 388.195+ |
Samúel heggur Agag til bana eftir skipun guðs. | 1.Sam.15.32-33 | 1 | 388.196+ |
Drottinn drepur Nabal. | 1.Sam.25.38 | 1 | 388.197+ |
Ússa fyrir að reyna að bjarga örkinni frá falli. | 2.Sam.6.6-7, 1.Kro.13.9-10 | 1 | 388.198+ |
Sveinbarn Davíðs og Batsebu. | 2.Sam.12.14-18 | 1 | 388.199+ |
Sjö synir Sáls drepnir og bornir út fyrir guð. | 2.Sam.21.6-9 | 7 | 388.206+ |
Plága send til refsingar Ísraelsmönnum fyrir manntal Davíðs (einungis karlmenn taldir, líklega er hægt að gera ráð fyrir um 200.000 dauðsföllum séu konur og börn einnig talin). | 2.Sam.24.13-15, 1.Kro.21.7 | 70.000+ | 458.206+ |
Spámaður fyrir að trúa lygum annars spámanns. | 1.Kon.13.1-24 | 1 | 458.207+ |
Guð gefur Sýrlendinga í hendur Ísraelsmanna. | 1.Kon.20.28-29 | 100.000 | 558.207+ |
Guð lætur múrvegg falla á hermenn Sýrlendinga. | 1.Kon.20.30 | 27.000 | 585.207+ |
Guð sendir ljón til að éta mann sem vildi ekki slá spámann. | 1.Kon.20.35-36 | 1 | 585.208+ |
Ahasía er drepinn fyrir að ræða við rangan guð. | 2.Kon.1.2-4, 2.Kro.22.7-9 | 1 | 585.209+ |
Brenndir til bana af guði. | 2.Kon.1.9-12 | 102 | 585.311+ |
Tvær birnur eru sendar af guði til að drepa börn sem gerðu grín að skallanum á Elísa spámanni. | 2.Kon.2.23-24 | 42 | 585.343+ |
Maður troðinn til bana fyrir að trúa ekki orðum Elísa. | 2.Kon.7.17-20 | 1 | 585.344+ |
Jesebel. | 2.Kon.9.33-37 | 1 | 585,345+ |
Guð sendir ljón til að drepa aðkomumenn sem voru villutrúar. | 2.Kon.17.25-26 | 3+ | 585.348+ |
Sofandi hermenn Assýringa. | 2.Kon.19.35, 2.Kro.32.21, Jes.37.36 | 185.000 | 770.348+ |
Sál. | 1.Kro.10.14 | 1 | 770.349+ |
Guð gefur Ísraelsmenn á vald Júdamanna. | 2.Kro.13.15-17 | 500.000 | 1.270.348+ |
Jeróbóam. | 2.Kro.13.20 | 1 | 1.270.349+ |
Drottinn lætur Blálendingana bíða ósigur fyrir Asa og Júdamönnum. | 2.Kro.14.9-14 | 1.000.000 | 2.270.349+ |
Guð drepur Jóram með því að láta iður hans falla út. | 2.Kro.21.14-19 | 1 | 2.270.350+ |
Kona Esekíels. | Esek.24.15-18 | 1 | 2.270.351+ |
Ananías og Saffíra. | Post.5.1-10 | 2 | 2.270.353+ |
Heródes. | Post.12.23, BT | 1 | 2.270.354+ |
Byggt á samantekt Steve Wells.
Ég held að Aiwaz geri okkur "atvinnugóðmennum" upp skoðanir sem henta honum. Mæli með því að hann og aðrir hér líti alvarlega til þessarar bókar:
The Sins of Scripture: Exposing the Bible's Texts of Hate to Reveal the God of Love
Mitt álit á henni, engir geta tætt biblíuna betur en s.k. atvinnugóðmenni á opinberum vettvangi.
Exposing the Bible's Texts of Hate to Reveal the God of Love
lol
Þetta er alveg makalaus titill :-)
Þessi bók sem þú vísar í Carlos ætti að vera eitt risa-stórt grænsápustykki - allavega miðað við titilinn á henni. LOL!
Elsku kallanir mínir, minni fordóma og meiri lestur! Þið eruð svo fyrirsjáanlegir.
Well, þangað til einhver ykkar hefur lesið bókina, er ekki hægt að tala um hana, eða hvað?
Common Carlos - þú getur varla annað en játað því að þetta er alveg makalaus titill?
Carlos,
það er ekki laust við að mig langi að glugga í þessari bók. Málið er bara að það eru svo svakalega margar aðrar bækur til á Amazon sem mig langar mikið frekar að lesa. Þessi kemst ekki einu sinni á topp 100. Þess vegna get ég ekki réttlætt kaup á henni. Ég hef bara ákveðið fjármagn til bókakaupa :)
En ertu ekki til í að lána einhverjum Vantrúar meðlim bókina svo hægt sé að birta ritdóm hér á Vantrú.is ? Væri það ekki vel til fundið.
Ég er ekki meðlimur í Vantrú svo einhver annar þarf að bjóða sig fram í þetta verkefni þ.e. ef það er áhugi á þessu hér. Ég er sannfærður að í henni stendur margt athyglisvert!
Ég hef setið margar messur. Aldrei, aldrei, aldrei hefur prestur hallað einu orði á Yahweh eða Jesú. Þeir eru fullkomnir í alla staði í opinberiumræðu. Sjálfsskoðunin nær ekki lengra en nefið nær. Guðfræðimenntaðir prestar upplýsa ekki almenning um allt sem þeir segjast vita. Hvers vegna?
Elsku kallanir mínir, minni fordóma og meiri lestur! Þið eruð svo fyrirsjáanlegir.
Carlos minn, vertu úti ef þú getur ekki haldið þig á mottunni. Fordómar þínir eru orðnir afskaplega fyrirsjáanlegir og þreytandi.
Getur þú ekki játað að titillinn Exposing the Bible's Texts of Hate to Reveal the God of Love eða svo ég hendi honum á móðurmálið "flett ofan af haturstexta Biblíunnar til að finna Gvuð kærleikans" sé stórfyndinn og passi dálítið vel við grænsápuna?
Ég las inngang bókarinnar á Amazon.
Ef að við erum fyrirsjáanlegir og þreytandi Carlos, hvað er þá hægt að segja um amen skrif presta?
Ég verð nú að játa að titillin er... grípandi. Það má hún hafa.
En hvað er annars megin thesa bókarinnar, Carlos? Hvernig getur haturstexti biblíunnar, sjáfur leiðbeiningabæklingur guðs, sýnt guð sem í raun kærleiksríka veru? Hvernig kemst hún framhjá þessari mótsögn?
Ég giska á að aðferðin sem Spong notar sé að strika bara yfir þá kafla sem honum líkar ekki við.
Slæmu kaflana þarf að lesa í ljósi sögunnar. Hitt, þetta jákvæða, er allt um algóðan Yahweh.
Ég vil benda á það að ég hef ekkert á móti því að einhverjir vitleysingjar úti í bæ sem búa ennþá hjá mömmu séu með vefsetur og eru að spjalla um trúleysi en common sýnið kristni trú smá virðingu og verið ekki að kalla Jesú hitler og Guð raðmorðingja, algjört lágmark.
Hefur þú aldrei gluggað í Biblíuna Goggi? Hvað segir listinn hér að ofan þér? Ef ég bæri ábyrgð á drápum á yfir 2.270.354 manns hvað væri ég þá, kærleikur?
Annars flutti ég að heiman þegar ég var 16 :)
Goggi er svo þroskaður og yfir aðra hafna að hann vill að krislingum sé sýnt óttablandin virðing því annars...
Þetta er stórfyndinn listi en um leið verulega sorglegur. Guð hegndi óvinum hinna útvöldu í skáldskap biblíunnar og kristnir valdsmenn miðalda hegndu líka, bara miklu áþreyfanlegar og án skáldlegrar fegurðar. Talið er að um 40-50 þúsund konur hafi verið brenndar á báli í Evrópu í nornaveiðum kirkjunnar sem spannaði þrjár aldir. Dæmi:
"Árið 1595 gerðist eftirfarandi í þorpi nálægt Constance. Gömul kona reiddist yfir því að hafa ekki fengið að vera með í mannfagnaði. Það heyrðist í henni tauta eitthvað við sjálfa sig og sást til hennar ganga yfir akur í átt að hæð þar menn misstu sjónar af henni. Brjálað þrumuveður braust út 2 klst síðar og dansarar á hátíðinni blotnuðu auk þess sem uppskera þorpsbúa varð fyrir talsverðum skemmdum. Konan sem áður lá undir grun fyrir galdra var handtekin, sett í dýflisu og ákærð fyrir að hafa vakið upp illviðrið með því að hella holu fulla af víni og hræra í því með staf. Hún var pínd þar til hún játaði og brennd lifandi kvöldið eftir"
Heimild: C. Mackay - Extraordinary Popular Delusions and the Madness of Crowds, 1841; reprint, NY, Barnes & Noble, 1993, bls 529.
Fengið úr bók Sam Harris - The End of Faith - bls 86.
Nú vitum við betur en svo að herma megi eftir refsivendi ímyndaðs Guðs en prestar virðast samt halda uppá úrelta trúarbók sem lagði grunn að svo miklum þjáningum. Dapurt.
En við hverju öðru er að búast af atvinnu-lygurum?
það er ekki laust við að mig langi að glugga í þessari bók.Eitt orð: Millisafnalán!
Atvinnu-lygarar, Kári? Þú gískar, Hjalti? Já, ég held mér úti, Matti. Nenni ekki að eyða tíma mínum í svona for (ekki búinn að lesa en ég er viss um að þetta er grænsápa) dóma. Sjáumst ... eða ekki.
Kári! Það má vera að prestar hafi að atvinnu það sem við álítum óraunveruleika og ósannindi en ég er ekki sammála því að kalla þá "atvinnu-lygara". Lygari er sá sem segir ósatt eða villir fyrir um einhverjum viljandi, þ.e. með ásetningi. Þau ósannindi eða hindurvitni sem prestar trúa á og boða eru þeirra einlæga trú, hversu ótrúlegt þá má nú virðast og á því er regin munur frá því að ljúga. Flestir þeir sem iðka kukl eru ekki svikahrappar heldur fáfrótt fólk og auðtrúa sem heldur að það sé að gera öðrum gott. Við græðum ekkert á því bera presta eða kuklara röngum sökum. Það eru reyndar til lygarar meðal presta og kuklara (t.d. prestar sem trúa ekki á guð en þykir brauðið gott og svo allir svikamiðlarnir (reyndar ekki ófáir)) en ég sting uppá því að dæma ekki fjöldan út frá undantekningunum.
Svanur, hvað um þá sem vita betur, en halda samt áfram að breiða út boðskapinn? Guðfræðin hefur t.d. kennt mönnum að guðleiki Jesú, meyfæðing og upprisa séu ekki raunveruleikanum samkvæmt, en engu að síður fara þessir sömu guðfræðingar, nú í prestaskrúða, með trúarjátninguna í guðsþjónustum.
Svo innræta þeir börnum þessar gömlu og úreltu hugmyndir að auki.
Þar með ljúga þeir stundum blákalt líka og taka fyrir það laun. Atvinnulygarar er því ekkert rangnefni, þótt það sé harkalegt.
Ég viðurkenni að orðið atvinulygari hljómar ekki vel í eyru, en því miður á orðið við rök að styðjast miðað við það sem Carlos heldur hér fram. Hann segir greinarnar um raðmorðingjann guð fyrirsjáanlegar og þreytandi. Hver sá prestur sem les núna þessar greinar, gerir sér fullkomlega grein fyrir að Yahweh er ekki kærleikur. Bara svo að það sé á hreinu þá er Yahweh stríðsguð. Þetta ætti að vera öllum ljóst og Carlos virðist vita þetta meðað við flóttan hér á spjallinu. Næst í messu þegar presturinn segir "Guð er kærleikur" þá er það lygi. Nema að hann afneiti biblíunni og það hefur engin prestur gert hingað til opinberlega. Fyrir utan það að láta myrða son sinn til að sína ást sína þá vildi fá heyra prest í alvöru reyna að orma sig frá þessu. Það hefur enginn prestur gert í mín eyru af viti. Á meðan þetta endalausa innantóma kærleikstal er haldið uppi þá því miður eru orð Kára hér sannari en orð prestanna.
Þótt að orðið atvinnulygari eigi við einhver rök að styðjast í sambandi við preststéttina þá finnst mér hún full mikil alhæfing. Því finnst mér að menn ættu að velja sér önnur orð til að lýsa því sem menn vilja segja.
Er það virkilega kennt í Guðfræðideild að meyfæðingin, upprisan og guðleiki Jésús sé ekki raunveruleiki? Fyrirgefðu Birgir en ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að slíkt sé kennt en svo annað predikað. Er þetta kannski ný túlkun hjá þeim, t.d. að það megi líta á þetta sem "ljóð" sem eigi ekki að taka bókstaflega en sé í lagi að halda á lofti. Það kæmi manni svosem ekki mikið á óvart, hvílíkt er ruglið í guðfræðinni fyrir. Hvað segir Carlos um þetta? eða aðrir prestlærðir gestir? ;-)
Frelsarinn vitnar til orða minna og segir mig halda því fram að mér þyki
greinarnar um raðmorðingjann guð fyrirsjáanlegar og þreytandiþegar hið sanna er að mér fundust viðbrögðin við bókavísuninni, sem ég ítrekaði (viðbrögðin, ekki vísunina) í gærkveldi.
Nú er það þekkt að í hita leiksins komi það fyrir að menn mislesi það sem andstæðingar skrifa. Hinsvegar verð ég að játa á mig þreytu í samskipti við nafnlausa sem ítrekað snúa út úr og túlka ætlanir mínar á hinn versta veg. Mér þykir mannalegra að vita hvar ég hef fólk sem ég þekki og veit að ég hef hitt, eins og Birgi eða Kára.
En að nafnlausir kalla mig og aðra kollega lygara, atvinnulygara etc. eru aðför að æru manns úr skjóli ritstjórnarstefnu þessa vefs. Ég mótmæli þessari meðferð og sný mér að öðrum vettvangi til þess að eiga samskipti við nafngreinda meðlimi vantrúar. Segafredo er prýðilegt lókal, þar sem skeyti eru a.m.k. sögð yfir hlýjum kaffibolla.
Þið afsakið þótt ég láti öðrum hlutum ósvöruðum nú. Ég hef gert grein fyrir mér, rökstutt og nenni ekki að taka við hnífsstungum í bakið. Lifið heil.
fundust viðbrögðin við bókavísuninni fyrirsjáanleg og þreytandi
átti þetta að vera.
Nú er það þekkt að í hita leiksins komi það fyrir að menn mislesi það sem andstæðingar skrifa. Hinsvegar verð ég að játa á mig þreytu í samskipti við nafnlausa sem ítrekað snúa út úr og túlka ætlanir mínar á hinn versta veg.
Fyrir utan nafnleysið er hægt að snúa þessu öllu upp á Séra Carlos Ferrer, hann snýr ítrekað út úr og túlkar ætlanir annarra á hinn versta veg. Gott dæmi um það eru viðbrögð hans í þessum þræði við því að sumum finnist bókartitill nokkur fyndinn.
Carlos, Nú var ég að ræða um orð Kára og að þau væru ekki alveg rakalaus, þó að þau hljómi ekki vel í eyrum. Betra hefði verið að sjá einhver svör við spurningum mínum Carlos en vera með uppdiktuð sárindi, þar sem ég átti alls ekki upphafið af þessari umræðu. Virkilega leiðinlegt að sjá svona flótta frá kjarna málsins. Er Yahweh, stríðsguð gyðingdómsins, kærleikur? Trúir þú á annan guð Carlos en þann sem lýst er með mikilli nákvæmni í Biblíunni?
Ég hef nú alltaf haldið að sá sem segi þráfaldlega ósatt væri lygari. Veri það svo að það þurfi að vera einbeittur meðvitaður vilji til að ljúga og villa fyrir um, til að teljast lygari. Þá veit ég ekki hvor er verri, sá sem er leiðitamdur ómeðvitaður lygari eða meðvitaður lygari. Það hjálpar lyginni eflaust, að sá sem breiðir hana út, trúi lyginni sjálfur.
Fyrir mitt leyti sé ég engan mun á lygara sem trúir lyginni sinni og þann sem gerir það ekki; Báðir eru að segja ósatt, einn á auðvelt með það, en annar sennilega erfiðara með það (ef hann hefur samvisku).
Lygari er sá sem segir ósatt og er vís til að gera, eða gerir það endurtekið. Þetta er eina hlutlæga (objektíva) skilgreiningin á lygara sem hægt er að hafa. Hvaða ætlan, vitneskju eða einlægni sem maður, sem segir ósatt hefur, er huglæg (súbjektív) tileinkunn. Og varla eitthvað til að dæma eftir, svo nokkrum tökum taki.
Prestar segja ósatt eins og við báðir vitum, og hafa atvinnu af. Þeir hafa sagt ósatt, gera það og eru líklegir til, því starfslýsingin býður hreinlega upp á, eða öllu heldur, kallar á það. Hvað er þá annað eðlilegra en að kalla klerkana því réttnefni atvinnu-lygarar?
Eitt veit ég og hef tekið eftir. Ályktanir prestanna ná ekki lengra en að veskinu. Starfið þeirra bindur þá í afstöðu sem fer ekki lengra en launaseðillinn leyfir. Prestar eru hugmyndafræðilegir útverðir gamallar heimsku. Lygarnar sem þeir mæla úr munninum eru orðnar stofnanabundnar og ríkisstyrktar. Heil hefð eru þessar lygar orðnar og pressaðar inn á fólk meðan æfi þess líður áfram á formheimskunnarfæribandi kirkjunnar, frá vöggu til grafar, ríkisstyrkt.
Hvorki prestar né prófastar geta eytt lyginni sem þeir boða, heldur einungis skreytt hana og puntað eða gert endurbætur innan takmarkaðs ramma. Þessar megindlegu (quantitatívu) snurfussanir á afstöðu sinni ná skammt. En eigindleg (qualitatív) breyting afstöðu þeirra, þ.e.a.s að henda lyginni á hauganna, liggur ekki á boðstólnum þegar sannfæringafrelsi þessara manna, er rígbundið bak við auðmagnsrimla, þar sem æxliskennda áróðursbáknið hefur lyklavöldin.
Jón segir
Þótt að orðið atvinnulygari eigi við einhver rök að styðjast í sambandi við preststéttina þá finnst mér hún full mikil alhæfing. Því finnst mér að menn ættu að velja sér önnur orð til að lýsa því sem menn vilja segja.
Við þessu segi ég; Alhæfingar eru ekki sjálfkrafa rangar, bara út af því að þær eru alhæfingar. Ég held að alhæfing mín um prestana sem atvinnu-lygara vera nákvæm, lýsandi standast raun. Og þar að auki lýsa því sem ætla mér að lýsa.
Þetta er afskaplega gagnleg umræða og tímabær - eru prestar atvinnulygarar? Verst er að akkúrat núna, þá fyrst sem byrjað er að fara ofan í saumana á svo mikilvægri fullyrðingu, brestur á með flótta hjá síranum.
Carlos, komdu aftur, við þurfum að ræða þessi mál. Þetta er mikilvægt!
Takk Kári Svan fyrir góða útskýringu á orðanotkun þinni. Mér finnst talsverður munur á ósannindum sem eru sagðar af fáfræði eða dómgreindarleysi miðað við ósannindi (lygar) af yfirlögðu ráði. Það er ekki hægt að jafna öllum ósannindum saman því stundum er meira að segja hægt að réttlæta lygi. Það fer allt eftir þeim siðferðislegu verðmætum sem liggja að baki eins og þegar manneskja á valdi glæpamanns þarf að ljúga til að bjarga lífi sínu. Ef við getum ekki gert siðferðislegan mun á eðli mismunandi siðferðislegra aðstæðna erum við illa stödd. T.d. skiptir ásetningur miklu máli þegar dómsvaldið dæmir í afbrotamálum og þegar við dæmum orð eða gjörðir samferðamanna okkar er það sanngirnismál að við gerum slíkt hið sama. Ég veit ekki hvernig ég á að rökstyðja þetta frekar.
Ég er sammála þér Kári Svan í því að sumar alhæfingar eru fyllilega réttlætanlegar eins og t.d. "sameindir eru alltaf gerðar úr atómum" en ég get alls ekki verið sammála alhæfingunni að allir prestar séu "atvinnu-lygarar" og finnst hún ærumeiðandi í þeirra garð. Að auki finnst mér nafnaköll ekki þjóna tilgangi í umræðu því við verðum jú að ræða við presta og annað trúað fólk ef við ætlum að ná til þeirra og sannfæra um ágæti þess sem við höfum fram að færa. Skiljum bakdyrnar eftir opnar!
Svanur spyr í athugasemd:
Er það virkilega kennt í Guðfræðideild að meyfæðingin, upprisan og guðleiki Jésús sé ekki raunveruleiki?
Carlos "svarar" þessu í blogginu sínu.
Þetta er sannarlega athyglisverð samantekt.
Ég er með eina spurningu. Eru þessar tilvitnanir eingöngu úr gamla Testamentinu eða einnig því nýja (ef svo er hvað er í hvoru??)?
Öll atvikin eru tekin úr Gamla Testamentinu utan þau tvö neðstu sem eru úr Nýja Testamentinu, Postulasögunni nánar tiltekið.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 11/09/06 15:09 #
Alltaf dálítið sérstakt þetta þegar "algóður" guð sendir bjarndýr til að rífa og tæta í sig barnahóp sem híaði á Elía spámann.
Væntanlega munu atvinnugóðmennin lesa þetta sundur og saman í kastljósi krists eða segja þetta ljóðræna myndlíkingu. Samt er eitthvað svo sorglegt við það að trúmenn sitji sveittir við að afneita öllu ógeðinu í Biblíunni umleið og þeir hamast við að segja "Guð er kærleikur" bla,bla,bla, því NEI, guð Biblíunnar er morðótt skrímsli!