Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Viðjarnar uppdiktuðu

Á blaðsíðu 33 í Mogganum í gær birtist ansi nöturleg auglýsing frá einhverjum samvinnuhópi kristilegra félaga. Auglýsing þessi útvarpar einhverjum þeim hvimleiðustu ranghugmyndum sem spretta af of mikilli trúgirni á það sem stendur í Biblíu kristinna manna. Bókin sú afgreiðir nefnilega samkynhneigð sem synd og viðurstyggð og þeir sem hafa látið þessa arfavitlausu hugmyndfræði aftan úr öldum lita skoðanir sínar halda því fram, þvert ofan í allar rannsóknir, að samkynhneigð sé sjúkleiki sem hægt sé að lækna.

Það sem sló mig mest í auglýsingunni er að þar er talað um viðjar samkynhneigðar. Samt ætti að vera ljóst að samkynhneigt fólk sem komið hefur út úr skápnum er afar sátt við það hvert kynlöngun þess beinist og kannast ekki við að þetta séu neinar viðjar.

Ég spyr því: Hverjar eru þessar viðjar samkynhneigðar sem þessir menn segja að margir séu lausir úr? Eru þær nokkuð annað en þeir fordómar og andúð sem kristilegt pakk lætur dynja á samkynhneigðum? Og er þá ekki besta leiðin til að losa fólk úr viðjum samkynhneigðar að hætta að láta því finnast það vera annars flokks borgarar?

Birgir Baldursson 13.08.2006
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 11:59 #

Þessi kristilega auglýsing virkar á mig eins og myrkar miðaldir. Samkristilegt? Hvaða kristna fólk stendur að baki þessari auglýsingu?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 13:03 #

Eins og Keli bendir á í athugasemd á síðunni minni, gaf sami hópur út yfirlýsingu um frumvarp til réttinda samkynhneigðra í janúar.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 13:46 #

Ef þessir sannkristnu menn væru sjálfum sér samkvæmir þá hefðu þeir líka átt að birta heilsíðuauglýsingu þennan sama dag til höfuðs Fiskideginum mikla á Dalvík. Þar hefur eflaust verið borðaður humar en slíkt er viðurstyggð í augum guðs.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 14:47 #

Bendi fólki á ágætt blogg Lárusar Viðars um málið.


jonfr - 13/08/06 15:39 #

Þessi auglýsing er fyrir neðan allar hellur og er til háborinnar skammar. Þeir sem standa að henni eiga að biðjast afsökunar á henni nú þegar og aldrei nokkurntíman að koma með svona aftur.


Alex - 13/08/06 15:42 #

svei þvílik fíbl og fólk kallar okkur guðleysinga fordómafulla


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 17:29 #

Við Vantrúarseggir ættum kannski að borga heilsíðuauglýsingu í Mogganum þar sem við bjóðumst til að frelsa fólk úr viðjum kristinnar trúar?

Nei, varla. Við kunnum okkur nefnilega.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 18:34 #

Þetta fólk dæmir sig sjált, þessi klúbbur ( samvinnuhópur kristinna trúfélaga ) er aðhlátursefni um allan bæ. Íslendingar eru upplýstari en svo að þeir taki marka á svona þvaðri. Þetta er trúarofstæki, köllum það bara réttu nafni.


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 18:43 #

Í kvöldfréttum var það helst að Biskup Þjóðkirkjunnar les ekki Moggann. Biskupinn sagðist ekki hafa séð auglýsinguna og vildi ekki tjá sig um málið. Þögn er sama og samþykki.....?


Turkish - 13/08/06 19:17 #

Það sem mér finnst merkilegast af þessu öllu er hvers konar hálfvitar starfa þarna á mogganum sem birta þessa auglýsingu. Það fer enginn að segja mér að þeir birti bara það sem þeim er borgað fyrir.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 19:40 #

Það er ekki við Moggann að sakast. Ég vil taka fram ég er engin aðdáandi Moggans.

Að birta ekki auglýsinguna er brot á tjáningarfrelsi, ekki viljum við það.

Það er lang best að fá svona viðhorf upp á yfirborðið, þá er mun auðveldara að taka á þessu. Enda virðist þetta vera að springa í andlitið á þessu fólki. Almennings álitið er ekki með þeim, fjarri því.


Kalli - 13/08/06 19:57 #

Arnold, ég er að hluta til, í það minnsta, sammála síðustu athugasemdinni í innleggi þínu hér að ofan.

Ég er hins vegar ósammála þessu:

Að birta ekki auglýsinguna er brot á tjáningarfrelsi, ekki viljum við það.

Að miðill neiti að birta auglýsingu er ekki brot á tjáningarfrelsi. Að aðila sé meinað með lögum að tjá sig er það hins vegar – svo dæmi sé nefnt.

Setjum sem svo að Vantrú væri kostuð með auglýsingabirtingum og þessi sama nefnd hefði beðið um að Vantrú birti þessa auglýsingu, gegn venjulegu gjaldi, á vefnum sínum. Væri það þá brot á tjáningarfrelsi ef Vantrú myndi neita því? Frekar en það væri brot á tjáningarfrelsi Vantrúar að mega ekki neita því?

Þetta er hins vegar komið nokkuð út fyrir efni greinarinnar held ég og væri kannski best rætt á öðrum vettvangi.


Gunnar - 13/08/06 20:03 #

Sammála Arnoldi. Ég hugsa að vantrúarmenn myndu vera fljótir að kvarta undan því að vera sviptir tjáningarfrelsi sínu ef þeir hygðust birta heilsíðuauglýsingu á föstudaginn langa til með einhverju krassandi slagorði til að auglýsa kvikmyndasýningu sína og væri neitað um það. Að minnsta kosti virðist formaðurinn vera býsna fljótur að álykta að verið sé að reyna að svipta hann tjáningarfrelsinu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 20:11 #

Ég hélt ég hefði fært fyrir því ágæt rök. Ég er þeirrar skoðunar að trúarástundun, eins og sú sem fer fram innan Þjóðkirkjunnar, sé geðveikislegur skrípaleikur. Sá sem sussar á mig þegar ég tjái þá skoðun mína vill augljóslega hefta tjáningarfrelsi mitt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 20:17 #

Gunnar, þessi dæmi tengjast ekki á nokkurn hátt.

Auðvitað getur Morgunblaðið neitað að birta auglýsingar og hefur vafalítið gert það í gegnum tíðina, nákvæmlega eins og Morgunblaðið neitar að birta sum lesendabréf og hefur gert í gegnum tíðina. Ekki er mjög langt síðan Morgunblaðið birti afsökunarbeiðni útaf lesendabréfi sem það hafði birt þar sem illa var talað um samkynhneigða.

Morgunblaðið myndi aldrei birta auglýsingu frá Vantrú á föstudeginum langa, það er ekki möguleiki á að þeir myndu gera það.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 20:25 #

Málflutningur trúleysingja á í vök að verjast gegn stóru bákni sem eru Þjóðkirkjan og önnur trúfélög. Því held ég að það sé okkur til gagns að sýna mikið umburðarlyndi varðandi svona birtingar. Gleymið ekki að Mogginn er mjög hallur undir þjóðkirkjuna og kannski fleirri fjölmiðlar. Sú staða gæti komið upp að ítök kirkjunar í fjölmiðlum gætu komið í veg fyrir það að við gætum komið okkar málstað á framfæri . Þá er betra fyrir okkar málstað að hafa ekki verið búinn að krefjast ritskoðunar í þessu tilfelli, en þetta er bara mín skoðun.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 20:36 #

Mér fyndist fáránlegt ef Mogginn neitaði að birta auglýsingu frá Vantrú á föstudaginn langa. En það er kannski ekki að marka mig, ég er mjög frjálslyndur þegar kemur að tjáningarfrelsinu.

Hinns vegar er Mogginn einkafyrirtæki og ræður svo sem hvað hann birtir og hvað ekki.


Turkisg - 13/08/06 20:38 #

Þetta var kannski ekki nógu vel útlistuð athugasemd hjá mér þarna að ofan en Matti svaraði þessu nokkuð vel. Moggin velur ritskoðar og velur úr þau lesendabréf sem hann birtir og sama gera þeir við auglýsingarnar sem þeir birta. Ég held að það sé tæpt brot á tjáningarfrelsinu að velja hvað þeir birta og birta ekki því að þegar allt kemur til alls er það ritstjórn moggans sem ber ábyrgð á og ræður því sem birt er í blaðinu. Ég efast um að þeir myndu birta heilsíðu auglýsingu sem beint væri gegn gyðingum eða einhverjum öðrum hópum eða þjóðflokkum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 20:48 #

En þeim þykir í lagi að birta áróður gegn samkynhneigðum.

Hér hefur enginn krafist ritskoðunar á auglýsingum sem birtast í Mogganum eða nokkrum öðrum fjölmiðli, heldur hafa menn tjáð undrun sína og andstyggð á því að ritstjórnarstefna Moggans skuli rýma umburðarlyndi fyrir skoðunum eins og birtast í téðri auglýsingu.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 20:54 #

Kalli, Matti og Turkisg, þið hafið rétt fyrir ykkur. Ég skal éta þetta ofan í mig :) En þetta styður þá skoðun mína að Kirkjan hefur mikil ítök í Mogganum. Ég segi Kirkjan því mig grunar að Þjóðkirkjan sé ekki alsaklaus af þessari auglýsingu.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 21:19 #

Ég hef oftar en einu sinni kalla Morgunblaðið málgagn Þjóðkirkjunnar. Það eru afskaplega mörg dæmi sem réttlæta þá nafngjöf.


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 21:54 #

Það er undarlegt lykt af þessu máli. Þegar fréttastofa RÚV leitaði álits biskups þá hafði hann ekki "séð" auglýsinguna og vildi ekki tjá sig frekar um málið: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4257397/5

Les ekki biskup Moggann? Það væri mjög leiðinlegt fyrir blaðið sem telur biskup og föður hans nánast í guðatölu. Kannski er hann að samþykkja þessa auglýsingu með þögn sinni? Hver veit.

Ég skora á fjölmiðla að spyrja biskup aftur. Hann hlýtur að vera búinn að lesa auglýsinguna núna eftir allt þetta umtal.


Gunnar - 13/08/06 22:52 #

Gunnar, þessi dæmi tengjast ekki á nokkurn hátt.

Annars vegar gagnrýnið þið harkalega að Morgunblaðið birti þessa auglýsingu. Hins vegar kvartar Birgir undan því að reynt sé að svipta hann tjáningarfrelsi sínu þegar framsetningarmáti hans er gagnrýndur. Mér finnst síður en svo að þið séuð að reyna að svipta ritstjórn Moggans tjáningarfrelsinu með því að gagnrýna birtingu auglýsingarinnar. Sjálfum finnst mér auglýsingin fáránleg en ég tel að fjölmiðlar ættu almennt að fara mjög varlega í að hafna birtingu á auglýsingu sem felur ekki í sér lögbrot (þótt rétt sé að fjölmiðill í einkaeigu ráði því sjálfur). En mér finnst að sama skapi fráleitt að Birgir kalli menn fasista og saki þá um að vilja svipta hann tjáningarfrelsinu ef þeir voga sér að gagnrýna framsetningu hans. Mér finnst þessi mál tengjast á þann hátt að Birgir sé ekki sjálfum sér samkvæmur. Annars vegar telur hann það brot á tjáningarfrelsi sínu að bloggari gagnrýnir málflutning hans. Hins vegar gagnrýnir hann Moggann fyrir að gera ekki það sem hlýtur samkvæmt hans eigin mælikvarða í hinu tilvikinu að teljast mannréttindabrot. Ef það er brot á tjáningarfrelsi að gagnrýna framsetningu (án þess að hafa nokkur tök á að hafa áhrif á getu hins gagnrýnda að tjá sig), hlýtur það að vera brot á tjáningarfrelsi að hafna birtingu (hafa bein áhrif á getu hins gagnrýnda að tjá sig).


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 22:55 #

En mér finnst að sama skapi fráleitt að Birgir kalli menn fasista og saki þá um að vilja svipta hann tjáningarfrelsinu ef þeir voga sér að gagnrýna framsetningu hans.

Nei, þetta er misskilningur. Þegar ég kalla trúarhegðun geðveikislegan skrípaleik þá er það skoðun mín, en ekki framsetning á annarri skoðun. Þetta er nákvæmlega það sem mér finnst.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 22:58 #

Gunnar, þetta tvennt tengist ekki á nokkurn hátt. Athugasemd þín staðfestir það bara enn frekar. Spjallborðið er opið ef þig langar að ræða frekar um Birgi og athugasemdir hans á öðrum vefsíðum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 23:06 #

Og bara svo það sé á hreinu:

Mér finnst síður en svo að þið séuð að reyna að svipta ritstjórn Moggans tjáningarfrelsinu með því að gagnrýna birtingu auglýsingarinnar (leturbreyting mín - BB).

Ég var alls ekki í grein minni hér að ofan að gagnrýna birtingu auglýsingarinnar, heldur innihald hennar sjálfrar. Og hvergi hef ég í kommentum heldur haldið fram slíkri kröfu. Gunnar, þú gerir mér upp skoðanir.


Gunnar - 13/08/06 23:55 #

Gunnar, þú gerir mér upp skoðanir.

Það var ekki ætlunin og ég biðst afsökunar. Hið rétta er að Matti og Lárus Viðar (ásamt jonfr og Turkish) gagnrýndu birtinguna. Ég gerði mig sekan um að hnýta skoðanir ykkar saman.

Ég hef mér það þó til afsökunar að þessa athugasemd þína gat ég skilið svo að þú samsinntir þeim. Nú ert þú búinn að gera mér ljóst að það er rangur skilningur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 14/08/06 00:13 #

Ekkert mál. En ætlarðu ekkert að fara að hnýta í mig fyrir að kalla samstarfshópinn kristilegt pakk? ;)


Gunnar - 14/08/06 02:58 #

En ætlarðu ekkert að fara að hnýta í mig fyrir að kalla samstarfshópinn kristilegt pakk?

Hehe, ég ákvað að sleppa því, en fyrst þú spyrð get ég sagt þér að mér finnst þessi pistill mjög góður að öllu öðru leyti en akkúrat þessu. Ef í stað "kristilegt pakk lætur dynja á samkynhneigðum" hefði staðið "sumir trúarhópar viðhafa í garð samkynhneigðra" þá hefði ég verið næstum fullkomlega ánægður. Næstum segi ég vegna þess að það eru ekki einvörðungu trúarhópar sem hafa fordóma og andúð á samkynhneigðum, og ég efast um að rót slíkra fordóma liggi alfarið í trúarbrögðum.

Að mínu mati myndi slík umorðun í engu veikja boðskap pistilsins, en hún myndi koma í veg fyrir þann öfgablæ sem orðalag þitt ljær síðustu málsgreininni.

Að því sögðu er rétt að taka það skýrt fram að ég vil ekki skerða mannréttindi þín.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 14/08/06 12:23 #

Þetta var sett þarna til að ögra ykkur félögunum. :)


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 14/08/06 16:20 #

Það er undarlegur fyrirsláttur hjá biskupnum að segjast ekki hafa séð auglýsinguna og vill þess vegna ekki tjá sig. Ef mér væri sagt frá því að samvinnuhópur kristilegra félaga hefði birt heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu, þar sem fordómum er haldið á lofti og fjallað neikvætt um samkynhneigð, þá þyrfti ég ekkert að hugsa mig tvisvar um slíkt framtak. Ég hefði sagt sem er að þetta væri lúalegt og ekki mönnum bjóðandi.

Flestir hefðu gert hið sama en ekki biskup. Hvað segir það okkur um viðhorf hans? Ég bíð spenntur eftir nánari viðbrögðum hans, eftir að hann hefur fengið að berja auglýsinguna augum.

Líka er það umhugsunarvert að auglýsing af þessu tagi virðist kosta um 400.000 krónur, samkvæmt verðskrá Morgunblaðsins (pdf). Annars fór ég ekki nákvæmlega yfir skrána en mér sýnist að verðið sé eitthvað nálægt því. Þegar að menn borga slíkar upphæðir til að fá útrás fyrir hommafóbíuna þá er eitthvað mikið að.


Jórunn (meðlimur í Vantrú) - 14/08/06 17:13 #

"viðjar samkynhneigðar" segja þeir sem auglýsa í nafni í Mogganum s.l.laugardag. Ekki þekki ég nokkrar viðjar svo sterkar sem þær sem trúfélög og trúarhópar binda félaga sína í.


Jón Grétar Borþórsson - 14/08/06 18:19 #

Ég er aðallega hissa á því hvað vankunnátta trúarhópa og mannvonska þeirra kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Sorgleg auglýsing frá sorglegum hópi manna sem ekki verður bjargað úr þessu.


Khomeni - 14/08/06 20:23 #

Ég held að allir sem sáu þessa andstyggilegu auglýsingu sé misboðið. Þessi óþolandi kristni-hnýsni sem vill skipta sér að kynlífi manns og samskiptum við aðra. Hvað kemur það þessu kristna fólki við hvernig kynlífi ég lifi!! Ekki skipti ég mér að kynlífi Gunnars í K(r)ossinum! Né annara trúarnöttara.

Hvað myndi þetta krist-hyski halda ef ég stofnaði trúfélag sem teldi það forgangsatriði að afkristna alla þá sem tilheyra þessum ógeðslegu söfnuðum sem skrifuðu undir þesssa andstyggilegu auglýsingu? Ég héldi því fram að kristni væri synd, en ég fyrirgæfi þeim alveg samt..Þau ættu bara að hætta að trúarnöttast um helgar.

Mér er misboðið.

p.s ég set spurningamerki við ákvörðum Moggans að birta þennan sora. Ritstjórnin ákveður að birta þennan níð. Ritfrelsi er í mínum huga heilagt en siðferðisvitun ritstjórnar Moggans ætti að hafna birtingu þessarar auglýsingar. Hvað ef samtök á borð við Norrænt mannkyn birti auglýsingu í Mogga þar sem áréttað væri um hættur kynstofnablöndunar..? Væri það í lagi?

Khomeni.


Kalli - 14/08/06 20:47 #

p.s ég set spurningamerki við ákvörðum Moggans að birta þennan sora. Ritstjórnin ákveður að birta þennan níð. Ritfrelsi er í mínum huga heilagt en siðferðisvitun ritstjórnar Moggans ætti að hafna birtingu þessarar auglýsingar. Hvað ef samtök á borð við Norrænt mannkyn birti auglýsingu í Mogga þar sem áréttað væri um hættur kynstofnablöndunar..? Væri það í lagi?

Frábær spurning.


Jón Grétar Borþórsson - 14/08/06 20:54 #

Gott er að það er ekki allt slæmt í þessum málum samt. Ég missti af mestallri fréttini á NFS áðan en mér sýndist að skóli á Akureyri hafi ætlað að taka upp á því að hafa á sinni námskrá kennslu um málefni samkynhneigðra. Og markmiðið er að minnka sálarangstur samkynhneigðra ungmenna og minnka fordóma. Náði samt ekki hvort að hér var um að ræða barnaskóla eða mennstaskóla. Held samt það fyrra.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 14/08/06 21:46 #

Allir kennarar við alla grunnskóla á Akureyri voru sendir á námskeið í dag til að fræðast um samkynhneigð. Frábært framtak! Ég heyrði í einum kennara sem mætti á námskeiðið og hún lét mjög vel af þessu.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 14/08/06 21:50 #

Þjóðkirkjan átti ekki aðild að auglýsingu Samvinnuhóps kristinna trúfélaga

Ég get varla orða bundist yfir orðalaginu í tilkynningu Þjóðkirkjunnar, hvað er þetta:

...efni hennar (auglýsingarinnar) er ekki í samræmi við þær áherslur sem kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar hefur lagt fram og eru nú til umræðu innan kirkjunnar

Þetta er einhver aumasta fordæming sem ég hef á ævi minni séð. Gátu þessir aular ekki sagt eitthvað örlítið meira en þetta?


Khomeni - 14/08/06 23:48 #

Þetta eru aular.


Guðmundur - 15/08/06 13:06 #

Mér fannst fyndið viðtalið sem var kastljósinu við Jón Val Jensson eða hvað sem hann heitir og Heimi Má. Enda jarðaði Heimir hann á staðnum


Guðmundur - 15/08/06 23:52 #

Jæja Snorri Óskarson er búin að kóróna það hvað hann er mikil fæðingarhálfviti þegar hann tjáði sig um meðferð við samkynhneigð á NFS í dag. Að þetta skuli vera kennari barna og vera helvítis kuklari. Þessi maður þarf á meðferð að halda við sinni trúarfíkn og undirgefni.


Davíð Rósenkrans Hauksson - 16/08/06 17:51 #

Já, hver er svo sem munurinn á samkynhneigð, ofbeldishneigð og nasisma?


Alex - 17/08/06 09:52 #

nasismi er pólitsk stjórnarhugsun svipuð og tildæmis og sosialsmi nema mikið verri

ofbeldishneigð er oftast tengdt anti social persónum og ekki hægt að lækna heldur


Snæbjörn - 17/08/06 18:21 #

Davíð, þetta er athyglisverð spurning, en fyrir flest fólk er mismunurinn svo augljós að ekki er þörf á útskýringum.

Nasisismi, eða national socialism, er hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til Þýskalands og þeirrar hörmunga sem blöstu við þjóðina eftir tap fyrri heimsstyrjaldar.

Hvorki ofbeldishneigð né samkynhneigð byggjast á hugmyndafræði. Einu tengslin sem ég sé á milli þessara hluta, er það að ofbeldishneigðir nasistar ofsóttu samkynhneigða.

Ofbeldishneigð og samkynhneigð má að öllum líkindum rekja til líffræðilegra þátta.

Til þess að kynnast nasisma nánar er alveg gráupplagt að lesa bók um sögu 20. aldar eða jafnvel bara sögubók um seinni heimsstyrjöld.

Fyrir hin tvö myndi ég leggja til að skoða sálfræðirit sem fjalla um þessi efni, annars ætti að vera nóg að fara inn á heimasíðu samtakanna 78 til þess að fá útskýringu á samkynhneigð.

Vona að þetta hjálpi.


Fiffi - 18/08/06 02:54 #

Það er ánægjulegt að einhver ykkar, í þessu tilfelli Matti, hafi ákveðið að leita sér heimilda um skoðanir íslensku Þjóðkirkjunnar á þessu máli - en ég veit ekki, kannski var það alveg óvart. Þegar ég fyrst heyrði af þessu brá mér dálítið og ég hugsaði með mér að það gæti ekki verið að Þjóðkirkjan hafi átt þátt í þessu. Undirskrift samstarfshóps kristinna trúfélaga er vissulega villandi en þetta er vissulega samstarfshópur ákveðinna kristinna trúfélaga. Þjóðkirkjan á annars aðild að samstarfsNEFND kristinna trúfélaga sem má lesa nánar undir samkirkjumálum á kirkjan.is.

Þið vilduð svo kannske kynna ykkur óvininn áður en þið gerið honum upp skoðanir? Greinina Kölluð til frelsis e. Kristínu Þ. Tómasdóttur má lesa á tru.is OG við hana má koma með ummæli.

Svo segir Matti:

Þetta er einhver aumasta fordæming sem ég hef á ævi minni séð.

Ég fagna því að í stað þess að fordæma aðra áréttar kirkjan skoðanir sínar. Hversu oft hefur kirkja Krists í gegnum aldirnar fordæmt eitt og annað af mikilli hörku og sett mönnum skorður og verið gagnrýnd. Getur verið að með nýjum tímum taki við nýjar skoðanir og nýjir starfshættir? Getur verið að í stað þess að fordæma aðra sé Kirkjan farin að reyna að stíga skref í átt að ríkara umburðarlyndi og skilningi.

Hitt finnst mér svo hálf barnalegt, sem frelsarinn reynir tvisvar að lauma - hálf kómískt að mér finnst - inn í umræðuna um að þar sem biskup hafi ekkert viljað segja hafi hann verið að samþykkja efni auglýsingarinnar. Ekki fyndið, ekki málefnalegt og ekki faglegt.

Mér finnst nefnilega alveg hárrétt af biskupi að tjá sig ekki um mál sem hann þekkir ekki af eigin raun. Vantrú hefur hingað til gagnrýnt hann þegar hann segir skoðanir sínar á því sem hann þekkir ekki. Er því ekki bara eðlilegt að hann vilji kynna sér málið, jafnvel hafa ráðfæra sig við aðra 'í bransanum' eða spyrja þá sem undir þetta rita einhvers.

En svona undir lokin: Fannst engum nema mér fyndið hvernig grafísk uppsetning auglysingarinnar var? Ekki misskilja - ég er ósammála efni hennar - en góðan daginn..


Gyða (meðlimur í Vantrú) - 18/08/06 09:21 #

Fiffi sagði: "Getur verið að í stað þess að fordæma aðra sé Kirkjan farin að reyna að stíga skref í átt að ríkara umburðarlyndi og skilningi."

Mér finnst persónulega að þá fordóma gagnvart samkynhneigðum sem þessi auglýsing stendur fyrir eigi að fordæma og hér eigi umburðalyndi og skilningur alls ekki við. Ég hef ekkert umburðalyndi gagnvart fordómum sem skaða fólk hvort sem fordómarnir snúa að litarhætti, kynheigð eða öðru.


Khomeni - 18/08/06 12:18 #

Góður punktur..
Ég er svo öfgasinnaður í mínu umburðarlyndi að ég þoli ekki fordóma annara. Það er ekkert að því að sýna fordómum annara viðnám.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 18/08/06 13:44 #

Þið vilduð svo kannske kynna ykkur óvininn áður en þið gerið honum upp skoðanir?

Hvar var "óvininum" gert upp skoðanir?


Fiffi - 18/08/06 15:01 #

Hvergi í þessum pistli svosum - en það er góð regla að þekkja 'óvini' sína. Ég setti þetta reyndar bara svona fram - meiningin var að benda á skoðanir sem eru uppi meðal þjóna kirkjunnar. Reyndar endurspeglar hún ekki skoðanir allra, en það segir sig nú sjálft. Ég leyfi mér þó að ímynda mér að einhverjum hafi dottið í hug að Þjóðkirkjan hafi verið með í þessu, en hver veit - kannski er ég bara að bulla.


Guðmundur - 25/08/06 13:39 #

Það sem má koma inn í þetta mál hér með þessa auglýsingu þann 12 ágúst er Morgunblaðið. Hvers vegna í ósköpunum birta þeir þessa auglýsingu var þeim mútað að Gunnari á krossinum og Snorra í Babel. Nei ég held að Morgunblaðið eigi að skammast sín fyrir að birta þetta enda er þetta ekki í takt við nútímann eins og fávitarnir bakvið þessa sértrúarsöfnuði.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.