Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Treystirðu þessum manni?

Karl Sigurbjörnsson, biskup Þjóðkirkjunnar, þreytist ekki á að útmála trúleysið sem rót alls ills og gera trúlausum það upp að vera siðlausir og tortryggilegir. En hvað um Karl sjálfan? Er hægt að treysta orðum þessa manns?

Svarið má finna í þessu myndbandi. Útgáfa í fullum gæðum hér.

Ritstjórn 08.08.2006
Flokkað undir: ( Vantrúarbíó )

Viðbrögð


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 08/08/06 13:30 #

Þið getið hækkað töluna í 206. Ég hef frá og með deginum í dag yfirgefið Þjóðkirkju Íslands.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/08/06 15:38 #

Sweet. :)


Þorsteinn Ásgrímsson - 08/08/06 16:52 #

bætið öðrum við, skráði mig reyndar úr henni fyrir 3 árum, en engu að síður "hjálpaði" þessi síða mér mikið við það.


jonfr - 08/08/06 16:54 #

Einhver ætti að kenna ykkur á xvid eða divx, jafnvel mpeg þjöppun.

Annars er varla hægt að treysta þessum mönnum í dag. Vegna þess að trú þeirra og hroki veldur því að þeir telja sig fyrir ofan allt og alla hafna. Sérstaklega vegna þess að þeir í alvörunni trúa því að fyrir ofan himinin sé einhver vera sem muni bjarga þeim þegar þar að kemur.

Biskup Íslands og aðrir trúmenn eiga eftir að verða fyrir miklum vonbrigðum í framtíðinni.


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 08/08/06 17:02 #

Takk fyrir. WMV er MS staðall sem virkar á öllum windows tölvum og ekkert vesen. Það eru ekki allir með divx og þess vegna er það ekki notað.


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 08/08/06 17:06 #

Minni á að hægt er að sjá þetta í fullum gæðum á http://www.vantru.is/skrar/biskup.wmv


jonfr - 08/08/06 17:55 #

Það eru ekkert allir að nota Windows ;)

Ég get svosem spilað wmv formið, en það er bara svo leiðinlegt og ljótt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/08/06 18:19 #

En auðvitað er full ástæða til að taka það til skoðunar að nota aðrar vídeótegundir í framtíðinni.


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 08/08/06 19:42 #

Svona til að svara spurningunni: Nei, þessum manni treysti ég svo sannarlega ekki.


Sigurður Jóhann - 08/08/06 21:46 #

???Treystandi í sambandi við hvað þá?Hann er trúaður maður sem trúir því sem hann stendur fyrir,rétt eins og þið "trúið" því sem þið standið fyrir.Ég treysti þessum manni bara álíka mikið og ég treysti ykkur.Er ekki Kristintrúar,né meðlimur annarra trúfélaga,en ég trúi á almáttugann og algóðann skapara. * blessi ykkur!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/08/06 22:07 #

Treysta í sambandi við að biskup segir ósatt eins og rækilega er bent á í þessu myndbandi.


Pétur Haukur Jóhannesson - 08/08/06 22:19 #

Sigurður, ertu búinn að skoða myndbandið?


óðinsmær - 09/08/06 11:18 #

bráðum eru tíu ár síðan ég yfirgaf félagsskap hinna dyggðugu feðga - maður ætti kannski bara að halda uppá það?

mér er ekkert illa við karl biskup en finnst fáránlegt allt þetta sem hann hefur látið útúr sér í viðtölum gegnum árin, kominn tími á að þið gerðuð eitthvað svona sem svar við öllum móðgununum

trúarbrögð eru oft notuð af siðleysingjum til þess að fela sitt rétta eðli, ég held að það ætti betur við að hann talaði um það


óðinsmær - 09/08/06 11:23 #

sigurður jóhann, það er frábært að þú skulir trúa á algóðan og almáttugan skapara, þetta snýst nefninlega allt um trúna og vonina innra með þér en ekki félagsskapinn sem þú ert í eða hverjum þú treystir, enginn maður er alfarið traustsins verður því allir leyna einhverju eða bera ábyrgð á einhverju sem þú ert ekki hluti af. ég held að biskupinn hafi verið flæktur í einhver spillingamál ofaná allar rangfærslurnar (ég tel hann ekki beint lygara, bara skapbráðan) og ef það er rétt þá megum við ekki styðja hann í því heldur eigum við að koma með ljósið og fylgja sannleikanum, en jámm, ég styð þig áfram í að trúa á Guð og etv Jesú ;)


Steingrímur Jónsson - 09/08/06 19:34 #

Ágætt framtak - hef þó ekki trú á svona vinnubrögðum. Mig langar samt til að benda ykkur á ennþá eldri ósannsögli biskups. Þegar bókin Da Vinci lykillinn kom út sagði Karl Sigurbjörnsson að þarna væri um að eingönu um að ræða skáldsögu sem ekki bæri að taka alvarlega. Ef Karl Sigurbjörnsson er fræðimaður á sviði kristni og trúmála almennt þá hlýtur hann að vita að þær kenningar sem Da Vinci lykillinn byggir á byggir á mjög vel rannsökuðum kenningum sem hefur verið lýst í umtöluðum bókum, þar á meðal The Holy Blood and the Holy Grail og The Templars Revelations. Þarna er biskup annað hvort að gera sig sekan um fáheyrða fáfræði manns í stöðu sem á kynna sér alla hliðar á þeim því sem hann veitir forstöðu eða hreinlega lygar. Ég satt best að segja hef meiri trú á Karli Sigurbirnssyni en að hann viti ekki af þessum kenningum!


Brjánn Guðjónsson - 10/08/06 00:42 #

Biskup eða ekki biskup. Hann er bara maður eins og ég og þú. Þótt hann sé forsvarsmaður einhvers söfnuðar er hann bara maður og talar bara fyrir sig. Jafnvel þótt guddi væri til. Hefur KS eitthvert konkret umboð frá gudda? KS er bara maður og bullari. Hann talar einungis fyrir sjálfan sig. Hvers vegna að taka meira mark á honum en Lalla Johns? Lalli Johns er jú líka maður, með sama tilverurétt og Karl Sigurbjörnsson.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/08/06 01:16 #

Karl Sigurbjörnsson er höfuð Þjóðkirkjunnar, ríkisstofnunar sem þiggur milljarða úr sjóðum þjóðarinnar. Hann talar ekki sem einhver maður úti á götu, hann talar sem embættismaður íslenska ríkissins á sviði trúar. Það er grafalvarlegt mál ef slíkur maður fer með ósannindi og róg gegn þeim sem gagnrýna starfsemina sem hann stendur fyrir. Með því skapar hann og viðheldur fordómum í samfélaginu.


Aquila Marke - 11/08/06 15:06 #

Spurning til Birgis Baldurssonar:

Fínt myndband. Kirkjan var alltof lengi verið með "patent" á umræðu um siðferði á Íslandi. Sú umræða var síðan alltaf pökkuð inn í trú á guð. Það mikilvægasta sem þið vantrúarmenn hafið gert, er að benda á að kirkjunnar menn eða trúarbrögð eru ekki nauðsynleg forsenda siðferðis. Þetta ógnar kirkjunni. Þetta myndband er t.d. ágætt dæmi um að kristin trú kemur ekki í veg fyrir lygar. Kirkjan er í raun að gefa ykkar málstað byr undir báða vængi með svona málflutningi.

Ég veit að þú Birgir fæst/hefur fengist við tónlist. Mér fannst dálítið spaugilegt að nota tónlistina úr Tortímandanum í myndbandinu. Valdir þú tónlistina?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/08/06 16:28 #

Nei, Frelsarinn á heiðurinn af þessu myndbandi. Ég gerði ekki annað en leggja til textann í lokin.


Snæbjörn - 11/08/06 18:23 #

Ef myndbandið væri minna ýkt held ég að það hefði meira áróðursgildi.

Annars vel gert.


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 13/08/06 12:07 #

"Ýkjurnar" áttu bara að vera húmor. Alls ekki alvarlegt :) þessi rúmlega mín af sound-i úr Terminator II Judgment Day er hluti af sama húmor.


Eiríkur - 09/08/09 04:07 #

Það er gott að benda á þegar aðrir fara með ósatt mál. Þó er mun mikilvægara og virðingarverðara að setja þá háu siðferðiskröfu á sjálfan sig að fara ævinlega með satt mál, að setja sannleikan framar sínu "agenda", að skilja að ekkert "agenda" er þess virði að kvika í nokkru frá sannleikshollustu, enda má rekja flest illt í okkar samfélagi til lyga, sama hverjar þær eru.

Mér finnst afar ósennilega Karl "biskup" hafi vitað um deilur Dawkins við kvikmyndafyrirtækin, og eitt spurningarmerki gefur í sjálfu sér ekki tilefni til að ætla að maður meini eitthvað svo róttækt sem annað en fullyrðingu.

Eða hvað myndi sumum hér finnast um ef einhver hefði nú gert bíómynd sem væri sýnd út um allan heim, kostuð af trúuðum manni, kristnum, islömskum eða hverrrar trúar sem er, sem héti "Trúleysi, rót alls ills?"

Ég býst við að flestir myndi strax hoppa upp á háa c í paranoiu, eðlilega, hvað þá ef þeir hefðu ekki hugmynd um að einhverjar deilur hefðu verið um titil myndarinnar, eins og Karl eflaust hafði ekki hugmynd um, eða ég tel það mjög ólíklegt fyrst heimspressan vissi það ekki heldur fyrst í stað, og Karl er væntanlega þessum manni ekki persónulega málkunnugur.

Spurningarmerkið myndi þar engu um breyta.

Þú sigrar ekki neitt stríð með að fara yfir á það sem þú telur siðferðisplan andstæðings þíns, einmitt með því móti leggur þú hverjum sem það er sem þú telur óvinur þinn lið.

Hvaða manneskja sem er kingum meðalgreind sér það strax hversu ólíklegt er biskup hafi vitað það, og þar sem hann er varla undir IQ 100 sjálfur, er ólíklegt að hann hefði vísvitadi skaðað eigin málstað með að beinlinis snúa út úr og ljúga, með því væri hann að ganga til liðs við "hinn" málstaðinn, eins og þið hafið með þessu hjálpað Karli við sinn málstað, fólk fær alltaf samúð með þeim sem er logið upp á.

Ég er sammála því að það sem Karl segir um trúleysingja er siðlaust og mjög varasamt, og eitthvað sem maður myndi fremur búast við að heyra í Saudi Arabíu en þjóðfélagi sem vill kenna sig við mannréttindi og frelsi. Það réttlætir ekki að bregðast við í barnalegri tilfinningasemi, sem er gert of hátt undir höfði í þjóðfélagi okkar yfirhöfuð.

Kvikmyndatakan var svo fremur misheppnuð, minnti mig á hræðsluáróðursmyndir, og ég sé ekki að siðaðir, skynsamir menn myndu grípa til hræðsluáróðurs í stíl pólítískra og trúarlegra ofstækismanna. Svona táningaleg tilfinningasemi grefur líka undan málstað ykkar.

Tryggasta leiðin að sýna að þú sérst nú ekki viss hvort þú sérst yfir andstæðing þinn hafinn, og þar með veikja þinn eigin málstað, er að berjast við í offorsi og með dramatískum upphrópunum, og grípa til þess að hagræða sannleikanum ef hann gagnrýnir þig.

Þannig vanvirðir þú líka viðmælendur þínar, þá sem þú ert að reyna að vinna á þitt band, sem flýja þig hraðar en eðlilegur maður ágengan sölumann sem ætlar að beita hann bellibrögðum, um leið og þær sjá að þú heldur hann fífl sem bregst við tilfinngasemi, hagræðingu á augljósum staðreyndum og hræðsluáróðri, eins og einhver vangefinn nýnazisti, en ekki sæmilega vel gefinn maður.

Þessi vefur líður fljótt undir lok ef þið ætlið ekki að hækka standardinn hérna, ellegar verður samkomustaður örvita.

Þar að auki, fyrst verið er að gagnrýna Karl, og haft fyrir að gera heila bíómynd, þá sýnir það vanþekkingu á andstæðing sínum að týna ekki fleira til. Þessi maður hefur gert ýmislegt fyrir opnum tjöldum sem er ennþá gagnrýniverðara en það sem þið réttilega týnið til. Mætti halda þið hvorki blöð né horfið á fréttir.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/08/09 05:21 #

Mér finnst afar ósennilega Karl "biskup" hafi vitað um deilur Dawkins við kvikmyndafyrirtækin,...

Dawkins talaði um deilurnar í Kastljósviðtalinu (sem biskupinn hefur líklega séð þar sem hann tjáir sig um það)

Hvaða manneskja sem er kingum meðalgreind sér það strax hversu ólíklegt er biskup hafi vitað það,...

Aftur, kom fram í viðtalinu.

...og þar sem hann er varla undir IQ 100 sjálfur, er ólíklegt að hann hefði vísvitadi skaðað eigin málstað með að beinlinis snúa út úr og ljúga...

En hann laug. Hann sagði að Dawkins hefði haldið því "blákalt" fram í Kastljósviðtalinu að trúarbrögð væru rót alls ills. Það er lygi.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.