Tilhneiging manna til að koma sér upp hentugum skoðunum, búa til í kringum þær notalega fordóma og fá síðan guð í lið með sér virðist ekki hafa minnkað í aldanna rás. Trúarbrögðin mæta þörfum manna til að aðgreina hópinn sinn frá öðrum hópum. Í samtímanum eru allir hópar í návígi. Smækkun almættisins niður í það óttaslegna og yfirgangssama í mannsálinni er hættulegri en áður.
Jón Ormur Halldórsson
Þetta er auðvitað mikil einföldun, enda þótt "hentugar skoðanir" og að því er virðist innbyggð þörf manneskjunnar til að tilheyra hópi með sömu markmið sé greinilegt. Fáir myndu þó halda því fram að það sem gerir mig að aðdánda Þróttar í stað Kr.s sé lýsandi fyrir trúarhneigð manneskjunnar. Það er að vísu erfitt að átta sig á því hvenær þessi api (mannekjan) lagði aðgreiningu sína frá náttúrunni að jöfnu við vaxandi..og síðar ofurskarpa sjálfsmeðvitund. Um það þegir forsaga okkar. Það sem sjáum hinsvegar er það augljósa: Algjör umskipti jarðarinnar. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að hingað til hefur driffjöður þessara umskipta, átt sér trúarlega rót. Það kann að breytast, þó sé ég ekkert í samtíð minni,(auðvitað ekki meðal þeirra frelsuðu, en heldur ekki hjá þeim efagjörnu) sem breytir þessu. Við þurfum að kafa mjög djúpt, einsog perlukafarar á kóralrifi til að finna svarið. Ég held reyndar að við svömlum aldrei framhjá þeirri annarlegu perlu sem við stingdum okkur eftir.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Svanur Sigurbjörnsson - 04/08/06 10:57 #
Var þetta ekki í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum? Það er réttara að geta heimilda. Greinin hans var góð og það er ánægjulegt að sjá aðra en fólk í Vantrú/Samt/Siðmennt/Skeptikus gagnrýna trúarbrjálæðið.