Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

The Secret Swami

secretswami.jpg Sai Baba er frægur gúrú. Hann hefur meðal annars verið rannsakaður af íslenska dulsálarfræðingnum Erlendi Haraldssyni. Í þætti Jóns Ársæls um miðla í vetur var talað hlýlega um hann. Á sínum tíma sýndi Skeptíkus heimildarþætti þar sem fjallað var um brögðin sem Sai Baba notar til að blekkja fylgismenn sína.

Hér er komin önnur heimildarmynd sem heitir The Secret Swami. Þar er fjallað um gúrúinn og ýmis vafasöm verk hans. Velkomin í Vantrúarbíóið sem verður vonandi fastur liður á síðunni í framtíðinni.

Ritstjórn 30.06.2006
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


óðinsmær - 05/07/06 15:23 #

það er óhugur í mér eftir að hafa horft á þessa mynd og ég er alveg í sjokki. Þetta er vönduð heimildarmynd frá BBC og greinilegt að þarna er SKRÍMSLI! á ferð


Helgi Briem - 06/07/06 08:44 #

Já. Þegar ég var barn fyrir rúmum 30 árum og ýmsir ættingjar mínir sóttu reglulega fundi Guðspekifélagsins og Sálarrannsóknarfélagsins þá var þessi viðbjóður dýrkaður nánast sem hálfguð í þeim kreðsum.

Á það skal þó bent að þessar ásakanir um barnaníðingshátt og kynferðislegan yfirgang gegn honum höfðu ekki komið fram ópinberlega á þeim tíma og fólk vissi ekki af þeim.

Hins vegar fannst jafnvel mér, heittrúðu barninu, skrýtið að allt þetta fullorðna fólk skyldi falla fyrir því sem mér fannst augljóst að væru venjuleg sviðstöfrabrögð.

Og ekki skildi ég að háskólaprófessorinn sæi ekki gegnum þau, jafnvel þá.


Joe108 - 22/10/06 05:32 #

BBC's 'The Secret Swami' – Withheld Facts

BBC's 'The Secret Swami' – Withheld Facts In English

"Exposing the lies, deceit and dishonesty of critics, skeptics and ex-devotees of Sathya Sai Baba": SaiSathyaSai.com

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.