Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Dulsálarfræði og vísindaleg aðferð

Þess má geta að dulsálarfræðin hefur byggt niðurstöður sínar mest megnis á tilraunun og þannig notað raunvísindalegri aðferðir en margar aðrar greinar sálfræðinnar.

[Þessa heims og annars bls. 133]

Árið 1978 kom út bókin Þessa heims og annars eftir dr. Erlend Haraldsson, lokakafli bókarinnar heitir Hvað er dulsálfræði þar sem Erlendur fjallar um þetta sérsvið sitt. Erlendur talar meðal annars um rannsóknir Joseph Banks Rhine sem hann telur stórmerkilegar.

Banks var fyrstur til að nota tölfræði í rannsóknum á dulsálfræði og vöktu rannsóknir hans mikla athygli. Rhine notaði svokölluð Zenerspil í tilraunum sínum, viðfangsefnin voru látin giska hvaða tákn var á spilunum, það að giska oft á rétt var talið merki um dulskynjun.

Niðurstöður Rhine sýndu líkindi sem voru jafnvel einn á móti milljónum milljóna. Slíkum niðurstöðum varð aðeins hafnað á tvennan máta, að Rhine og samstarfsmenn færu með vísvitandi blekkingar eða þá að eitthvað væri meira en lítið athugavert við meginforsendur tölfræðinnar sem orðin var ómetanlegt hjálpargagn fjölda vísindagreina. Hvorug þessarra tilgátna fékk verulegan hljómgrunn og niðurstaðan varð sú að tilvera dulskynjunar varð að teljast staðfest. Margir leiddu málið hjá sér.

[bls. 139]

Um leið og Rhine fór að birta niðurstöður sínar byrjuðu efasemdaraddir að heyrast, nóbelsverðlaunahafinn Irving Langmuir heimsótti Rhine og komst að raun um að aðferðir hans voru ekki til fyrirmyndar. Til að mynda hunsaði Rhine neikvæðar niðurstöður. Það er líka ljóst að til að byrja með var Rhine ekki vandvirkur í tilraunum sínum, til dæmis var hægt að sjá í gegnum sum spilin sem notuð voru. Með tímanum lærði Rhine að vanda tilraunir sínar, það varð síðan til þess að niðurstöður hans hættu að benda til þess að viðfangsefni hans hefðu dulskynjunarhæfileika. Margir leiddu þetta hjá sér.

Erlendur heldur áfram:

Um það mun mestu valdið að ekki var hægt að kalla fram jákvæðar niðurstöður hjá sama einstaklingi hvar og hvenær sem er. Endurteknar tilraunir gáfu oft ekki jákvæða niðurstöðu. En einmitt það að fá megi sömu eða svipaða niðurstöðu úr sömu tilraun sé hún gerð aftur við sömu aðstæður hefur lengi verið einn af hornsteinum hinnar vísindalegu aðferðar. Þessari kröfu virtist dulsálarfræðin ekki geta fullnægt. Rhine hélt því fram að hver marktæk tilraun stæði fyrir sínu. Fáir myndu neita því að maður sem hlotið hefur almenna viðurkenningu fyrir listsköpun búi yfir slíkri gáfu þótt hún sé honum ekki tiltæk á hvaða stundu sem er. Endurtekningarkrafan eigi því ekki við í þessu tilviki.

[bls. 139]

Hvers vegna á dulsálarfræði ein vísindagreina ekki að uppfylla þá kröfu að hægt sé að endurtaka tilraunir? Sú afsökun að það sé ekki alltaf kveikt á þessum yfirskilvitlegu hæfileikum er aum og óvísandaleg þvert á fullyrðingar Erlends.

Rhine kom líka fram með kenningu, sem síðar hefur verið breytt lítillega, að þeir sem væru með færri rétt svör en ættu að fást með tilviljun væru viljandi að giska rangt af því þeim væri illa við hann. Erlendur talar um þessa kenningu í bókinni. Hann heldur því fram að þeir sem ekki trúa komi með færri rétt gisk af því þeir hafa í raun yfirskilvitlega hæfileika og beiti þeim til að draga úr réttum ágiskunum.

Segjum að það sé gerð tilraun, notuð eru spil með fimm mismunandi táknum, tilraunadýrið er látið giska 25 sinnum. Ef einhver fær 6 rétt svör (einu meira en tilviljun gerir ráð fyrir) þá er hægt að segja að hann búi yfir dulskynjun, ef hann fær 4 rétt svör (einni færri en tilviljun gerir ráð fyrir) þá er hægt að segja að hann búi yfir "neikvæðri dulskynjun". Það er erfitt að finna ekki merki um dulskynjun ef þetta er viðmiðið.

Erlendur vitnar í rannsóknir sínar sem eiga að staðfesta neikvæða dulskynjun vantrúaðra. Mér þætti gaman að sjá þær endurteknar af öðrum vísindamönnum, eða er ósanngjarnt að gera slíka kröfu? Allavega ekki ef um alvöru vísindi væri að ræða.

Saga dulsálarfræði er sorgarsaga, þar hefur ótal sinnum komið í ljós að niðurstöður hafi fengist með svindli - einsog þegar Dr. Walter Levy samstarfsmaður Rhine falsaði niðurstöður sínar - eða vegna slakra tilraunaaðstæðna - einsog í tilfelli Rhine. Þetta er afar vafasöm "vísindagrein".


Heimildir og ítarefni
Erlendur Haraldsson Þessa heims og annars, Framtíð og fortíð, 1978.
Randi, James An Encyclopedia of Claims, Frauds, and Hoaxes of the Occult and Supernatural, St. Martin's Press, 1995
decline effect, The Skeptic's Dictionary
pathological science, The Skeptic's Dictionary
psi-missing, The Skeptic's Dictionary
the psi assumption, The Skeptic's Dictionary
parapsychology, The Skeptic's Dictionary
A Mind at Play, Skeptical Inquirer

Óli Gneisti Sóleyjarson 11.02.2005
Flokkað undir: ( Vísindi og trú )

Viðbrögð


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 11/02/05 13:16 #

Það má líka bæta við þetta að Bandaríski herinn gerði tilraunir á þessu um 1960-70 og eyddi tugum milljónum dollara í þetta og niðurstaðan var á einn veg - þetta virkar ekki.

Sumt fólk getur ekki áttað sig á því að tilviljanir gerast og oft mjög magnaðar tilviljanir en reglan er sú að ef þú framkvæmir sömu tilraun nógu oft þá munt þú nálgast meðaltalið.

Ef menn eins og Rhine hunsar neikvæðar niðurstöður þá er einfaldlega ekkert að marka rannsóknir hans. Það er sammerkt mörgum tilraunum sem ekki hefur verið vandað nógu vel til að mennirnir sem framkvæma þær eru haldnir óskhyggju til að sýna fram á fyrirfram gefna niðurstöðu.

Þannig hafa margir vísindamenn skrifað sig algerlega út af borðinu með þannig vinnubrögðum sbr. gaurana sem töldu sig hafa framkvæmt kaldan kjarnasamruna. Þeir gátu ekki viðurkennt misstök og reyndu að hylma yfir klúðrið sem komst loksins upp. Ætli þeir séu ekki að baka pítsur í dag - hver veit.


Guðjón - 11/02/05 14:25 #

Guðjón Magnús Skarphéðisson hvar ert þú?


Sigurður Hólm Gunnarsson - 12/02/05 19:32 #

Sælir kæru félagar,

Hvaða bækur hafið þið lesið um rannsóknir á PSI? Bara þær sem James Randi, Carroll og félagar hafa skrifað? Ef svo er hvet ég ykkur til að breikka sjóndeildarhringinn og lesa bækur á borð við “The Conscious Universe: The Scientific Truth of Psychic Phenomena”. Í þessari bók er fjallað um rannsóknir og niðurstöður sem Randi og félagar fjalla aldrei um. Mjög áhugaverð bók að mínu mati sem inniheldur meðal annars einn besta bókarkafla sem ég hef lesið um gagnrýna hugsun.

Eitt af því sem aðgreinir dulsálarfræði frá öðrum vísindalegum fræðigreinum er hve oft rannsóknir hafa verið endurteknar í dulsálarfræði. Ólíkt því sem gerist í öðrum vísindagreinum endurtaka dulsálarfræðingar rannsóknir sínar aftur og aftur og aftur og reyna að fá aðra til að endurtaka sömu athuganir. Þetta hefur m.a. gerst vegna þeirra miklu gagnrýni þeirra sem dulsálarfræðin hefur fengið. Niðurstöðurnar eru mun áhugaverðari en svo að hægt sé að afskrifa þær með níðgreinum um dulsálarfræðinga (ala James Randi og Carroll).

Þó að ég telji ólíklegt að til sé eitthvað sem kallast fjarskynjun eða hughrif þá finnst mér margar þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessum fyrirbrigðum áhugaverðar. Rannsóknir sem ættu að hvetja til frekari athuganna en ekki til þess að afskrifa fyrirbærin. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að menn eigi að leita sannleikans, en varast að finna hann.

Carl Sagan var held ég sömu skoðunar og ég. Í bók sinni Demon Haunted World (sem fjallar mestmegnis um gagnrýna hugsun) segir m.a.: “At the time of writing, there are three claims in the ESP field which, in my opinion, deserve serious study: (1) that by thought alone humans can (barely) affect random number generators in computers; (2) that people under mild sensory deprivation can receive thoughts or images "projected" at them; and (3) that young children sometimes report the details of a previous life, which upon checking turn out to be accurate and which they could not have known about in any other way than reincarnation (Sagan, The Demon-Haunted World, Random House, 1995, p. 302).” Sagan bætir svo við: …”I pick these claims not because I think they're likely to be valid (I don't), but as examples of contentions that might be true…. [They] have at least some, although still dubious, experimental support. Of course, I could be wrong." Afstaða Sagans er til fyrirmyndar að mínu mati. Hann var talsmaður húmanískrar efahyggju sem því miður heyrist sjaldan í dag. Það er mikilvægt að afneita ekki því ólíklega heldur nálgast það sem virðist ólíklegt af gagnrýnni hugsun.

Kíkið endilega á: The Conscious Universe: The Scientific Truth of Psychic Phenomena http://www.amazon.com/exec/obidos/ASIN/0062515020/103-7317286-8663826

Takk annars fyrir oft skemmtilegar pælingar!

Kær kveðja, Sigurður Hólm Gunnarsson


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/02/05 14:36 #

Hefur þú opnað hugann fyrir því að þetta dul-dót allt sé að öllum líkindum rugl?

Veröldin væri mun skemmtilegri ef þetta ætti sér einhverjar forsendur, en það er ekki nóg. Það er með þetta eins og hómópatíu og reiki, að ef eitthvað væri hæft í þessu, sér í lagi eftir allar þessar rannsóknir, þá væri það komið í ljós og við gangandi út frá því sem hverjum öðrum staðreyndum.

Minni á þessi skynsamlegu orð Randi um hómópatíu úr pistli frá 22. október s.l. Þau eiga við hér:

In all seriousness, look at point 6. I will repeat it here for emphasis:
The claimed discovery is of such a nature and scope, that if true, it would have radically changed the face of science, our way of life, and our perception of the real world: that has not happened.

I repeat, it has not happened. Penicillin — developed (and really discovered) by an Australian named Howard Florey just before the end of World War II -changed the world. Suddenly, previously deadly infections were being effectively treated in a predictable manner with a scientifically proven basis and outcome in over 90% of patients treated. Homeopathy has been around since 1700, a 245-year head start on antibiotics. Where is the Earth-changing therapy? Which homeopathic remedy even comes close to penicillin in effectiveness?

The practice of scientific medicine is constantly evolving. Howard Florey would be astounded by the development of antibiotics if he were alive today. Samuel Hahnemann could put out his shingle and fit right in with the plethora of modern-day quacks as the art (it is not a science) of homeopathy has not evolved one iota. It cannot evolve, because to do so it would have to be tested rationally and scientifically rather than by anecdotes and placebo effects. It is a practice of smoke and mirrors only.

Hvað veldur því að þrátt fyrir allar þessar rannsóknir er þetta enn á getgátustiginu?


Sigurður Hólm Gunnarsson - 13/02/05 16:13 #

“Hefur þú opnað hugann fyrir því að þetta dul-dót allt sé að öllum líkindum rugl?”

Ég er nú þannig gerður að ég tek ekkert trúanlegt nema rannsóknir eða skynsamleg rök liggi að baki. Ljóst er að heimurinn er fullur af svikahröppum og fólki sem tekst að blekkja sjálfan sig og aðra. Þessi staðreynd gerir einmitt gagnrýna hugsun svo mikilvæga. Við mennirnir dettum samt stundum í þá gryfju að lifa lífi okkar eftir of einföldum þumalputtareglum. Vegna þess að reynsla okkar af einstaklingum A, B,... T er sú að þeir hafi allir verið svikahrappar þá ályktum við (eðlilega) að U sé einnig svikahrappur þrátt fyrir að við höfum enga reynslu af honum eða takmarkaða þekkingu á því sem hann er að gera.

Þannig að þó að við vitum um mörg dæmi um lélegar PSI rannsóknir, og jafnvel svindl þá getum við ekki ályktað að allar PSI rannsóknir hafi verið illa gerðar (sem þær eru ekki) eða byggðar á svikum (sem þær virðast heldur ekki vera). Hversu freistandi sem það annars er. Staðreyndin er bara sú að það er til fjöldinn allur af rannsóknum sem virðast sýna fram á tilvist PSI og ekki hefur verið hægt að benda á svik eða galla í rannsóknum. Það að fullyrða að niðurstöðurnar hljóti engu að síður að vera tilkomnar vegna svika eða rannsóknargalla finnst mér bera meiri vott um fordóma en gagnrýna hugsun.

Sú tilhneiging að gera hálfpartinn grín af þeim sem hafa áhuga á að rannsaka þessi meintu fyrirbæri finnst mér einnig bera vott um eitthvað annað en gagnrýnið hugarfar. Sérstaklega í ljósi þess að margir af frumkvöðlum vísindanna voru og eru menn og konur sem almenningur, kaffihúsaspekingar og vísindaakademían gerði grín að fram á síðustu stundu. Sjálfskipaðir verndarar sannleikans hlógu að hugmyndum um rafmagn, ljósaperuna, fljúgandi farartæki, síma, útvarp, sjónvarp og í raun að flestu því sem við notum nú dagsdaglega. Af hverju? Vegna þess að við teljum okkur stundum vita meira en við raunverlega vitum. Við teljum okkur hafa fundið sannleikan og hættum því að leita að honum. Af einhverjum ástæðum teljum við okkur “vita” að þetta og hitt “sé ekki mögulega hægt” og því varla þörf á að ræða þær hugmyndir. Slíkur hugsanaháttur getur valdið því að góðar hugmyndir komast seint í gagnið (tíu ára seinkun á því að taka upp nýja lækningaaðferð sem virkar getur kostar milljónir manna lífið) og sumar jafnvel aldrei (vegna þess að skoðanalögreglan hefur ákveðið að þeir sem séu að skoða ákveðin óhefðbundin mál séu fífl, fávitar og loddarar.)

Merkustu uppgötvanirnar koma yfirleitt frá fólki sem þorir að “think out of the box”. Því tel ég að það sé skylda hvers hugsandi manns að skoða alla hluti með opnum en gagnrýnum hug, sama hversu hugmyndirnar hljóma undarlega, asnalega og ólíklega.

“Veröldin væri mun skemmtilegri ef þetta ætti sér einhverjar forsendur, en það er ekki nóg.”

Ég er einfaldlega ekki sammála þessu. Persónulega finnst mér heimurinn eins og vísindi okkar lýsa honum mun merkilegri og skemmtilegri en heimur fullur af englum, djöflum, guðum og “yfirnáttúrulegum” fyrirbrigðum.

“eftir allar þessar rannsóknir, þá væri það komið í ljós og við gangandi út frá því sem hverjum öðrum staðreyndum.”

Já, maður hefði haldið það. Mjög umdeildar hugmyndir njóta seint viðurkenningu akademíunnar. Nú er svo komið að í inngangsbókum í sálfræði þar sem áður var gert lítið úr rannsóknum á PSI hefur fækkað en virtar inngangsbækur fjalla um PSI á mjög svipaðan hátt og Sagan gerir í bók sinni. Þ.e. rannsóknir sýna greinilega að eitthvað eigi sér stað, við vitum bara ekki alveg hvað. Þetta er heilmikil breyting.

Í bókinni “Introduction to Psychology” eftir Richard L. Atkinson (sem í það minnsta var kennd við Sálfræði í HÍ) segir í nýlegri útgáfu:

"Readers should take note of a new section in Chapter 6 entitled ‘Psi Phenomena.’ We have discussed parapsychology in previous editions but have been very critical of the research and skeptical of the claims made in the field. And although we still have strong reservations about most of the research in parapsychology, we find the recent work on telepathy worthy of careful consideration."

En eins og þú hefur held ég réttilega bent á hér á þessum síðum þá hefur almenn viðurkenning ekkert með sannleikann að gera. Meirihluti mannkyns gengur út frá því að Guð sé til. Ekki erum við tveir nú sammála því.

“Hvað veldur því að þrátt fyrir allar þessar rannsóknir er þetta enn á getgátustiginu?”

Þetta eru þín orð. Fjölmargir sem hafa skrifað um og rannsakað PSI tala einmitt um að tilgangslaust sé að gera fleiri rannsóknir til að sýna fram á tilvist PSI. Nú sé komið að því að rannsaka hvernig hægt sé að nýta sér PSI.

Eins og ég segi. Mér finnst líklegra en ekki að hægt sé að útskýra niðurstöður þessara rannsókna með jarðbundnari útskýringum en þeim að raunverulegur “hugsanaflutningur”, eða “fjarhrif” eigi sér stað. Út frá þeim rannsóknum sem ég hef kynnt mér dettur mér samt ekki í hug að ákveða það fyrirfram.

Svona er maður skrítinn :)

Kær kveðja, Sigurður Hólm Gunnarsson


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/02/05 18:02 #

Já, þeir hlógu að Edison, Wright bræðrum og kannski Alexander Graham Bell líka, en þeir hlógu líka að Tóta trúð (eða ekki, hann var aldrei neitt fyndinn). Rökvilla þín hér er sú að þótt það að „kaffihúsaspekingar“ hlæi að einhverju er það ekki sjálfkrafa satt.

Hvað segirðu, finnst þér ekki að heimurinn væri skemmtilegra og merkilegra pleis ef menn gætu ræðst við með hugsanaflutningi eða horft á fjarlæga atburði með einhverju óskilgreindu hugarstarfi einu saman?

Og ertu að halda því fram að hér á Vantrú séu menn að afgreiða aðra sem fífl og loddara án þess að hafa til þess nokkrar forsendur?

Því tel ég að það sé skylda hvers hugsandi manns að skoða alla hluti með opnum en gagnrýnum hug, sama hversu hugmyndirnar hljóma undarlega, asnalega og ólíklega.

Ég er þér hjartanlega sammála, en það verður líka að muna eftir að kasta því sem búið er að sýna fram á að eigi sér ekki raunuverulegar forsendur. Og þetta ESP dót er einfaldlega þess eðlis, sættu þig við það.

Meirihluti mannkyns gengur út frá því að Guð sé til. Ekki erum við tveir nú sammála því.

En kannski gerum við það á mismunandi forsendum. Þú ert að hleypa yfirnáttúrunni inn bakdyramegin. En um leið og ein yfirnáttúra er orðin viðurkennd staðreynd opnast möguleikinn fyrir allar hinar. Sé hugsanaflutningur staðreynd og fer eftir brautum sem eru á skjön við náttúrulögmálin eins og við þekkjum þau er ekkert sem segir að kraftaverk, guðir, draugar og aðrar andaverur geti ekki átt sér tilvist. Það sem fælir mig frá guðshugmyndum er fyrst og fremst það að slíkar verur fara í bága við náttúrulögmálin og ekkert, ég endurtek, ekkert í rannsóknarniðurstöðum okkar bendir til þess að eitthvað þrífist utan og handa þeirra.

Þú ert kannski annarrar skoðunar.

Mér finnst líklegra en ekki að hægt sé að útskýra niðurstöður þessara rannsókna með jarðbundnari útskýringum en þeim að raunverulegur “hugsanaflutningur”, eða “fjarhrif” eigi sér stað. Út frá þeim rannsóknum sem ég hef kynnt mér dettur mér samt ekki í hug að ákveða það fyrirfram.

Aftur er ég sammála þér. En hvað heldurðu þá að þarna sé á ferðinni, annað en sjálfsblekking, valkvæm hugsun, skotfimi kúrekinn, gagnsemisrökvillan og slíkt? Telurðu virkilega að hægt sé að nýta þetta eins og hvert annað mekanískt ferli? Af hverju er það þá ekki gert?


Sigurður Hólm Gunnarsson - 13/02/05 18:37 #

“Rökvilla þín hér er sú að þótt það að „kaffihúsaspekingar“ hlæi að einhverju er það ekki sjálfkrafa satt.”

Þá er það þín rökvilla að halda því fram að ég hafi sagt þetta. Ég hef aldrei haldið því fram að þeir sem hlegið er hafi alltaf rétt fyrir sér. Reyndar var það Carl Sagan sem kom með þessa tóta trúðs samlíkingu til að benda á einmitt þetta. Hann tekur það réttilega fram að stundum er hlegið af góðum ástæðum og stundum ekki. Það er eðlilegt að hlægja að Tóta trúð, en varla eins skynsamlegt að hafa hlegið að Bell. Við mennirnir virðumst hins vegar ansi oft eiga í mestu vandræðum með að greina þar á milli. Því er svo mikilvægt að ræða hlutina af yfirvegun.

“Og þetta ESP dót er einfaldlega þess eðlis, sættu þig við það.”

Þetta ESP “dót” í heild sinni er ekki þess eðlis. Ekki dæma skóginn út frá eintökum trjám (jafnvel þó rotnu trén séu ansi mörg). “Svona er þetta bara, sættu þig við það” eru ekki boðleg rök. Ég var að enda við að benda á hreint ágæta bók þar sem fjallað er um rannsóknir á PSI og gagnrýni á þær.

“Þú ert að hleypa yfirnáttúrunni inn bakdyramegin. En um leið og ein yfirnáttúra er orðin viðurkennd staðreynd opnast möguleikinn fyrir allar hinar.”

Er ÉG að “hleypa yfirnáttúri” eitthvert. Yfirnáttúrulegir hlutir eru ekki til, bara óútskýrð náttúrufyrirbæri. Ég byggi mínar varlegu niðurstöður á rannsóknum og aftur rannsóknum, ekki miðlum álfum eða James Randi. Mér leiðist svona “við á móti þeim” afstaða. Ef ég vil skoða rannsóknir á PSI með opnum hug þá er ég að hleypa inn yfirnáttúru, jafnvel kominn í lið með hvers kyns loddurum og nýaldargúrúum (þetta er í það minnsta gefið í skyn).

“En hvað heldurðu þá að þarna sé á ferðinni, annað en sjálfsblekking, valkvæm hugsun, skotfimi kúrekinn, gagnsemisrökvillan og slíkt?”

Ég veit það ekki. Þess vegna óska ég eftir frekari rannsóknum og gagnrýni, en jafnframt yfirvegaðri umræðu um þessi mál sem önnur. Sjálfskipaðir verndarar sannleikans (Randi og co) hafa reyndar sjálfir ansi oft gerst sekir um flest það sem þú nefnir hér.

“Telurðu virkilega að hægt sé að nýta þetta eins og hvert annað mekanískt ferli?”

Ekki hugmynd. Ég er ekki vísindamaður, aðeins áhugamaður um þekkingu, heimspeki og gagnrýna hugsun. En jafnvel þó ég teldi að ekki væri hægt að “nýta þetta eins og hvert annað mekanískt ferli” þá væri ég samt ekki á móti því að hlutirnir séu rannsakaðir og ræddir af yfirvegun.

Sigurður Hólm Gunnarsson


Arngrímur - 13/02/05 20:48 #

„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að menn eigi að leita sannleikans, en varast að finna hann.“

Þetta finnst mér kjánalegt. Þú vilt semsagt að endalausum tíma og peningum sé eytt í vísindalegar rannsóknir án þess að neitt komi upp úr krafsinu?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/02/05 20:56 #

“Svona er þetta bara, sættu þig við það” eru ekki boðleg rök.

Ég segi þetta ekki nema vitandi um öll þau rök sem hrekja þetta. Dettur ekki til hugar að setja þau hér fram, en vísa í skrif manna á borð við Randi og Todd Carroll (sem þú ert reyndar búinn að hafna).

Ef ég vil skoða rannsóknir á PSI með opnum hug þá er ég að hleypa inn yfirnáttúru, jafnvel kominn í lið með hvers kyns loddurum og nýaldargúrúum (þetta er í það minnsta gefið í skyn).

Það er, held ég, búið að rannaka þetta nægilega vel til að hægt sé að henda þessu og afskrifa. Þeir sem út í það óendanlega vilja halda því fram að aldrei sé nógu vel rannsakað til að hægt sé að taka niðurstöðurnar gildar eru, að því mér virðist, ekki sáttir sökum þess að þeir þrá að geta hleypt yfirnáttúrunni inn. Yfirnáttúra er hér í merkingunni allt það sem fer í bága við náttúrulögmálin eins og við þekkjum þau.

Til þess að vert sé að taka til við frekari rannsóknir á þessum fullyrðingum hrekklausra eða óheiðarlegra manna þurfa að koma fram sterkar vísbendingar um að þetta eigi eitthvað undir sér, eitthvað skárra en vitnisburður hjátrúarfulls fólks.

Svo er ekki. Sættu þig við það. Stundum er einfaldlega nóg komið.

Afstaða þín minnir dálítið á þá sem halda því fram að miðlar eigi í raun í sambandi við aðra heima. Í hvert sinn sem flett er ofan af einhverjum miðlinum samþykkja þeir að hann hafi verið svikari, „en hann Guðmundur á Hóli er sko ekta miðill.“

Þegar búið er að fletta ofan af honum líka kemur bara „já, hann Guðmundur var feik, en hún Sólrún á Hofi er í mínum huga hafin yfir allan vafa.“

Sigurður, ég fullyrði að allir miðlar eru feik, allt bendir einfaldlega til þess. Fjarhrif og hugsanaflutningur eru af sama meiði, aðeins fullyrðingar um hæfileika og getu sem ekki byggja á neinu öðru en óskhyggju, fáfræði og, í verstu tilfellum, blekkingum.


Sigurður Hólm Gunnarsson - 13/02/05 21:35 #

“Dettur ekki til hugar að setja þau hér fram, en vísa í skrif manna á borð við Randi og Todd Carroll (sem þú ert reyndar búinn að hafna).”

Ekki “hafna” ég þessum mönnum. Þeir hafa vakið máls á mörgum hlutum og gert það vel. Ein af mínum uppáhaldsbókum er m.a. Skeptic Dictionary eftir Carroll. Þeir hafa hins vegar æði oft gerst sekir um offors og öfga í umfjöllun sinni um hin ýmsu málefni. Slíkum málflutningi hafna ég.

“Það er, held ég, búið að rannaka þetta nægilega vel til að hægt sé að henda þessu og afskrifa.”

Og ég var að benda á að það eru alls ekki allir sammála þér, og ykkur, í þessum efnum. Það eru til margar mjög áhugaverðar rannsóknir sem vert er að athuga betur. Þú verður kannski að sætta þig við það. :)

“ekki sáttir sökum þess að þeir þrá að geta hleypt yfirnáttúrunni inn.”

Ertu nú að gera mér upp þessa þrá? Getur ekki verið að ást mín á þekkingu og sannleikanum hafi áhrif á afstöðu mína? Það er kannski auðveldara að stimpla mig með því að gera mig að einhverjum rugludalli sem þráir að “hleypa yfirnáttúrunni inn”?

“Til þess að vert sé að taka til við frekari rannsóknir á þessum fullyrðingum hrekklausra eða óheiðarlegra manna þurfa að koma fram sterkar vísbendingar um að þetta eigi eitthvað undir sér, eitthvað skárra en vitnisburður hjátrúarfulls fólks.”

Nú dæmir þú aftur skóginn út frá trjánum. Það er alls ekki svo að allir, eða jafnvel meirihluti, þeirra sem hafa rannsakað PSI séu óheiðarlegir menn. Kannski eru allir þeir sem Randi fjallar um þannig, en hann gerist einmitt oft sekur um brenna heilu skóganna út frá nokkrum sýktum trjám. Það ERU til sterkar vísbendingar. Var það markmiðið með fyrstu athugasemd minni að benda á það.

“Svo er ekki. Sættu þig við það. Stundum er einfaldlega nóg komið.”

Mikið veist þú mikið Birgir. “Svo er ekki. Sættu þig við það.” Það munar ekki um fullvissuna. Það sem þú hefur lesið er rétt og óskeikult, eða hvað?

“Afstaða þín minnir dálítið á þá sem halda því fram að miðlar eigi í raun í sambandi við aðra heima. Í hvert sinn sem flett er ofan af einhverjum miðlinum samþykkja þeir að hann hafi verið svikari, „en hann Guðmundur á Hóli er sko ekta miðill.“”

Aftur reynir þú að gera afstöðu mína tortryggilega með kjánalegum líkingum. Fjölmargar sálfræðilegar meðferðir eru byggðar á afar óvísindalegum forsendum, aðrar ekki. Vonandi dettur þér ekki í hug að dæma alla sálfræðinga sem óvísindalega vitleysinga þó sumir þeirra séu án efa ekki sleipir í vísindalegum vinnubrögðum.

“Þegar búið er að fletta ofan af honum líka kemur bara „já, hann Guðmundur var feik, en hún Sólrún á Hofi er í mínum huga hafin yfir allan vafa.“”

Já rétt eins og þegar það kemur í ljós að lyf A virkar í raun ekki við krabbameini. Þá koma alltaf einhverjir og fara að halda því fram að lyf B geri það. Vísindaleg vinnubrögð ganga út á það að vega og meta hvert tilvik, hverja aðferð fyrir sig.

“Sigurður, ég fullyrði að allir miðlar eru feik, allt bendir einfaldlega til þess. Fjarhrif og hugsanaflutningur eru af sama meiði, aðeins fullyrðingar um hæfileika og getu sem ekki byggja á neinu öðru en óskhyggju, fáfræði og, í verstu tilfellum, blekkingum.”

Ekki trúi ég á miðla (þ.e. að til sé fólk sem geti náð samband við framliðið fólk). Ég get samt ekki fullyrt að allir miðlar séu “feik”. Hins vegar hvet ég fólk til að taka ekki mark á miðlum nema þeir gangist undir gagnrýnar rannsóknir á meintum hæfileikum þeirra.

En ég var ekki að tala um miðla, hvorki Sólrúnu á Hofi eða Guðmund á Hóli. Ég var ekki heldur að tala um álfa eða einhyrninga. Ekki skipta um umræðuefni þó það henti þér að bendla mig við allan nýaldarpakkann sem þú veist að ég tilheyri ekki. Ég var að tala um rannsóknir á PSI og kalla eftir vitsmunalegum umræðum um þær. Eftir að hafa kynnt mér fjölmargar RANNSÓKNIR er ég í sömu sporum og títtnefndur Sagan. Ég vil að fyrirbærið sé skoðað af yfirvegun og rökfestu. Þú mátt sætta þig við það.

Af því ég hef talað svo mikið um Sagan hér þá verð ég að skjóta að nokkrum tilvitnunum:

“The suppression of uncomfortable ideas may be common in religion and politics, but it is not the path to knowledge, it has no place in the endeavour of science.” Carl Sagan.

“But the fact that some geniuses were laughed at does not imply that all who are laughed at are geniuses. They laughed at Columbus, they laughed at Fulton, they laughed at the Wright brothers. But they also laughed at Bozo the Clown.” – Carl Sagan

“Intellectual capacity is no guarantee against being dead wrong.” – Carl Sagan


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/02/05 21:56 #

Þeir hafa hins vegar æði oft gerst sekir um offors og öfga í umfjöllun sinni um hin ýmsu málefni. Slíkum málflutningi hafna ég.

Hmm, þetta kannast ég ekki við. Gætirðu komið með dæmi?

Það eru til margar mjög áhugaverðar rannsóknir sem vert er að athuga betur. Þú verður kannski að sætta þig við það. :)

Hvað tekurðu mig eiginlega fyrir? Ef komnar eru fram sterkar vísbendingar um að þarna sé kannski eitthvað raunverulegt á ferðinni þá fagna ég því.

En er það virkilega þannig?

En ég var ekki að tala um miðla, hvorki Sólrúnu á Hofi eða Guðmund á Hóli. Ég var ekki heldur að tala um álfa eða einhyrninga. Ekki skipta um umræðuefni þó það henti þér að bendla mig við allan nýaldarpakkann sem þú veist að ég tilheyri ekki.

En ég gerði það til að benda þér á að þetta er sami pakkinn, sprottinn upp úr sama jarðvegi, inniheldur sömu fullyrðingar og ekki hefur verið, þrátt fyrir ótal rannsóknir um langa hríð, hægt að sýna fram á að þetta eigi neitt undir sér.

Þetta eru „fáfræði“ hjátrúarfulls fólks. Eins og ég sagði. Nóg er komið, þar til sterkar vísbendingar hafa komið fram.

Nú hefur það þó gerst, eftir því sem þú segir. Og hvað hafa niðurstöður leitt í ljós? Getur maður farið að breyta heimsmynd sinni? Eða eru þessar sterku vísbendingar kannski ekkert svo sterkar? Eru þær kannski bara sama óskhyggjan og gagnrýnisleysið og áður?

“The suppression of uncomfortable ideas may be common in religion and politics, but it is not the path to knowledge, it has no place in the endeavour of science.” Carl Sagan.

Á þetta eitthvað heima hér? Mundu að ég var dulhyggjumaður áður en ég hafnaði yfirnáttúrunni. Þessar hugmyndir eru mér síður en svo eitthvað óþægilegar, enda væri ég alveg til í að þetta væri allt satt og rétt.

En ég tel mig hafa nægar forsendur til að hafna þessu og vísa á bug sem hverju öðru fáfræðidóti. Þaðan er þetta svo augljóslega sprottið.

Menn verða að vera opnir fyrir nýjum hugmyndum, en um leið tiilbúnir að leggja til hliðar gamlar hugmyndir sem búið er að hrekja.


Sigurður Hólm Gunnarsson - 13/02/05 22:05 #

"Menn verða að vera opnir fyrir nýjum hugmyndum, en um leið tiilbúnir að leggja til hliðar gamlar hugmyndir sem búið er að hrekja."

Ég geri þín orð að mínum og læt þar við sitja :)


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 13/02/05 22:24 #

Hér held ég að fleyg orð títtnefnds Sagans eigi vel við: "Extraordinary claims require extraordinary evidence." Höfum þau í huga.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 14/02/05 00:03 #

Það hefur afar lítið markvert gerst í dularsálfræðirannsóknum síðustu hundrað árin. Það sem menn hanga í þessa dagana eru tölfræðilegar rannsóknir þar sem ótal aðrar rannsóknir eru settar í pott og skoðaðar saman (meta-analískar rannsóknir).

Meta-analískar rannsóknir innan dularsálfræði eru afar umdeildar.

The Shrinking Filedrawer: On the Validity of Statistical Meta-analyses in Parapsychology Uppfært: Ef linkur virkar ekki má einnig finna greinina hér

Áhugavert líka að kynna sér skrif fræðikonunar Susan Blackmore sem hefur rannsakað þessi efni ítarlega en hefur nú gefist upp.


Guðjón - 14/02/05 16:25 #

"Skepticism is the focus of many skeptics’ lives. Some have committed their careers to promoting skepticism and to debunking paranormal claims. Would they find it easy to change their minds if good evidence for the paranormal came along? I think not. The problem in making this comparison is that there is, as far as I can tell, no good evidence for the paranormal. Nevertheless, some skeptics display just the same reluctance to change, and tendency to biassed interpretations, as the most ardent believers do. In skeptical books and magazines we can read again and again authors who prefer to accept even the feeblest and least well-founded skeptical explanation of a claim, rather than consider the possibility that the claim might be true. "

Skyldi Matti hafa lesið þetta


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 14/02/05 16:46 #

Would they find it easy to change their minds if good evidence for the paranormal came along?
Hiklaust. En lykilatriðið er góðar sannanir. Ekkert slíkt er til.
he problem in making this comparison is that there is, as far as I can tell, no good evidence for the paranormal. Nevertheless, some skeptics display just the same reluctance to change, and tendency to biassed interpretations, as the most ardent believers do
Það er ekkert rosalega mikið vit í þessu, af hverju ættu efahyggjumenn ekki að hika við að skipta um skoðun ef "engar góðar sannanir" eru til staðar?
. In skeptical books and magazines we can read again and again authors who prefer to accept even the feeblest and least well-founded skeptical explanation of a claim, rather than consider the possibility that the claim might be true.
Almennt talað er einfaldasta skýringin sú besta. Ekki alltaf, en oftast. Þannig að ef hægt er að velja úr tveimur mögulegum skýringum á einhverju fyrirbæri, en önnur skýringin krefst þess að við endurskoðum heimsmynd okkar - en ekki hin, þá veljum við þá seinni.

Það er ekki þar með sagt að hún sé pottþétt rétt, en það er líklegra.

Skyldi Matti hafa lesið þetta
Hefur þú eitthvað út á svör mín að setja?


Matti Á: (meðlimur í Vantrú) - 14/02/05 16:49 #

Með öðrum orðum, þó ég vitni í Susan Blackmore samþykki ég ekki allt sem hún setur fram heldur skoða ég innihaldið. Það sama gildir um James Randi, Carl Sagan og annað fólk.

Kjarni málsins er að það eru engar sannanir.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 15/02/05 00:30 #

Ég tek undir tilvitnunum Guðjóns. Skeptic-arar sem eru með fast heldna skoðun ættu ekkert að vera minna viðkvæmari fyrir valkvæmri hugsun og óskhyggju. Eins og ég hef stundum komið svipað inná, á þessum vef, réttlætir ekkert sterkheldna skoðun ef sú skoðun(skoðanir) sem er andstæð er alveg eins líklega sönn eða mögulega sönn og sú fyrri. S.s ef möguleikar eru fyrir hendi stekkur maður ekki á skoðun hve freistandi eða mikil huggun sem það má vera. Hvort sem hún er allsherjarskeptík Randis eða fjölbreytt dulhyggj- nýaldaruhvoðusúpu sem samþykir allt frá hinu horfna Atlandis til bleika einhyrninga. Matti Á segir hér:

"Almennt talað er einfaldasta skýringin sú besta. Ekki alltaf, en oftast."

Ég hef alltaf verið svoldið styggur við þessa staðhæfingu því það er svoldið smekksatriði hvað hverjum og einum finnst einfallt. Guðsmaður finndist einfaldasta skýringin á öllu bara Guð þótt það segji í raun og veru ekki neitt. EN honum finnst það einfallt. En ég skil samt að Matti taki þessu með fyrirvara með því að segja oftast en ekki alltaf. (Og nb. þótt eitthvað sé almennt þýðir alls ekki að það þurfi að vera rétt eða æskileg.)

Ég mótmæli þó sértaklega því sem Matti Á sagði hér næst á eftir:

" Þannig að ef hægt er að velja úr tveimur mögulegum skýringum á einhverju fyrirbæri, en önnur skýringin krefst þess að við endurskoðum heimsmynd okkar - en ekki hin, þá veljum við þá seinni. Það er ekki þar með sagt að hún sé pottþétt rétt, en það er líklegra."

Það að líkur á réttmæti hugmynda fer eftir hverjum og einum og hvað hann hefur valið sér sem heimsmynd finnst mér nokkurnvegin sína fram á að þessi líkindi falli um sjálfan sig. Ég held að svona hugmynd um að einfaldast sé best séu bara til að hjálpa valkvæmri hugsun að velja það auðveldsta og þægilegasta en ekki það sem blasir fyrir. Skynjunin litast ef svo má segja af því sem manni finnst en ekki því sem er. Sem gæti auðveldlega blindað einhvern í að sjá góðar sannanir. Eina leiðin er að mínu mati að hafa opin hug OG gagnrýnin hug og verjast að taka skoðun í opnum málum. Þegar ég tala um opin mál þá er það þegar A,B og D er afsannað En U ekki sbr. því sem Sigurður Hólm sagði um Randi sem brennimerkir allt út frá nokkrum tilvikum.

Svo er ég líka ósáttur við hugtakið yfirnáttúra það er bara náttúra og ekkert annað. Og ef eitthvað er í náttúrinni er það náttúrulegt.punktur. Yfirnáttúra er bara hugmynd um náttúru. Náttúran verður alltaf eins bara náttúra sama þótt að ESP-fyrirbæri eru til staðar eða ekki. Þar fyrir utan eru áhrifin það væg að það mundi ekkert hrista núverandi nattúrusýn mekanískra vísinda á bossan. Kenningar um hvernig ESP starfar eru að minnsta kosti tvennskonar, sem ég hef lesið um. Ein er að hún geti aðlagast vísindum þar sem þetta væri efnisfyrirbæri og mekanískt eins og hvað annað og hin mentalísk sem héldi að sönnun ESP mundi kollvarpa vísindum. Ég held líka að hræðsla við að bleikir einhyrningar eða einhverskonar 'yfirnáttúru' fyrirbrigði myndu hasla sér völl ef ESP myndi verða fullsannað sé ekki grundvöllur til að hafna ESP sem góðan möguleika studd góðum vísbendingum. ESP og önnur málefni þurfa ekki að vera tengt eða sanna hvort annað innbirðis. Ég sé allaveganna ekki hvernig.

"Posted by Sævar Helgi at 13.02.05 22:24 Hér held ég að fleyg orð títtnefnds Sagans eigi vel við: "Extraordinary claims require extraordinary evidence." Höfum þau í huga."

Þessu er ég ósammála. Málefni sama hvað það málefni það er á að hafa sömu sönnunargögn og hvert annað málefni og ætti ekki að fara eftir SVO GÍFURLEGA 'AREYÐANLEGUM þáttum eins og SMEKK , TILFINNINGUM og það sem manni FINNST vera ótrúlegt, 'extraordinary' eða óvenjulegt. Sannleiksgildi gagna fer einungis eftir sönnunargögnum ekki eftir því sem manni finnst hallærislegt. Segjum sem svo að sköpunarsinni sagði þetta um þróunarkenninguna " the theory of evolution is so extraordinary that it requiers extraordinary evedence" sem mundi líklega vera eitthvað eins og bein tilvitnun í Biblíunna þar sem stæði skýrum stöfum "the theory of evolution is right as set fortheth by modern science". Þetta dæmi þó tilbúið á staðnum ætti að sýna að hvað extrordinary getur farið mikið eftir ótraustum hlutum eins og smekk, tilfinningum og hjálpar við valkvæma hugsun.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 15/02/05 00:52 #

Kári, hefurðu heyrt talað um rakhníf Occams?


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 15/02/05 00:59 #

Málefni sama hvað það málefni það er á að hafa sömu sönnunargögn og hvert annað málefni og ætti ekki að fara eftir SVO GÍFURLEGA 'AREYÐANLEGUM þáttum eins og SMEKK , TILFINNINGUM og það sem manni FINNST vera ótrúlegt, 'extraordinary' eða óvenjulegt. Sannleiksgildi gagna fer einungis eftir sönnunargögnum ekki eftir því sem manni finnst hallærislegt.

Og þessu er ég ósammála. "Stórbrotnar staðhæfingar krefjast stórbrotinna sönnunargagna." Þróunarkenningin er stórbrotin staðhæfing, að menn og allt lífið á jörðinni eigi sameiginlegan forföður er stórbrotin staðhæfing. En hún er líka studd af stórbrotnum sönnunargögnum, t.d. DNA. Kenningin um Miklahvell er líka stórbrotin staðhæfing, en hún er líka studd af nokkrum stórbrotnum sönnunargögnum, t.d. Hubblesstuðlinum og bakgrunnsgeislunninni svo dæmi séu tekin. Önnur stórbrotin staðhæfing snýr að FFH, en slíkar staðhæfingar eru ekki studdar af stórbrotnum sönnunargögnum, þær þarfnast þeirra.


Snær - 15/02/05 01:06 #

"Málefni sama hvað það málefni það er á að hafa sömu sönnunargögn og hvert annað málefni og ætti ekki að fara eftir SVO GÍFURLEGA 'AREYÐANLEGUM þáttum eins og SMEKK , TILFINNINGUM og það sem manni FINNST vera ótrúlegt, 'extraordinary' eða óvenjulegt."

Það sem mér hefur virst Sagan eiga við þessu, er það að því minna sem staðhæfing virðist vera byggð á raunveruleikanum, því betri sannanir þarfnast til þess að staðfesta sannleiksgildi hennar.

"Extraordinary" lýsir einhverju sem er út fyrir það sem virðist venjulegt. Tilfinningamat þarf ekkert endilega að hafa neitt með það að gera, og ég skil ekki hvers vegna þú tekur því sem sjálfsögðu að svo sé.

"Ég held að svona hugmynd um að einfaldast sé best séu bara til að hjálpa valkvæmri hugsun að velja það auðveldsta og þægilegasta en ekki það sem blasir fyrir."

Þær vísbendingar sem blasa fyrir vísa venjulega til einföldustu útskýringanna. Það eru þær tilgátur, byggðar á gögnunum, sem þarfnast minnstrar trúar.

Hvor hugmyndin er einfaldari; trú á gvuð, eða hugmyndin um þyngdarlögmál?

Það er nefnilega þyngdarlögmálið. Og hvers vegna er það? Jú, að tiltækum gögnum athuguðum blasir það við.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 15/02/05 19:40 #

En það sem ég hef einmitt vandamál með er að það sem fólk telur vera extraordinary er breytilegt eftir manneskjum. Eins og Snær segir:

"því minna sem staðhæfing virðist vera byggð á raunveruleikanum, því betri sannanir þarfnast til þess að staðfesta sannleiksgildi hennar."

Ég tek sérstaklega eftir að "stæðhfing sem virðist vera" verður að vera 'virðst' af einhverjum. Og mismunurinn sem skapast af mismunandi skoðunum yfir því hvað 'virðist vera', vera sprottin af einstaka smekk manna.( Ég meina smekk líka svipað og enska orðið 'preferance') Og síðan það sem einhver hefur á tilfinningunni. Sævar Helgi gæti fundist þróunarkenningin stórbrotin og öðrum ekki eða ekki eins mikið.

Ég hef heyrt um rakhníf Occams Birgir og satt að segja finnst mér hun svoldið gruggug meginregla.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 15/02/05 20:01 #

Kári, þú ferð ansi langt í túlkunum þínum á orðum annarra til að finna eitthvað sem þú getur gagnrýnt.


Árni - 16/02/05 00:35 #

Hafið þið eitthvað kíkt á þetta: http://noosphere.princeton.edu/


Snær - 16/02/05 01:19 #

Já, eitthvað, en mjög lítið samt sem áður. Persónulega hef ég hvorki þolið, áhugann né kunnáttuna til þess að meta gögnin fyrir sjálfan mig.

Þó virðist mér enn sem komið er sem svo að a.m.k. einn þeirra rannsakenda sem standa fyrir þessu verkefni þjáist illa af staðfestingartilhneygingunni. Hina veit ég lítið um, þó mig gruni ýmislegt.


Árni - 16/02/05 01:57 #

Þú getur fylgst með upplýsingunum sem berast frá þessum EGG á síðunni hjá þeim, safnað upplýsingunum og athugað hvort þú verðir var við óeðlilega hegðun skömmu áður en einhver stór atburður á sér stað í heiminum.

Já það getur vel verið að hann geri það, en það eru aðrir farnir að endurtaka tilraunina til að reyna á hana.


Gísli - 20/02/05 20:16 #

Skv. erfðafræðinni ber víst ekki svo mikið á milli simpansa og homo sapiens. 99% samsvörun að mig minnir.


Guðmundur D. Haraldsson - 06/06/06 19:58 #

Eitt af því sem aðgreinir dulsálarfræði frá öðrum vísindalegum fræðigreinum er hve oft rannsóknir hafa verið endurteknar í dulsálarfræði. Ólíkt því sem gerist í öðrum vísindagreinum endurtaka dulsálarfræðingar rannsóknir sínar aftur og aftur og aftur og reyna að fá aðra til að endurtaka sömu athuganir.

Ólíkt öðrum fræðigreinum... ehhhh.


Sigurður Hólm Gunnarsson - 08/06/06 10:51 #

"Ólíkt öðrum fræðigreinum... ehhhh."

Það sem ég átti við hér er endurtekningar innan félagsvísinda. Vísa ég hér í könnun sálfræðinganna Bozarth og Roberts frá 1972. Í henni kemur fram að aðeins 0,7% birtra rannsókna í félagsvísindum miðuðu að því að endurtaka eldri rannsóknir. Þetta kemur á óvart miðað við hversu mikilvægt það er að endurtaka rannsóknir í vísindum.

Félagsfræðingurinn Harry Collins fjallar einnig um þetta í bókinni "Changing Order - Replication and Induction in Scientific Practice" frá 1985.

Þetta er ólíkt rannsóknum í dulsálarfræði (einnig innan félagsvísinda) sem mestmegnis ganga út á það að endurtaka og endurbæta eldri rannsóknir.

Þetta var það sem ég átti við.

Annars, gaman að sjá hversu mikil umræða varð úr þessari saklausu athugasemd minni.


Árni Árnason - 08/06/06 13:02 #

Af hverju er Hómeopatían ekki búin að breyta heiminum eftir 300 ára tilveru ?

Af hverju sjáum við aldrei blaðafyrirsagnirnar:

"Dulspekingur vinnur stóra vinninginn í lottóinu" ?

" Maður rís úr dauðadái eftir DNA- heilun"

" Handayfirlagning er að gera krabbameinslækna atvinnulausa"

" Enginn slasaðist í stóra jarðskjálftanum - Dulspekideild almannavarna flutti alla burt í tæka tíð"

Spyr sá sem ekki veit.


Árni Árnason - 08/06/06 13:26 #

Á ég að halda áfram ?

"Kraftaverkalæknir heimsækir Ísland. Bæklunardeild og endurhæfingardeild LHS lokað vegna verkefnaskorts. 1000 hjólastólar í brotajárn"

" Stóru símafyrirtækin gjaldþrota. Hugsanaflutningur sennilega brot á fjarskiftalögum. "

Var einhver að spyrja hvort lífið yrði skemmtilegra?


Sigurður Hólm Gunnarsson - 08/06/06 14:21 #

Hver var að tala um “hómeopatíu”, “dulspekinga”, “DNA-heilun”, “handayfirlagningu”, “dulspekideildir”, “kraftaverkalækna” og “hugsanaflutninga” (sem virka eins og símar)? Ekki ég! Spurningum um að bæta við fljúgandi diskum, skrímslum, álfum, einhyrningum og Lock Ness skrímslinu inn í þessa umræðu til að reyna að gera hana asnalegri og algjörlega marklausa?


Árni Árnason - 08/06/06 16:50 #

Ég get enganveginn fallist á að fyrirbærin sem ég sakna úr fyrirsögnum blaðanna séu neitt fjær veruleikanum en að giska á tölur á Zener spilum ( hvað sem það nú er) með dulskynjun. Var það ekki upphafið að þessu innleggi ?

Það er áreiðanlega ekki ég sem er að gera þessa umræðu asnalega.

Kjarninn er einfaldlega sá að ef þetta dularsálfræðikjaftæði virkaði í raun gætu "dulspakir" menn giskað á tákn á spilum með einhverri skárri útkomu en random meðaltali. Finnst þér auðsöfnun spilavítanna í Las Vegas benda til þess að það sé raunin.


Guðmundur D. Haraldsson - 08/06/06 17:11 #

Það sem ég átti við hér er endurtekningar innan félagsvísinda. Vísa ég hér í könnun sálfræðinganna Bozarth og Roberts frá 1972.

1972 er æði gamalt. Ég leyfi mér að efast um að þetta sé ennþá svona slæmt.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/06/06 17:38 #

Hérna, Siggi, er ágæt lesning.


Sigurður Hólm Gunnarsson - 08/06/06 19:15 #

“Það er áreiðanlega ekki ég sem er að gera þessa umræðu asnalega.”

Jú, ég held því fram að þú sért víst að gera þessa umræðu asnalega. Þetta er í raun klassísk strámannsrökvilla. Í staðinn fyrir að ræða umrætt mál er bent á eitthvað auðhrekjanlegt og það gagnrýnt í staðinn.

Upphaflega innskot mitt fjallaði um rannsóknir á ESP og leit svona út:

“Þó að ég telji ólíklegt að til sé eitthvað sem kallast fjarskynjun eða hughrif þá finnst mér margar þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessum fyrirbrigðum áhugaverðar. Rannsóknir sem ættu að hvetja til frekari athuganna en ekki til þess að afskrifa fyrirbærin. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að menn eigi að leita sannleikans, en varast að finna hann.”

Ég stend við þessa afstöðu. Algerlega óþarfi að bendla við mig alla þá kjánalegu hluti sem þér dettur í hug.

“Kjarninn er einfaldlega sá að ef þetta dularsálfræðikjaftæði virkaði í raun gætu "dulspakir" menn giskað á tákn á spilum með einhverri skárri útkomu en random meðaltali.”

Það er einmitt það sem umræddar psi rannsóknir virðast sýna fram á. Aftur, þá tel ég ekki mjög líklegt að raunveruleg “fjarskynjun” sé til. Ég tel mig bara ekki reiðubúinn að afskrifa allar þessar rannsóknir.

“Finnst þér auðsöfnun spilavítanna í Las Vegas benda til þess að það sé raunin.”

Ef að bókhald spilavítanna væri nú opið svo hægt væri að meta það væri kannski hægt að segja eitthvað til um hvort psi hafi áhrif. Annars myndi ég seint trúa slíkum niðurstöðum enda eru spilavíti ekki rannsóknarumhverfi og við vitum að ýmsum hefur tekst að svindla í spilavítum.

“1972 er æði gamalt. Ég leyfi mér að efast um að þetta sé ennþá svona slæmt.”

Það leyfi ég mér líka. Ég hef bara ekki séð nýrri rannsóknir á þessu. Það er þó ljóst að sama hvað má segja um psi rannsóknir þá hafa þær verið endurteknar ansi oft (og lagfærðar eftir gagnrýni). Oftar en margar aðrar rannsóknir.

“Hérna, Siggi, er ágæt lesning.”

Hef lesið þessa grein og reyndar fjölmargar bækur um sögu dulsálarfræðinnar. Ég var heldur ekkert að tala um þessar rannsóknir, heldur nýrri rannsóknir þar sem reynt hefur verið að koma í veg fyrir öll svik. Hvort það hefur svo tekist veit ég ekki. Ég benti upphaflega á bókina “The Conscious Universe” og hvatti fólk til þess að kynna sér hana. Ég geri það hér aftur. Ég hvet ykkur líka til að lesa aftur yfir upphaflegu athugasemd mína svo þið séuð ekki að misskilja pælingar mínar.


Árni Árnason - 09/06/06 01:03 #

Sigurður Hólm Gunnarsson ásakar mig um strámannsrökvillu. Strámannsrökvillan snýst um að smíða sér auðunninn andstæðing sem ekki stendur í raunverulegu samhengi við deiluefnið, og gera fall hans táknrænt fyrir fall andstæðingsins. Öll þau dæmi sem ég hef nefnt eiga sér sterka samsvörun í því dularsálfræðibulli sem er upphaf þessa þráðar. Öll hafa þau sama veikleikan til að bera, nefnilega þann að standast ekki vísindalega rannsókn. Dæmið mitt um spilavítin í Las Vegas er til dæmis nær endurspeglun viðfangsefnisins sem er upphaf og essens þessa þráðar.

Ef þú heldur, Sigurður Hólm, að við séum svo hrokafullir að afneita öllu sem ekki er 100% vísindalega sannað, veður þú villu og reyk.

Við hljótum hinsvegar að meiga gera þá kröfu að þeir sem halda því fram að giska meigi á tölur á spilum með dularsálfræðihæfileikum með betri árangri en meðaltalsúrtaki sýni fram á það með trúverðugum hætti.

Það hefur ekki verið gert.

Kannski bíðum við báðir eftir blaðafyrirsögninni: "Montecito spilavítið í Las Vegas gjaldþrota. Dulspekingur vann milljónir dollara í black jack 247 daga í röð"

Þetta er þó fjandakornið ekki strámaður.


Sigurður Hólm Gunnarsson - 09/06/06 14:14 #

Kæri Árni

Ég skil ekki af hverju þetta umræðuefni veldur svona miklum hita. Viðbrögðin sem ég fæ hérna eru svo sterk að það mætti halda að ég væri að fremja einhvern glæp. Það er ljóst að þú hefur ekki kynnt þér þær rannsóknir sem ég bendi hér á og það er einnig ljóst að þú ert með afar sterkar fordómafullar skoðanir (að dæma án þess að kynna sér efnið til hlítar).

“Öll þau dæmi sem ég hef nefnt eiga sér sterka samsvörun í því dularsálfræðibulli sem er upphaf þessa þráðar.”

Þetta er einfaldlega ekki rétt. Rannsóknir gerðar á psi hafa ekkert að gera með trú manna á DNA-heilun eða hómópatíu að gera svo dæmi sé tekið. Ég man ekki eftir að hafa séð eina einustu rannsókn (hvað þá vel gerðri rannsókn) sem sýna fram á að DNA-heilun eða hómópatía virka. Ef slíkar rannsóknir væru til þá þætti mér eðlilegt að skoða þær vandlega með gagnrýnu ljósi án þess að dæma þær fyrirfram.

Efahyggja gengur út á það að taka enga hugmynd trúanlega án þess að viðunandi rök eða vísindalegar sannanir styðji hugmyndina. Efahyggja gengur líka út á það að vera tilbúinn að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga. Efahyggja gengur EKKI út á það að ákveða fyrirfram hvað er raunverulegt og hvað ekki. Mér finnst hugmyndin um psi (ESP – Fjarhrif) fyrirfram afskaplega ótrúleg og ólíkleg. En ég veit að heimurinn dansar ekki eftir því sem mér FINNST. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að maður eigi að skoða hugmyndir fordómalaust en með gagnrýnu hugafari. Ég skil ekki af hverju þeir sem skrifa hér eru svo á móti þessari aðferðafræði.

“Öll hafa þau sama veikleikan til að bera, nefnilega þann að standast ekki vísindalega rannsókn.”

Þetta er heldur ekki rétt hjá þér. Fyrsti póstur minn á þessum þræði fjallaði um rannsóknir sem virðast vera vel gerðar og gefa til kynna að psi sé hugsanlega til. Eins og áður segir FINNST mér líklegra en ekki að hægt sé að útskýra niðurstöðurnar með öðrum hætti. Hvað sem því líður þá tel ég eðlilegt að skoða þessar rannsóknir með opnum hug.

“Dæmið mitt um spilavítin í Las Vegas er til dæmis nær endurspeglun viðfangsefnisins sem er upphaf og essens þessa þráðar.”

Og dæmi þitt um spilavíti gengur ekki upp því að spilavíti gefa ekki upp bókhald sitt AUK ÞESS sem spilavíti eru ekki vettvangur rannsókna. Ef þú fengir nákvæmar tölur frá spilavíti og þær myndu sýna meira vinningshlutfall en eðlilegt getur talist, myndir þú þá trúa á tilvist psi? Ekki ég.

Ef þú ert reiðubúinn að skoða vinningshlutföll í spilavítum (þú kallar eftir þannig upplýsingum) til að meta hvort psi sé til eða ekki. Af hverju í ósköpunum er það þá svo mikið tabú að kynna sér ítarlegar rannsóknir (sem hafa t.d. sumar verið hannaðar með aðstoð prófessíonal töframanna til að koma í veg fyrir svindl) á sama viðfangsefni?

“Ef þú heldur, Sigurður Hólm, að við séum svo hrokafullir að afneita öllu sem ekki er 100% vísindalega sannað, veður þú villu og reyk.”

Það er nú gott. Málflutningur þinn bendir hins vegar ekki til annars.

“Við hljótum hinsvegar að meiga gera þá kröfu að þeir sem halda því fram að giska meigi á tölur á spilum með dularsálfræðihæfileikum með betri árangri en meðaltalsúrtaki sýni fram á það með trúverðugum hætti.”

Sammála því. Þess vegna benti ég á umræddar rannsóknir. Mér sýnist þær vera trúverðugar. Eða í það minnsta það áhugaverðar að þær kalli á frekari skoðun.

“Það hefur ekki verið gert.”

Þetta er fullyrðing sem stenst ekki skoðun.

“Kannski bíðum við báðir eftir blaðafyrirsögninni: "Montecito spilavítið í Las Vegas gjaldþrota. Dulspekingur vann milljónir dollara í black jack 247 daga í röð"”

Ekki ég. Enda fjalla þær rannsóknir sem ég benti á ekki um rannsókn á einhverjum ofurhæfileikum ala Uri Geller. Líkja má rannsóknunum frekar við rannsóknum á lyfjum sem hafa einhver örlítil áhrif á heilsu einstaklinga. Í slíkum rannsóknum er ómögulegt að meta gildi lyfjanna á örfáum einstaklingum.


Árni Árnason - 10/06/06 09:28 #

Mér finnst alltaf jafnfyndið þegar menn eru að leggja sig í líma að vera svo ofboðslega "open minded" og "libo" á sama tíma og þeir eru fullir efasemda. Þá fæðist snilld eins og: Ég trúi ekki svona Uri Geller ofurhæfileikum, en ég held að kannski mögulega séu svona oggu doggu smá varla marktækt mælanlegir dularsálfræðihæfileikar til, en en af því að þeir virka bara svo oggu doggu lítið og sjaldan og stutt í einu hjá svo fáum verðum við að sætta okkur við það verður ekki staðfest með alvöru rannsókn.

Come on Sigurður. Annað hvort virkar þetta duló- duló dót eða ekki. Ef það virkaði væri það ekki bara á vitorði einhverra nýaldar klikkhausa í hálfmyrkvuðum bakherbergjum.

Trúðu mér Sigurður það færi ekki leynt.

Við þyrftum ekki að vera að skattyrðast þetta, það væri búið að sýna okkur það svart á hvítu.


Sigurður Hólm Gunnarsson - 10/06/06 12:06 #

Jæja Árni. Eigum við nokkuð að tala um þetta meira. Þú gerir þér grein fyrir að síðasta athugasemd þín var algjörlega laus við öll rök. Þú hefur engan áhuga á að ræða umræddar rannsóknir. Þú virðist bara hafa áhuga á því að breiða út sannfæringu þína um hvernig heimurinn er. Svo gefur þú í skyn að þeir sem aðhyllast ekki þínar trúarskoðanir séu einhverjir “nýaldar klikkhausar”. Ég nenni ekki standa í slíkum trúardeilum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/06/06 12:36 #

Eru það ekki rök í málinu að ekki hefur tekist, á hundrað árum, að leiða út örugga niðurstöðu um virkni dulskynjunar og annarra dulhæfileika? Þetta er rétt hjá Árna, ef þessir hæfileikar væru í raun til væri fyrir löngu búið að sýna fram á þá með óyggjandi hætti og í stað þess að vera átrúnaður nokkurra væri þetta partur af almennri vitneskju okkar um heiminn.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/06/06 13:32 #

Og hvað í dauðanum áttu við með því að kalla skoðanir Árna trúarskoðanir?


Sigurður Hólm Gunnarsson - 10/06/06 15:01 #

”Eru það ekki rök í málinu að ekki hefur tekist, á hundrað árum, að leiða út örugga niðurstöðu um virkni dulskynjunar og annarra dulhæfileika?”

Þetta er ágætt dæmi um málflutninginn hér. Ég bendi á að það eru til rannsóknir sem eru áhugaverðar og gefa ekki tilefni til þess að hægt sé að fullyrða að psi sé ekki til. Ég hvet fólk til að skoða þessar rannsóknir með opnu en gagnrýnu hugafari. Þá fæ ég svör eins og þessi um að á hundrað árum hafi ekki tekist að sýna fram á “dulskynjun”. Þú einfaldlega gerir ráð fyrir því að þær rannsóknir sem ég bendi á séu tómt kjaftæði í staðinn fyrir að skoða þær. Slíkar fullyrðingar hafa ekkert vægi í þessari umræðu. Sérstaklega í ljósi þess að þú skoðar ekki einu sinni þær rannsóknir sem ég bendi á.

“Þetta er rétt hjá Árna, ef þessir hæfileikar væru í raun til væri fyrir löngu búið að sýna fram á þá með óyggjandi hætti og í stað þess að vera átrúnaður nokkurra væri þetta partur af almennri vitneskju okkar um heiminn.”

Hér notar þú nákvæmlega sömu “rök” og hér fyrir ofan. Ég bendi á áhugaverðar rannsóknir og þú fullyrðir bara að það sé ekki búið að sýna fram á neitt með rannsóknum.

Það væri alveg eins hægt að segja: Ef jörðin væri hnöttótt hefðu menn þá ekki alltaf vitað það? Samt er frekar stutt síðan menn áttuðu sig á þessari sjálfsögðu staðreynd. Ef það væri hægt að finna lækningu við krabbamein, væru þá menn ekki löngu búnir að finna hana?

Þú ættir að vita það manna best sem efasemdarmaður að almenn vitneskja hefur ekkert að gera með sannleikann. Það er almenn vitneskja að Guð sé til (mikill meirihluti veit það). Það var líka almenn vitneskja fyrir ekki svo löngu að jörðin væri flöt og að atómin væru litlar harðar kúlur. Almenn vitneskja kemur málinu ekkert við.

Ég verð að minnast á það enn og aftur að ekki ómerkari maður en Carl Sagan var “open minded skeptic” eins og ég tel sjálfan mig vera.

“Og hvað í dauðanum áttu við með því að kalla skoðanir Árna trúarskoðanir?”

Vegna þess að hann virðist vita fyrirfram hver sannleikurinn er. Það virðist enginn áhugi á að tala um umrætt mál. Hann gefur sér fyrirfram að þær rannsóknir sem ég bendi á séu falsaðar eða óhæfar til að taka til umræðu.

Ekki ósvipað og þegar maður er að tala við sköpunarsinna. Þeir hafa engan áhuga á að lesa sér til um þróunarlíffræði vegna þess að þeir vita fyrirfram að þróun er tómt bull. Þeir eiga það þó til að lesa sér til um þær hugmyndir þróunarkenningarinnar sem eru umdeildar, um rannsóknarniðurstöður sem hafa verið falsaðar eða gallaðar og álykta svo (án þess að hafa kynnt sér málið í heild) að þróun hljóti að vera bullkenning byggð á brauðfótum.

Ég aftur á móti tek ekki aðra afstöðu en þá að skoða málið með opnum hug. En ég verð að endurtaka enn og aftur svo ég misskiljist ekki að mér finnst ólíklegt að psi sé til.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/06/06 15:08 #

Ég vil vísa aftur á fyrri athugasemd mína ofar í þessum þræði.

þessar "áhugaverðu rannsóknir" sem Sigurður vísar til eru ekkert sérlega áhugaverðar þegar málið er skoðað nánar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/06/06 15:28 #

Vinsamlegast ekki feitletra tilvitnanir. Miklu nær væri að skáletra eða setja inn i blockquote klausu Setja 'minna en merki: > ' fyrir framan málsgrein. Bendi á leiðbeiningar um markdown rithátt.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/06/06 15:34 #

Það sem er til rannsóknar eru fullyrðingar um yfirnáttúrlega hæfileika, fullyrðingar ættaðar úr ranni þeim sem elur af sér trúarbrögð og aðrar ranghugmyndir. Búið er að rannsaka þetta aftur á bak og áfram í áratugi, án þess að neitt hafi komið fram sem bendir til þess að þetta sé eitthvað annað og meira en mýtur og kjaftæði.

Til að byrja með eru þetta stórar fullyrðingar sem kalla á stórar sannanir. Að benda á rannsóknir sem sýna hugsanlega eitthvað sem er tölfræðilega aðeins fyrir ofan pjúr tjans er ekki nóg. Að öllum líkindum eru rannsóknir sem slíkum niðurstöðum skila gallaðar og ómarktækar, niðurstöðurnar eru einfaldlega ónákvæm útgáfa af pjúr tjans.

Við viljum sjá eitthvað afgerandi, eitthvað sem tekur af allan vafa. Eitthvað sem unnið getur milljón dollarana hjá Randi. Sannanir - ekki bara rannsóknir sem sýna svo veikar tölfræðilegar líkur að í engu munar á þeim og öllum hinum rannsóknunum sem búið er að afskrifa.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/06/06 15:37 #

Ég tel mig ekkert minna open minded skeptíker en þig og Sagan. En þegar endalausar rannsóknir áratugum saman skila engu haldbæru tel ég það sterka vísbendingu um að það sem til rannsóknar er eigi sér ekki tilvist. Ég er viss um að Sagan væri mér sammála í þessu.

Eða hvenær telurðu óhætt að afgreiða þetta dót sem hindurvitni. Hversu margar rannsóknir í viðbót viltu að fari fram á þessu, án þess að neitt bitastætt komi í ljós?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/06/06 15:42 #

Vegna þess að hann virðist vita fyrirfram hver sannleikurinn er.

Fyrirfram? Fyrirfram? Hafa endalausar rannsóknir sem engu hafa skilað ekkert vægi hér? Þú lætur eins og ekkert hafi komið fram nema þessar rannsóknir sem þú sjálfur veifar hér. Og þær eru ekki einu sinni afgerandi, því ef svo væri þá væri tilvist þessara fyrirbæra orðin partur af almennri vitneskju okkar.


Sigurður Hólm Gunnarsson - 10/06/06 16:23 #

Matti segir: Ég vil vísa aftur á fyrri athugasemd mína ofar í þessum þræði. þessar "áhugaverðu rannsóknir" sem Sigurður vísar til eru ekkert sérlega áhugaverðar þegar málið er skoðað nánar.

Það er laukrétt hjá Matta að svokallað “file drawer effect” er vandamál í þessum rannsóknum sem öðrum. Það er því ein ágæt tilgáta að þær niðurstöður sem hafa fengist (og menn eru almennt sammála um) séu tilkomnar vegna “file drawer effect”. Ég útiloka það alls ekki.

Annars er ekki fjallað um þær rannsóknir sem ég var að tala um í linknum frá Matta.

Hvað það er sem veldur þessum niðurstöðum er óljóst. En hvort sem það er psi eða file drawer effect eða eitthvað allt annað þá er það afar áhugavert.

Ég hallast að því eins og Matti (býst ég við) að hægt sé að útskýra niðurstöðurnar með einhverjum hefðbundnum hætti. Það er hins vegar ekki ljóst og því finnst mér eðlilegt að skoða allar niðurstöður með opnu en gagnrýnu hugafari.

Þetta er minn glæpur.

Birgir segir: Búið er að rannsaka þetta aftur á bak og áfram í áratugi, án þess að neitt hafi komið fram sem bendir til þess að þetta sé eitthvað annað og meira en mýtur og kjaftæði.

Aftur fullyrðir þú bara að ekkert hafi “komið fram sem bendir til þess að þetta sé eitthvað annað og meira en mýtur og kjaftæði.” Fullyrðing sem er þvert á það sem ég var að benda á. Svona “nei, jú víst” málflutningur skilar engu.

Birgir segir: Við viljum sjá eitthvað afgerandi, eitthvað sem tekur af allan vafa.

Já það væri áhugavert. En þannig er það ekki. Reyndar er það þannig að innan “hefðbundinna” vísindagreina að þar er oft ályktað útfrá rannsóknum sem taka ekki af allan vafa. Sum fyrirbrigði eru einfaldlega þess eðlis að slíkar niðurstöður fást ekki. Það þýðir samt ekki sjálfkrafa að fyrirbrigðin séu ekki til. Þetta veistu.

Eitthvað sem unnið getur milljón dollarana hjá Randi. Sannanir - ekki bara rannsóknir sem sýna svo veikar tölfræðilegar líkur að í engu munar á þeim og öllum hinum rannsóknunum sem búið er að afskrifa.

Það er í fyrsta lagi rangt að “engu munar á þeim og öllum hinum rannsóknunum sem búið er að afskrifa”. Í öðru lagi er það rétt að ég efast um að hægt væri að fá milljónirnar hans Randi út frá svona rannsóknum. Enda segir Randi í áskorun sinni að “All tests must be designed in such a way that the results are self-evident, and no judging process is required.”. Umræddar niðurstöður eru nokkuð augljóslega ekki “self-evident”.

Ég tel mig ekkert minna open minded skeptíker en þig og Sagan. En þegar endalausar rannsóknir áratugum saman skila engu haldbæru tel ég það sterka vísbendingu um að það sem til rannsóknar er eigi sér ekki tilvist. Ég er viss um að Sagan væri mér sammála í þessu.

Hér aftur fullyrðir þú bara eins og ekkert sé að rannsóknir áratugum saman hafi engu skilað. Augljóslega var Sagan ekki sammála þér. Hann taldi eins og ég afar ólíklegt að psi væri til en honum þótti sumar rannsóknir það áhugaverðar að þær þyrfti að skoða betur.

Eða hvenær telurðu óhætt að afgreiða þetta dót sem hindurvitni. Hversu margar rannsóknir í viðbót viltu að fari fram á þessu, án þess að neitt bitastætt komi í ljós?

Ég geri lítið af því að “afgreiða dót sem hindurvitni”. Ætli ég geri ekki svipað og Michael Shermer og aðrir efasemdarmenn. Ég gef mér ákveðnar líkur á því að eitthvað sé satt eða ekki. Vísindin segja okkur að sjaldan sé nokkurn tímann hægt að tala um sannleikann með stóru S-i. Við getum hins vegar nálgast sannleikann með athugunum og skipulögðum rannsóknum. Oft er gott að gefa hugmyndum líkindaeinkunn frá 1.0 til 0 (1= staðreynd eins og þríhyrningur hefur þrjú horn, 0= þríhyrningur hefur tvö horn). Fullyrðing eins og “jörðin er hnöttótt” fær einkunnina 0.99 (Staðreynd í daglegu tali) á meðan staðhæfingin “Umhverfis stjörnur í fjarlægum vetrarbrautum svífa ósýnileg tepottasett" fær einkunnina 0.01 (Kjaftæði í daglegu tali).

Ég hef engan áhuga á að “afskrifa” eða fullyrða mikið um heiminn í kringum okkur. Ég hins vegar get sagt hvað ég tel vera mögulegt og líklegt og reyni þá að byggja skoðun mína á eins góðum upplýsingum og ég er fær um að afla mér.

Augljóslega tel ég ekki gagn í því að rannsaka hvort tepottastell sé á ferð og flugi um önnur sólkerfi þar sem hugmyndin er svo ótrúleg og ekki studd neinum gögnum (en auðvitað ekki hægt að afsanna hugmyndina nema með því að skoða öll sólkerfi). Ég tel þó gagn að því að rannsaka hvort til er vitsmunalíf annars staðar í heiminum (eins og Carl Sagan aftur). Hugmyndin er nokkuð ólíkleg en alls ekki óhugsandi. (ég myndi örugglega gefa þeirri hugmynd svona 0.5). Það má eflaust rannsaka þá hugmynd ansi lengi þó að nokkuð bitastætt komi í ljós.

Hvað varðar rannsóknir á psi þá virðist nú þegar hafa komið ýmislegt “bitastætt” í ljós. Þess vegna var Sagan þeirrar skoðunar, og ég sammála honum, að það væri eðlilegt að skoða slíkar rannsóknir betur.

Ég hef ekki þörf fyrir svart-hvíta heimsmynd þar sem ég er fullviss fyrirfram hvað er mögulegt og hvað ekki. Ég sætti mig bara við að segja “ég veit það ekki, en ég vil vita meira.”


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/06/06 00:03 #

Þú talar enn eins og aldrei hafi farið fram nokkrar rannsóknir á psi fyrr en þessar koma fram sem þú flaggar. Þar liggja mistök þín. Ef þetta væru fyrstu rannsóknirnar og niðurstöðurnar bentu til einhvers væri auðvitað áríðandi að halda rannsóknarstarfinu áfram. En þegar búið er að hafa þetta til athugunar áratugum saman og það eina sem út úr því kemur eru veik líkindi í einstaka rannsókn, þá fer þetta að verða spurning um að geta afgreitt þetta sem eitthvað non-existent. Ég spyr aftur, hvenær er nóg komið? Væru ekki löngu komnar afgerandi jákvæðar niðurstöður ef þetta væri eitthvað?


Gunnar - 11/06/06 01:06 #

Bæði Birgir og Sigurður telja sig líkt þenkjandi og Carl Sagan. Eftirfarandi segir Sagan í The Demon-Haunted World:

It is barely possible that a few of these paranormal claims might one day be verified by solid scientific data. But it would be foolish to accept any of them without adequate evidence. […] it is much better, for those claims not already disproved or adequately explained, to contain our impatience, to nurture a tolerance for ambiguity, and to await — or, much better, to seek — supporting or disconfirming evidence.

Skondið að sjá hvað þið karpið um þetta þrátt fyrir að vera næstum sammála. Mér virðist munurinn felast í því að Sigurði finnst psi næstum alveg útilokað en Birgi finnst það alveg útilokað.


Sigurður Hólm Gunnarsson - 11/06/06 01:25 #

1. Þú talar enn eins og aldrei hafi farið fram nokkrar rannsóknir á psi fyrr en þessar koma fram sem þú flaggar. Þar liggja mistök þín... 2. En þegar búið er að hafa þetta til athugunar áratugum saman og það eina sem út úr því kemur eru veik líkindi í einstaka rannsókn, þá fer þetta að verða spurning um að geta afgreitt þetta sem eitthvað non-existent.
  1. Ég tala ekki eins og það hafi aldrei komið fram aðrar rannsóknir. Það eru einmitt sumar fyrri rannsóknir sem gera mig sérstaklega skeptískan á tilvist psi.
  2. Ég er ekkert að benda á einstaka rannsókn. Ég benti á bókina “The Conscious Universe” þar sem fjallað er um fjöldann allan af nýjum og nýlegum rannsóknum sem virðast benda til þess að psi sé til. Í sömu bók er einnig vandlega farið yfir rannsóknargalla á eldri rannsóknum og fjallað um hvernig nýrri rannsóknir hafa verið hannaðar til að koma í veg fyrir eldri mistök.

En annars er ég sammála á greiningu Gunnars hér fyrir ofan. :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/06/06 10:27 #

Af hverju, ef fjöldinn allur af nýlegum rannsóknum bendir til þess að psi sé til, er sú staðreynd þá ekki orðin partur af almennri vitneskju okkar um heiminn? Af hverju hefur engum tekist að nýta þessa hæfileika til að hreppa milljón dollarana?

Já, ég tel tilvist psi algerlega útilokaða. Engum hefur nokkurn tíma tekist með afgerandi hætti að sýna fram á slíka hæfileika og hafa menn þó haft til þess áratugi og aldir.

Útilokað þar til annað kemur í ljós. En það sem koma þarf í ljós verður auðvitað að vera eitthvað sem kollvarpar fyrri niðurstöðum, ekki bara eitthvað sem sýnir fylgni aðeins fyrir ofan þá prósentu sem tölfræðin segir okkur að fáist fyrir tilviljun.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/06/06 10:49 #

Nú hef ég ekki kynnt mér bókina The Conscious Universe. Er möguleiki á því að hún geti flokkast undir nýaldarklámrit, hampi rannsóknum sem gerðar eru af trúgjörnum sálum sem falla í gryfjur skotfima kúrekans, valkvæma hugsun og allt það? Er möguleiki á að þetta sé hreint og klárt áróðursrit sem í engu er mark á takandi?

Ég er greinilega ekki einn um að velta þessari spurningu fyrir mér. Þetta fann ég í ummælum um bókina á Amazon.com:

This is probably the most detailed account of PSI research in print. The style is slanted towards the popular with many anecdotal stories dispersed in it, but is also full of detailed accounts of one scientific test after the other, all rather amazingly showing that PSI phenomena exist. Everything is proved: telepathy? check, clairvoyance? check, precognition? check, telekinesis? check, mental healing? check, field consciousness? check. Does distance diminish the PSI effect? Nope. Time? Neither. Special people required? Mostly no, everybody can do it. Sounds too good to be true? Maybe.

Vitnisburður og rannsóknir sem sennilega eru gallaðar eða falsaðar. Grunsamlegt að allar tegundir psi skuli allt í einu prófast jákvætt, eftir að hafa ekki skorað neitt í vísindalegum prófunum fram að því.

Nýaldarklámrit eru algeng í bókabúðum og ég velti fyrir mér hvort þetta sé ekki bara eitt þeirra. Ef þetta væru raunverulegar niðurstöður væri þetta einfaldlega forsíðuefni allra fjölmiðla heimsins, en ekki bara útlistun í bók sem fáir hafa heyrt minnst á.

Sé eitthvað að marka þessa krítík þá er þessi bók ekki sérlega vönduð og höfundurinn ekkert ógurlega traustvekjandi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/06/06 14:32 #

Sé eitthvað að marka þessa krítík þá er þessi bók ekki sérlega vönduð og höfundurinn ekkert ógurlega traustvekjandi.

Mér þykir The Conscious Universe heldur betur afgreidd í greininni sem Birgir vísar á. Þessi bók getur varla talist traust heimild ef eitthvað er að marka þessi gagnrýni.


Gunnar - 11/06/06 17:39 #

Þessi bók getur varla talist traust heimild ef eitthvað er að marka þessi gagnrýni.

Og þessi gagnrýni getur varla talist traust ef eitthvað er að marka þessa bók. Að því sögðu tek ég fram að mér finnst psi u.þ.b. jafnlíklegt og að epli detti upp.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/06/06 18:10 #

Og þessi gagnrýni getur varla talist traust ef eitthvað er að marka þessa bók.

Hver er tilgangur svona athugasemdar Gunnar?


Gunnar - 11/06/06 21:58 #

Hver er tilgangur svona athugasemdar Gunnar?

Tilgangurinn er að benda á innihaldsleysi þinnar athugasemdar. Þú segir að bókin geti varla talist traust heimild ef eitthvað er að marka gagnrýnina. Sem er vissulega rétt, en blasir soldið við, ekki satt? Ef A er satt þá er ~A ósatt. Þar sem ekki liggur fyrir hvort gagnrýnin er réttmæt er staðhæfing þín sönn en ekki sérstaklega innihaldsrík. En aftur, mér finnst fyrirfram mjög líklegt að gagnrýnin sé réttmæt og bókin þar með lítils virði.

Það blasir líka við að mín athugasemd var álíka innihaldsrík og þín. Svo við erum kvittir, ok? :-)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 11/06/06 22:01 #

Þetta tengist ekkert grein minni um rannsóknir Erlends Haraldssonar en ef þið viljið halda áfram þá er spjallborðið opið.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.