Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gaman að vera trúleysingi á Íslandi

Það var virkilega ánægjulegt að Háskóli Íslands gerði Sir David Attenborough að heiðursdoktor 24 júní. En Attenborough er stórkostlegur fræðari sem hefur hjálpað þúsundum Íslendinga að skilja þróunarkenninguna. Fræðsluþættir hans, sem framleiddir hafa verið af BBC, hafa hjálpað mörgum til að skilja lífið á jörðinni. Hann var ein af hjálparhellum mínum við að kryfja skaparann og losa mig við tilgangslausar upprisukenningar kirkjunnar. Það voru því mikil hughrif fyrir mig að Háskóli Íslands veitti honum þessa viðkenningu.

Sir David Attenborough var staddur á Galapagos eyjum en í staðinn heiðraði annar maður okkur Íslendinga þessa sömu helgi. Sá maður heitir Richard Dawkins og er góðvinur Attenborough. Þeir félagar, sem báðir eru vita trúlausir, vinna saman í Bretlandi að mörgum málum. Þannig fengu Íslendingar að njóta ávaxta tveggja snillinga sem hafa lagt sig fram í að fræða almenning með því að opna sýn á lífið og tilveruna.

Það var stórkostlegt að tala við Dawkins í eigin persónu. Hann er í senn hæglátur og vandaður í alla staði, mjög forvitinn og sífellt að velta fyrir sér hlutum. Sjónvarpið, NFS og Morgunblaðið eiga miklar þakkir skildar að kynna Íslendingum Richard Dawkins. Það er mikil þörf fyrir að rjúfa innsiglið á þeim hjúp sem hindurvitnin hér landi hafa falið sig inní. Því sama dag og Attenborugh talaði frá Galapagos eyjum, útskrifaði Dr. Einar Sigurbjörnsson deildarforseti guðfræðideildar 10 nemendur með réttindi til að daðra við hindurvitni og sköpunarsögur. Það var eini bitinn í epli helgarinnar sem var súr, en hinir voru sætir og bragðgóðir.

Frelsarinn 28.06.2006
Flokkað undir: ( Vísindi og trú )

Viðbrögð


Jórunn (meðlimur í Vantrú) - 28/06/06 08:29 #

Já - það var sannarlega bæði fróðlegt og mjög skemmtilegt að hlusta á Richard Dawkins og aðstandendur ráðstefnunnar eiga mikið lof skilið. Aldrei hafa svona margir trúlausir verið samankomnir á Íslandi í einu.

Eitt af því sem Dawkins lagði áherslu á að var innræting trúar í börn. Hann benti réttilega á að börn trúa því sem fullorðnir segja þeim - og skiptir þá engu hvort um þvætting er að ræða. Hann sýndi og ræddi dæmi frá hinum ströngu sérskólum hinna einstöku trúarbragða - hvernig börn eru "merkt" trúarskoðunum foreldra sinna og hvernig það stíar börnum í sundur. En við, hér á Íslandi, megum ekki bara einblína á það "vonda" úti í heimi - hér á landi fer fram markviss innræting kristni í barnshugana. Byrjar jafnvel í leikskólanum! Og innrætingin heldur áfram og barnið lætur ferma sig og lofar að "helga líf sitt trúnni á Jesú Krist".

Leyfum börnum að vera í friði fyrir trúarskoðunum þar til þau eru orðin nógu gömul til þess að velja sjálf.


Snæbjörn - 28/06/06 20:20 #

Góðar fréttir. Ég er sjálfur líka mikill aðdáandi David Attenborough. Hann er frábær útskýrandi.

Stöð 1 ætti nú að sýna fleiri dýralífsþætti, frá BBC!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.