Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þjófar daganna

Dagurinn í dag er kallaðar hvítasunnudagur af kristnum og þá á heilagur andi að hafa fyllt vit lýðsins og kirkjan var stofnuð. Raunveruleikin er sá að í dag var haldin til forna uppskeru eða vorfagnaður með dans og skemmtun. Gyðingar kalla þennan dag Shabuoth sem er hátíð sem haldin er sjö vikum eftir frjósemishátíðina páska. Þá er fagnað fyrstu uppskeru og að guð færði Móses boðorðin tíu. Segja má að þennan dag sem og flesta aðra forna hátíðisdaga hefur kirkjan hertekið undir goðsögur nýja testamentisins. Svo augljós er þessi þjófnaður daganna og hvernig þeim er vandræðalega troðið yfir eldri hátíðisdaga í almanakinu að það eitt afsannar goðsögur og tilbúning kristindómsins.

Frelsarinn 04.06.2006
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Carlos - 05/06/06 08:55 #

Það að menn "steli" hátíðisdögum annarra, sannar ekki neitt annað en að eldra trúarbragði er gefið nýtt innihald. Ef það breytist ekki, verður til nýtt, annars kallast þessi "stuldur" siðbót.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/06/06 14:41 #

Sagan segir að þarna hafi kristin kirkja verið stofnuð. Er það tilviljun, eða er þessu kannski skrökvað?


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 05/06/06 14:45 #

Carlos, þessi aldagamli þjófnaður bendir til þess að kristni er jafn goðmögnuð og önnur trúarbrögð. Upprisasólar 25 desember til frjósemishátíða og annarra tímamótafagnaða er allt gamlir hátíðardagar sem var strikað yfir af kirkjunni. Það er ekki fyrir tilviljun að Jesú átti að hafa stígið þrjá daga til heljar á sama hátt og sólinn er þrjá daga lægst á lofti. Ef það er hægt að strika yfir alla hátíðardaga annarra guða með kristnum hátíðardögum, segir það okkur að kristindómurinn smellpassar við önnur forn trúarbrögð mannkyns. Það er ekkert nýtt undir sólinni með kristindómnum. Kristnir í dag þurfa ekki að skammast sín persónulega fyrir að hafa stolið þessum dögum, enda það gert löngu fyrir okkar kynslóðir. Tvennt mætti þeir samt hafa í huga. Viðurkenna að þessum dögum var stolið og að hætta að troða þeim yfir þau sem ekki hafa áhuga á þeim. Í framhaldinu mun ég lofa lesendum að koma með næstu alla kristna stórhátíðadaga og útskýra hverju var stolið.


Carlos - 05/06/06 20:54 #

Hvítasunnan er ævaforn uppskeruhátíð sem einnig var sáttmálahátíð í gyðingdómi. Það að kirkjan gerir hana að upphafshátíð sinni, þýðir einfaldlega að kristnir sjá í gjöf heilags anda nýjan sáttmála Guðs og manna. Hvort hlutirnir gerðust svona, eins og þeim er lýst eða með öðrum hætti, veit ég ekki. Alla vega er frásagan af atburðum Hvítasunnunnar stílfærðir til að passa í biblíulegar fyrirmyndir, t.a.m. sögunnar um Babelsturninn, Gen. 11.

Það er okkur ekkert launungar- eða feimnismál, að þessar hátíðir eru teknar annars staðar frá, sbr. spurt og svarað á tru.is. Satt að segja held ég að það sé leitun að þeim kristna hátíðis- eða dýrðlingadegi sem á sér ekki sögu, eldri en kristindómurinn.

Eins og "frelsarinn" er ég á því að það eigi ekki að troða neinum frídegi á óviljuga ... en, og þar ættu vantrúaðir andófsmenn að hugsa um eigin hag, ef við afhelgum alla daga, verður brátt engin frídagur þess virði að hann sé haldinn, ekki 1. maí, ekki 17. júní, 1. desember eða 1. janúar. Ekki næsti sunnudagur (laugardagur, föstudagur). Samfélagið endar þá væntanlega á einni allsherjar vakt, þar sem vinnan er svo heilög að ekkert frí er þess virði að þjóðin helgi sér það.

Að þessu sögðu hafa þeir frídagar sem eru lögbundnir verið það vegna meirihluta þeirra sem vilja halda í þá. Sá meirihluti fer þverrandi. Ég get vel lifað við það að þeir breytist. En mig langar ekki að lifa í samfélagi þar sem ég fæ ekki að halda þá helgidaga sem mig langar til.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 06/06/06 09:41 #

Ég og margir aðrir myndi vilja sjá hina sérstöku trúfrídaga vera frí fyrir þá sem eru í viðkomandi trú en þeir sem væru utan hennar gætu ráðstafað þeim öðruvísi.

Þetta eru held ég alveg örugglega 5 dagar. Ég geri ráð fyrir að jólin verði eins og þau eru. Það eru jú einhverjir trúarhópar sem halda ekki upp á jól svo það mætti athuga það.

Það er samt ólíðandi að einn trúarhópur geti krafist þess af öllum öðrum að þeirra dagar séu hafðir í heiðri sem frídagar. Ég kalla það bara sögulega frekju og yfirgang.


Carlos - 06/06/06 13:32 #

Ég kalla það bara sögulega frekju og yfirgang.

Ég kalla það eðlilega þróun að samfélagið og kirkjan hafa komið á móts við breyttar kröfur og fækkað kirkjulegum frídögum og aukið rými manna til verslunar og iðkun menningar og skemmtana, eins og gert hefur verið hér á landi undanfarin 25 ár.

Ég kalla það ósvífinn ofstopa að ætlast til þess að þessu sé komið á án tillits til þess að meirihluti þjóðarinnar er í trúfélagi sem heldur þessa daga og skíta þann meirihluta út sem frekjur og yfirgangsfulla "nöttara" eins og gert er hér á þessum vef í tíma og ótíma.

Mér finnst að nafnlaus "frelsarinn" og aðrir pistlahöfundar ættu að taka tillit til lýðræðishefða sem hér ríkja og téð trúfélag hefur gengist inn á að skuli einnig gilda um starfshætti sína og samskipti við samfélagið í heild sinni.

Eins og stendur, líta hlutirnir þannig við mér að þessi vefur og aðstandendur hans vilji Þjóðkirkjuna í burt, hvað sem tautar og raular með hvaða ráðum sem er. Slík stefna, ef mér missýnist ekki, svipar meira til alræðisvalds kirkju og stjórnvalda á miðöldum og miðbiks síðustu aldar í Evrópu en það lýðræði og frelsi sem pistlahöfundar vantru.is hafa gert tilkall til í málefnum lífsskoðunarfélaga hér á þessum vettvangi.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 06/06/06 13:44 #

Carlos, ég veit ekki til þess að kirkjan hafi tekið þátt í því að fækka kirkjulegu frídögunum. Til hvers ertu að vísa?

Síðan eru það engin rök í málinu að meirihluti þjóðarinnar hafi verið skráður í trúfélag móður sinnar við fæðingu. Það er frekja og yfirgangur að banna öðru fólki að halda tónleika á einhverjum degi vegna þess trúar þinnar.

Og hvar lastu það að það ætti að koma Þjóðkirkjunni í burtu "með hvaða ráðum sem er"?


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 06/06/06 15:37 #

Ég kalla það ósvífinn ofstopa að ætlast til þess að þessu sé komið á án tillits til þess að meirihluti þjóðarinnar er í trúfélagi sem heldur þessa daga og skíta þann meirihluta út sem frekjur og yfirgangsfulla "nöttara" eins og gert er hér á þessum vef í tíma og ótíma.

Við erum ekkert að tala um það að þessi dagar verði rifnir úr dagatölum landans. Fólk sem er kristið fær þessa frídaga, það er enginn að tala um neitt annað.

En að trúleysingjar, múslimar, grísk kaþólskir o.s.frv. verði að taka frí á þessum dögum skipaðir af ríki og Þjóðkirkju er mjög óeðlilegt.

Carlos, hvað þarf prósentan að verða til að þú myndir telja það óeðlilegt að þessi frídagar þyrftu að ganga yfir alla? 75%? 50%? 25%?

Fyrir mér er 99.9% of mikið því þá er verið að nýðast á þeim sem halda sýnar trúarhátíðir á öðrum tímum. Hvers vegna eiga þeir að gjalda fyrir að trúa einhverju öðru? Af hverju þurfa þeir að beygja sig undir vilja Þjóðkirkjunnar? Af hverju geta þeir ekki fengið frí á sínum trúarhátíðardögum? Er þeirra trú eitthvað síðri en ykkar?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/06/06 16:01 #

Einmitt. Það er ömurlegt fyrir t.d. múslima sem hér búa að þurfa að beygja sig undir kristna helgidagalöggjöf og þurfa þá að auki að taka sér frí eða hreinlega vinna á sínum eigin hátíðum. Lausin á þessu væri auðvitað sú að menn velji sér sína eigin frídaga sjálfir í samhengi við trú sína og í samráði við vinnuveitanda sinn. Þannig gætu allir fengið jafnmarga frídaga yfir árið, kristnir á hátíðunum sínum (ef þeir vilja) og aðrir þegar þeim þykir henta.


Carlos - 06/06/06 17:45 #

Tvær leiðir sýnist mér eðlilegastar, vilji fólk annars vegar viðhalda frelsi til trúar/lífsskoðana og frelsi frá því að meirihluti kúgi minnihluta með gildum sínum. Önnur er sú sem Jón Magnús ýjar að í fyrstu tveimur málsgreinum, hin er sú að viðurkenna helstu frídaga allra þeirra trú- og lífsskoðunarfélaga sem unnið hafa sér hefð og viðurkenningu í landinu. Mér er að óathuguðu máli sama hvor leið er farin, svo framarlega sem helgidagar fá að vera helgidagar og fólk ekki neytt til vinnu á þeim. Flóknara er það nú ekki fyrir mér.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 06/06/06 23:57 #

Ég sé að við erum komnir á sömu blaðsíðu sem er gott :) Ein pæling með seinni leiðina þ.e. hvort að trúarfrídagar fari frá 5 (árið 2006) upp í einhverja óskilgreinda tölu. 15-30 daga? Mér finnst hún ekki raunhæfur möguleiki í þessu.


Carlos - 07/06/06 09:52 #

Það er rétt, Jón Magnús. Ef á að gera öllum jafnhátt undir höfði með frídagana sína, þá verða þeir of margir. Þannig að praktískt séð er best að nota sér þá daga sem mest sátt er um og hagræða þeim þannig að þeir nýtist sem flestum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.