Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Af hverju ég er ekki kristinn

Í dag bætist íslensk þýðing Ívars Jónssonar á ritgerðinni Why I Am Not a Christian eftir Bertrand Russell í vefbókasafn Vantrúar. Í inngangi þýðingarinnar fjallar Ívar Jónsson í stuttu máli Bertrand Russell og ritgerðina:

Bertrand Russell (1872-1970) var einn þekktasti heimspekingur Breta. Hann var ákaflega fjölhæfur maður og afkastamikill. Hann skrifaði yfir 70 bækur og um 2000 greinar. Árið 1950 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Russell var einn helsti forsprakki analýtískrar heimspeki og var einkum þekktur fyrir framlag sitt á sviði rökfræði og heimsspeki stærðfræðinnar. Meðal almennings var Russell þekktur fyrir friðarbaráttu sína, en hann var m.a. ötull andstæðingur kjarnorkuvopna og Víetnam stríðsins. Russell var dæmdur í viku fangelsisvist í Bretlandi 1961 fyrir þátttöku í mótmælaaðgerðum gegn stríðinu í Víetnam og ræðu sem hann hélt í Hyde Park, þá 89 ára gamall. Hann var þó einkum frægur fyrir skrif sín um stjórnmál, samfélagsmál og siðferðileg málefni. Fyrirlestur hans, Af hverju ég er ekki kristinn, sem hann flutti 1927, olli miklu fjaðrafoki, en í honum færir hann rök trúleysingja gegn tilvist guðs og siðferðilegum heilindum Jesú Krists.

Ritstjórn 18.05.2006
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Gunnar - 18/05/06 14:02 #

Russell er náttúrulega bara snillingur og ekkert annað.


Khomeni - 19/05/06 00:10 #

Frábært dæmi um að Vantrúin mest lifandi vefur um trúmál á Íslandi. Ég ætla að byrja á að óska Ívari til hamingju með þýðinguna. Greinilega gott verk á ferðinni. Ég las hana reyndar aðeins í tölvunni en mun sannarlega prenta þessa grein út og lesa mér til ánægju. Eitt fannst mér þó vanta en það eru upplýsingar um þýðandann. Nú hljómar það kannski fábjánalega að koma með svona athugasemd þar sem ég sjálfur notast við dulnefni, en mér þætti bara betra að vita eitthvað um þýðandann. Ég vona að Ívar fyrirgefi mér þessa sparaðtýnslu.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 19/05/06 00:18 #

Þýðandinn er dr. Ívar Jónsson prófessor í Félagsvísinda- og hagfræðideild Bifrastar. Kannski rétt að taka það líka fram að við fengum leyfi frá honum ;)

En það mun vonandi bætast fleira við vefbókasafnið á næstunni.


Sveinbjörn Halldórson - 03/06/06 02:33 #

Hrifnæmir menn, umsögnin ein er nægjanleg. Ef það sama gilti um frásögur trúarbragðanna væri engu aö kvíða, nema þær sögur ber auðvitað að lesa með sérstakri athygli. Annars fannst mér þegar ég las þetta rit Russels fyrir mörgum árum vera dýrmætt vopn gegn þeim trúuðu, sem mér fannst þá vera heimskir. Núna finnst mér þetta vera ótrúlega einfeldningleg bók, og raunar eilífur vitnisburður um þá yfirborðskenndu hugsun sem Russel reyndi að stríða gegn. Hvernig má það vera að jafn djúpur hugsuður lét frá sér bók um trúarbrögð sem er svo gersneydd skilningi að jafnvel trúlausum skólastrák blöskraði, þegar nýjar og víðáttumeiri lendur opnuðust fyrir honum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.