Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Að kasta steinum úr glerhúsi

Það var skemmtilegt að fylgjast með viðbrögðum þjóðkirkjupresta þegar Júdasarguðspjall var gefið út í síðasta mánuði. Það er ekkert athugavert við það að koma í veg fyrir að fólk fari að trúa þessu kjaftæði, en þegar þú sjálfur trúir kjaftæði, þá er frekar varasamt að gagnrýna annarra manna kjaftæði.

Gott dæmi um þetta er pistill þjóðkirkjuprestsins Sigurðar Ægissonar, Þegar svart verður hvítt, en í henni segir hann þetta um þau guðspjöll sem rötuðu ekki í biblíuna:

Fæst [guðspjallanna] eru trúverðug. Í einu þeirra er Jesús sagður hafa verið grænmetisæta. Í öðru er hann að dunda við að búa til leirfugla, gefur þeim anda og sleppir þeim á flug. Yfirleitt er innihaldið í þessum eða svipuðum dúr. Ekki þarf neitt vitring til að sjá, hvers kyns er.

Auðvitað var Jesús ekki grænmetisæta! Í Lúkasarguðspjalli stendur að hinn nýupprisni Jesús hafi verið svolítið svangur eftir að hafa verið matarlaus í gröfinni og hafi borðað fisk! Síðan er út í hött að halda því fram að Jesús hafi dundað sér við að búa til lifandi fugla úr leir, allir vita jú að Jesús notaði bara leir (sem hann bjó til úr munnvatninu sínu) til þess að lækna blinda. Það stendur í Jóhannesarguðspjalli!

Það væri gaman að heyra Sigurð Ægisson útskýra hvernig hann getur séð að sögurnar þar sem Jesús býr til fugla eru bull, en ekki sögurnar þar sem Jesús margfaldar mat, labbar á vatni og reisir fólk frá dauðum. Ekki þarf neinn vitring til að sjá, hvers kyns er.

Enn skemmtilegri athugasemd kom í predikun sóknarprestsins í Dómkirkjunni, Vottar upprisunnar. Þar virðist Jakob Ágúst Hjálmarsson hafa gleymt því að þó svo að innihald trúarskoðana hans séu öðruvísi en þær skoðanir sem hann var að gagnrýna, þá er eðli þeirra það sama. Þetta segir Jakob:

Sannleikurinn er sá að þessi rit eru mörg sérlega samkvæm hvert öðru og flytja kenningu sem kristnin hafnaði. Sú kenning er byggð á gnóstísisma og hafnar líkamlegri upprisu Krists og telur skaparann illan og óvin Guðs og hvetur til flótta frá lífinu. Dæmigerð hindurvitnakenning sem byggir á getsökum en ekki samstæðileika hugmynda með traustan grundvöll í því sem almennt verður vitað.

Sannleikurinn er sá að kristin trú er hindurvitni, hún byggir á hugarburði, er full af mótsögnum og styðst augljóslega ekki við neitt sem almennt er vitað um heiminn. Til dæmis nær þrenningarkenning að uppfylla allt þetta. Dettur einhverjum í hug að sú kenning að ofursterki andinn sem talar við mann sé einn en samt þrír sé studd með einhverjum rökum? Auðvitað ekki, þetta er mótsagnakennd vitleysa, sem fólk trúir vegna þess að kirkjan segir þeim að trúa því.

En gamanið er ekki búið, næsta föstudag verður Da Vinci lykillinn frumsýnd og þá má búast við því að prestar landsins skjóti sig ítrekað í fótinn.

Hjalti Rúnar Ómarsson 15.05.2006
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Sverrir Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 15/05/06 07:53 #

Góð grein Hjali!


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 15/05/06 09:39 #

Póstmódernískir prestar. Það er ekki það sama kjaftæði og kjaftæði.

Góð grein.


Khomeni - 15/05/06 10:27 #

Þegar Jakob Ágúst Hjálmarsson segir:

Sannleikurinn er sá að þessi rit eru mörg sérlega samkvæm hvert öðru og flytja kenningu sem kristnin hafnaði. Sú kenning er byggð á gnóstísisma og hafnar líkamlegri upprisu Krists og telur skaparann illan og óvin Guðs og hvetur til flótta frá lífinu. Dæmigerð hindurvitnakenning sem byggir á getsökum en ekki samstæðileika hugmynda með traustan grundvöll í því sem almennt verður vitað.

...er hann annað hvort að ljúga eða halda fram úreltum skoðunum. Margt bendir til þess að hin hefðbundni kristindómur sé sprottin FRÁ gnóstisma en sé ekki afbrygði af kristindómnum. Gnóstismi er hinn eini sanni kristindómur. Það var allvega mat þeirra sjálfra og það er afar athyglisvert að skoða gagnrýni Celsusar (gnósta frá 1. öld) á hefðbundna kristindóminn. Þar kemur fram togstreyta milli gnósta og bókstarstrúarkristinna. Togstreyta sem snérist um hvort bæri að túka guðspjöllin bókstaflega eða ekki. Gnóstar töldu fráleitt að túlka guðspjöllin bókstaflega.

Gnóstar voru allir á andlega sviðinu Heimsmynd sú sem Jakob heldur fram að tilheyri gnóstum er bara vitlaus og röng. Heimsmynd gnósta er byggð a fornum paganisma. þar er ýmislegt að finna. í um 2000 ár var það eina sem vitað var um Gnósta byggt á trúvarnarritum GEGN þeim. Þetta eru þær heimildir sem Jakob vitnar í.

árið 1945 fannst heilt bókasafn Gnósta í Nag Hamadi í Egyptalandi. Fullt af "nýjum" guðspjöllum. Rit sem hafa varpað algerega nýju ljósi á frumkristni.

Það ber vott um gríðarlegan hroka að halda því fram að "kristnin hafi hafnað" e-m ákveðnum ritum. Það voru harðar deilur um það í 300 ár hvað skyldi komast inn í Biblíuna. Bókstafstrúarkristnir urðu ofan á í þessum deilum og eyddu öllum ummmerkjum um gnóstískar rætur sínar. Brenndu handrit og ofsóttu Gnósta.

Það voru það ekki bara Gnóstar sem afneita líkamlegri upprisu krists. Ég held að lang flestir Íslendingar geri það líka.


Svanur Sigurbjörnsson - 15/05/06 10:43 #

Takk fyrir að draga þetta fram Hjalti. Þetta er dæmigert fyrir hina valkvæmu hugsun að baki trúarbragða. Það bull (ritning) sem best hentaði til að hefja upp kristnina var valið af þeim sem tóku saman biblíuna. Annað bull eða annað sem sem hljómaði of venjulegt fyrir "ódauðlega persónu" var ekki hentugt til múgsefjunar og því handónýtt til trúaráróðurs. Það er svo pínlega augljóst hvernig trúin hefur verið sköpuð af valdagráðugum mönnum með því að augnarmiði að "guðhræðslan" sé almúganum holl. Það er leitt að fólk með "góða" menntun sér ekki í gegnum þetta eða hreinlega lokar augunum fyrir því. Gallinn felst líklega í menntuninni. Hún er ekki nógu góð og heilaþvottur leikskólabarna á "réttu Jésúsögunum" leggur grunninn að ævilangri haldvillu.


Árni Árnason - 15/05/06 12:36 #

Blása lífi í leirfugla !!!!!

Ég hef nú ekki á minni lífsfæddri ævi heyrt aðra eins þvælu. Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug að svona lagað geti verið trúverðugt ? Ja það hefur svo sannarleg ekki veitt af að laga aðeins til í ritsafninu, svo að allt hitt trúverðuga stöffið kæmist fyrir. Það þarf nú ekkert vitring til að sjá það, enda er Sigurður Ægisson ekkert vitringur, en sér þetta samt.


Khomeni - 15/05/06 13:19 #

Í einu af hinum gnóstísku guðspjöllum sem fundust í Nag Hamadi er greint frá því að Jesú mótað fugla úr leir og þeir lifnuðu við. Nú ég held að flestir taki þessa sögu ekki bókstaflega. þetta er dæmisaga, full af táknum. heitir þetta ekki allegoría á máli bókmenntafræðinnar?

(Í einu af þessum forboðnu guðspjöllum (gnóstísku guðspjöllum)er sagt frá þvi að amma Jesú hafi heitað Anna)

Á fyrstu öld var rík bókmenntahefð fyrir svona dæmisögum, t.d er sagan af því þegar Jesú ríður á asna inn í Jerúsalem og er fagnað með pálmalaufum gott dæmi um svona dæmisögu. Bókstafstrúarkristnir segja að frásögnin sé eins og frétt. s.s lýsing sjónarvotts. Þetta er ennþá kennt í sunnudagaskólunum.

Hin augljósa staðreynd er að þetta er dæmisaga. Jesú er tákn andans, og asninn er tákn hins jarðbundna. það er ekki getgátur í mér. Asninn var tákn um hið jarðneska í manninum. Nú þarna er á ferðinni kennari sem hefur náð að temja hið jarðneska í sjálfum sér til auðmýktar og þjónustu. Nú siðurinn með pálmanna er eldgamall og á rætur að rekja til Egyptalands i dýrkun á Osýris.

Jesú reið aldrei á asna in í Jerúsalem...Þetta er dæmisaga.

---Enda var Jesú aldrei til.


Árni Árnason - 15/05/06 17:00 #

Voru þá grísirnir þrír, húsin þeirra og úlfurinn sem ætlaði að blása þau um koll, ekki til heldur ? Eða var það kannski bara einhver allegoría ? Maður veit bara ekki lengur hvaðan á sig stendur veðrið, svei mér þá alla daga.


khomeni - 15/05/06 20:04 #

Com on guys....

....hvað haldið þið að sagan um þegar Sússi mettar þúsundir með einum fiski þýðir? (fiskurinn tákn Jesú, orðið mettar andann) Þetta er heil vísindagrein sem kallast táknfræði.

12 lærisveinar...tilviljun? (12 ættkvíslir Ísralels, 12 merki í stjörnuhringnum)

Dæmin eru óteljandi.

-o-o-o- Táknfærðingar hafa reyndar krufið söguna um Rauðhettu. Mig minnnir að hún eigi að fyrirstilla ógnir og ótta stelpna sem eru að byrja á tíðum...

já já vindurinn gnauðar..


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 15/05/06 20:17 #

Rauðhetta hefur ótal túlkanir.


Þorsteinn Ásgrímsson - 16/05/06 00:38 #

Eru einhverjir starfandi táknfræðingar á Íslandi og ef svo er, hjá hvaða stofnunum vinna þeir? (svona smá út fyrir efnið).


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/05/06 10:34 #

Þjóðfræðingar fara dáltið út í táknfræði. Það eru einhverjir á Árnastofnun sem vita sitt hvað um þetta.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 16/05/06 17:20 #

Heh, táknfræði er útúrdúr, eða öllu frekar tæki til þess. Þetta er eins og þegar freudistar sjá píkur í kantsteinaskorum og typpi í ljósastaurum, þeir sjá það sem þeir ætla og vilja sjá, með vísun í tvíræð jafnt sem óræð tákn og tengingar. Ekki þarf meira en að kynnast kenningum Adam Rutherford til þess að vita hvað ég á við.


Árni Árnason - 24/05/06 12:27 #

Nýjustu kostunarauglýsingar Glitnis á veðufréttum NFS eru frábært innlegg í þessa umræðu.

Lítill drengur er látinn tjá sig á ótrúlega krúttlegan hátt, einlægan eins og börnum er einum lagið.

Hann segir eitthvað á þessa leið: Sko Jesús sko breytir skýjunum í vind.

Maður getur vart varist brosi, enda væntanlega tilgangurinn að vekja hlátur að einlægni barna sem úttala sig feimnislaust um ranghugmyndir sínar og ímyndaðan hugarheim. Hemmi Gunn gerði talsvert af því í þáttum sínum að eiga viðtöl við börn, og jafnan í því augnamiði að vekja hlátrasköll yfir frjálslegu ímyndunarafli og ranghugmyndum þeirra.

Tökum þessa hugmynd aðeins lengra. Leiðréttum barnið í þessum sama saklausa, barnalega tón: "Nei Stebbi minn, Jesús breytir ekki skýjunum í vind. Ne-ei Stebbi minn, Jesús snerti dáið fólk, og það lifnaði við, Jesús gekk á vatni, Jesús breytti sko vatni í vín, já hann gerði það sko svo mikið, en hann breytti ekki skýjunum í vind. Hver hefur sagt þér þessa vitleysu Stebbi minn ?

Who is the stupid one ?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.