Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Dýrð sé þér, álfaðir alda

Í sunnudagsmogganum (Mbl. 7. maí sl.) leyndist lítil saklaus frétt um að nú sé mál að leggja hornstein að Kárahnjúkavirkjun. Þar innmúrar forsetinn meitlaða speki ætlaða komandi kynslóðum til uppfræðslu, en slíkt mun lenska þegar mikið er haft við. Honum til fulltingis verður sr. Lára, prestur á Valþjófsstað. Hún á að blessa framtakið í drottins nafni, amen. Þetta er hún Lára, sem lét fjarlægja Kárahnjúkamótmælendurna síðasta sumar af kirkjujörðinni. Þetta er hún Lára, sem fór í sjómann við Prestsetrasjóð og fékk helminginn af greiðslu Landsvirkjunar fyrir vatnsréttindi prestsetursjarðarinnar. Og þetta er hún Lára, sem á að leggja opinbera blessun ríkiskirkjunnar yfir umdeildustu framkvæmd síðari ára. Ég er hræddur um að heldur fari að styttast ævi hins eilífa smáblóms á hálendi Íslands þegar blessunarorðin þruma.

Guðmundur Guðmundsson 10.05.2006
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Khomeni - 10/05/06 08:11 #

Þetta er afar ógeðfellt. Prestur blessar náttúruspjöll. Þessi Lára hefur þetta bara á CV-inu sínu það sem eftir er.

Hvað skyldi hún fá greitt fyrir viðvikið? 30 silfurpeninga?

Laxa-lára...


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/05/06 10:42 #

Þetta er hún Lára, sem fór í sjómann við Prestsetrasjóð og fékk helminginn af greiðslu Landsvirkjunar fyrir vatnsréttindi prestsetursjarðarinnar.

Getur einhver frætt mig nánar um þetta tiltekna atriði?


Khomeni - 10/05/06 11:01 #

Sko. Lára G. Oddsdóttir prestur á Valþjófsstað sat á feitustu jörð ríkiskirjunnar því að veruleg laxahlunnindi fylgdu kirkjujörðinni. Talað var um að beinar tekjur af veiðileyfum og laxahlunnindum væru 8 - 9 miljónir á hverju sumri!!!

Biskup tók þetta mál upp og samkomulag var gert við Laxa Láru um að Prestssetrasjóður fengi helminginn af tekjum jarðarinnar.

Mér er ekki kunnugt um hvernig greiðslum til hennar frá Landsvirkjun var háttað.

Laxa Lára er nú að blessa stærstu umhverfisspjöll Íslandssögunar. Þvílíkur guðsmaður.

Þvílíkur guðsmaður....


Kári Rafn - 11/05/06 03:19 #

Snýst þetta nú ekki aðeins meira um pólitík heldur en trúmál? bara spöglúra


G2 (meðlimur í Vantrú) - 11/05/06 08:43 #

Snýst ekki kirkjan um pólitík ekkert síður en trú? A.m.k. þreytist Æðstistumpur seint að skipta sér af pólitík eins og dæmin sanna. Enda yfirlýst stefna kirkjunnar að skipta sér af öllu.


Guðmundur Ólafsson - 11/05/06 15:10 #

Ég er sammála Kára Rafni, hvernig á þetta heima hérna?

Það er hægt að skilja á þessu að blessun á húsum sé eitthvað heilagt sem má ekki "henda á sorphaugana" með því að blessa umdeilda virkjun.

Er það eitthvað tengt vantrú að vera á móti Kárahnjúkavirkjun? Þetta er meiri áróðursgrein gegn Kárahnjúkavirkjun en gegn trú á hindurvitni. td: "álfaðir alda" og "heldur fari að styttast ævi hins eilífa smáblóms á hálendi Íslands"

Eða ertu að gagnrýna að presturinn á staðnum blessi virkjunina afþví hún hefur gert hluti sem eru þér ekki að skapi áður? (þe. að reka skemmdarvarga í burtu)

Undarleg grein á vantrúarvef, gæti alveg eins verið grein frá trúuðum manni ef þetta væri ekki hér.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 11/05/06 16:31 #

Greinin var lögð fyrir og spurningin kom (frá vinstri manni) hvort hún væri of pólitísk en enginn var ósáttur við hana innan Vantrúar, allavega minntist enginn á það þó kallað væri eftir skoðunum.


Sverrir Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 11/05/06 22:38 #

Greinin snýst vissulega um pólitík og spillingu sem tengist þjóðkirkjufyrirkomulaginu á beinan hátt. Það vill svo til að þetta tvennt er rækilega samofið.

Stjórnmálaskoðanir félaga í Vantrú eru af ýmsu tagi. Greinin er auðkennd höfundi sínum og ekkert óeðlilegt að hann viðri pólitíska skoðun sína á málinu. Feimni eða ófrávíkjanleg krafa um „hlutleysi“ má ekki koma í veg fyrir greinaskrif af þessu tagi sem benda á spillinguna sem blómstrar í skugga þjóðkirkjunnar.


Guðmundur Ólafsson - 12/05/06 00:39 #

Og hver er spillingin þarna?

Varla spilling að vígja virjunina. Varla spilling að senda fólk í burtu sem hafði staðið í ólöglegum aðgerðum heldur. Það var nú einusinn hún sem leyfði þessu fólki að vera þarna þegar hún hélt það væri þarna til að stunda lögleg mótmæli. Er spillingin sú að heimta að fá helming af arði af kirkjujörðinni sem hefði annars farið til þjóðkirkjunnar?

Hún hefur engum skyldum að gegna gagnvart Landsvirkjun þótt hún fái borgað fyrir vatnsréttindin. Þeir eru að borga þetta afþví þeim ber skylda til þess samkvæmt lögum. Mesta lagi léleg samsæriskenning sem stenst ekki skoðun ef það var púnkturinn í greininni. Það er ekki einusinni neitt í gerininni sem segir að hún hafi rekið þau í burtu þegar eða eftir að hún fékk þessa peninga, sama þótt það sanni ekkert heldur.

Endilega bendið mér á hvaða hluti af greininni er að benda á spillingu.

Ég er ekkert að fara fram á algjört hlutleysi í hverju einasta orði sem er skrifað hingað, og er í rauninni ekki í neinni aðstöðu til að fara fram á eitt eða neitt. Þetta er góð og þörf síða og hefur örugglega fengið marga til að hugsa, þar á meðal mig. Þetta er hinsvegar langt frá því að vera grein um trúmál sem er aðeins lituð af pólítískum skoðunum að mínu mati.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 12/05/06 09:16 #

Þetta er hinsvegar langt frá því að vera grein um trúmál sem er aðeins lituð af pólítískum skoðunum að mínu mati.

Þú átt rétt á þinni skoðun og hér með hefur þú komið henni á framfæri.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 14/05/06 18:32 #

Sæll nafni,

Hvar finnur þú pólitík í þessum pistli??? Má ekki nefna Kárahnjúka öðruvísi en að menn stökkvi upp á nef sér?

Þjóðkirkjan þykist vera þjóðarinnar - er þjóðin samþykk því sem gerst hefur í kringum Kárahnjúkafarsann?? Eiga prestarnir að blessa hvað sem er?


Guðmundur Ólafsson - 15/05/06 04:48 #

Ef það verða alltaf einhverjir fúlir þegar þú nefnir kárahnjúkavirkjun í tengslum við eitthvað sem þú segir eða skrifar þá held ég að það sé ágætis merki um að þú getir ekki skrifað hlutlaust um neitt sem tengist Kárahnjúkavirkjun. Ég á bágt með að trúa því að þú sjáir virkilega ekki neitt pólitískt í þessum pistli, eða kallast það kanski ekki pólítík hjá þér að vera "í liði með náttúrunni"?

Hvað þurfa mörg prósent að vera á móti byggingu einhvers mannvirkis svo það sé óviðeigandi að þjóðkirkjuprestur blessi það? 20%, 30%?

Þú talar eins og það sé ekkert álitamál að þessi virkjun eigi ekki rétt á sér og að hún sé bara skemmdarverk á náttúrunni. Þú heldur kanski að þeir sem eru fylgjandi henni séu bara þeir sem fá peninga í vasan frá Landsvirkjun. Ef svo er þá lifiru í blekkingu, alveg eins og trúað fólk.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 15/05/06 12:36 #

Vert þú ekki að gera mér upp skoðanir, nafni. Mér er slétt sama þótt öllum þeim 'náttúruundrum' sem fók þykist sjá við Kárahnjúka sé drekkt niður á ómælt dýpi. Mér er hins vegar ekki sama þegar fávitagangur á borð við Kárahnjúka verður til þess að: a) mikilvægari verkefni sitja á hakanum, og b) hluti þess efnahagshruns, sem þegar er hafinn verður rakinn beint til þessarar framkvæmdar. Er blessun slíkrar framkvæmdar bara í fínu lagi?

Þar sem þú ert augljóslega fastur í því að þessi pistill fjalli um pólitík þá skal ég koma þessu á mál, sem þú etv. skilur. Þjóðkirkjan með sr. Láru í broddi fylkingar í þetta sinnið, er eingöngu til sjálfrar sín vegna, þ.e. tilgangurinn helgar ávalt meðalið. Allt þeirra hjal er nákvæmlega einskis virði, eins og dæmin sanna, þegar kemur að því að maka krókinn. Þjóðkirkjan er hóra, sem leggst undir hæstbjóðanda, svo einfalt er það.


Guðmundur Ólafsson - 15/05/06 13:06 #

Fyrirgefðu að ég skuli hafa verið að gera þér upp skoðanir.

Ég get bara alls ekki séð hvernig þessi Lára á að hafa gert eitthvað óeðlilegt með því að fara þangað og blessa virkjunarmannvirkið, sama þótt 30-40% þjóðarinnar séu á mót virkjuninni samkvæmt könnunum. Þessvegna lítur greinin út fyrir mér eins og að hún sé skrifuð af einhverjum sem sér allt sem gerist í kringum þessa virkjun sem eitthvað hræðilegt.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 15/05/06 13:43 #

Ég reyndar sé allt er gerist í kringum þessa virkjun sem eitthvað hræðilegt. En það er ekki til umræðu. Mér finnst 30-40% af hvaða hóp sem er vera yfrið nóg til að taka tillit til. Og þar liggur hundurinn grafinn - kirkjan gefur skít í allt nema eigin hagsmuni, sama hversu margir eru á móti.


LiljaS - 05/06/06 15:54 #

Auðvitað er þetta pólitík. Mér finnst furðulegt að einhver skuli halda öðru fram. Kárahnjúkavirjun er vissulega mjög umdeild og hefur verið það í sex ár eða svo. Og það að séra Lára sem er prestur í Fljótsdal skuli taka svona afgerandi afstöðu með þessari virkjun í guðsnafni finnst mér hneikslanlegt.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 05/06/06 18:50 #

Takk fyrir.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.