Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvar er himnaríki?

Kristnir menn hafa í seinni tíð verið ansi uppteknir við að afneita ýmsum grundvallarkenningum trúarbragða sinna. Þannig eru kraftaverk Jesú og upprisa ekki lengur neitt sérstakt issjú, að ekki sé talað um meyfæðinguna og endurkomuna. Nei, þetta er allt bara eitthvað sem bókstafstrúarmenn taka alvarlega, en sann-Þjóðkirkjukristið fólk einblínir í staðinn bara á siðaboðskap sandalahippans frá Nasaret.

Það eru þó nokkrir þættir sem enn lifa góðu lífi í huga flestra „rétt“-trúaðra. Líf eftir dauðann og himnaríki fá enn að lafa inni, en búið er að afgreiða helvíti sem myndlíkingu. Og auðvitað eru guðinn og Jesúsinn í fullu fjöri á himnum.

Hafið þið velt fyrir ykkur hversu flatjarðarleg hugmyndin um himnaríki er? Jesús steig upp til himna, upp, og það meira að segja í holdinu og allt. Rétt eins og þetta væri bara á næstu grösum, bak við tunglið eða eitthvað.

Við erum farin að þekkja störnuhimininn nokkuð vel eftir áratugar hátæknilegar rannsóknir og hvergi hafa menn rekist á þetta himnaríki. Menn sjá vetrarbrautir og stjörnuþokur í margra milljóna ljósára fjarlægð, en þessi mikilvægasti punktur himinhvolfsins, þar sem Jesús hefst við í líkamanum, er hvergi nálægt. Bara endalaus margra ljósára auðn og tóm í allar áttir. Jesús hefur því væntanlega þurft að ferðast um langan veg í hinum mannlega líkama sínum til að ná á áfangastað. Ætli hann sé kominn þangað enn?

Svo er annað í stöðunni. Jörðin snýst um sjálfa sig og ef himnaríki er á einhverjum sérstökum stað í alheimi, segjum t.d. í stjörnumerkinu Oríón, þá er það ekki „upp“ nema hálfan sólarhringinn. Hinn helmingin þyrftum við að benda niður þegar við tölum um leiðina „upp“ til himna.

En kannski er himnaríki ekki efnislegt. Guðinn er nú einu sinni andi og heilagur andi líka. Og ef ég skil kenningarnar rétt, þá rotnar líkami okkar í jörðu, en sálirnar, þessi óefniskenndu fyrirbæri fljúga til himna til að dvelja í návist tríósins. Allir þarna eru bara andar í góðum fílíng, tja nema Jesús. Hann er sá eini sem væflast þarna um í holdinu.

Stórundarleg þessi trúarbrögð.

Birgir Baldursson 09.05.2006
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 09/05/06 09:34 #

Ætli menn hafi nokkuð prófað að leita að Jesú í einhverjum veðrahvolfum jarðar? Ósonlaginu eða einhverju slíku?

Annars er þetta al-heimskuleg hugdetta og svo fornaldarleg að detta í hug að þegar við deyjum þá förum við til "himna". Allavega myndi ég ekki vilja vera Jesú og í mínum mennska líkama í -30 til -272 stiga frosti eða svo. Allavega myndi ég vilja eitthvað annað en sandala á lappirnar á mér.


Khomeni - 09/05/06 10:49 #

Birgir flaskar á því að sjá málið í ljósi Krists...

Ef tekið er mið af kenningum um að kristindómurin sé einungis birtingarmynd paganisma og nýplatónsku þá ber að túlka upprisuna sem tákn en ekki sem físískan veruleika.

Auðvitað er skelfilega auðvelt að henda gysi af trúuðum hvað þetta varðar. Þetta er svo augljós della.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/05/06 12:02 #

Upprisan bara tákn? Þá er nú lítið orðið eftir af kristindóminum. Það hefur verið heimtað af fólki í hartnær 2000 ár að þessu sé trúað bókstaflega. Og ónýt er trú yðar ef þetta reynist svo ekki rétt.


Khomeni - 09/05/06 15:08 #

Rétt minn kæri Birgir. Það er lítið eftir af kristindómnum þegar vel að er gáð. Eiginlega ekki neitt eftir.

Kristindómurinn er í raun heiðni klædd í búning. Skyldi það vera tilviljun að jesú er sagður fæddur 25. des (vetrarsólstöður). Er það tilviljun að hann er sagður fæddur af mey (Mitras var einnig fæddur af mey). Er það tilviljun að Jesú tekur á sig syndir mannana (Dyonysos er fórnað fyrir mannkyn). Er það tilviljun að hann er sagður hafa riðið á asna inn í borg? (Dyonisos á að hafa riðið á asan inn í borg.)

Dæmin eru óteljandi bæði úr meintu lífi Jesú og því sem hann átti að hafa sagt sem benda til þess að sagan um jesú sé goðsaga.

Það er ekki nema fyrir hard core trúarvitleysinga að trúa þvi í alvörunni á gullna hliðið, helvíti og skrattann.

Ég er meir að segja viss um að Gunnar í k(r)ossinum trúir ekkert mikið á þetta heldur túlkar hægri og vinstri. Ef ætti að taka biblíuna bókstaflega þá verður hann að ferja konurnar í Krossinum yfir bæjarmörkin meðan þær eru a túr. Það stendur jú í Gamla Testamentinu... Þær eru sko "óhreinar".


óðinsmær - 09/05/06 15:22 #

ég segi fólki alltaf að kíkja í baghavad gita til að fræðast um hinn andlega heim, frelsarann, himnaríki og það dót, en það er kannski hægara sagt en gert.

Þar er talað um víddir og stórmerkileg andleg vísindi sem útskýra nánast allt hvernig myndlíkingar og heimurinn virkar en þær eru einnig fullar af göldrum og fórnaleiðbeiningum, svo að þeir sem vilja hlæja fá eitthvað fyrir sig. Ef einhver nennir að lesa það allt þá segiði mér frá, því ég hef ekki komist yfir nema nokkra kafla hingað til.


Eðvarð - 19/05/06 04:38 #

Sælir aftur á vantrú.

Nú þarf að hrista aðeins upp í samræðunum, því biblían kennir að jesús hafi uppfylt lögmálið og að það þurfi ekki að fara eftir gamla testamenntinu og því sem þar stendur því jesús sagði að "tvennt hef jeg boðað yður, elskaðu guð þinn meir en allt og náungan eins og sjálfan þig", þannig að Gunnar í krossinum sem dregur alla tilbeiðslu að sjálfum sér, hann þarf ekki að flytja þessar konur yfir bæjarmörk. Annar í sambandi við dauðan, helvíti, himnaríki og gehena. Ósköp einfallt, því það er ekkert eftir dauaðn eins og biblían kennir, prédikarinn 9:10 sem dæmi segir að allt sé búið við dauðan og ekkert taki við. Orðið helvíti er mistúlkað því , helja (helvíti) táknar sameiginlega gröf mannkynsins, og má það glöggt sjá í sálmunum, "hver skyldi lofa þig í dánarheiminu, hver skyldi lofa þig hjá helju", já þar er ekkert líf og menn fara ekki til helvítis og kveljast eins og ýmis trúarbrögð kenna. Hins vegar er eldurinn og allt það komið frá ruslahaugum það sem líkum var hent af illum mönnum, og kallaðist hann gehena, þeir sem fara þangað eiga enga von í upprisuni frá helju það sem menn sofa eins og biblían kennir. þannig það er ekkert líf eftir dauðan og menn fara allir á sama stað nema þeir sem fá ekki tækifæri í upprisu, þeir fara í gehena. Hinsvegar er til himnaríki en þangað fara aðeins 144.000 manns eins og opb. talar um. þannig þið megið túlka þetta eins og þið viljið og kalla mig geðveikan mann að trúa þessu, en jeg geri það. hins vegar nenni jeg ekki að skrifa meira og útskýra betur þannig þið verðið að hafa mig afsakaðan ef eitthvað er og óskýrt.

Kv. Eðvarð.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 19/05/06 05:39 #

Sæll aftur

...því biblían kennir að jesús hafi uppfylt lögmálið og að það þurfi ekki að fara eftir gamla testamenntinu og því sem þar stendur því jesús sagði að "tvennt hef jeg boðað yður, elskaðu guð þinn meir en allt og náungan eins og sjálfan þig",

Sagði Jesús ekki að ekki stafkrókur muni falla úr gildi fyrr en himin og jörð farast, eða eitthvað þannig? Það er líka afskaplega fyndið að þegar hann segir þetta í Mt 22 þá er hann að svara því hvað sé æðsta boðorðið í lögmálinu(gamla testamentinu!).

Í sambandi við líf eftir dauðann, þá er það rétt að í Gamla testamentinu kemur fram sú trú að það sé ekkert líf eftir dauðann (hvorki fyrir góða menn né góða) en í Nýja testamentinu eru staðir sem virðast benda til helvítis (eilífra kvala), td þegar Jesús talar um að henda fólki í eilífan eld og eilífa refsingu.


Eðvarð - 23/05/06 05:09 #

Já sko, þannig er nú málum háttað með nýja testamenntið að þar er talað um helvíti sem stað, en það er augljóslega ekki í raunverulegri merkingu því t.d. ´ríkur og snauður í lúkas 16:19 eða 19:16 mann ekki alveg, er dæmisaga, og menn hjá kirkjuni hafa oft misstúlkað þessa dæmisögu jesús um sáttmálan tvo og haldið fram að hann hafi verið að segja að svona væri þetta, þetta er svona svipað heimskulegt eins og þegar þeir segja að (man ekki nákvæmlega hvar þetta er, verð að biðjast afsökunar) Jesús hafi sagt, sannlega segi jeg yður, í dag skalt þú vera með mér í paradís. Þetta er algert rugl, því samkvæmt grískum ritum og samhengi bilíunar á þetta að hljóma: sannlega segi jeg yður í dag: þér skuluð vera með mér í paradís, þarna er stór munnur á. Þetta eru þau orð sem hann sagði þegar hann hékk á hvalastaurnum ásamt ræningjunum tveimur, en hann mun hafa beint þessum orðum að þeim. Aftur að ríkum og snauðum þá er verið að tala um andlega fæðu ekki efnislega, ásamt því að það munn verða gríðarlegt bil á milli sáttmálana tveggja. Jesús var þarna að segja að allir ættu að fá að tilheyra guðsríki, ekki bara farísear (prestar þess tíma) eins og staðan var orðinn, prestar vildi ekki sjá fátæku heldur hunsuðu þá, en það er ykkar að túlka þessa sögu eins og þið viljið, það er auðvitað ekki gott að tjá sig um þetta með þessum hætti. Opinberunarbókinn talar um að aðeins 144.000 komist til himnaríkis, restinn er hinn mikli múgur á jörðinni, vildi gjarnan fá að vita hvað presta segja um þetta, þar sem þeir eru búnir að ljúga hvað eftir annað að fólki. Einnig væri gaman að fá að heyra álit þeirra um orðinn í jakobsbréfi þar sem segir að trúin sé dauð án verka, hvernig væri nú ef greyið presturinn myndi segja þetta í messu. Reyndar segja sumir prestar að jakobsbréf eigi ekki að vera í biblíuni, hvernig geta þeir sett sig í þá stöðu hvað á að vera þar og hvað ekki, eru þeir þá ekki að skipa sjálfa sig að guði, eða hvað? En eins og upprunalega umræðan var þá er atthyglisvert að skoði maður rauða þráð biblíunar þá kemur í ljós að það er allsekkert eftir dauðan, hins vegar má ekki gleyma gehenna, eins og hebreskan segir til um, og jeg sjálfur hef nefnt. Auðvitað kvelst enginn, þeir deyja bara og vera að dufti.

Samkvæmt biblíuni þá ætlar Guð ekki að eyða jörðini eins og hvítasunnumenn halda fram, það segir allt annað í prédikaranum 1:4, hins vegar er það þannig að jeg er á næturvekt og hef ekki bókina góðu með mér þannig jeg get ekki farið mjög djúpt í þetta (á einhverjum stað í biblíuni segir að bókum verði lokið upp og nýjar muni koma, við getum ekki sagt fyrir um það, nema þeir sem ekki trúa). Auðvitað mun ekki stafkrókur falla úr gildi, þar sem jesús uppfylti lögmálið eða s.s. boðorðinn tíu eru uppfyllt með þessum tveimur, þú skalt elska guð þinn meir en allt og náungan eins og sjálfan þig, þannig að setjirðu dæmið upp á þann veg að viljirður stela af náunga þínum eða fara upp á kerlinguna hans þá berðu ekki kærleik til hans og menn hljóta að átta sig á restini. Þú skalt ekki leggja nafn drottins þíns við hégóma er dæmi um hinn skilmálan. Auðvitað mistúlka prestar og aðrir þetta, og segja að það meigi ekki nota nafn hans, hvernig geta þeir sagt það, þarna skutu þeir sig í fótinn því þeir segja að enginn viti nákvæmlega hvernig á að bera nafn Guðs fram og því sé það óvirðing við hann, og verið sé að leggja nafn hans við hégóma. Hins vegar samkvæmt þrenningu þeira á jesús að vera guð líka og ekki vitum við heldur hvernig það á að bara nafn hans fram, jósúa eða eitthvað í þá áttina, þannig þeir eru enn og aftur að ljúga að fólki og sananst því máltækið „ein lyginn leiðir að annari“.

Kv. Eðvarð

Vona að þið njótið, ykkur er velkomið að setja athugasemdir á ritbygggingu eða innihald texta.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.